Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 16
Laugardagur 29, maí 1971. Lagning hita- veitu oð hefjast á Seltjarnarnesi Hitaveita er á næsta leiti hjá Seltimingum. Heitt vatn fannst eins og kunnugt er á Nesinu efti«• talsverða leit, og nú er búið að bjóða út vinnuna við að leggja vatnið um hverfin. Svo góður varmi var á vatninu á Nesinu að kæla verður vatnið fyrir húsin, sem næst dælustöðinni standa. Þetta kom fram í viðtali, sem bim. Vísis áttj við Sigurgeir Sig- urðsson, sveitarstjóra á Seltjarnar nesi. „Á þriðjudaginn opnuðum við tilboðin í hitaveitulögn hér á Sel- tjarnarnesi," sagði Sigurgeir. — „Lægsta tilboðið var frá H'aðprýði hf., mjög hagstætt tilboð, þar sem gert er ráð fyrir því, að lögninni verði lokið fyrir 1. nóvember næst komandi. \ Þessi hitaveita er mikið fyrir- tæki, t. d. verður skurðgröfturinn um 6 km, þ. e. a. s. bæði götulagn- ir og heimtaugar í norðvesturhverf- ið á Seltjarnarnesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hita- veitulögn, en gert er ráð fyrir, að lokið verði við hitaveitulögn í tveimur áföngum árin '72 og ’73, þótt þessu vérði kannski lókið í einum áfanga á næsta ári. ef pen mgar fást til þess. I ráði er að bora eina holu enn eftir heitu vatni, þar sem sérfræð ingar telja að 99.9% öruggt sé, að góður árangur verði af bor- uninni Sú hola verður svipuð beirri holu, sem síðast var boruð, en hún er 1730 metrar, og úr henni fæst 105 gráða heitt vatn, sem er bæði kostur óg ókostur. Þetta þýðir, að heitavatnsnotkun verður minni en ella, úr þvi að vatnið er svona heitt. En af sömu ástæðum þurfum við að leggja sér- staka lögn i' næstu húsin við dælu stöðina ti] að kæla vatnið." Sigurgeir var tiltölulega ánægður sem kostnaðarhlið málsins: ,Við gerðum ráð fyrir 51 milljón, og líkast til stenzt sú áætlun." —ÞB „Bjartsýnn á hvíta- Ágætís færð á flestum aðalvegum fyrir umferð- ina um hvítasunnuhelgina sunnu- veðrið" Petersen, verkstjóri hjá Vegagerðinni, þegar við komumst að í gær til að spyrja hann um ástand vega núna fyrir hvíta- sunnuna. „Við höfum varla sleppt sím- anum hérna í allan dag, vegna fólks sem leikið hefur hugur á því að frétta af færðinni," sagði Adolf verkstjóri .„Það eru greinilega margir, sem hyggjast fara á kreik þessa helgi. Þótt aðalvegir hér sunnanlands séu sæmilegir yfirferðar ogé ■ hafi komið sæmilega undan vetri, þá eru hinir lakarj á þeim svæðum, þar sem snjóaði í vikunni. Þeir blotnuðu upp. Útvegir eru hins vegar ekki færir ennþá. Þessar vinsælu sumarleiðir, sem mikið er spurt umT eins og Kaldidalur, Uxa- hryggir, Kjalvegur, Gjábakka hraun, Sprengisandur, Fjalla- baksleið og leiðin inn að Laka- •'■gfgniv’ - ’. . *• í>e'S3rr»Iíále/ijiis*‘egir eru ófærir Sums staðar vestanlands er einnig ófært t.d Laxárdalsheiði, Þorskafjarðarheiöi og vegur frá Hólmavík og norður í Árnes er rétt jeppafær. — Svipaða sögu er að segja af sumum fjallvegum norðanlands, eins og Lágheiði-, Vaölaheiði og Mývatnsheiði eru tæpast færar jeppum. Vegurinn í Jökuldal er dálítið erfiður yfir- ferðar vegna bleytu. en þó ekki ófær. Vegurinn um Hólssand — kaflin„ frá Grímsstöðum á Fjöll um niður að Skinnastað — er ófær, og Axarfjarðarheiði er ekki fær,“ sagði Adolf. —GP maður Vísis leit við í Saltvík í fyrradag. Það stóð á endum, að málningarverki þremenninganna og