Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 3
V 3 VISIR . Fimmtudagur 23. september. 1371. .. . . ' " '• ^ --————————--—------- ---:--- í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND f MORGUN ÚTLÖND IMORGUN ÚTLÖND Bandaríkin biBu ósigur í fyrstu lotu Kínamálsins Umsjón Haukur Helgason Fjögur kóleru- tilfelli í —- en Formósumaður var Bandaríkin biðu ósigur í fyrstu lotu Kínamálsins á þingi Sameinuðu þjóðanna en engan veginn er útséð um niðurstöður. Allsherjar nefnd allsherjarþingsins hafnaði í gærkvöldi með yf irgnæfandi meirihluta þeirri kröfu Bandaríkjanna að greiða skyldi atkvæði í einu lagi um þeirra tillögu og tillögu Albana um aðild Pekingstjórnar- samt kj’órinn varaforset! innar. — Nefndin sam- þykkti, að fyrst skyldi greiða atkvæði um alb- önsku tillöguna, þar sem segir, að Kínverska alþýðu lýðveldið skuli taka við af Formósu í öllum stofnun- um SÞ. Þetta telja Bandarfkjamenn sér óhagstætt, þar sem vera kynni, að aðild atþýðulýðveldisins hefði náð samþykki áður en atkvæði yröu greidd um bandarísku tillöguna, þar sem sagt er, að Formósa skuli einn ig eiga sæti f samtökunum. Ailsherjarþingið gæti að vYsu fellt niðurstöður aHsherjarnefndar í þessu máli, en fréttamenn segja, að það sé ólíklegt. Þvf sé nú búið aö „leggja línumar" fyrir úrslitaátök in í októberlok. Þótt ósigur Bandaríkjanna nú sé einkum „sálrænn“, fylgir það með að hann hafi þau áhrif að draga kjark úr ýmsum ríkjum, sem hafi ætlað að styðja bandarísku tillög- una. Það vakti mikla athygli, þegar fulltrúi kfnverskra þjóðernissinna var í gærkvöldi kjörinn varaforseti Allsherjarþingsins. Var litiö á þenn- an sigur sem dæmi um óvæntan styrk þeirra aðila, sem styðja mál- stað Formósumanna. Fulltrúi þjóðernissinna var kjör- inn með 73 af 130 atkvæðum. Það er föst venja, að varaforseti sé full- trúi einhvers þeirra fimm ríkja, sem eiga fasta setu í Öryggisráðinu, þaö er aö segja Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna, Frakklands, Bretlands eða Kina, eöa þá að hann sé fulltrúi einhvers þeirra tólf ríkja, sem hafi verið kjörin til setu í Öryggisráð- inu í þaö skiptiö. Fréttamenn telja, að ekki sé frá- leitt, að fulltrúar ríkjanna 73ja, sem greiddu atkvæöi með Formósu- manninum í gær, muni styðja það, að Formósa sitji áfram í samtök- unum. Portúgal Portúgal hefur tilkynnt alþjóð- legu heilbrigðismálastofnuninni — WHO, að fjögur kólerutilfelli hafi komið upp í bænum Almanda, sem er skammt frá Lissabon. Hafi fólkið smitazt af áhöfn er- lends skips, sem hafi legið við bryggju þar. Portúgölsk stjómvöld hafa mælzt til þess við Iandsmenn, að þeir fylgi reglum um hreinlæti tll að hindra útbreiðslu sjúkdómsins. MEDINA SÝKNAÐUR Krakkar horfa á dauða fiskinn FISKADAUÐI VIÐ NEW YORK Fiskifræðingar hafa verið í öng um sínum vegna dauða hundraða þúsunda fiska sem rekur á land f New York á bökkum East River, Harlem River og við Whitestone brúna. Þetta er smáfiskur, skyldur síld inni. Aldrei fyrr hefur slíka' mergð rokið á iand og sérfræðingar höfðu ekki skýrt málið til fuils, þegar síðast fréttist. Sumir hafa ^tungið upp á þeirri skýringu að Hitabreytingar hafi orðið í sjónum, svo snöggar að fiskurinn hafi dáið. Aðrar tilgátur eru til dæmis að súrefnismagn hafi breytzt. Þá hafa sumir tengt fiskadauðann við hvirfil vindinn Dóríu, sem fyrir skömmu reið yfir borgina. — Calley sá eini, sem hefur hlotið dóm fyrir Mý Lai Yfirmaður hinnar svonefndu „Charlie-hersveitar“, sem framdi fjöldamorðin f My Lai, Ernest Medina höfuðsmaður var i gær sýkn að>k- af öllum ákærum um ábyrgð á morðunum. Medina hafði í fyrstu verið á- kærður fyrir meira en 100 morð á körium, konum og börnum í þessu þorpi Suður-Víetnam, en síðan var stærstur hluti ákærunnar dreginn til baka. Herréttur, skipaður fimm liðsforingjum, sýknaði Medina síð- an algjörlega. Með því er William Calley liðs- foringi sá eini, sem til þessa hefur hlotið dóm fyrir fjöldamoröin í My Lai. Þegar kviðdómurinn birti niður- stöður sínar eftir einnar klukku- stundar íhugun hneigði Medina höfuðið og grét. Síðan lýsti hann því yfir að hann mundi ganga úr hernum, en hann hefur veriö her- ur vanur að segja að væru bezfcu ir maður í 15 ár, sem hann var áð-1 æyi sinnar. Medina með lögfræðingi sfnum Bailey INNRÁS 1 RÚMENÍU? Stjórnmálamenn f Rúmenfu fara ekki dult með, að þeir óttist inn- rás Rússa með svipuöum hætti og innrásin f Tékkóslóvakíu var, að sögn tfmaritsins Newsweek. Yrði það gert f hefndarskyni vegna ó- háðrar stefnu rúmenskra kommún ista, einkum vinsemdar þeirra og Kínverja. Sérfræðingar á Vesturlöndum sjái hins vegar engin merki um undirbúning innrásar, þótt valda- menn í Kreml hafi látið ótvírætt í ljós, að þeim mislíki sjálfstæði rú- menskra kommúnista um stefnu. 1 lista, sem nýlega birtist í sovézka blaðinu Pravda, þar sem talin voru upp „sósíalistfsk ríki“. var Rúmen- ía ekki hmeð talin. Forseta Rúmen- íu, Ceausescu, sem kom hingað f fyrra, var ekki einu sinni boðið á fund kommúnistaforingja sem Le- oníd Bresnjev boðaði fvrir skömmu á Krímskaga. Nú spyrji menn, segir tímaritið, hvers vegna rúmenskir stjómmála- menn beri sig svo illa, ef valda- menn í Moskvu hafi ekki refsiað- gerðir á prjónunum. Skýringin muni Rúmenar vilja hrekja Bresnjev- kenninguna. vera, að valdamenn í Búkarest á- líti. að með þvf að beina athygli manna að fjandskap Sovétríkjanna, munj aðstaða þeirra styrkjast í til raun til að breyta „Bresnjev-kenn- ingunni“ um „takmarkað sjálf- stæði“ en á þeirri kenningu var inn rásin f Tékkóslóvakíu árið 1968 bvqigð. Stjórn Sovtrtkjanna reyni nú að fá Sameinuðu þjóðirnar til að halda afvopnunarráðstefnu á næsta ár; og Rúmenar hyggist notfæra ■’ér ’-íð=*-f>tnuna til að ráðast gegn Bresnjev-kenningunni. Með þvf að ”ekia heimsathvgli á hótunum Rússa muni fremur verða tekið eft ir málstað Rúmena á slíkri ráð- stefnu. " Vestrænir menn telji, að sögn tímaritsins, að Sovétmenn muni halda áfram áróðri og stjórnmála legurri þrýstingi á Rúmena meðan þeir efli andstöðu sína í heimsmál um og muni þrýstingurinn auh'nn þegar Sovétmenn telji sig hafa náð tilætluðum árangri á leiksviði heimsstjórnmála aimennt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.