Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 1
 Sextugs manns leitaö i nótt á Akureyri Sextugs manns var leitað á Akureyri í gærkvöldi fram á nótt, en hann fór að heiman í býtið í gærmorgun til vinnu, og hefur ekkert til hans spurzt síð- an. 40 manna leitarflokkur úr Hjá'lp- arsveit skáta og Plugbjörgunar- sveitinni leitaöi til kl. 2.30 í nótt. Verður nýr Nixon búinn til? Eftir hvem kosningaósigur- inn á fætur öðrum var Richard Nixon ekki spáð mikium frama í stjómmálum, — en hvað gerð- ist? Nýr Ndxon var „búinn til“, maður sem brosti öðruvísi, greiddi öðruvísi o. s. frv. En nú er tállið að Nixon sé í vanda. Verður Nixon breytt öðru sinni? SJÁ BLS. 8. Tími til að vakna, Ólafur Jó- hannesson! Fyrir nokkrum mánuðum var brugðizt hart við og skjótt til varnar gegn eiturlyfjahættunni. En nú er engu líkara en sofið sé á verðinum. í fbrystug.rein blaðsins í dag er dómsmálaráð- herrann, Ólafur Jóhannesson beðinn um að rumska. — SJÁ BLS. 8. 15 ára drengur erfir milljónir Chevaliers SJÁ BLS. 2. Hvoð segja þeir um „vor oð vetri" Það er engu líkara en að kom- ið sé fram í mai, — vorvindar hlýir leika um vanga landsins barna og skíðin og skautarnir úr jólapökkunum nær gleymd. En hvað segja veðurfræðingur, búnaðarmálastjórinn garðyrkju- stjórinn, vegagerðarmaðurinn og steypugerðarmaðurinn um vor að vetrarlagi? SJÁ BLS. 9. Sporhundur skátanna í Hafnarfirði var sendur norður með sérstakri flugvél í gærkvöldi, og notaður við leitina. en án árangurs. „Við hófum leit aftur strax í birtingu," sagði Gfsli Ólafsson, yfir lögregluþjónn í morgun. Heimafólk Þorsteins Sigurjóns- sonar, sem saknað er, fór að undr- ast um hann síðdegis í gær, og gerði lögreglunni viðvart. Þorsteinn Ihafði fariö að heiman um kl. 6.30 j í gærmorgun, vinnuklæddur, en S reyndist, þegar að var gáð ókom- inn til vinnu sinnar — Hann er grannvaxinn meðal- maður á hæð, klæddur bláum vinnubuxum, gráum flauelsjakka og meö svarta prjónahúfu á höfði. - GP Sprengjuhótun á Keíla víkurflugvelli í nótt — 1500 manns urðu að yfirgefa hús sm Um 1500 vamarliðs- menn voru vaktir upp af yfirmönnum sínum upp úr kl. 2 í nótt og látnir yfirgefa hús sín á Kefla- víkurflugvelli, vegna ótta við að sprengju hefði verið komið fyrir í einu húsanna. „Það var nafnlaus rödd í síma, sem tilkynnti vakthafandi ör- yggisverði, að sprengja mundi springa í einu húsanna kl. þrjú,‘‘ sagði commander Cline, blaðafulltrúj varnarliðsins „ÍM rniður sagði hann ekki I hvaða hús; sprengjan ætti aö vera, og Við urðum að drífa út mannskapinn í 14 þriggja hæða húsum. Sem betur fer var ekkert af fjölskyldufólkj í þeim-. búsum, sem talið var að átt væri viö,“ sagöj blaðafulltrúinn. Mennimir voru allir reknir í fötin og út á ákveöið svæði í nágrenninu eins og gert er ráð fyrir í sérstökum eldvarnarráð- stöfunum eða hættutilfellum. Þar biðu mennirnir meðan spreng j u sé rf ræð ingar le i tuðu sprengjunnar 1 húsunum. Slökkvilið og lögregla var til taks Sprengjan fannst engin, og reyndist ábendingin gabb aðeins. Jafnóðum, sem sérfræðingarn- ir höfðu lokið leit J hverju húsi, var fólkinu hleypt inn aftur, en á meðan ha.fði það beðið úti undir beru lofti. Sem betur fer, var veður hlýtt og milt, og leitin gekk hratt og greiðlega fyrir sig, svo að allir voru komnir inn til sín aftur kl. hálf fjögur í nótt. Þetta er í fjórða sinn, sem slíkt gabb er reynt við varnar- liðið suður á Keflavíkurflugvelli, Ef benda á eitt atriði framar öðru, sem felldi samkomulagið í gærkvöldi, þá virtist augljóst, að niðurfelling á hinni svonefndu bryggjuvinnu felldi samningana, sagði Pétur Ólafsson, einn