Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 8
s VI s IR. Fimmtudagur 23. september 1971, ÍSIR Utgerancn: KeyKlaprenr M. Framkvæmdastjórl: Sveinn R. Eyjólfssœ Ritstjóri; Jónas Kristjánsson Fréttastjórl: Jón Birgír Péturssoo Ritstjómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli O. Jóhannessoo Auglýsingar: Bróttugðtu 3b. Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugðtu 3b Simi 11680 Ritstjðra: Laugavegi 178. Stmi 11660 f5 Unur) Askriftargjald kr. 195.00 A mánuði innanlands I lausasðlu kr. 12.00 eintaklO Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Enn eitt stórvirkið ]\ýr kafli er um þessar mundir að hefjast í viðleitni Reykjavíkurborgar til að tryggja borgurunum hreint og ómengað umhverfi. Á næsta ári hefst umfangs- mikil holræsagerð, er miðar að hreinsun sjávarins á Reykjavíkursvæðinu, sem orðinn er víða nokkuð mengaður út frá holræsunum. Nokkur hundruð milljón krónur munu fara í þessar framkvæmdir. Með hitaveitunni náði Reykjavíkurborg á sínum tíma nokkurri sérstöðu í mengunarmálum meðal borga heimsins. Þá varð Reykjavík hin reyklausa borg, sem æ síðan hefur vakið athygli erlendra manna sem slík Ekki var minni fengur að malbikinu, þegar það kom og rykið hvarf að mestu af götunum. Þá gat Reykjavíkurborg farið að státa af því af nokkru ör- yggi, að hún væri hreinasta borg í heimi. Hinar umfangsmiklu framkvæmdir í hitaveitu og malbikun hafa staðið yfir fram á síðustu ár. Þær hafa kostað mikið fé. En nú virðist léttari tími vera fram- undan á þessum tveimur sviðum, svo að nú er tæki- færi fyrir Reyk j avíkurborg að ráðastítiý'verkéfhi:!Ö'g holræsagerðin hefur orðið fyrir valinu sem næsta stór virki. Ástæðurnar eru flestum kunnar. Menn hafa vax- andi áhyggjur af mengun sjávarins og fjörunnar um- hverfis borgina, sem kemur m.a. fram í því, að ekki er hægt að nota Nauthólsvíkina til sjóbaða. Þótt þessi mengun sé miklu minni en við flestar erlendar hafn- arborgir, er hún blettur á borg, sem hefur allt frá tím- um vatnsveitunnar úr Gvendarbrunnum sett stolt sitt í að vernda umhverfi borgara sinna og bægja meng- unarhættu frá þeim. Danskir vísindamenn hafa nú kortlagt mengun- ina í sjónum umhverfis Reykjavík, Seltjamarnes og Kópavog og lagt fram sex hugmyndir lausnum, sem kosta frá 560 milljón krónum upp í 870 milljón krónur. Þeee: reitarfélög ætla nú að sameinast um að velja eina af þc~f ■ ;hiðinri 03 liefja framkvæmdir á næsta ári. Hér er um að rceða svo stórfellt verkefni, að það mun taka nærri áratug að framkvæma það. Fossvogsræsið þótti mikil og dýr framkvæmd á sínum tíma. Sumir töldu það hálfgerða fjárglæfra að verja miklu fé til að sameina holræsi á stóru svæði og leiða í einn stokk. En Fossvogsræsið er bara upp- hafið að því, sem koma skal. Það er raunar fyrsta framkvæmdin í anda þeirrar áætlunár um holræsi, sem nú er verið að ganga frá. Slík ræsi verða nú lögð með öllum,ströndum borgarsvæðisins til að sameina litlu ræsin og veita skolpinu langt út í sjó á þremur— f jórum stöðum. Þar að auki verður settur hreinsunar- búnaður í ræsin. Enn á ný hafa borgaryfirvöld undir forustu Geirs Hallarímssonar