Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 4
4 V 1 S I K . Priojuaagur xi. januar 1S72. Verzlunin Æsa Fyrir árshátíðir: Perluhálsbönd, indverskir skartgripir og festar í úrvali. Einnig bongótrommur og tréandlitsmyndir. Verzlunin ÆSA — Skólavörðustíg 13. Heilsuræktarstofa EDDU Opið fyrir konur: Mánud., m'ðvikud., og föstud. kl. 10—20.30 Opið fyrir karlmenn: Þriðjud. og fimmtud. kl. 12—14 og 17—20.30 og laugard. 10—16. Komið í reynslutíma yður að kostnaðarlausu Skipholti 21, við Nóatún. — Sími 14535. AUGLÝSING Músíkin hafði góð áhrif á Blikastaða-bdjurnar! & Hljómburðartækin, sem sett voru upp í fjósinu á Blikastöðum seint á síðasta ári hafa nú verið tekin niður og er nú árangurinn af spila mennskunni kannaður. „Ég er ekki tilbú-inn til að gefa neinar upplýsingar um árangurinn, aðrar en þær, að hann var góður,“ svaraði Örn Johnson hjá Heimiiistækjum, en hann stendur að þessum athug- unum á áhrifum hljómlistar á nyt kúnna. Upplýsti Örn ennfremur að tæk in hefðu ekki enn sem komið er verið sett upp annars staðar. „Að sjálfsögðu kunnum við hljómlistinni í fjósinu vel og söknum þess, að hún skun nú vera horfin,“ svaraði hevmíiis- fólkið að Blikastöðum spurningu Vísis i gær. „Þetta voru ekuk- um róleg lög, sem hljómuðu um húsið. Einkar hugguleg við vinn- una, jafnt fyrir kusurnar, sem okkur. — Nei, við erum ekki enn búin að afráða, hvort við ættum að fá okkur spilafón í staðinn fyrir þann sem var. — Ekki ti'lbúin til þess svona fyrst eftir jólin.“ — ÞJM Flugslysið við Dakka: Rannsókn miðar ekkert Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til náms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1972:—73. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar frá 10. septem- ber 1972 að telja, og er styrkfjárhæðin 750 mörk á mánuði. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. febrúar n. k. Sérstök um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meðmæli tveggja kennara og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eða þýzku. Váklrí''skál átbýgíi á, að finnsk stjórnvöld bjóða auk þess, fram eftirgreinda styrki, sem mönnum af ölluní þjóðernum er heimilt að sækja um: 1. Fjórtán fjögurra og hálfs til níu mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðr- um fræðum, er varða finnrká menningu. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa vísindamönnum. listamönnum eða gagnrýnendum til sérfræðistarfa eða námsdvalar í Finnlandi. Menntamálaráðuneytið, 6. janúar 1972. REMINGTON RAND UÓSRITUN MEÐ REMINGTON R-2 LJÓSRITUNAR- VÉLINNI LJÓSRITUM VIÐ SKJÖL, TEIKN- INGAR O. FL. MEÐAN ÞÉR BÍÐIÐ. BREIDD: ALLT AÐ 29,7 cm (A-3 DIN) LENGD: EINS OG ÖSKAÐ ER. Orka hi. Laugavegi 178. — Sími 38000. Borgarastyrjöldin í Austur- Pakistan olli m. a. því, að lítt eða ekkert hefur miðað rann- sókn flugslyssins er varð fyrir rúmu ári, er Loftleiðavél af Rolls Royce gerð, sem þar austur frá var f vöruflutningum, hrapaði til jarðar. „Þeir hafa staóið í ströngu grey- in — það rofnaði allt samband viö flugmálastjórnina í Dakka eftir að styrjöldin brauzt þarna út í haust" sagði Sigurður Jónsson, filugeftir- litsmaður er Vísir ræddi við hann í gær. Það var þarna maður úti frá flugmálastjórninni þar, sem rann- sakaði slysið og mér er kunnugt um að Loftleiðir buðu honum að koma hingað upp til skrafs og ráðagerða í haust. Sendu honum miða sem hann getur notað hvenær sem er. Það hefur ekkert svar borizt frá honum. Stríðið hefur skorið á öll tengsl og samband er nú ekki sérlega gotf þangað a«st- ur“, — Það var rætt um að stýiris- búnaður hefði bilað og slysið orðið þess vegna? „Já. Enn hefur ekki borizt skýrsla frá verksmiðjunum eða Canadair — og jafnvel ósennilegt að verksmiðjurnar vi’lji gefa skýrslu um stýrisbúnaðinn. En hafi stýris- bilun verið orsök slyssins, þá er það alveg v-íst, að slíkt kemur ekki fyri-r aftur“. — GG skiptaráðanda Reykjavík, 7. 