samn- ingamanna Sjómannafélags Reykja víkur í viðtalj við Vfsi f morgun. Fundarmenn íokuðust alveg fyrir frekari umræðum um samninganna, þegar 5 Ijós kom að samkomulagið gerði ekki ráð fyrir því að greidd yrði yfirvinna fyrir störf unnin ut- an skips á vöktum eins og verið hefur. Óhætt er að segja. að flestum kom það á óvænt að samkomulag skipafélaganna og Sjómannafélags Reykjavíkur var fellt með 96 at- kvæðum gegn 33 eftir félagsfund í gærkvöldj og heldur því verkfallið á kaupskipaflotanum, sem staðið hefur í 40 daga, áfram — 1 Tiklar umræður urðu á fundi Sjómanna- félagsins, en þar voru mættir yfir 200 farmenn af þeim 300, sem eru á kaupskinaflotanum Pétur Ólafsson, sagði að ljóst væri, að ekki væri grundvöllur til samninga, nema 6—7 atriðj væru lagfærð í þvj samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og skipafélaganna höfðu gert. — Þar vegur þyngzt yfirvinna, sem háset- ar hafa fengið greidda þegar þeir hafa unnið utan skipshliðar, á ann- ars reglulegum vöktum. Þess vinna jfelst aðallega I niðurskriftum á vör 1 um og eftirlitsstarfi með fermingju, , en við þessa yfirvinnu er yfirleitt jhaft það form á, að jafnvel þó að- ! eins einn hásetinn vinni þessa ! vinnu að staðaldri skiptist yfir- ! vinna hans á alla hásetana. en í einu tilvikinu tókst að hafa upp; á þeim, sem fyrir gabbinu stóð Hafðj hann sagt að sprengju hefði verið komið fyrir T einu flugskýlinu Sá var land- gönguliðj í flotanum. Varðstjóri öryggisvarðarins, sem símanum svaraði og tók við tilkynningunni, taldi. að tilkynn- andinn hefði talaö enskuna með íslenzkum hreim. En ógerlegt reyndist að rekja símtalið. Þrir íslendingar sáus-t á ferli við íbúðarhúsin, og voru teknir til yfirheyrslu, en efckert fannst, sem bent gæti til þess, að þeir segðu ekki satt og rétt frá, þegar þeir héldu fram sak- leysj sTnu Vissu þeir efckert hvaðan á þá stóð veðrið, þegar þeir voru spurðir um símagabb- ið. Að yfirheyrslum loknum var þeim strax sleppt lausum aftur. — GP „Bryggjuvinnan“ felldi samningana Sáttafundur með farmönnum í nótt. — Svart útlit í frekari samningaviðræðum. Þegar úrslrt atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir f gærkvöldi boðaði sátta- semjari, Logi Einarsson, Hæsta- réttardómarj til nýs sáttafundar, sem hófst upp úr kl 1 í nótt. 'Hann stóð fram á sjöundatímann í morg un, en varð árangurslaus, — Sátta- semjari mun hafa látið þau orð falla við lok fundarins T morgun, ,að hann sæi ekki fram á hvað nú tæki við. —• Fulltrúar skipafélag- anna kváðust ekki peta hækkað sis frá því, sem samkomulagið gerði ráð fyrir í neinu atriði að þvf er Pétur Ólafsson sagði Vísi. Ætlunin var. að 18 skip færu úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi, en ekkert varö úr þvf Þó fóru þrjq skin úr höfninni Veitt var sérstök undanþáBa í gærmorgun, að Askja fær; til Straumsvíkur, Freyfaxi gat farið ferða sinna, þar sem Sjó- mannafélag Akraness samþykkti samkomulagið og ísborg fór af ein- hverjum ástæðum úr höfn. Skýr- ingin á því lá ekki fyrir í morgun. — VJ Kartöfluuppskera á miðjum vetri? Það var engu líkara en að þeir væru I kartöfluupptöku piltarnit á myndinni, sem ljósmyndarinn tók af þeim á Skúlagötunni í gær. Veðurfarið var þannig að það var líkara mildu haustveðri en þvi veðri, sem reikna má með í janúarmánuði norður við heimskautsbaug. En það sem þarna gerðist var það að kartöflu pokar nokkrir hrundu af vörubíl, hverju sem um var að kenna, slælegri hleðslu og frágangi á bílinn, eða of hröðum akstri með slíkan farm, — nema hvort tveggja hafi verið, hver veit?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.