Vísir - 23.09.1971, Side 13

Vísir - 23.09.1971, Side 13
V íSIR. Fimmtudagur 23. september. 1971. • •••!»• • •• • • • • • • • • • • • • ••-• •• •••• • • •• •••-••• • ••••• ♦••••• •'•••' 13 ►■•••••'••-•••• ••• •• ••• • •• ••• • • • • •••••••••••••••••••• Afgreiðslutími verzlana er í brennidepli en nýja reglugeröin tekur gikB L október. í opnunarmálinu eða skipulag stórverzlana? — fveir matvörukaupmenn lýsa afstöbu sinni til nýju reglugerbarinnar um afgreiðslutima verzlana „TJétt áður en reglugerðin um afgreiðslutímann var sett va'r ekki langt í það, að stórt fyrirtæki hér i borg færi að opna verzlanir sínar á kvöldin. Það hefði þýtt það. að þeir kaup menn, setn :byrjuöu á því að hafa oþtö utan venjulegs" verzt* unartíma hefðu misst aðstöðu sfna. Það var að verða algjört öngþveiti.“.Þetta segir Kolbeinn Kristinsson matvfjrukaupmaður í viðtali, sem Fjölskyldusíðan átt; við hann um afgreiðslufima verzlana. Nú styttist smám saman í 1. október, þegar hinn nýi af- greiðslutími tekur gildi sam- kvæmt reglugerð.. Fjölskyldusíð an tnun leita álits nokkurra aö- ila un; þett^^álja^byrjup. á kaUpmannastéttinni. Kolbeinn ' segir" ennfremur: „Rekstrargrundvöllur þeirra kaupmanna, sem nú hafa opið er byggður á þvi. að hinar verzl anirnar eru lokaðar. Ef opnunar tíminn væri gefinn frjáls myndi það leiöa til þess af sjálfu sér, að vöruverð hækkaði því vakta vinna er dýrari en dagvinna.“ — Er réttur neytandans skert ur með nýja afgreiðslutíman- um? „Nei, hann er ekki skertur, hann mun aukast við það að all ar verzlanir verða opnar til klukkan tíu tvö kvöld í viku í stað hinna fáu matvöruyerzlana, sem hafa haft opið utan af- að mun auliasLn" greiðslutímansfi við þjónustutíminn — Munu kaupmenn verða eins ginnkeyptir fyrir því að hafa op ið á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum? „Nei það áfrt ég ekki. Það seg ir sig sjálft að föstudagurinn er settur inn sem markaðsdagur þar sem verzlunum er lokað klukkan tólf á laugardögum og opna ekki fyrr en klukkan niu á mánudagsmorgni, og það er því eðlilegt að hafa lengur opiö á föstudagskvöldum til að mæta meiri eftirspurn vegna helgar innar, sem er þá framundan." — Hvað finnst þér um opn- unartima opinberra stofnana? „Þaö er dálítið furðulegt. að þjónustustofnanir skuli loka klukkan fjögur á föstudögum og opna ekkj aftur fyrr en 8.30 á mánudagámorgnum — eina þjón ustan á þessum tíma er elsku leg rödd í s’imsvaranum, sem segir til um lokunartímann. Þaö er eina þjónustan sem maður fær þar. Bankamir loka seinni partinn á föstudögum og með þeirri lokun kom ný þjónusta á ■verzlanimar, að annast alla þjónustu með ávísanagreiðslu og peningaskipti, sem hafði það i för með sér m. a. að fá á sig margar falskar ávfsantr." — En opnunart’imi söluturna og verzlunarvamingurinn, sem fæst þar? „Þeir háfa verið til hér síðan 1920 og eru staðreynd. Þeir eru eðlilega byggðir upp sem smáþjónustufyrirtæk} en ekki sem matvöruverzlun. Þeir hafa það, semfólk vanhagar e.t.v. helzt um á þeim tVma, sem þeir em opnir fram yfir verzlunartíma eins og gos og munaðarvörur. í okkar þjóðfélagi er ísskáp urinn nærri hvers