Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 5
‘vÉÉwtn m 29. naai 1-97 L. KIRKJABT OG HVITASUNNA Ég er ljós í heiminn koniið til þess að hver sem á mig trúir sé ekki i myrkrinu. Jóh. 12, 46. JJjvítasunnar er sumarhátíð kristinnar kirkju, afmælis- hátíð hennar. Hún er ein af þrem stórhát'ðum kirkjuársins. Því verður ekki neitað, að svo virðist sem þessi hátið hafi náð minnstum tðkum á hugum fólksins af þeim öllum. Stafar það eflaust af því, að atburður- inn, sem hún minnir á er fyrst og fremst andiegs eðiis og þVi eigi eins sýnilegur og raunsær sem atburðir hinna stórhátíð- anna tveggja. En hún er sú há- tíð, sem öðrum fremur minnir á vorið og gróandann í andlegu lífi kristinna manna. Og fyrir það andans vor varð kristin kirkja til. Hvítasunnan er eigi aðeins hátíð í því tilliti, að við minn- umst þess sem liðið er og kem- ur eigi aftur. Hún flytur okkur ekki aðeins boðskap um Ijós er kom li heiminn, heldur boð- skapinn um ljósið, sem er í heiminum og starfar i honum og stöðugt á að lýsa honum. Hún flytur okkur boðskapinn um úthelling andans yfir allt hold á öllum tímum. í textanum minnir Jesús okk- ur á tilganginn með komu sinni f þennan heim: „Ég er Ijós í hei»nmn komið, til þess að hver sem á mig trúir sé ekki í myrkrinu." Það Ijós var ekki sett undir mælífcer. Það lýsti Öllum, er vildu láta það lýsa sér. Hann starfaði í heiminum og gjörði undur og tákn fyrir augum manna. Jóhannes skírarj sendi læri- sveina sVna til hans til þess að spyrja hann um það, hvort hann væri sá sem koma astti. Hann svaraði þeim ekki með heim- spekilegum hugleiðingum, held- ur ber.ti aðeins á staöreyndir, það sem þeir heyrðu og sáu. Af verkunum skyldi það sjást hver hann var, verk hans vitnuðu skýrustu máli um hann. Og lærisveina sína á öllum tfmum kallar hann einnig til starfa. H.iá þeim skulu einnig fylgjast að trú og verk. Viö þá segir hann: „Þannig lýsi ljós yðar rnönnunum, til þess að þeir siái góðverk yðar og veg- sami föður yðar, sem er í himn- unum." Jesús vill starfandi krfstindóm er ekki lætur sig án vitnisburðar. „Fylgið mér,“ seg- ir hann, „því að án mín getið þér alls ekkert gjört,“ frá hon- um skyldu lærisveinar hans fá máttinn til eftirbreytni við hann. Þannig var hann Ijósið er kom í heiminn til þess að frelsa hann. Kærleikur Guðs starfaði f honum. Kærleikur Krists starf- aði á jörðunni, fyrst í l’ifi hans sjálfs og síðan í lífi lærisveina hans... ., ......... Hýftasunnan er hátíð andans, hátíð endurfæðingar og nýs lífs. Fyrir áhrif heilags anda urðu postularnir að nýjum mönnum hinn fyrsta kristna hvítasunnu- NÆTURBÆN Á BÆGISÁ LJr bréfi sr. Einars Thorlaciusar í Saurbæ í Eyjafirði til Jóns Sigurðssonar 8. febrúar 1844: „Þér hafið, ágæti landi, glatt okkur með kvæða- safni séra Jóns frá Bægisá. Þökk og heiður sé yður fyrir það. Ég sé af formálanum, að yður hefur verið tjáð, að hann hafi ekki verið mikill kennimaður. Hvernig getur þetta veriö satt? Hver, sem heyrði hann tala, gat ekki annað um það sagt en aö svaöa sæti á vörum hans, svo var honum létt um mál. Sætur, lipur og streymandi talandi spilaði á vörum hans. Augun tindruðu tær og skær eins og silfurlit stjarna í heiði, sem gjörði mikil áhrif á þann, sem á hann sá. Allt annað var, þegar ég kynntist við hann, auðviröilegt af elli og armæðu lífs- kjaranna. Ég var eina nótt á Bægisá ogisvaf niður undir lofthúsinu, sem hann hvíldist á. Þá var hann lagztur banaleguna og vakti á bæn í sæng sinni næstum alla nóttina, svo ég mátti vel heyra. Ég ásetti mér að kveðja hann um morguninn, áður en ég fór af stað, en þá var hann fallinn í væran svefn, sem ég vildi ekki svipta hann. fyrirboði dúrsins langa og væra, sem skömmu siðar á hann rann. dag. Hugdeigir höfðu þeir verið, hikandi og veikir fyrir. En skyndilega breyttist þetta. Fyrir áhrif heilags anda fylltust þeir hugrekki og yfirnáttúrlegri hrifningu og eldmóði. Eftir hvítasunnuatburöinn fóru þeir sigri hrósandi út um heiminn með boðskapinn um hinn kross- festa og upprisna frelsara þeirra og Drottin, og þeir buðu birg- inn öllum hættum, jafnvel IVfi sínu fórnuðu þeir V krafti þeirr- ar sannfæringar, er þeir höfðu öðlazt á hvítasunnudag. Þannig lýsti ljós þeirra mönnunum. Fyrir áhrif hvitasunnuundurs- ins íklæddust þeir krafti frá hæðum, þeim krafti er Jesús skömmu