borgarstjóra skilið þróun tímans og verio snarráð í að undirbúa og leggja út í fram- kvæmdir, sem erlendis væru taldir á undan sinni sam- tfð. Af bessu eru Reykvíkingar stoltir. Umsjón: Haukur Helgason ÓSKÝRAR LlNUR EFTIR DÖNSKU KOSN INGARNAR — Margt getur skeb i landi, þar sem Vinstri flokkurinn er hægri flokkur og Róttæki vinstri flokkurinn hvorki róttækur né vinstri Tvær breiðfylkingar gengu hvor gegn annarri í dönsku kosningunum. Danskir kjósendur áttu um tvo kosti að velja, — annaðhvort að veita stjóm borgaraflokkanna umboð til að sitja áfram og hins vegar að kjósa sér minnihlutastjórn jafnaðarmanna, sem byggði á stuðningi sósíal istaflokks Aksel Lars- ens í flestum málum. — Helzt virðist sem kjós- endur hafi veitt hvorugri fylkingunni það umboð, sem hún bað um. Þeir hafa gert setu stjómar- flokkanna nær óhugs- andi til frambúðar, en fylgisaukning jafnaðar- manna og sósíalista í kosningunum nægir heldur ekki til þess að þessir flokkar geti stjórn að einir. hagsmálum í tíð stjórraa*. borg- araflokkanna, að koma jafnaðar mannaflokknum aftur upp í það þrep, þar sem flokkurinn hafði áður verið um áratugi. Endurtalning í kjördæmum getur breytt þeim niðurstööum, sem fengust af grófri talningu í fyrrinðtt, einkum gseti svo farið, að hinn nýstofnaði Kristiiegi þjóðarflokkur kæmist upp fyrir tvö prósent atkvæðanna, en við það fengi flokkurinn fjóra þing- menn og oddaaðstööu á þingi. Samkvæmt niðurstöðum 1 gær, höfðu borgaraflokkamir eins þingmanns meirihluta. Það er 6- líklegt að þeir reyni að stjóma með þeim hætti, enda era ekki aliir þingmenn Danaþings taldir. Færeyingar kjósa tvo menn á þingið 5. október, en annar Hilmar Baunsgaard — óörugg ur en vekur samúS Persónulegur vinn- ingur Baunsgaards Ríkisstjóm borgaraflokkanna þriggja undir forystu Hilmars Baunsgaards var mynduö upp úr kosningunum 1&88, þar sem jafnaðarmenn töpuðu fylgi. Að ríkisstjóm borgaraflokkanna stóðu Ihaldsflokkurinn, Vinstri flokkurinn, sem er í rauninni hægri flokkur, og Róttæki vinstri flokkurinn, sem er í re’mclinni hvorki róttækur né vinstri flokkur. Hilmar Bauns- gaard forsætisráðherra er foringj Róttæka flokksins, og honum heppnaðist það, sem öðum for- ingjum stjórnarflokkanna tókst ekki, að halda óbreyttri þing- m’annatölu flokks síns. Bauns- gaard er einkar laginn aö afla sér vinsælda í sjónvarpi. Hann e,- hvorki fríður maður né glæsi legur á velli, en hann vekur samúð margra kjósenda. Honum tókst það í kosningabaráttunni árið 1968 og honum tókst það aftur nú. Jafnaðarmemi aftur komnir í fvrri Forystumaður jafnaðarmanna- flokksins, sem nú hefur endur- heimt það fylgi, sem flokkurinn missti árið 1968, er Jens Otto Krag. Krag er umdeildur sem foringi og þykir í rauninni ekki sterkur leiðtogi. Honum hefur þó heppnazt, vegna margs konar vandræða f atvinnu- og efna- hefuj- verið úr flokki jafnaðar- manna og hinn ekki of traustur stuðningsmaður stjómarinnar. Þá kjósa Grænlendingar einnig þingmenn á danska þingið, en þeir hafa verið óháöir. Ofan á þetta bætist, að sundrung hefur farið vaxandi innan ríkisstjóm- arinnar. Af þessu leiðir væntan lega, að stjómarskipti