1. 1972. Hr,- ritstjóri dagblaðsins „Vísis“,: Reykjavik. í blaði yðar i tveimur greinum um fjársvik, 5. og 6. þ. m., eru tvfteki-n allh-arkaleg ummæM um gerðir skiptaráða-nda í tvei-mur gjaldþrotamálum, þar sem gætir nokkurra missagna. Nú er, eins og öllum má Ijóst vera, — ekki sízt blaðstjórnend- um, — erfitt fyrir dómara — en skiptaráðandi fer með dómsvald — að standa í blaðaþrasi um slík störf og er slí-kt því heldur fátítt. En þó þykir eftir atvikum rétt í þessu tiifelli að gefa hér á stutt orða skýrin-gu og óskast hún birt i blaði yöar. I ofangreindum blaðagreinum er hvergi getið nafna ma-nna eða fyri-r tækja, er við sögu koma_ en þó má ráða það af ýmsu í greinun- um, hvaða aðilar þetta séu, m. a. það, að lögregluþjónn hafi orðið illa úti í þessum málu-m, en það mun hafa verið hann, sem stóð að upphaflegu gjaldþrotabeiðninni. Það í greinunum, sem ei-nkum varð ar þetta embætti, er að sveigt er að skiptaréttinum í báðum greinun um fyrir drátt á fyrirtöku gjald .. þrotamálanna og síðan eignakönnun í gjaldþrotabúunum. — Um er að tefla tvö gjaldþrotabú, einstaklings annars vegar og hlutafélags hins Auglýsingadeild Hverfisgötu 32 Sími 11660 vegar, sem hinn gjaldþrota ein- staklingur er jafnframt formaður og framkyæmdastjóri í. Gjaldþrotabeiðnin á ei-nstakling- ■ j inn er dags. 25. okt. sl. og fylgdi j henni endurrit af árangurslausu f jár námd frá 15. s. m. Ekki er til-greint, hve-nær beiðnin er möttekin og ekkert fram te-kið, að hraða þurfi henni umfram venju. Málið er þing fest 29. s. m. o-g gjaldþrotaúrskurð ur er kveðinn upp 5. nóv. sl. og hófst eignakönnun í búinu sam- stundis að loknum úrskiirði með byrjun uppskriftar í búinu. En þar sem gjaldþroti færðist þá und an að ge-fa upplýsingar um eigni-r sínar, var málinu þá samdægurs í samráði við lögmann gerðar- beiðanda, vísaö til sakadómara tii meðferðar lögum samkvæmt, þar var málið svo fy-rir tekið á öör- um virkum degi eftir framanigieind atvik og upplýstist þá töluvert um fjárreiður gjald-þrota. Síðan hefur eignakönnun veriö haldið áfiram, sumpart utan réttar og sumpart í nokkrum réttarhöldum. Hlutafélagið var tekdð tii gáaSd- þrotaskiptameðferðar samkwæmt eigin beiðni formannsins og með- stjómanda og er beiðnin dags. 21. des. sl. og hófst ei-gnakönnun þá samdægurs með því að uppsfcrdft á eignum þess fór fram þá þegar um daginn og kvöldið og skömm-u s-iðar varð nokku-rt framhald á því. Frá skiptaréttínum í Reykjavík Meirapróf bifreiðarstjóra 2 námskeið til undirbúnings meiraprófs bif- reiðarstjóra verða haldin í Reykjavík í vetur. Annað hefst í janúar og hitt í marz. Þeir sem hafa hug á að sækja þessi námskeið komi til innritunar með tilskilin gögn í Bifreiða- eftirlit ríkisins, Borgartúni 7 e. h. dagana 13. og 14. janúar. Þeir sem sóttu um síðasta námskeið, en komust ekki að, komi eftir há- degi 12. janúar. Bifreiðaeftiriit ríkisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.