Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 23.09.1971, Blaðsíða 7
VÍSI R. Fímmtudagur 23. september. 1971. 'Cyþlenningarmál Norrænar bókmenniir nú ó d'ógum: Einstaklingur og samfélag 1M- T brezka' bókmenntablaðinu Tim es Literary Supplement birt ist lOda september greinarflokk- ur um norrænar bókmenntir nú á dögum: fimm rithöfundar af 5mgri kynslóð fjalla þar um hagi og stöðu rithöfunda og bók mennta hver í sfnu landi. íslend ingurinn í hópnum er Thor Vil- hjálmsson sem nefnir grein sína Að skrifa í skugganum af íslend ingasögum, Writing in the Siia- dow of the Sagas. Reyndar fer ekki mikið fyrir skugganum af íslendingasögum í greinargerð Thors um vanda og vegsemd þess að vera rithöf- undur á íslandi nú á dögum. — Pað er miklu frekar að skuggi Halldórs Laxness grúfi yfir hin um yngri samtíðarmönnum hans bæði heima fyrir og erlendis. —- Vegsemd þess að skrifa á ís- lenzku helgast hins vegar ótví- rætt af arfi I’slendingasagna, hans vegna verður fslenzka aldr ei útkjálkamál, tungan sjálf og arftur bókmenntanna leggur á rit höfundinn þá kvöð að tjá sig á heimsins bátt, nútímalegur og afþjóðlegur listamaður, við heimsmynd nútíma tækni og stjómmála. En eftir sem áður er tungan og bókmenntirnar, landið sjálft, náttúra þess og fólkið i landinu, bakhjarl hins íslenzka rithöfundar — sem um fram allt er listamaður, sjáandi og seiökarl, prestur og trúður, en fyrir enga muni handbendi pólitfskra kommissara. En það er f hans verkahring að leysa úr læöingi ‘samvizku einstaklings og samfélags, skrá andlega og tii finningalega reynslu sinna tíma. Tjað má nærri geta að sú hug- sýn hins íslenzka og atþjóð lega listamanns sem Thor Vil- hjálmsson lýsir í grein sinni kem ur ekki allskostar heim við fvrir ferðarmikla bókmenntatízku á Norðurlöndum á umiiönum árum meö áherzhi sinni á réttar heim ildir, sannfræði í skáldskap, fé- lagslega og pólitíska hlutdeild bókmenntanna. Þeim mun meir gætir siíkra viðhorfa hjá öðrum greinarhöfundum í TLS — Per Olov Enquist, frá Svfþjóð, Ein- ar Ökland, Noregi, Hans-Jörgen Nielsen, Danmörku, og raunar einnig hjá Eifu Pennanen, frá Finnlandi. Hvað sem líður inn- byrðis tengslum og samheng'i bókmenntastarfs á Norðurlönd- um greinir yfirlit um bókmennt ir síðustu ára frá viðlíka þróun í löndunum: tilraun ti'l að Jeita sér á ný fangstaðar við Þjóö- félagsleg viðfangsefni og veru- leika, skilgreina upp á nýtt sam félagslega stöðu, hlutverk, gildi rithöfunda og bökmenntanna. Að minnsta kosti tveir þess- ir höfundar, Ökland og Nielsen, ganga svo langt að tala um gagn ger kynslóöaskil, hugmynda- fræðileg stefnuhvörf f bókmennt um meö nýrri kynslóð ungra höf unda sem þeir auðvitaö til'heyra sjálfir. Ökland telur meira að segja að ,,ný guliöld“ hafi haf- izt í norskum bókmenntum á síð asta áratug — hvort sem menn hafa samt orðið þess varir ut- an Noregs. Báöir verja þeir miklu rúmi ti! að gera upp sakir við fyrri kynslóð og ráöandi tízku eða stefnu í bókmenntum og menningarmálum — ,,the Iiterarv institution" sem Niel- sen nefnir svo. Nielsen er