Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 29. maí 1971. 3 á nótunum ! Veltir sér ekki upp úr en er þó hress yfir — Spjallað við ritstjóra "Samúels og Jóninu" Þau undur hafa gerzt að tvö tímarit helguð áhugamálum æskunnar hafa komið út reglulega um skeið. Samkeppnin er hörð, og vafamál að í raun og veru sé mark- aður fyrir tvö slík tímarit hér á landi. Ritstjórar beggja blað- anna eru kunnir fyrir afskipti sín af pop-málefnum, og eru vel ritfærir menn. Samkeppni þessara blaða hefur að vonum vakið mikla athygli, jafnvel deilur. I þættinum „Með á nótunum" í dag er viðtal við Þðrarin J. Magnússon, sem ritstýrir SAMÚEL OG JÓNÍNU, en það blað hóf feril sinn á undan Nútíð. 1 næsta þætti verður viðtal við rtstjóra NÚTÍÐAR, Sefán Hall- dórsson. — Hvernig hefur útgáfa Sam úels & Jónínu gengið? — Það er ekki hægt að segja annað en hún hafi gengið eins og bezt verður á kosið. Það er þó af og frá, aö útgefendur blaösins velti sér upp úr pen- ingum eins og sumir kunna ef til vill að halda. Staðreyndin er sú, að það þurfti að borga með fyrstu tölublöðunum og núna fyrst er farið að örla fyr- ir ágóða. Við gerðum ráð fyrir þessum byrjunarörðugleikum, en að svo fljótt mundi rætast úr málun- um, sem raun ber vitni, því bjuggumst viö ekki við. Áskrifendasöfnunin og eins auglýsingasöfnunin spilar hvaö stærstan þátt í velgengninni. Þó má betur ef duga skal. Útgáfu- kostnaðurinn er nefnilega rúm- ar hundrað þúsund krónur við hvert blaö og það er fyrir utan ritstjórnarlauh og yfirleitt aðrar kaupgreiöslur af því taginu. — Því hefur veriö slegið fram, að þið séuð að smjatta á óþverra. og er þar átt við skrif um fíknilyfjaneyzlu og það sem þessi hneykslaði hópur nefnir „klám“ ... — Það kemur mér svo sem ekkert á óvart að heyra það. Ég hef heyrt þessu fleygt fram öðru hverju frá þvi fyrsta tölu blaðið var gert upptækt í Hafnarfirði. Fyrst hélt fólk, að þetta fyrsta tölublað hefði ver ið eitthvað æðislega sóðalegt, eitthvað, sem fengi það til að standa á öndinni af vandlæt- ingu, en ég hef mjög orðiö var víð það, að þessi hópur hefur orðið fyrir sárum vonbrigðum, er í ijós korh, aö blaðið hafði ekkert sóðalegt inni að halda. — Þið stundið þá engin æsi- skrif? — Nei, því miður. Hitt er svo annað mál að í augum les enda kann blaðið að virðast æs- andi til aflestrar og viö kepp- um jú óneitanlega að því, að blaðið sé það, en þó ekki með því að birta klámgreinar og annan óþverra, heldur með þvY að fjalla um þau málefni, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni, hver svo sem þau eru. Við útilokum ekk- ert, enda ætti það að vera óþarfi. Það hiýtur að vera hægt Hvað skyldí Stefán Halldórs- son segja í viðtalinu næsta laugardag? aö fjaila um dægurmálin svo vel fari og enginn hneykslist. Ætlum við okkur að selja biaðið (sem við erum víst til- neyddir að gera til að halda l’ífi) verðum við að fjalla í blað inu um það efni, sem fólk hef- ur áhuga á. — Þú sleppur ekki frá eitur- Iyfjaspurningunnj . . • — Það var heldur ekki mein ingin. Þú berð bara spurning arnar svo ört fram, að ég á fullt í fangi með að svara þeim ölium. Eins og ég var rétt að segja, reynum við að fjalia um það efni, sem fólk hefur áhuga á. Eiturefni er eitt af aðalumræðu efnum unga fó'ksins f dag og því miður er það staðreynd, að stór hlutj fs'enzkra unglinga hefur freistazt til að neyta eitur lyfja. Er það .