Vísir - 23.09.1971, Page 9

Vísir - 23.09.1971, Page 9
V í SIR. Fimmtudagur 23. september. 1971. mmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmí Tjón af árekstrum hafa stéraukizt Nær 4 millj. kr. bótakröfur fyrir eitt slys — Góð ráð dýr til umferðarslysavarna „Á meðan fjöldi tjóna hefur aukizt um 22,7% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra, þá hafa tjónin sjálf — verðmætin, sem í súginn fara — aukizt um 74,3%“, sagði framkvæmdastjóri Hag- tryggingar, Valdimar Magnússon, um tjón af á- rekstrum og slysum í umferðinni. „Hluti af þessari aukningu, sem auðsjáanlega er mikið meiri en f jölgun óhappanna, á orsök sína að rekja til þess, að dýrtíðina hefur ekki stöðvazt þrátt fyrir verðstöðvunina. En stór hluti hlýtur að liggja í því, að það verða stærri tjón í hverjum árekstri“, sagði Valdimar framkvæmdastjóri. Svipaöa reynslu faafa flest bíla tryggingafélögin haft. Runólfur Þorgeirsson, deildarstjóri hjá SJÓVÁ tók í sama streng og Valdimar: „Okkur finnast allar líkur benda til þess, að meðaltjónið fari vaxandi, og af fréttum, sem maður fylgist með. sést, að fjölg un slysa er tilfinnanlega mikil á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sérlega á ökumönnum og farþegum í bílum. Manni getur ekki dottið ann- að í hug en þetta stafi að því, að árekstrarnir verði harðari og þá trúlegast af auknum hraða. En aukning slysanna er greini lega meiri en aukning árekstr- anna.“ Þegar menn lesa fréttir af „óvenjumörgum árekstrum“ þennan og þennan daginn gera þeir sér sjáldnast í hugarlund, hve mikil verðmseti eyðilögðust um leið, enda að vonum meir með hugann bundinn við, að oft við. En heildartrygging fyrir einn bíl er kr. 3 milljónir, sem í þessu tilviki hrekkur ekki til.“ Þegar við tókum Valdimar Magnússon, framkvæmdastjóra Hagtryggingar, tali, varð honum að orði: „Það er varla, að manni finn ist taka þvl fyrir blaðamenn að fá fulltrúa tryggingafélaganna tii þess að fjölyrða um tjónin af völdum umferðarslysanna. Er ekki flestum gjarnast aö halda, að það séu bara „búhyggindi" tryggingafélaganna að „berja lóminn? Ég held að fáir geri sér fulla grein fyrir þvf, að það er verið að tala um verðmæti, sem fara í súginn — verðmæti sem þjóð inn; kæmi betur, ef hægt væri að ráðstafa til annarra þarfa. Eða hvað ætli við gætum gert við það fé, sem verja þarf til innkaupa og innflutnings á bila varahlutum, sem þurfa að koma í stað hinna eyðilögðu úr árekstr unum? Borga ekk; tryggingarnar? Er þá ekki allt í lagi? Hvað, sem því líður þá hrýs mönnum hugur við hinni Vskyggi legu fjölgun árekstra og slysa. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins, kemur í Ijós aukn ing slysa og árekstra um 20% og fjölgun slasaðs fólks er enn meiri, um 30% í Reykjavík. — Þetta verður eitt helzta um- ræðuefni fólks, og allir eru um eitt sammála: „Það verður að grípa til einhverra ráðstafana, sem stemma stigu við þessari þróun“!“ Hvað skal til bragðs taka? Runólfur Þorgeirsson, deild- arsti hiá Sióvá: „Ckkur V-ni'st, sem meðaltjónið hafi vaxið.“ Valdimar Magnússon frkvstj. Hagtryggingar: „74,3% aukn ing tjóna.“ ast hafa einhverjir einstaklingar um leið orðið fyrir meiðslum. Stundum má lesa um „20 á- rekstrar urðu f hálkunni f gær“, en fáir leíða þá jafnfráhit hug- ann að því, að þar hafi senni- lega 40 bVlar orðið fyrir skemmd um, og þegar það getur kostað um kr. 5000 að skipta um eitt bílbretti og sprauta það nýja, geta menn rétt ímyndað sér, hvaða upphæðir eru í húfi. „Einhverjar mestu bótakröfur, sem lagðar hafa verið fram vegna eins bílslyss. fylgja í kjöl far slyss, sem varð 'i sumar, þar sem svo sorglega vildi til, að kona og barn fórust i á- rekstri,“ sagöi Runólfur olckur, þegar við spurðum hann um mesta tjónið, sem hann þekkti til. „Kröfumar, sem þegar hafa verið lagðar fram. nema hart nær 4 milljónum króna og er þó ekki séð fyrir endann á því, hvort fleiri bótakröfur bætast ,,Víst hefur fólk fært þetta í tal við okkur. Þegar það vill ná eyrum umferðarYFIRVALDA snýr þar sér til UmferðarRÁÐS eða umferöarNEFNDAR Reykja- Vikur Hin raunverulega um- ferðarYFIRVÖLD eru þó auðvit að löggjafinn og dómsmálaráðu neytið,“ sagði Pétur Sveinbjarn arson, framkv.stj. Umferöarráös, þegar við færðum þetta í tal við hann. ,,Sjá menn fram á nokkur ráð, sem gætu dugað til þess áð stöðva þessa þróun?