Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 8
VISIR . Þriðjudagur 11. janúar 1972. Utgefancu : KeyKjapreat hf. Framkvæmdastjóri • Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir "'Pétursson Ritstjómarfulltröi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar : Hverfisgötu 32. Símar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Sími 11660 Ritstjóm Síðumúla 14. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands * lausasölu kr. 15,00 eintakið. Prentsmiðja Visis — Edda hf. Eiturlyfjavarnir riðlasf Vonbrigði og vonleysi ráða ríkjum hjá þeim mönnum hér á landi, sem falið hefur verið að hafa hemil á innflutningi eitur- og fíknilyfja til landsins. „Með nú- verandi mannafla og tækjum erum við alltaf skrefi á eftir eiturlyfjasmyglurum“ sagði einn tollvörðurinn í viðtali við Vísi í gær. í byrjun nóvember skilaði samstarfshópur áætl- un um skipulag eiturlyfjavarna og í framhaldi af því var sótt um tæpra fimm milljón króna fjárveitingu til framkvæmda í málinu. Stjórnvöld vildu ekki sinna því, þrátt fyrir vinsamlegar viðtökur í fyrstu, og létu ekki af hendi nema sjö hundruð þúsund krónur. Þessi viðbrögð stjórnvalda eru orsök vonbrigða og vonleysis þeirra manna, sem að eiturlyfjavörnum starfa. Aðalhvatamaðurinn af hálfu embættismanna, deildarstjóri í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli hefur nú hætt afskiptum af málinu í mótmælaskyni. „Eiturlyfjasmygl hefur farið vaxandi í haust og vetur og menn jafnvel gerðir út í innkaupaferðir til annarra landa“, sagði einn þeirra sérfróðu manna, sem Vísir ræddi við um þetta mál í gær. Það er enginn vafi á, að allur almenningur hefur áhyggjur af þessari hættulegu þróun og óskar eftir því, að stjómvöld landsins sýni meiri ábyrgðartilfinningu. Hinir sérfróðu menn telja, að dómsmálaráðherra nægi ekki að senda út hvatningu til lögreglustjóra og sýslumanna um að vera vel á verði. Hér sé um að ræða svo sérhæft og erfitt starfsvið, að ekki dugi annað en ýtarleg fræðsla og þjálfun. Yfirleitt sé hvorugu til að dreifa hjá þeim mönnurn, cc;.i vinna að þessum málum, og því hljóti árangur að verða takmrr' ", ’ ótt mennimir séu y^firleitt allir af vilja gerðir. Við höfum enga afsökun ryrir að láta reka á reið- anum í eiturlyfjamálum. Okkur er fullkunnugt um það ólýsanlega böl, sem eiturlyfjatízkan hefur valdið úti í heimi. Við viljum ekki kalla það yfir okkur. Við viljum búast til varnar í tæka tíð. Við viljum ná taki á meinsemdinni þegar í upphafi, en ekki bíða þangað til hún hefur grafið um sig. Þess vegna þarf nú þegar að koma upp hópi sér- þjálfaðra manna. Þjálfunin tekur 1—2 ár, svo að ljóst er, að engan tíma má missa. Hasshundurinn var gef- inn af áhugamannafélögum, og eiturlyfjavarnirnar hafa hingað til byggzt á einstökum áhugamönnum, sem hftfa varið til þess fé og tíma á eigin vegum. Percta nægir okkur ekki lengur. Nú verða stjórnvöld að taka betta nauðsynjamál upp á sína arma. Áætlun um framkvæmdir var tilbúin í nóvember. Nú er kominn tími til að vakna, Ólafur Jóhannesson. Hvernig á að „selja Nixon" i ár? Umsión: Haukur Helpason Aftur hamskipti eoa fé- lagsrannsóknir og tölvurf Menn murja, hvemig Richard Nixon, sem hafðj tapað hverj- um kosningunum á fætur öðr- um, varð skyndilega „nýr Nix on“ og kjörinn forseti VarJa hefðj nokkrum komið til hugar ári fyrr, að þetta gætj gerzt. Margir áróðursmeistarar lögðu hönd að því verki að skapa hinn nýja Nixon. Nú standa kosningar fyrir dyrurn, og sig ur Nixons er ekk; talinn með öllu öruggur. Þess vegna er um þessar mundir verið að skipuleggja. Verður hinn þriðji Nixon skapaður? Er enn unnt að hafa hamskipti, ef nauðsyn krefur? Lítum nánar á sköpun- arverldð. Nixon var ekki á neinum spretti, þótt fólk héldi það. Sá M!"nP > h:rtist kjós- ’ ’ kosningamar 1968. var breyttur. Nú var maðurinn hlýr í viðmótj opinskár og al- þýðlegur, á sífelldum þönum um þvert landið til að tala við fólkið. Eða var það ekki? 1 bókinni „Hvernig forsetinn var seldur‘‘ er sagt, að i raun inni hafi Richard Nixon alls ekki verið á neinum spretti til að hitta alþýöufólk. Hann hafi lit- ið þur-ft að.sýna sitt nvia andlit. aðeins við valin tækifæri. Nix on hafði í rauninni eins lítið fyrir og unnt var Hinn nýi Nix on var sjónarspií eitt. „Ekki aðalatriði, hvað þjóðhöfðinginn gerir, heldur hvað hann virðist gera“. í samræmi við þær líf.sreglur, sem Machiavellj lagðj þjóðhöfð ingjum miðalda, er það ekki að- alatriðið, hvað þjóðhöfðinginn gerir, heldur hvað almenningur