þá neriíá eðlilegt. aö yið-birtum f blaðinu greinar um eiturlvf, Við erRm eraíti þar. með að aðhyllast’útbreiðslu eit urlyfja, það væri bjálfalegt að slá því fram að órannsökuðu máli. Ég er bara andvígur þvi, að vandamálin séu sniðgengin. Ég tel, að það sé miklu nær að unglingar séu uppfræddir á einhvem hátt um skaðsemi eit- urlyfjanna, og bvY þá ekki i blaðinu þeirra? — Ertu andvígur því að unga fólkið kynnist kynferðis- lega, áður en það leggst undir hjónasæng? — Nei, alls ekki. Kynlíf er engu síður mannsins megin en hvað annað og það er nú einu sinni einn hluti heimilishalds- ins, svo að mér finnst ekki óvitlaust, aö „prufukeyrsla" fari fram fyrir hjónaband engu síður en matreiðslupróf og þvi umlíkt. Frá sjónarhóli ritstjóra lít ég svo þannig á kynferðismálin, að þar sé efniviður V greinar, sem vert sé að birta f blaðinu, Ekki skrifaðar af þeim lostafulla heldur þess, sem Iftur málin frá líffræðilegu sjónarhomi. Á ég þar við lækni. Fagurfræðin spilar svo auðvitað þarna inn f eins og víðast hvar og það verður að hafa bað þó einstaka manni, sem sér Ijótleika f sam bandi við allt sem lýtur aðhold inu, sé það á móti skapi. við skiptum ekki um skoðun. — Eru margir sem skrifa i blaðið? — Fjölmargir. Minn höfuð- verkur er sá. að ve'ja og hafna efni öllu fremur en að skrifa. Það er h'ka fullt starf fyrir mig að viða aö efni og vinna úr því, þar sem útlitsteiknun blaðs ins er einnig á mínum herðum og er það nokkuð, sem ekki er unnið á svir><ú""d' ska’ ég segja sér. — Er bað stefna Samúels & Jónínu að ganga af Nútfð dauðri? peningum, nútíðinni — Nei, ekkert frekar. Aöal-' atriðið fyrir okkur er aðeins það, að halda okkar blaði úti með góðu efni. Samkeppnin er fremur gagnleg en hitt, ég á við upp á aðhaldið, sem hún veitit okkur Nú og ef samkeppnin gengur svo af Nútíð dauðri en ekki okkur, má ef til.vill skilja það sem merk; þess, að okkar blað sé það sem blffur og það er óneitanlega keppikefli okkar. — Að lokum Þórarinn, þið nefnið blað ykkar ekki táninga- rit. Hvers vegna forðizt þið það orð svo mjög? — Einfaldlega vegna þess, að blaðið flytur efni fyrir fleiri en táninga. Það er skoðun okk ar, að eins og við veljum efni í blaðið og tilreiðum það ætti það að geta verið fyllilega boð legt fyrir ungt fólk á aldrin- um allt upp í 25 ára. Ég mundi jafnvel freistast til að halda, að krakkar um fermingu finni ekki nógu margt Y blaðinu við sitt hæfi. Bítlagarg verður nefnilega tiltakanlega útundan hjá okkur oftast nær. — Nei, nei, það stafar ekki af andstyggð á bítlum eöa táningum, ég er bara á þeirri skoðun, að vöru merkið „táningablað“ fæli frá þann iesendahóp, sem kominn er af gelginskeiðinu. — Eftthvað að lokum, eins og í fínum viðtölum? — Já, eitthvað eins og t d það, að ég lifi í nútíðinni og er bjartsýnn á framtíðarhorfur bláðsins. . okkar.“ JÁRN - STÁL Erum nú vel birgir at flestum tegundum af jórni og stáli: Flatjdrn, PEötujárn, Vinkiljdrn, þykkt: 3-50 mm 1 -járn, Galv.járn: slétt v ■ H-jdrn, BG-16-18-20 U-jdrn, Kaldvalsað járn Öxulstdl, 1,25 og 1,5 m/m Heildsala — Smásala E= HÉÐINN S SIMI: 24260 Umsjón Benedikt Viggósson: „Ef við lifum Nútíð sannar það einfaldlega það, að okkar blað hafi verið betra og það er iú óneitanlega keppikefli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.