“ „Það er þrennt til, sem sér fræðingar eru sammála um að sé áhrifaríkt tii þess að draga úr umferðaróhöppum,“ upplýsti Pét ur okkur. „í fyrsta lagi að auka lög- gæzlu, sem sérfráeðingar i ná- grannaríkjum okkar telja fljót- virkustu og um leið ódýrustu umferðarslysavarnir, sem unnt sé að grípa til. -~- Hvort menn vilja taka þann kostinn, verður svo undir mörgu komið. og áð- ur þurfa menn auðvitað að gera sér grein fyrir kostnaðinum af því aö fjölga lögreglumönnum, lögfeglubifreiöum og tækjum. En hér í Reykjavík sem annars staðar er fjöldi lög- reglumanna bundinn af gömlum reglum um fjölda fbúa á svæð- inu, en ekki t. d. af fjölda bíla. Annað ráð telja menn vera fljótvirkustu og auðveldustu að- ferðina — að auka ökuleyfis- sviptingar svo að menn finni áþreifanlega fyrir þvl, að fylgi þeir ekki settum reglum, þá verð,- að dæma þá úr leik í um ferðinni um eitthvert tlmabil að minnsta kosti. Og þriðja ráðið, sem menn telja bezt að beita með hinu, er umferðarfræðsla. — Hún ein út af fyrir sig þykir hrökkva skammt, enda er áhrifa hennar lengur að gæta.“ „En hafa menn gefið gaum að þeirri reynslu ríkja, sem svip að er ástatt fyrir og okkur — skyndileg fjölgun bVla og ört vaxandi umferö — að auka þurfi kröfur til ökukennslunnar og veita þurfj meirj undirbúning nýjum ökumönnum, áður en þeir eru sendir út í umferð- ina?“ „Jú, þegar Umferðarráð gerði nú I sumar drög að starfsáætl un sinn; næsta ár þá var þar m. a'. gert ráð fyrir endurskoð un og athugun ökukennslu og ökuprófa. Þaö er vitað mál, að það hafa orðið stórkostlegar framfarir I ökukennslu hjá ýms um nágrannaþjóðum okkar. Auk in tækni verið tekin upp við kennsluna, og ökukennslan jafn vel verið færð inn I skólakerfið sjálft. Og þróunin verið I þá átt, að leggja meirj áherzlu á hæfni manna til að stjóma far artækjunum, heldur en til að læra á bókina fjölmargar regl- ur.“ „Verður þá kannski undinn bugur aö þessari endurskoðun ökunámsins á næsta ári?“ „Það veit enginn, fyrr en ljóst veröur, hve miklu fé verð ur veitt til bessara mála. Um það tekur alþingi sjálft ákvörð un I vetur. Þetta eru fjárfrekar aðgerðir og það verður ekki I þær ráðizt nema hafa til þess fé,“ svaraöi framkvæmdastjðrinn spurningu okkar. — GP Pétur Sveinbjamarson, frkstj. Umferöarráðs: „Góð ráð eru dýr.“ ö útQ'Á uíHif;V sfeiBsm: — Teljið þér að menn fái tjón sín nægilega vel bætt hjá tryggingafélögu .n — eða kannski fullriflega? Már Gunnarsson, vélskólanemi: — Þaö þekki ég ekki af eigin reynslu. Hins vegar hefur mér helzt heyrzt á tali manna, að tryggingafélögin séu heldur treg á bæturnar. Már Ársælsson, kennari: — Ég veit ekkj hvernig það er I það heila en I það skiptið, sem ég átti rétt á bótum urðu þær sára litlar og ósanngjarnar. Það gramdist mér fyrst og fremst sökum þess, að ég átt; ekki nokkra sök á óhappinu. Það var ekið á minn bíl. Þorbjörn Þorbjörnsson, verka- maður: — Nei, það held ég ekki. Ég held, að þeir sem verða fyrir tjóni fáj aldrei nærri nósu mikl ar bætur, alla vega aldrej full ríflegar. Guðmundur Elnarsson, blla- málari: — f mínu starfi heyri ég óneitanlega margar og mis- jafnar sögur af því. Sjálfur tel ég mig hins vegar hafa fengiö sanngjarnar bætur I þau skipti, semég hef orðið fyrir tjóni. Sigurður Guðbrandsson, verka- maður: — Nei. heldur illa, held ég. Sjálfur fékk ég þó vei bætt það tjón. sem ég varö fyrir á sínum tíma, en það var líka fyr- ir dugnað umboðsmannsins, sem 22

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.