öðrum framkvæmdum lyki í gærkvöldi er fyrstu hátíðargestina bar að. „Það er yfirleitt fært um alla aðalvegi lands- ins fyrir bíla af flestum gerðum“, sagði Adolf FÍAT KALLAR INN 60 BÍLA Á ÍSLANDI 60 F'iatbilar kallabir inn vegna galla \ ÍB 60 Fíat-eigendur á Is- landi, sem keypt höfðu 1971 » árgerð af Fíat 128, fengu um daginn bréf frá umboðinu i hér, Davíð Sigurðssyni hf., | þar sem farið var fram á að ^ þeir kæmu með bílana á verk stæði hjá umboðinu, þar sem galli á bremsukerfi hefði kom ið í Ijós. 1 bflunum er bremsukerfið I ^ lokuðum bita og hefur það kom 1 tð f ljós að bremsuleiðslan get ör KsJið sagganum að bráð. Héf ur verksmiðjan af þesáum sök- um fyrirskipað lagfæringar, sem eru fólgnar í einangrun á leiðsl unni, en jafnframt verður hún smurð feiti og ryðvarin. Hins vegar á ekkj aö vera nei„ hætta á ferðum þar eð bremsukerfi bílsins er tvöfalt. — fari hemlarnir af tveim hjól- anna eru bremsur allténd eftir á hinum tveim. Að sögn þeirra I Fíat-umboð- inu er hér um fljótlegt verk að ræða. Fyrr á þessu ári voru bílar af þessari tegund kallað ir inn til að fram færu endur bætur á spindilkúlum í fram- hjólaútbúnaði bílsins. f Danmörku höfðu 400 Fiat- bílar verið seidir, og var þar því talsvert verk að ná til alira eigenda og gera við gal'ann. en b'ilaframleiðendum er vitan- iega mikið í mun að selja ekki ga'Iaða vöru. Lendi maður, ak- andi á gölluðum bf] í árekstri er hætt við að framleiðandi yrði að borga brúsann, þótt und ir venjulegum kringumstæðum hafi bí'stjórinn alla ábyrgð af þeim bíl sem hann ekur. —GG — segir Páll Bergþórs- son „Þó bezt oð vera gætinn" „Ég er nú frekar bjartsýnn á hvítasunnuveðrið", sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „En það er auðvitaö alltaf bezt að vera gætinn.“ Pál) bjóst við austlægri átt víð ast hvar á landinu. „Ef til vill verður dálítiö skýjað á Austur- og Suðurlandi, og þá er hætt við skúrum. einkum seinni h'uta dagsins. Fyrir norðan land er líklegt, að veðrið verði bæði bjartara og hlýrra. annars er nú mildara loft 'rfir landinu en var fyrr í vikunni." Ekk; bjóst Páll við næturfrosti, svo að vonandi setur ekki nætur hroll að neinum af þeim mörgu, sem hyggja á útilegur um helg- ina —ÞB VfelBSFTO — Hvert ætlið þér um helgina? Friðrik Brekkan, framkvæmda- stjóri: — Ég verð þv'í miður að vinna mikinn hluta hvíta- sunnunnar, en mig langar til að skreppa í Saltvík og í súmar- bústað fjölskyidunnar ef færi gefst. Gunnar Sigurðsson, hafnar- verkamaöur: — Ég hef ekki gert það enn upp við mig. Ferm- ingarveizla er það eina, sem ég hef enn látið mér í hug koma. í fyrra fór ég ekkert. Júlíus Snorrason, sjúkraliðlgp— Þaö sama og um hvítasunnuna í fyrra: ekki neitt. Annars veit maður aldrei. Það gæti hugsazt, að maður bærist með straumn- um út úr bænum fyrir rest. Unnar Jónsson, tæknifræðing- ur: — Ég ætla bara að vera heima og taka það rólega. Hvorki hreyfa legg né lið 'i þessa þrjá, fjóra daga. Svana Jónsdóttir, flugfreyja: — Ég verð að vinna, svo ég kemst ekki neitt. Ég flýg vestur um haf um helgina, annars hefði ég reynt að komast eitthvaö út úr bænum. Þuríður Ingólfsdóttir, skrif- stofustúika: — Ég ætla að fara meö nokkrum krökkum til Þingvalla og gista þar á hótcl- inu yfir helgina. — Nei, ég fór ekkert í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.