Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 29.05.1971, Blaðsíða 13
{ V í SIR . Laugardagur 29. maí 1971. 7 3 Sannarlega klæðir brosið hana vel þessa ýngismær, sejn var kjör- . in „ungfrú Alþjóðleg fegurð“ eða Miss In’ternational Beáuty eitis '■ og það heitir vestur á Long Beach, þar sem keppninni Iauk aðfara- nótt föstudagsins að okkar tíma. Stúlkan heitir annars nafni, sem kemur Norðurlandabúum ekki svo spánskt fyrir sjónir, Jane Cher- yl Hansen, og enda þótt hún sé frá Nýja Sjálandi, þá er ekki að vita nema hún reki ættir sínar til Danmerkur, og þá e.t.v. til hins eina og rétta Sjálands. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen Eins og kunnugt er af fréttum sigraði sveit Hjalta Elíassonar frá Brigdefélagi Reykjavíkur í sveita keppni lslandsmótsins. Hér er spil úr síðustu umferð mótsins, sem kom fyrir milii sveita Hjalta og Stefáns Guðjohnsens. — Staðan var al'Hr utan haettu og aust ur gaf. 4 7-5-2 V G 4 D-10-8-6-5-4 4> 10-9-6 4 10-8-4 4 K-10-7-4 4 K-G-3 «4 7-4-3 4 Á-K-D-G-9-6 4 D-9-5-2 4 enginn 4 K-G-8 4 3 4 Á-8-6-3 4 A-9-7-2 4 Á-D-5-2 1 opna salnum gengu sagnir þann ig: Austar Suður Vestur Norður Stefán Hjaiti Páll Ásmundur 1H P 2H P 4H D P P 4S D Aillir pass Hjartaopnun austurs er eftir bláa laufrnu og ætlar hann að segja spaðalitinn á eftir ti! 'þess að gefa ’ upp sterka hönd og góðan spaðalit. Hinar sagnirnar þurfa varla skýr- inga við. Hjalti spilaði út hjartaás og meira hjarta og sjö slögum seinna lagði sagnhafi upp fjóra hæstu f spaða og gerði tilkall til afgangsins af slögunum. Fjórir niður doblaðir og 700 til n-s. í lokaða salnum fóru sagnir nokkuð á annan veg: Austur Suður Vestur Norður Einar Þorgeir Jakob Símon 1S D P 2T 3T P 3H P 4S Allir pass Suður fann ekki vörnina og Einar fékk 11 slagi, 450 til a-v. 4 Eftir sjö umferðir í tvímennings- keppni Reykjavíkur eru þessir efst- ir: 1. Benedikt og Lárus 449 2. Ásmundur og Magnús 446 3. Rafn og Kristján 434 4. Jón og Vilhjáimur 429 5. Kristjana og Halla 426 Næstu umferðir verði spi'laðar n.k. fimmtudag kl. 20 í Domus Medica HQSNÆÐISMALASTOFNUN rikisins á mmm 84 söluíbúðir Auglýstar eru til sölu 84 íbúðir, sem hafin er bygging á við Völvufell nr. 44 50 og Unufell nr. 21—23 og 25—35 í Reykjavík á vegum Framkvæmdanefndar byggingaráætl- unar. Veröa þessar íbúðir seldar fullgerðar (sjá nánar f skýringum með umsókn) og verða afhentar á tímabilinu des. 1971 — júní 1972. Kost á kaupum á þessum íbúðum eiga þeir, sem eru fullgildir félagar í verkalýðsfélögum innan ASÍ og kvæntir/giftir iðnnemar. íbúðir þessar eru fjögurra herberga íbúðir (um 106*4 ferm brúttó). Áætlað verð þeirra er 1.570.000.00. Greiðslúskilmálar eru þeir í aðalatriðum, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá því að honum er gefinn kostur á íbúðarkaupum, greiöa 5% af áætluðu íbúðarverði. Er íbúðin verður afhent honum skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Þriðju 5% greiðsluna skal kaupandinn inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekið við íbúð- inni og fjórðu 5% greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við íbúðinni. Hverri íbúð fylgir lán til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur að veröi, frágangi og söluskilmálum, er að finna í skýringum þeim, sem afhentar eru með um sóknareyðublöðunum. Umsóknir um kaup á íbúðum þessum eru af hentar í Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða að berást fyrir kl. 17 hinn 30. júní 1971. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SIMI22453 Ferðafélags-ferö Gönguferð á Vlfilsfell annan hvítasunnudag. — Lagt af stað kl. 14 frá BSÍ. Ferðafélag íslands. Hjdlpræðisherinn Hvftasunnudag kl. 10.00 Bænasamkoma. Allir velkomnir. Kl. 11.00 Helgunarsamkoma Ræðumaöur kafteinn Knut Gamst. Kl. 20.30 Hátíðarsamkoma Deildarstjórinn brigader Enda Mortensen talar. Annar í hvítasunnu kl. 20.30. Hjálpræðissamkoma Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. t'heol. talar. AHir velkomnir Sundnómskeið Hin árlegu sundnámskeið mín í sundlaug Austurbæjar- skólans hefjast 1. júní. — Kenni bæði byrjendum og lengra komnum. Innritun í dag frá 1—7 í sima 15158. Jón Ingi Guðmundsson, sundkennari. Nýkomið ódýrt þakjárn aðeins kr. 26.40 auk söluskatts, ennfremur kambstál, pípur, spónaplötur, saumur, mótavír, múrhúðunamet. Verzlanasambandið hf. Skipholti 37, sími 38560

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.