heldur að hann sé að gera. Þessj kenning v T þann tið . alger bylting í afstöðu til þjóð- höfðingja, og Machiavelli hné til moldar, 'áðúr en hann vissi um frægð sína. Þjóðhöfðingjar Evrópu voru eins og páfi enn er, taildir fulltrúar guðs á jörðu. Þeir hefðu vald sitt frá guði. Þessi samsuða trúar og verald legs valds var nauðsynleg þeirra tfma mönnum (og allra tíma) til þess, að fólk sætti sig við arfgeng alræðisvöld og hlýddi nægilega sínum þjóðhöfðingja. Ein afleiðingin af því raun- sæi, sem kom í kjölfa-r kenn- inga Maohiavellis, var mikil framför málaralistar. Málverk af þjóðhöfðingjum voru það „sjón varp“, sem þeirra tíma fólk hafði. Málverkið gat skapað hvers konar lyga-vef umhverfis andlitsmynd af höfðingjanum. Skyldi hann sitja meðal en-gla, ef skírskota þyrfti til trúhneigð ar manna, með skáldgyðjunni, þeysandi á fáki á vigvelli, drep andi ógurlega dreka, gefandi af mildi sinni faðmandi alþýðu, ef þurfti. Með málverkinu var áróðurs vopn fengið, sem ekki náð; ein vörðungu til samtímamanna, heldur stóð sem minnisvarði um aldir. Og MachiavelH liifir f dag við meiri særnd en þá. í bækl ingi, sem starfslið Nixons í kosningabaráttuhni 1968 hafði undir höndum, stóð: „Aðalatrið ið ' "kipulagningu er, að kosn- ingabarát-ta er táknræn það er að segja það skiptir eícki eins miklu, hvað frambjóðandinn í rauninni aðhefst, og það, hvað hann virðist vera að aðhafast.“ Seldur eins og sápa. En hvernig gat þetta sjónspil borið svo göðán árangur og raun varð? Var ekki unnt að afhjúpa blekkinguna i tæka tíð, og gátu andstæðingar Nixons ekkj snúið vopnunum í höndum stuðningsmanna hans? Svarið er að hvort sem það hefði ver ið unnt eða ekki þá var það ekki gert. Nixon vann, sem kunn ugt er, fremur nauman sigur. Hann naut þess, að keppinaut ur hans, Hubert Humphrey, hafði verið ámáttlegur í stöðu varafor seta í forsetatíð Johnsons. Humphrey bar allar syndir John sons á bakinu, Víetnam ekki sízt, þótt ástæða væri tn að ætla, að hann hefði í rauninni verið ósammála Johnson um það. Það var fyrst eftir kosning- arnar, að f jölmiðlar og ekki sízt bók McGinniss um „sölu forset- ans“ eins og sápu eða súkku- laðis með auglýsingabrellum ge-rðu mönnum ljóst, hvað hafði gerzt, svo að nú er ekki mót- mælt. Menn greinir á um það, hvor þeirra Nixons eða Hump hreys hefði orðið betri for- seti, en ekki um það, að hinn nýj Nixon var tilbúinn af á- róðursm-eist-urum og „seldur þjóðinni“. Nixon fylgdi fyrir- mælum Machiavellis og „ lét svo sem hann væri í miðri eldlín- unni meðal almennings“, en I -reynd birtist hann nær eingöngu útvöldum mönnumí þau skipti, sem hann virtist hætta sér í rað i-r almennings og „opna“ sig hverjum sem vildi í reynd forð. aðist hinn einræni og innhverfi Nixon. að leggja f mikla hættu á torgum úti. Bréf frá þekktum Iækni um eiturlyf, samkvæmt fyrirmælum tölvunnar. Og nú velta stuðningsmenn hans fyrir sér, hvemig haga skuli seglum í ár Ráðunautur Nixons í kosningabaráttu var og er John Mitcheli dómsmála- ráðherra. Hann stýrði barátt- unni 1968, og margir álíta, að hann viij; endurtaka þann leik. Þá mundi annað hvort verða haldið áfram að leika hinn nýja Nixon, sem nú verður orðin nokkuð göm-ul plata eftir fjög urra ára forsetatíð, eða ef til vili þyrfti að skapa „enn einn Nix- on“. sem betar hæfð; í dag. Aðrir staðningsmenn vilja beita tölvum og félagsrannsókn- um með óvenjulegum hætti og styðjast við fjárstuöning auð- ugra fyrirtækja. Þeir vilja, að viðhorf borgaranna verði Jcannað með þv) til dæmis að spyrja um afstöðu til vandamála samtíð- arinnar. Spumingu um afstöðu manna til vandamálanna ma auðveldilega fela innan um skoð- anakannanir um hvaða vömr fólk kaupi og þess háttar, þann- ið að fyrirtækin greiddu fyrir án þess að mikið yrði eftir því tek- ið. Síðan vilja hinir yngstu staðn ingsmenn Nixons setja mikið lið i að hringja og skrifa til fóilks. eftir að tölvur hafa greint það í hópa eftir a-fstöðu og hugs. anlega leika plötu í símann með rödd forsetans eða fjölrita bréf með undirstorift hans til kjósenda þar sem forsetinn segist hafa aðaláhuga á þvf vandamáli, sem einmitt er áhyggjueifni kjósan?4 ans í þvii tilviki, og rekur, hvað hann hafi gert eða vilji gera í málinu. Bréfið gæt; allt eins haft undi-rskrift kunns læknis í nágrenninu sem styddi Nixon, ef um eiturlyf eða heilbrigðis- mál vær; að ræða, og þar fram eftir götunum — tölvur og fé- lagsrannsóknir — nýjusta áróð- ursaðferðimar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.