líkast trl mestur marxisti í hópnum, en öll þessi þróun stefnir auð- vitað ti) sósíalisma, meir og minna mótuð af marxiskum kennisetningum. Hann spyr sem svo: eiga bókmenntir að veita innsýn í innri, eilíf verömæti eða þann efnislega og félags- lega veruleika sem við búum við og sem hefur eyðilagt sjálf þessj verðmæti? Eiga bókmennt- irnar að vera stofnun á vegum auðvaldsþjóðfélags, benda les- andanum til einhvers óbreyti- legs innri veruleika, sem „ég“ tali um við ,,þig“? Eöa eiga bók menntirnar að benda lesanda sínum út á við, á umheiminn sjálfan í sögulegu samhengi Norðurlöndum á undanförnum árum að fela í sér fráihvarf frá bókmenntastarfi aö öðrum verk- efnum. Ef menn vilja endilega hafa bein áhrif á þjóðmál, breyta samfélaginu og bæta það, hlut- ast til um sögulega framvindu í heiminum, virðast ýmsir starfs hættir vænlegri en yrkja kvæði eða semja sögu eða sjónleik. Höfundar eins og Sara Lidman, EFTIR ÓLAF JÓNSSON Eila Pennanen. Per Olov Enquist. sínu, heim sem „við“ getum breytt sameiginlega? Spurning- in er auðvitaö mælskubragð, svarið auöráðið af samhengj hennar. En spurningin sjálf og framsetning hennar er að minnsta kosti til marks um breytt viðhorf eða tizku, kyn- slóðaski) milli höfunda eins og Hans-Jörgen Nielsens og svara- bræðra hans á Noröurlöndum og t.a.m. kynslóðar Thors Vil- hjálmssonar, svo sem 10—15 árum eldri. Jnnst inni kann hin félagslega og pölitíska bókmenntatízka á um, einstök ritverk og höfunda, nýtt frjálsræði og fjölbreytni í efnisvali og formlegum aðferð- um, ný tengsl og aukinn gagn- kvæman áhuga almennings og bókmenntanna og rrthöfunda. — Per OIov Enquist bendir á nýja Einar Ökland. Göran Palm, Jan Myrdai í Sví þjóð hafa orðið hvað kunnastir málsvarar hinnar nýju bók- menntastefnu og öll haft mikil á- hrif langt utan venjulegs bók- menntamarkaðar. En verk þeirra á seinni árum eru ekki skáld- skapur, hvaö sem mönnum finnst um þau að öðru leyti, heidur a.m.k. annars konar bók- menntir. í Svíþjóð kunna hin- ar pólit'/sku bókmenntir að vera lengst komnar, enda tízkan fyrst tilkomin og mótuö þar í landi, og þar kann aö verá að vænta nýrra stefnuhvarfa. Eins og Thor Vilhjálmsson bendir á í sinni grein virö- ast sænskar bókmenntir oftlega einkennilega tízkubundnar, og vísast að nýrrar tizku verð brátt þörf á nýjum áratug aldar innar. Ef til vill hefst þar brátt nýt-t fráhvarf frá samfélaginu og umheiminum, til einstaklings- ins og hans innri veruleika og vandamála, hver veit? En eins og Eila Pennanen bendir á f grein sinni um finnsk ar bókmenntir er raunsæis- stefna, samfélagsgagnrýni snar þáttur aWra norrænna bók- mennta, undirrót hins pólitiska og samfélagslega áhuga síðustu ára. í öllum löndunum er auð- velt aö benda á áhugaverð ný- virki í bókmenntunum undir þessum merkjum frá síðustu ár- Thor Vilhjálmsson. alþýðlega bókmennta- og menn- jngarstarfsemi, upphaf nýrrar al þýðulistar í Svíþjóö í kjölfar hinnar pólitísku vakningar bók menntanna, rithöfunda'og mennta 'ianna. á sarrja tíma sem kreppa ríkir í bókaútgáfu óg gamalgróin