Vísir - 23.09.1971, Side 16

Vísir - 23.09.1971, Side 16
ECaldasta nóttin og fyrsta snjókoman • í morgun, fyrsta haustdaginn, samkvæmt dagatalinu, fór fólk dúð að í vinnu sína í nepjunni og fvrstu snjókomuna gerði í Reykjavík. — Srnáél gerði á suöurströndinni og Reykjanesskaga. Frostið f nótt mældist þrjú stig í tveggja metra hæð og var nöttin sú kaldasta af þrem undanförnum nóttum og köld ust eftir aö fór að hausta. % En það var víðar kalt en i Reykjavík þar sem hiti mældist eitt stig klukkan níu. Frostið komst i tólf stig á Hveravölium í nótt, 10 stig á Grímsstöðum og 7 stig á i’ingvöllum. Víðast annars staðar á landinu var frost í nótt. í nótt er gert ráð fyrir að þykkni upp og rigndi á Suöur- og Vestur- landi. —SB SÍSH Stundaskráin unnin í tölvu fyrst haustið '73 Haustið 1973 má-gera ráð fyrir að hægt verði að taka í notkun stunda töflur fyrir barna- og gagnfræðaskólana, sem hafa verið unnar í tölvu. Þá verður komin í gagn ið ný tölva hjá Skýrslu- vélum ríkisins, sem byrj að verður að nota 1, janú ar 1973. Stærð tölvunnar er ekki end- anlega ákveðin samkvæmt því sem HjörleifuV Hjörléifsson ' skýrði blaðinu frá í morgun. Vissa stærð tölvu þarf til að vinna forskriftir þeirra stunda- töflukería, sem nú er helzt taliö -nð kæmi til. greina að noia-.hér, _ „Það liggja nú fyrir hugmyndir um að stækka tölvuna meira en áður var ráðgert, og ef jsað er gert getur tölvan tekið stunda- töfluvinnsluna, ef tölvan verður ekki stækkuð strax verður það gert seinna." Á síðustu tíu árum hafa ýms- ár tilraunir verið gerðar til að semja nothæft kerfi fyrir tölvur við gerð stundatafla í skólum á Norðurlöndum m. a. Nú hafa komið fram þrjú kerfi norskt, ^þýSfkt og„sgenskt.,Byrjað er aö nota sænska kerfið og hið þýzka, sem er samið hjá reiknistofnun- inni í Darmstadt 0g er nú ver- að taka í notkun víða í Evrópu. Danska skýrsluvélamiðstöðin hefur fengið einkarétt á notkun kerfisins í Danmörku og má bú- ast við að sá réttur verði auk- inn til að hann nái til allra Norðurlandanna. Danskur skólamaður hefur unnið að því að skipuleggja kerfisnotkunina fyrir danska skóla og má búast við honum hingað í vetur til að kanna mögu leikann á notkun þessa kerfis hér. - SB ‘am Það er hressandí að láta snjóa ofboð lítið á andlitin eins og þessi ungmenni gerðu í morgun. Komu í lóg 350 tonn- um af áburði og fræi Vid tökum 28 tonn í nefið! óllum óórum þjóðum v/ð fyrir kattar- net einum 28 tonnum af nef tóbaki árlega — hafa reýndar oftast notað meira, en sl. ár var notkunin rétt um 28 tonn. „Það dregur úr neftóbakskaupum ár frá ári“, sagði Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri ÁTVR, þegar Vísir spjallaðj viö hann í morgun, „fyrir 10 árum settu menn í nef sín 34 tonn og fyrir þremur árum voru tonnin 32“. Líklegt má telja að íslendingar séu heimsmeistarar í neftóbaksnotk unun að tiltölu við fólksfjölda, — enda fáar þjóðir sem við okkur keppa í íþrótt þessari — engar sem komast á blað nema Skotar, Svíar og Norðmenn. Tóbakið til nefítroöslunnar kem- ur frá Bandaríkjunum og það er malað og unnið á allan hátt hjá Neftóbaksgerð ÁTVR. —GG Þeim fer stöðugt fækkandi, sem fá sér kom í nefið eins og þessi góðborgari. ► Thor vinsæll í Danmörku Bók Thors Vilhjálmssonar um Kjarval nýtur mikilla vinsæilda í Danmörku að sögn blaðsins Politik- en, sem ræddi viö Thor fyrir •kömmu. Bók Thors,'Fljótt, fljótt, • igði fuglinn, kom út í danskri þýð ingu í sumar, og ákveðið er að bók hans Óp bjöllunnar komi út á veg um forlagsins Grevas. Thor Vilhjálmssyni hefur verið ' oöið til Danmerkur f fvrirlestra- ferð á vegum norræna félagsins danska og hafði hann byrjað með þvi að „keppa við“ fílharmoníu- hljómsveit