manns eign, matvörum er vei pakkað og geymast í 2—3 daga f Vsskáp, og það er hægt að gera sín innkaup einu sinni til tvisvar í viku í stað þess að vera að hlaupa' út í búð mörgum sinn- um á dag. Það þarf skipulagn ingu á mörgum sviðum, meira • að segja- með inrikauþ til heimil isins, og alveg eins þarf að hafa skipulag V lokunarmáiinu og ég held þvi fram að það sé gert með þessar; reglugerð." Tj’inar Bergmann matvörukaup- ■L< maður verður næst fyrir svörum. — Hvað verður um litlu verzl animar, þær, sem hafa haft opið utan venjulegs afgreiðslu tíma með nýju reglugerðinni? „Þær hverfa, og gamla kon- an, sem kemur á morgnana bæði sér tií heilsubótar og hressing- ar missir kaupmanninn sinn. og barnið, sem sent er tii káup- mannsins á horninu missir hann einnig. Með þessu svari vitna ég í þennan þátt mála í Svíþjóð. Þar sakna nú neytendur kaup- mannsins, en hann varð að hverfa fyrir skipulagðri stór- verziun." — Hefð; kaupmaðurinn stað- izt samkeppnina, ef afgreiðslu tíminn hefði verið gefinn frjáls? „Kaupmaðurinn á horninu stenzt miklu fremur frelsi en allir aðrir. Kaupmaðurinn á hominu rekur fjölskylduverzlun og er betur viðbúinn að mæta tapi og leggja meira á sig en sá, sem kaupir allan vinnukraft, eða þangað til borg eða rtki er búið a'ð skapa einhverjum þá aðstöðu, að viðskiptavinurinn verður aö verzla þar nauðugur viljugur. Það virðist allt benda til þess, að þessi reglugerð sé sniðin eftir hugmyndum stór- verzlana." — Nú hefur heyrzt, að stór- verzlanir ha'fi ætlað að opna utan venjulegs verzlunartíma, ef nýja reglugerðin hefði ekki kom ið til sögunnar. „Það held ég að sé fyrir- sláttur Ef allar matvöruverzl- anir í borginni hefðu opnað, þá hefði hafizt barátta upp á Hf og dauða, og fjölskyldufyrirtæk- ið hefði sigrað að 1okum.“ — Telurðu þá að persónulegu tengslin skipti meira máli en vöruúrval stórverzlana? „KaUpmaðurinn er fjölskyldu- vinur og getur verið ríkur þátt- ur f uppeldi bamsins, sem kem ur daglega og mótast af kurt eisi og heiðarleika hans. Börn em ekki send í stórverzlanir 4 margra kílómetra fjarlægð.“ — Hváða álit hefúr þú á opnunartíma opinberra þjónustu fyrirtækja og banka? „Það er bráðnauðsynlegt, að opnunartími opinberra stofnana verði sá, að þau veiti svipaöa fyrirgreiðslu og bankarnir. Og það má benda á það að við inn heimtu opinberra gjalda hefur verið auglýst að opið sé til þess og þess tíma, þá hefur verið mögulegt að lengja opnunar- t'ima.“ ,-SB Sendisveinn óskast hálfan daginn, eftir hádegi, þarf að hafa hjól. Vinsamlegast komið í afgreiðsluna. (Uppl. ekki í síma). Ódýrari en aárir! SHODfí LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. ATVINNA Starfsstúlka og unglingspiltur, helzt utan af landi, óskast í Skíðaskálann í Hveradölum. Uppl. í ákíðaskálanum um símstöð, og í síma 36066. AuglýsiB / Vísi atmrukaupmenn í Reykjavík Þeir matvörukaupmenn í Reykjavík, sem óánægðir eru með samþykkt og framkvæmd reglugerðar um af- greiðslutíma verzlána í Reykjavík mætið á fundi á Loftleiðahótelinu (Snorrabúð) í dag, fimmtudag klukkan 8.30. NEFNDIN ( m

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.