Vísir - 11.01.1972, Síða 9

Vísir - 11.01.1972, Síða 9
 9 V1SIR . Þriðjudagur 11. janúar 1972. Grös grænka og blóm skjóta upp kollinum í hlýindunum eins ög í garoinum að Brekkustíg 7. Hér eru Knútur Knudsen, Grös grænka, blóm skjóta upp kollinum og það er sumarfærð. Við höfum fengið vor í miðj'u skammdeginu. Flesíir eru harla ánægð- ir með veðrið þess: dagana, að minnsta kosti þeir, sem Vísir talaði við en þeir eru: veður- fræðingur, búnaðarmálastjóri, garðyrkjusíjóri, vegamálamaður og aðstoðarverkstjóri í steypu stöð. JKað var á jóladag^ sem veöur ■^fræ.ðingar komu auga á lægö ina, sem boöaöi hlýindin, sern við höfum oröið aðnjótandi und anfarna daga. Og þá byrjaöi að hlána. Jólasnjórinn hvarf brátt og vorvindar léku um landiö. Nú hafa hlýindin staöið yfir í uim þaö bil hálfan mánuð og grasblettir grænka meir og meir með degi hvarjum, vetrar gosar skjóta upp kolilinum og skriönablóm gægjast upp undir húsveggjum. Hlýindunum hafa fylgt allsterk ir vindar hér sunnanlands en fyrir noröan hefur þeirra gætt minna og muna menn vart aöra eins tíö á þessum árstíma. Samt unum viö vel við okkar hilut hér í höfuðborginni, og garðyrkjustjórinn, hann Hafiiði Jónsson, líkir veðrinu við maí- veöur,- Þaö liggur við. að veörið freisti til ferðalaga enda er sumarfærð víða á landinu og hægt að aka alla Íeið til Þórshafnar Og Vopnafjarðar, sem mun vera fá gætt á þessum árstíma. Byggingaiönaðurinn nýtur einn ig góðs af hlýindakafla þessum. ÞaÖ er hamazt við aö steypa en þó dreifist álagið — sem sagt gott fyrir alla aðila. Og Veðurstofan spáir ennþá miidu veðri. Vísir talaöi við nokikra aðila um hiýindin: veðurfræðingurinn: ... óvenju jafnhlýtt Markús Á. Einarsson veður- fræðingur gaf þær upplýsingar að frá 27. desember til 9. jan úar hefði meðalhitinn í Reykja vík verið 6,4 gráður. Til saman burðar höfum við janúar 1964, sem er hlýjasti janúar, sem kom iö hefur í Reykjavík. Þá var meðalhitinn 3,6 g.ráður, sem er allmiklu lægri meðalhiti en sá, sem við höfum notið undanfarið. „Þessi hlýindakafli er ekki orð inn einstaklega iangur ennþá, hins vegar er hitastigið hátt og hefur verið óvenju jafnhlýtt," segir Markús. „Árið 1970 kom mjög langt hlýindatímabil sem stóð yfir frá 11. janúar tii 2. febrúar og þá var hiti talsvert yfir meöai lag eða 3,6 gráða meðalhiti og ekki eins hlýtt og hefur verið núna. Árið 1965 voru nær lát laus hlýindi frá 21. janúar—27. febrúar, þar ift-n í komu samt 3 dagar með verulegu frosti. Þá var meðalhitinn 4,7 gráður og ekki eins hlýtt og það sem af er þessu hlýindaskeiði." Og þá sjáum við það, að þetta er met hvað snertir hátt hita- stig samfleytt í no-kkra daga í janúar í Reykjavík. búnaðarmálastjórinn: ... allt jákvætt við þetta Haildór Pálsson búnaðarmála stjóri sagði, að hlýindin hefðu þau áhrif að alls staðar væru að koma upp hagar. „Þannig, að menn geta beitt fé og hrossum núna sér til mikilla hagsbóta, Það er ekki hægt að segja hvaða áhrif hlýindin hafa á sprettu o-g það getur komið kal í vor, en það er óvenjulega góð tíð núna og allt til bóta að hafa frost- lausa jörð — það er atlt jákvætt við þetta.