í Árósum. Thor segist ekki geta hugsað sér að búa annars staðar en á íslandi. Töfraj- landsins gefi sér mátt og síðan brjótist hann út úr einangrun inni og haldi á brott, helzt til Suð urlanda og aldrei lengur en hálft ár í senn. Síöan heilli töfrar íslands hann heim að nýju. Hann segist ætla að heimsækja vin sinn Peter Seeberg, sem „eins og ég fékk ekki bókmenntaverð- laun NorðurIandaráðs“, segir Thor. Thor kvartar um áhugaleysi Norð manna á verkum sínum og íslenzk- um nútímabókmenntum yfirleitt. í lok /iðtalsins segir hann, aö það sé mikil gjöf litlu landi eins og íslandi að hafa á þessari öld átt tvo mikla listamenn, þar sem séu Kjarval og Laxness. —HH Grímseyingar fiska barai soðið í vetur — bvi að bátum er vart óhætt á legunni þar — Nú eru þrír dekkbátar, 9—12 tonna í byggingu fyrir menn hér í eynni, en allt út- lit er fyrir aö þeir verði seldir án þess aö koma nokkum tíma I.ingað sagði Alfreð Jóns son oddviti í Grimsey í sam tali viö Vísi í morgun. Sem kunnugt er hvarf hafn argarður Grímseyinga' á haf út stuttu eftir að hann var byggð- ur og á þessu ár; hefur ekkert verið gert til að bæta þann skaða. Alfreð sagði ekki líkur ti] að Grímseyingar gætu sótt sjóinn í vetur nema þá aðeins til að fá sér í soðið, því bátun- um vær; ekkj óhætt á legunni eftir að veður færi að vþrsna. Bokfærður kostnaður við hafn- argarðinn fræga mun vera um 7 milljónir króna og þar af var Grímseyingum gert að greiða 1,5 millj., eða þriggja ára tekjur hreppsfélagsins, sem eru um um 0,5 millj. á ári, Þeir höfðu þó aðeins greitt 300 þúsund af þessari upphæö og haröneita að greiða meira að sögn Alfreðs. Hann sagði 11 trillur hafa ró- ið í sumar og hefði afli verið í meðallagi. Samtals hefðu kom ið um 300 tonn upp úr sjó og væri veriö að ganga frá þeim ti] útflutnings þessa dagana. Er blaðið hafði samband við vita- og hafnamálastjóra, Að- alstein Júlíusson út af þessu máli, sagði hann það á valdi fjárveitingarvalds alþingis að á- kveða hvort hafnargarðurinn yrð; endurbyggður og hefði það mál ekki verið afgreitt á síöasta þingj og því ekkert verið aö- hafzt V sumar. — SG — Þrjú búsund manns tóku bútt i landgræðslu ferðum Landverndar i sumar Landgræðslusamtökunum Land- vernd vex stöðugt fylgi og auk- ast afköst samtakanna að sama skapi. Á þessu sumri tókst að græða u..i 600 hektara og bera í nær 360 hektara af því, sem grætt var í fyrra. „Við fengum samtals um 3000 manns til liðs við okkur og fórum í einar hundrað landgræðsluferðir á sumrinu,“ sagði framkvæmda- stjóri Landverndar Árni Reynis son í viðtali við Vísi f morgun. „Jú“. svaraðj hann aðspuröur. — „Það eru fleiri ferðir en farnar voru í fyrrasumar. Þá fórum við sjötíu ferðir“. Hina góðu þátttöku í sumar kvað hann ekki standa í neinu sambandi við góða veðrið, sem gafst. „Það var búið að skipuleggja sumar- starfið löngu áður en það sýndi sig hversu veðurguðirnir voru okkur hliðhollir", sagði Árni „Hitt er annað mál“. hélt hann hann áfram, „að ekki lattj veður- blíðan okkur í ásetningnum. Ferð- irnar urðu að sjálfsögðu mun á- nægjulegri en ella“. Tjáði Árni blaðinu, að landg- græðslufólkinu hefði tekizt að koma f lóg 350 tonnum af fræj og áburði. Mikið var notað melgrasi, sem heftir sandfok. Standa vonir til að meira verði hægt að nota það næsta sumar, svo og birkifræ Fjárframlög berast Landvernd úr tveim áttum, annars vegar frá rík inu og hins vegar frá sveitarfélög- um og öðrum aðildarfélögum. — I ár veitti ríkið samtökunum 2,8 millj ónir króna til landgræðslustarfsins og frá síðarnefndu aöilunum barst samtals ein milljón króna eða helm ing; meira en í fyrra. — ÞJM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.