Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 5
VlSIR. Fimmtudagur 23. september. 1971 3 ■= ís-Ss;vý..xX-:v>:| ■: ■.; ■ ■ Melavöllurínn haðaður flóðljósum annað kvöld Þáær framundan stór- viöburður í reykvískri knattspyrnu — fyrsti leifcurinn í flóðljósum ver&ir háður annað kvðid á Melavelinum. — Það er mjög ánægjulegt að þessum áfanga skuli nú hafa verið náð, sem skapar knattspyrnu- mönnum betri aðstöðu. Þaö er talsvert annað að horfa á knattspymu við flóðljós eða venjulega dagsbirtu. Leikurinn virðist liraðari í flóðljósunum, að minnsta kosti þar sem lýs- ingin er góð En sjón er sögu rikari og ástæða til að hvetja fólk til að sjá leikinn annað kvöid. Eins og kom fram í blaöinu í í gær voru ljósin reynd á þriðju dagskvöld og lýstu þau vel upp gamla Melavöllinn — en mikið í- þau lagt. Hver pera kostar 9000 kr. og eru 32 slíkar í ljós kösturunum og mynda samfellt ljósahaf yfir völlinn. Liðin, sem mætast annað kvöld i fyrsta fljóðljósaleik Reyk víkinga eru úrvalslið Reykja- vikur og pressulið. — Úrval KRR er þannig sktpað: Magnús Guðmundsson, KR, Jó- hannes Atlason, Fram Baldur Scheving, Fram, Marteinn Geirs son, Fram, Sigurbergur Sigsteins son, Fram, Jóhannes Eðvalds- son, Val, Gunnar Gunnarsson, Víkingi, Kristinn Jörundsson, Fram, Baldvin Baldvinsson, KR, Ásgeir Eh'ásson, Fram og Ingi Bjöm Aibertsson, Val. Lið blaðamanna verður þann- ig skipað: Sigurður Dagsson, Val Róbert Eyjólfsson, Val Sig mundur Sigurðsson, KR, Bjöm Árnason, KR, Sigurður Jónsson, Val, Þórir Jónsson Val, Guðgeir Leifsson, Víkingi, Hafliði Péturs son, Vikingi, Eiríkur Þorsteins «on Víkingi, Erlendur Magnús- son Fram og Ágúst Guðmunds son, Fram. Varamenn verða vald ir sameiginlega fyrir bæði liðin. Háa eindálka myndin sýnir möstrin ásamt Ijósaútbúnáðin- um, stóra myndin var tekin, þeg ar flóðljósin voru reynd. Baldur Jónsson, vallarstjóri, er þar ann ar frá hægri, ásamt þremur raf- virkjameisturum sem að lögn Ijósanna unnu. Lengst til vinstri er Hjörleifur Þórðarson, lands liðsnefndarmaður í handknatt- lejk — hskn. Reykjavíkurmótið í hand knattleik hófst í gærkvöldi — og í hinum þremur leikj um í meistaráflokki var leikinn betri handknattleik ur en undanfarin ár í byrj un keppnistímabils. Greini Iegt er að leikmenn hafa stundað æfingar vel. Ekki var neitt um óvænt úrslit nema kannski fyrir suma, að Víkingur vann stórsigur gegn KR. Fram — Árniann 22—14 Fvrsti leikur kvöldsins var milli Fram og Ármanns. Fram vann ör- ugglega með átta marka mun og það var aöeins fyrst í leiknum, sem Ármenningar veitti Fram ein- hverja keppni, en síðan náðu leik menn Fram öllum völdum. Hörður Kristinsson lék með Ármanni og mun gera það í vetur, en gengut ekki í annað hvort Hafnarfjarðar- Iiðið eins og mjög hefur verið rætt um að undanförnu. Hörður er fluttur til Hafnarfjarðar. Flest mörk Fram í leiknum skor að; Axel Axelsson. Liði var með flesta sína beztu leikmenn nemá Guðjón Jónsson og Þorstein Björns son, en Þorsteinn hefur ekkert æft. Hjá Ármanni skoraði Olfert Náby mest. * ÍR — Þróttur 15—11 Lengi vel leit út fyrir, að Þrótt- ur mundi þarna koma á óvart og liðið hafði forustu þar til um miðj- an siðari hálfleik, en þá tókst ÍR að jafna og sigraði siðan með fjög urra marka mun. í hálfleik var staðan 5—5 og skoraöi Halldór Bragason þá öl] mörk Þróttar. — Liðið komst síðan í 8—5, en þá fóru ÍR-ingar að s'iga á — og loka- kafla leiksins skoruðu þeir 10 mörk gegn þremur. Halldór skor- aði sjö mörk fyrir Þrótt í leiknum, en Brynjólfur var markhæstur ÍR- inga með fimm mörk. Víkingur — KR 23-10 Á Islandsmótinu utanhúss nýlega sigraöi KR Víking með 13 marka mun — nú sneru Víkingar dæminu við og sigruðu með þrettán marka mun. KR byrjaði þó mjög vel í leiknum og skoraði fjögur fyrstu mörkin. Síðan var staðan 5—1, en þá tóku VYkingar heldur betur sprett og skoruðu 12 mörk í röð án þess KR skoraði eitt einasta. — Staðan var orðin 13—5 og sigur Víkings í húsi. Guðjón. Páll og Einar, sem skoraði flest mörk, 6, léku mjög vel í liði Víkings og Jón Sigurðsson (Jónssonar, fyrrum for manns landsliðsnefndar) vakti at- hygli í Vikingsliðinu. Hann lék þarna sinn fyrsta ]eik f meistara- flokki og skoraði þrjú mörk. KR-Iiðið, án Ottesena, var held- ur sviplítið í leiknum. Mesta at hygli vaktí nýliðinn Þorvarður Guð mundsson (Jónssonar óperusöngv- ara), sem skoraði fjögur mörk. — hsím. Sovét vann N-lrland 1:0 Nokkrir landsleikir í Evrópu- riðlinum með 8 stig eftir 4 leiki, keppni landsliða voru háðir í gær ,Spánn hefur 4 eftir 3 leiki, N-Ir kvöldi. I Moskvu sáu 100 þúsund Mand 4 eftir 4 Teiki, og Kýpur ekk- áhorfendur — sennilega vegna ert stig. George Best — Sovétríkin sigra | I Krakow i Póllandj sigruðu Pól Norður-írland með 1—0. Eina mark jverjar Tyrki meö 5—1. Þjóðverjar ið var skoráð úr vítaspyrnu á 43. eru efstir í riðlinum með 7 stig mín, af Muntyan. Sovét er efst í eftir 4 leiki, Pólland með 5 eftir 3, Tyrkland 3 eftir 4 leiki og Al- bania ekkert stig. Rúmenía vann Finnland með 4—0 í Helsinki V gærkvöldi. — Þar er Tékkóslóvakía efst með 7 stig eft- ir 4 leiki. Rúmenía hefur 5 stig eft ir 3 Ieiki Wales 3 stig eftir 3 leikj og Finnland 1 stig úr 5 leikj- wn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.