menningarrit draga saman segl- in. En hann væntir í senn vax- andi andstöðu að ofan viö hina róttæku nýstefnu menningarh'fs og bókmennta á undanförnum árum, og uppreisnar nýrrar ein- staklingshyggju gegn ráðandi tízku umliðinna ára. Ný tízka, hreyfing eða stefna í bókmennt lim á jafnan á hættu aö veröa að „stofnun", Einar Ökland og Hans-'Jörgen Nielsen gagnrýna og hafna fyrir sitt leyti bók- menntamati og starfsaöferðum kynslóðarinnar á undan. Eila Pennanen óttast sýnilega að hin pólitíska tízka hafi óheillavæín- leg áhrif á bókmenntagagnrýni V Finnlandi, firri hana nýskap- andi bókmenntum, spilli opin- beru mati og fyrirgreiðslu fyrir bókmenntastarfi. Hin þjóðfélags lega tízka leiðir af sér fyrirlitn ingu á skáldskap, segir hún, — lýsir með öðrum orðum svipuð um viðhorfum og Tlior Vilhjálms son að þessu leyti Jþlias Bredsdorff skrifar inn- gangsorð að hinum liflega og læsilega greinaflokk TLS um Hans-Jörgen Nielsen. norrænar bókmenntir nú á dög- um þar sem hann Iýsir lauslega norrænu samstarfi á sviði menn- ingarmála' á undanförnum árum og drepur á stööu norrænna bók mennta innbyröis og gagnvart umheiminum. Sivaxandi sam- vinna á þessu sviði býr viö þé þversögn að á sama tima virð- ast kynni norrænna lesenda af bókmenntum hver annarra fara minnkandi enda Iiðin tið að menn lesi hver annars bæfcur á frummáli, gagnkvæmar þýöing- ar nauðsynlegar til að koma nýj um bókum á framfæri þrátt fyr ir skyldleik tungumálanna, og áhugi oft næsta takmarkaður á því sem fram fer í nágranna- löndunum. Utan , í frá virðast norrænar bókmenntir á hinn bóg inn nákomnarj innbyrðis en heimamönnum sýnist oft. sjá'lf- um, franiandj lesendur þekkja þær og meta^af verkum fárra mikils háttar höfunda sem öðl- azt hafa nöfn og áhrif á heims- visu — Kierkegaard, Ibsen, Strindberg, svo ekki sé lengia talið. Yfirlit TLS um efnið, handa erlendum lesendum, sýnir nóg- samlega að bókmenntir og bób- menntastarf eru fjarska fjöl- breytt á Norðurlöndum um þess ar mundir og bera sterfc sameig inleg einkenni þött beínt bók- menntalegt samneyti haffi oft verið meira. EHas Breds- dorff teiur í grein sinni að nor- rænir lesendur mættu gjarna temja sér að hugsa „á heimsins hátt“ um sameiginfegar bók- menntir sínar, norrænar engu að sfður en innlendar og þjóðtegar. Einnig hér á landt er þetta um- hugsunarverl, svo einangraðar sem íslenzkar bókmenntir einatt virðast frá bókmenntum um- heimsins, norrænum bókmennt- um ekki sfður en þvi sem fjær gerist. Einnig hér á Tandi er end urmat orðið meir en tímabært á stöðu bókmennta í samfélag- inu — hvert sé Mutgengi og jrfldi þeirra í samtíðinni. Hvern ig sem listrænar og pólitískar skoðanir og tízka greinast er þessi spurning samt undirrót bókmenntalegra umræðna og nýstefnu á Norðurlöndum und- anfarin ár. Atvinnurekendur Ungan mann vantar vd borgaða atviraiH við akstur Er vanur akstri stón*a vörabifreiöa. Er með meira próf. Akstur á Ieigubifeið kemur til greina. Góð með mæli fyrir hendi. Uppl. í síma 17796. ^0^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.