fyrir dauða sinn hafði heitiö að senda þeim. Frá þeirri stundu sannfærð- ust þeir um að þeir störfuðu ekki einir, heldur væru aðrir öflugri kraftar V verki með þeim í ósýnilegum heimi, og í sam- vinnu við þau öfl gerðu þeir samskonar máttarverk og Jesús sjálfur hafði gjört. Þeir trúðu því, aö hann væri þeim nálægur. Traust trú á kraft inn frá hæðum gerði hina fvrstu kristnu örugga og sigurglaða. Fyrir þennan „kraft frá hæð- um“ lagði kristindómurinn und- ir sig heiminn. i: Þannig birtust áhrif andans, I lífi postulanna og kristi'nna manna og birtast enn. Verkanir heilags anda koma fram i ýms- um myndum enn í dag. Þær eru allt hið góða, fagra og sanna, sem með okkur býr, enda þótt. við gerum okkur eigi ljóst að það eru allt gjafir heilags anda. Öll viljum við án efa veröa sem beztir lærisveinar Jesú Krists í raun og sannleika. Öll viljum við án efa eignast gjafir heilags anda í sem ríkustum mæli, líkt og postularnir forð- um. En hvað gerum við til þess að veita þeim náðargjöfum við- töku? Höfum við hugí og hjörtu okkar opin? Minnumst þess að fyrirheit frelsarans um kraftinn af hæö- um var eigi bundið við hina fyrstu lærisveina hans. Það fyrirheit er enn i gildi fyrir alla þá er vilja vera hans lærisvein- ar, viija sýna það i verki að þeir séu það, vilja gera áhrif hans að veruleika i 1‘ifi sínu. Eins og postularnir umsköp- uðust á hvítasunnudag og urðu að nýjum og betri mönnum þannig á sérhver hvítasunna að vekja með kristnum mönnum þrá eftir æðra og göfugra lífi. Þessi hátíð er dýrmætt tæki- færi, er okkur gefst til þess að minna okkur á sambandið við Guð og hinn upprisna Drottin og frelsara, og þann fögnuð og kraft er við getum orðið að- njótandi fyrir þaö samband sé það nógu sterkt og lifandi. Við skulum reyna að láta eitthvað af fögnuði lærisvein- anna gagntaka okkur á þessari hvítasunnuhátíð, því margt er það. sem okkur og þjóðinni allri er skylt að þakka góðum Guði á þessu milda, gróðurrtka vori. Ef nokkur árstíö getur glætt hið innra með okkur fegurð og sanna bjartsýni, þá er það ein- mitt vorið og sumarið, þessi dásamlegi þroska- og vaxtar- tími í gervallri náttúrunni. En það minnir okkur einnig á okk- ar eigið andlega vor, að líf okk- ar getur orðið fagurt og auðugt af varanlegum verðmætum, ef við leyfum helgandi áhrifum Heilags anda að umskapa hjörtu okkar likt og lærisveinarnir forðum. Og við megum ekki gleyma því hversu sælir við mennirnir gætum orðið ef við ættum raunverulega þann frið, sem Jesús talar um — friðinn sem sprottinn er af samfélag- inu við Jesúm Krist. Hví skyldum við þá eigi á þessari hátVð fagna yfir vor- gróðri Heilags anda, komu sumarsins í andans heimi, enda þótt við sjáum kannski eigi enn eins sýnileg merki þess hvað okkur snertir og ætti að vera — við vitum samt, að það mun koma innan tíðar, ef,við höfum vilja og þor til þess aö leyfa Ijósi Krists að skína óhindruðu í opna hugj okkar til þess að lífga við þann vorgróður er inni fyrir er. Biðjum góðan Guð, að andi trúar, vonar og kærleika, andi sannrar mannúðar og bræðra- lags megi glæðast með okkur og þjóðinni allri. Biðjum hann um úthelling andans yfir kirkjuna svo kraftur andans megi verða sýnilegur ‘i lífi hennar. Enda þótt hvítasunnan beri nú orðið frekar mót af verald- legum skemmtunum en kirkju- Iegu starfi ber kristnum mönn- um að minnast uppruna þess arar stórhátíðar kristninnar eins og honum er lýst í 2. kap. Postulasögunnar. Texti þeirrar hugleiðingar, sem Kirkjusíða Vísis flytur á þessari hvítasunnu er að vísu ekki tekinn úr Postulasögunni heldur úr guðspialli Jóhannesar. Hugvekja þessi er rituð af prestinum á Hólmavík, sr. And- rési Óiafssyni, prófasti f Strandasýslu. Sr. Andrés er fæddur á fsa- firði 22. ágúst 1921. Tvítugur varð hann stúdent á Akureyri en lauk guðfræðiprófi vorið 1947. Árið eftir vígðist hann til Staðar í. Steingrímsfirði en hefur setiö á Hólmavík, þar sem prestssetrið var ákveð- ið síðar og prestakallið stækk- að. Jafnframt hefur sr. Andrés þjónað Árnesprestakalli þegar þar hefur verið prestlaust. Sr. Andrés hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum heima í héraði og stundað kennslu á Hólmavík. Kona sr. Andrésar cr Arndis Benediktsdóttir, Finnssonar á Hólmavík. Nýja kirkjan á Hólmavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.