verði í Danmörku eftir þessar kosning- ar. Stjóm jafnaðarmanna og róttækra? Að vísu era hvers konar á góma fyrir kosningar er sam- bandi við stjómarmyndun. Vegna flokkamergðarinnar hafa Danir kynnzt hvers konar sam bræðslum flokka um ríkisstjórn. Alls konar minnihlutastjómir koma til greina með stuðningi einhverra annarra og væntan- leea aðeins til bráðabirgða. Einn möguleiki, sem mikið bar á góma fyrir kasningar, er sam- steypustjórn jafnaðarmanna, sem voru höfuðflokkur stjórnar- andstöðunnar, og Róttæka flokksins, sem hefur átt for- sætisráðherra. Raunar standa þessiT flokkar mjög nærri hvor öörum. Róttæki flokkurinn hef- ur haft fylgi í bæjum, ,,hvít- fi'bbamenn", og flokkurinn er fyrst og fremst frjálslyndur floickur Innan flokksins hefur samvinna við iafnaðarmenn alia tíð haft mikið fylgi, og þessir Jens Otto Krag — tilgerðar legur og ekki sterkur leiðtogi. flokkar stjómuðu saman fyrir ekki alllöngu. Danski jafnaðannannaflokkur inn ej, einnig í aðalatriðum dæmigerður sósíaldemókratísk- ur flokkur eða „hægri jafnaðar- mannaflokkur“, þótt innan hans sé allróttækur armur vinstri sinna. Að vissu leyti er bilið mjórra milli Jafnaðarmanna- flokksins og Róttæka flokksins heldur en milli jafnaðarmanna Og sósíalistiska flokksins hans Larsens. Flokkur Larsens berst til dæmis með oddi og egg gegn inngöngu Dana í Efiiahagsbanda iag Evrópu. Baunsgaard segist ekkl vflja kristilega Hvað gerðist, ef kristilegi ftokkurinn fengi þingmenn og oddaaðstöðu? 1 fljótu bragði mætti ætla af nafni flokksins, að hann væri lfklegri tfl sam- vinnu til hægri en til vinstri. Þetta er hins vegar ekki svona einfalt. Formaður kristilega fiokksins, Jacob Christensen, lýsti því yfir fyrif kosningar, að flokkurinn vildi, að næsta stjóm yrði á sem breiðustum grand- velli, en annars kaémi samvinna til greina við flesta flokka. — Stefna flokksins beinist fyrst og fremst að menningarmálum, sið gæðismálum og sltkum efnum, sem stofnendur þessa nýja flokks tðldu, að hefðu orðið út undan f Danmörku seinustu ár- in. Hilmar Baunsgaard sagði í gærmorgun, að hann mundi ekki halda áfram borgaralegri stjórn upp á þau býti, að hún yrði að byggja á stuðningi kristilega flokksins. Þá yfirlýsingu ber samt væntanlega ekki að taka sem seinasta orð Baungaards. Efnahagsmálin réðu úrslitum Atvinnu- og efnahagsmál bar hæst í kosningunum. Danir hafa orðið að þola margs konar örð- ugleika í þeim efnum, atvinnu- leysi og rýrnandi gjaldeyrissjóði. Inngangan í Efnahagsbanda- lagið er ofarlega á baugi, en þar er f ráði að fram fari almenn þjóðaratkvæðagreiðsla. Flestir flokkanna eru hlynntir aðild, en samt margir henni andvígir, og flokkur Aksel Larsens hefur hagnazt á andstööunni. í félags málum hafa flestir flokkar aukið atvinnulýöræði á stefnuskrá, er vilja ganga misjafnlega langt. í utanríkismálum stefna jafr aöarmenn að viðurkenningu á Norður-Víetnam eins og minn hlutastjórn norska Verkamann- flokksins hefur gert. Aö öðr leyti verða varla stórvægilega' breytingar á stefnu dönskr stjórnarinna,- fremur venju, þó að ný ríkisstjóm taki við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.