Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 7
VlfllR. Laugardagur 29. maí 1971. cTWenningarmál Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntir: v , T r, , M . Frá himni til himins Þorgeir Sveinbjarnarson: Vísur jaröarinnar Almenna bókafélagiö, Reykjavik 1971, 87 bls. "17ísur til jarðarinnar mætti ’ með fM að auka litillega við heiti hans siöustu bókar nefna alla ljóðagerð Þorgeirs Svembjamarsonar. Heimur Ijóða hans er íslenzk náttúra í byggð og óbyggð, ljóðmál hans umfram allt jaröneskt og hiutlægt. Yrkisefni Þorgeirs er ekki hin ytri ásýnd landsins, náttúruundur eða sögustaöir, ekki fyrst og fremst iandslag heldur frumefni þess, mosi og mold, gras og aur og grjót, Að þessu leyti til minnir Þorgeir Sveinbjarnarson stundum á ann an mikinn sveitamann og nátt- úruskáld, Jóhannes Kjarval — sem hann hefur reyndar ort um eitt sitt máttugasta kvæði, Kjarvalsstemmu í Vísum um drauminn. Mikið færi það kvæði vel í bók með völdum Kjarvals tnyndum og gæti vísast reynzt myndunum gagnlegri texti en margt annað. Ailt frá því fyrsta bók hans, Vtsur Bergþöru, kom út ár- ið 1955 hefur verið venja að tala um Þorgeir Sveinbjarnar- son sem endurnýjara og uppi- haldsmann Ijóðrænnar hefðar öðru fremur. Þótt nokkuð sé til i þessari skoðun á hún eink »m við fyrstu bókina þar sem mest var af hreinni og beinni Ijóðrænni hagmælsku, tilbreytni ^ eg leik með ijóðstafasetningu, rim og háttbundna hrynjandi. H'ún má fyrir enga muni verða t»l að skyggja á aöra verðleika skáldsins því að Þorgeir var sannarlega meira og merkara skáld en hún gefur til kynna. Fullþroska skáld kom hann fram með næstu, stærstu og veigamestu bók sinni, Vísum um drauminn, 1965, en nýja bókin, Vísur jarðarinnar, birtir eftirstöðvar þeirrar Ijóðagerðar sem þar kom fyrir sjónir. Eft irstöövar og áframhald — þvi aö Þorgeir Sveinbjarnarson var vaxandj skáld allt til æviloka. Éngin ljóð hans munu hafa vak ið viðlika athygli og aðdáun og Vísur Bergþóru. En fátt sýnir betur hve v'isvituð ijóðagerð hans var en það hve fjarri fór honum að endurtaka aðferðir þeirrar bókar, rímleikni og hnyttni hennar, innilega ljóö- ræna kveðandi, til aö viðhalda „frama“ sínum. Það er raunar ástæða til að ætla að prentaðar bækur Þorgeirs geymi ailstrangt úrval þess sem hann orti. Og þær lýsa hver af annarri sam- felldri og yfirvegaðri iökun skáldskapar, fágun máls og hug mynda til æ meiri hlítar. Kannski eru engin ljóð hans jafn þaulort og einmitt Vísur jarðarinnar í öílum einfaldleik ' og látleysi sinu. Lítilsháttar dæmi um vinnulag Þorgeirs er hve hnitmiðaðar einstakar hend ingar verða víða f ijóðum hans, orðtök sem arevpast ( hugann og eru ýms dæmi'þeirra í Vís- um um drauminn. f Vísum jarð arinnaf eru allmörg smáljóð með , sama hætti gerð, ljóðrænir orðskvíðir, ef svo má segja, afórismar sem sínum einföldu orðum miðia alveg persónuiegri skynjun, skilningi, reynslu — sem auðvelt er að iáta sér yfir sjást af því hve einfalt orð- færið er. Dæmi þeirra af handa hófi er Leiðsögn: Leggðu til birtunnar leið þína og myrkrið nær þér ekki þó að skuggi v'ísi þér veginn. l^n „hefðin" eða „viðhald" hennar í ljóðagerð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar er auðvitað í öðru fólgin en ljóðstafasetning og rími — sem Þorgeir fór æ sparlegar og hagleghr með eftir Vísur Bergþóru. Ef til vill væri nær að segja að „við- hald‘‘ eða öllu fremur „endur nýjun“ ljóðrænnar heföar væri fólgiö í sjálfu Ijóðmáli hans, jarðfestu.. þess í íslenzkri nátt- úru, næmleik hans og skyggni á landið, sjálfa jörðina, náttúru far og gróður, veðrið í land- inu. En umfram alit er hér um að ræða aiveg persónuiea skáld sýn landsins og iffs í landinu sem Þorgeir Sveinbjarnarson iagði stund á og auðnaðist að lýsa til æ meiri hlítar í ijóöum sínum, einkum oa sér í lagi ljóðafiokkunum Landslagi og Kjarvalsstemmu í Vísum um drauminn, Landhelgi f Vísum jarðarinnar. Náttúruskynjun hans er undirrót þessara ljóða, en þaú lýsa engri venjulegri „ljóörænni náttúruskoðun“. Birta og myrkur fylgiast þar að, þögn og hljómur. Sú ást og von sem Þorgeir yrkir Viða um er óaðgreinanleg iandinu, lands lagið verður ímynd andlegrar reynslu, annars veruleika en hins hlutlæga yrkisefnis: Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: Nippon gakkí Sinlóníuhljömsveit tslands, 17. tónleikar — 27. mai 1971. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko, einleikari: Mayumi Fujikawa. Efnisskrá: Beethoven: Sinfónia nr. 6 í F-dúr op. 68, Tjækovskí: Fiðiukonsert í b-dúr op. 35. 'C'yrsta hendingin i Sveitasin- fóníunni heppnast kannski í eitt skipti af milljón, svo ekki er kyn þótt hún mistækist núna. Að flestu leyti sýndist fyrsti þátturinn þó vel unninn, enda líklega rýmri t’irsö til æf- inga á fámennri efnisskránni en stundum endranær. Og þótt annar þátturinn væri síu sinn- um of hraður, þá var hann samt meó fulirj breidd f þetta sinn. Fuglakvakið fræga fór úrskeiðis og enginn fékk gert við því. Á sveitaballinu rifu hornin sig upp með ofboðslegan hávaða, eins og sæmir á slíkri skemmt- un: pilsaþytur og delluverk. Fa- gottið skildi ekki brandarann höfundar í dansinunt og kont með tónana sína þrjá í kór- réttum takti. Það var ekki nógu sannfærandi, þegar bljkan sást á lofti óforvarandis og ekki heldur, þegar aftur dró ský frá sólu. Mayumi Fujikawa _ (nippon gakk’i) lék Fiölukonsert Tjæ- kovskis af óskaplegu fjöri og skemmtilegheitum allt frá fyrsta tóni til hins siðasta. Þessi japanska smámær er ein hver bezti fiðlu'eikari, sem ég hefi heyrt lengi. Tónninn sterk- Mayumi Fujikawa. ur, mjúkur og hreinn ög berst út í hvern krók og kima sal- arins. Tæknin alfulikomin. Hljöð færið hennar (nippon gakki, made in Japan) virtist vera hið prýðilegasta tæki, en það sýn ist manni nú alltaf, þegar vel er leikið. Hljómsveitin annaðist meðleikinn af prýði. í moldinni sameinast það sem hverfult er hinu varanlega. Þráin til þess sem ekki er festir rætur grær án takmörkunar og takmarks frá himni tii himins, segir í niðurlagi Landhelgi, þar sem Þorgeir Sveinbjarnarson fer á ný með viðfangsefni Lands- lags, síns stærsta og margbrotn asta verks, í einfaidari, for- kláraðri mynd og lýsir eins konar niðurstöðum. Hinni sömu niðurstöðu er lýst með per- sónulegri, dulmögnuðum hætti í Ijóði sem nefnist Órar: En loks kemur að því að jörðin iætur þig ekki lausan. Heitur kraftur hennar flæðir um þig og þú leysist upp f veruleika. Tjráin til þess sem ekki er, veruleika handan veruleik- ans: Þorgeir Sveinbjamarson för sjálfur ekkj dult með það að ljóðagerð sín væri af trúar- legum toga spunnin, dulvituð öðrum þræði. En lYfsmagn ljóð anna heigast af hinu ná-, komna og náttúrlega Ijóðmáli, hinni nánu samsömum þess sem er og ekkj er í heimi ljóðanha. í Vísum jarðarinnar fara saman 11 imiii hin ýtrasta málfarslega ög- un skáidsins og niðurstöður þeirrar andlegu reynsiu sem hann kappkostaðj að lýsa í ljóð um sínum. Þorgeiri Sveinbjarn- arsyni auðnaðist ekki að líta þessi ljóö sín í bók — og það er vafalaust að vitund skálds- ins um nálægan dauöa sinn er beinn og óbeinn hvati margra ijóða hans í bókinni. Vera má að sú vissa eigi þátt Y' hinni forkláruðu birtu margra ein- földustu ljóðanna: Ég sit og horfi í Ijósið. Oti er nepja. Nóttin ekki langt undan. Ég sit og horfi í ljösið brenna niður i stjakann. Hið stillta karlmannlega við- horf sem þessar hendingar lýsa eru einnig órofa þáttur f ljóð- heimi Þorgeirs Sveinbjamarson- ar — eins og hin nánu kynni ljóðanna af sói og regni, birtu og myrkri, hrjóstrum og gróðri. Af þeim helgast vitund skálds ins um eilifa leiö lYfsins á jörð inni, í landinu — frá himni til himins. Fró Vinnuskóla Kópavogs Ákveöið hefur verið aö kanna hve margir unglingar i Kópavogi 14—15 ára (fæddir ‘56—’57) hafa hug á að sækja um Vinnuskóla Kópavogs nú í sumar. — Könn- unin fer fram í húsnæði Æskulýðsráðs við Álfhóls- veg 1. og 2. júní n.k. kl. 10—12 f.h. og 2—5 e.h. Stjórn Vinnuskólans Stúlka eða fullorðin kona óskast til léttra heimilisstarfa á litlu heimili, og til að líta eftir ársgömlu barni frá kl. 9—14. Tveir frtf- dagar í viku. Herb. og fæöi gæti komið til greina. — Upplýsingar í síma 33039, eða Rauöagerði 14 kl. 8—10 næstu kvöld. Glerísetning Tökum að okkur ísetningu á tvöföldu og ein- földu gleri, sjáum einnig um að útvega tvö- falt. gler, innlent. eða erlent. Otvegum ennfrem ur allt annað efni, sem þarf við gierísetmngar. Leitiö tilboða. Sími 85884 eftir kl. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.