“ garðyrkjustjórinn: ... búið að vera einstakt veður Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri segir. „Það er búið að vera ein stakt veður. Maður man ekki eftir svona löguðu á þessum árstíma, en jörð er alveg að veröa þíð. Þetta er maíveö- ur. en ég er ekki trúaöur á, aö gróður fari mikið af stað. Ef hlýindin halda áfram lengu-r fer gróöur að láta eitthvað á sér kræla, og þá er hætta á kali, fyrst og fremst á viðikvæmum runnum. Hættan vex eftir því sem lengra líður á. en meðan sólar nýtur ekki lengur á dag- inn er lítil hætta á að gróður fari af stað. Krókusar og skriöna bóm hafa aðeins farið að láta bæra á sér, sunnan undir hús veggjum, sérstakleg-a eldri hús um, þar sem hiti lekur undan og vetrargosar víða famir aö blómstra, og það er ekki óvenju legt í svona tíðarfari og ekki hættulegt." vegamálamaðurinn: ... vegaástand einstakt miðað við þennan árs tima Vegagerðin fór illa út úr hlák veðurfræðingur og c.arfsmaður á Veðurstofunni að taka á móti veðurskeytum. unni, þegar snjóa leysti og flæddi yfir Borgarfjörðinn með þeim afleiðingum að tjón varð á vegum. En nú er sumarfærð víða á landinu. Hjörleifur Ólafsson hjá Vega málaskrifstofupni sagði: „Vegaástandið er mjög gott á landinu núna — og einstakt miðað við þennan árstíma. Veg ir eru e-nnþá svoilítið blautir á Vestfjörðum en annars er á- standið alls staðar fínt og hægt að keyra til Þórsbafnar og Vopnafjarðar. Ég minnist ekki annars eins, góða færðin er svo jöfn yfir landið." steypugerðarmaðurinn: ... veðrið hefur mikil áhrif Kristján Vernharðsson aðstoð arverkstjóri hjá Steypustöðinni Verk hf. sagði að nóg væri að gera hjá fyrirtækinu. „Það era allir hræddir við frostið, en veðriö hefur þau áhrif þó, að það er ekk-i eins ofsaleg törn og er þegar hlýindakaifli kemur inn á milli frosta. Jú, veðrið hefur mikil áhrif í steypugerð. Við getum tékið til samanburðar það sem af er jan úar núna og janúar I fyrra. Á þessum tíma í fyrra vorum við búnir að steypa 300 metra en núna er búið að steypa nálægt þúsund metrum — það er tölu- verður munur þar á.“ Og þessa dagana er mikið unnið í byggingum og verið að byrja á stórbyggingum víöa í borginni fyrir utan að unniðer við að steypa Austurlandsveg. Og ef ekkert nema jákvætt er að segja um þetta góða veð ur þá munum við auðvitað óska þess að h-afa það sem allra lengst og njóta þessa forskots á vorinu í miðju skammdeginu. — SB Katrín Óskarsdóttir, húsmóðir: — Raunar er ég ekki vön að fara á útsölur, svona gegnum- sneitt. En það vill svo til, að ég er emmitt að koma beint af út- sölu. Það er tilviljun, og ég er ekk,- á leiðinni á aðra .... — Verzlið þér á út- sölum? Haraldsson, skrifstofu- maður: — Nei, aldrei. Ég verzla líka lítiö, og þá sjaldan ég geri það finn ég ekki á útsölum Júlíus Sveinbjörnsson, verzlun- armaður: — Nei, aidrei. Svo ég takj t d. skóútsölurnar. þá vil ég ekkj fótum mínum það jillt, aö klæðast útsöluskóm. Slíkt er að minnsta kosti mTn reynsla, að það er betra að kaupa þá heldur dýrari skóna, en eodingar betri. Þessir skór, sem ég er á núna voru dýrir, en hafa dug, að mér í naer tvö ár. Útsölu skórnir, sem ég keypti mér síð- ast gerðu mig vitlausan á þrem dögum, svo ég fleygði þeim. Lðrus Eggertsson, starfsmaður hjá Loftleiðum: — Ég fer nátt- úrlega e-kkj á útsölu að óþörfu, en ég á það tffl að kaupa mér skófatnað og annan fatnað á útsölunum. En þá hef ég alltaf sigtað á útsölur í verzlunutn, sem ég hef haft góða reyns-lu af og treysti. Oddrún Gunnarsdóttir, verzlun- armær: — Nei afar sjaldan. Að minnsta kosti hef ég ekki litiö inn á neina þeirra, sem nú eru f gangi. Það eru líka helzt fata- efni. sem ég kaupj á útsölum, en nú þarf ég. ekki á neinu slíku að halda eins og stendur. Er ekki að sauma neitt um þessar mundir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.