Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 6
6 V I S IR . Prlöjudagur II. janúar 1972. ,s.,.✓./.ý. - , l í. ^IÍbs?///*... Ungur málari og Þjóðfundurinn 1851 Baldvin Árnason'Íieitir ungur málari sem þræðir ekki sömu brautir og flestir okkar mynd- listarmanna. Hann málar natúral istiskar myndir og hefur sér- stakan áhuga á að festa sögu landsins á léreft. Hefur hann málaö 'ailstóra mynd af þjóð- fundinum 1851 og má þar sjá Jón Sigurðsson og Trampe greifa sinn við hvorn enda borðs ins, en við birtum hér svart- hvíta mynd af málverkinu. En sjón er sögu ríkari, og því hefur Baldvin opnað sýningu T Málara glugganum f Bankastræti. Þar eru 2 myndir aörar að auki tii sýnis. I leitað; ákaft afkvæmis síns. Var þá brugðiö til þess ráðs að venja bolakálf undir hryssuna og líkaöi báðum vel, og máttu ekki hvort af öðru sjá. Gekk kálfurinn. u.idir hryssunni í sum ar og dafnaði vel. Þegar kólnaði í veðri var boli litli látinn vera inn í fjósj með slnum lfkum, en á morgnnha báulaði hann hátt, þar til fóstra háps hneggj- aði á mðti I h’áust var hryssan felld en boli settur á vetur og er hinn fallegasti gripur. staöarréttinda Akraness 1. jan. 1972. Var þar tilkynnt um gjöf þessa til bæjarins og mun mynd inn; verða komið fyrir á lóð bókasafnsins. Þá var ákveðið aö heiðra séra Jón M. Guðjóns- son með 100 þús. króna heiðurs- gjöf vegna ómetanlegs starfs hans viö uppsetningu byggða- safnsins að Görðum Bæði söfn- in. eru .að .taka til starfa í.nýj-,, um húsum. Flókagata breikkuð? Er Flosi dauður úr hlátri? Guðfinnur skrifar: „Flosi Ólafsson hefur án efa verið eini íslendingurinn sem skemmti sér konunglega á gaml árskvöld! Ég sat staðfastlega við and- varpið mitt og horfði á Ómar Ragnarsson „nauöga sjálfum sér,“ með þessum gamaljöskuðu bröndurum sinum, og annað veif ið rak ég upp hlátursroku. Boli litli var aiinn á ka"'amjólk Frá því segir í Degi á Akur- eyri aö hryssa missti folald sitt I Garöshomi 1 Kræklingahlíö. Uröu júgur hennar þá full af mjólk svo að hún varð ókyrr og „Lesandi drengur“ á Akranesi Standmyndin „Lesandi dreng- ur‘‘ eftir Magnús Á Ámason verður sett upp á Akranesi. Stjóm Menningarsjóðs Akra- ness bauð nokkrum gestum, þ. á m. bæjarstjóm, til kaffidrykkju af tilefni 30 ára afmælis kaup- Umferðarnefnd hefur réttilega bent á að Flókagatan milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar er allt of mjó. Var lögö fram til-laga í nefndinni um að bif- reiöastöður verðj bannaöar við Flókagötu að sunnanverðu á þessu svæði Var jafnframt bent á nauðsyn þess að gatan verði breikkuð þarna. Þegar konan mín spurði, hvað væri svo fyndið, svaraði ég sem satt var: Var að hugsa til hans Flosa. Ætli hann sé ekki dauður úr hlátri núna? 1 alvöru talað — sikemmti- kraftarnir sem andvarpið dró fram á sviðið á gamlárskvöld voru stórflnir — en þátturinn hefði fremur átt að kallast „Mánudagskvöld með hátíða- brag“ eða eitthvað þ. h. — og ég held hann Ómar eigi að láta sér nægja íþróttamálin.“ Menn, sem hafa ástccSu til að svitna Þessir myndarlegu menn hafa sanna-rleea ástæðu til aö svitna öðru hverju af angist Þeir eru ökukennarar, reyndar stjórn Ökukennarafélags íslands og hvað getur verið ægilegra en að aka með fullkomlega óvönum manni, eða konu? Félag öku- kennara er annars furðu gamalt miðaö við að bílaakstur er ekki mjög gamall á fslandi félagið er 25 ára og voru 10 sV'Fnendur að þvi þ. á m. Jón Oddgeir Jðn'snn og Vi.ggó Fviðlfsson. Á myndinni sjáum viö stjóm ö.í. Frá vinstri í neðri röð eru Friöbert P. Njálsson ritari, Ólafur Guðmundss., form., Hall dór Auðunsson gjaldkeri. í efri röð frá vinstri eru Haukur Bogason, Kjartan Jónsson, varaform., Jóhann Guðmunds- son Traustj Eyjólfsson og Jón Sævaldsson. Tóbak og klám Guðbjartur skrifar: „í þessum bættj birtist bréf, þar sem lesand,- velti vöngum yfir því, hvort bann'ð við tó- baksauglýsingunum væri ekki brot á stjómarskrárákvæðum um ritfrelsi. Fyrir mitt leytj lit ég það sömu augum eins og bann við útgáfu klámrita. Tóbak er eins og klám talið miður hollt, og þetta em taldar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að verja fólk þessari óhollustu. En fyrst maður er farinn út í þessa sálma á annað borð, ætla ég að koma hér á rraftíræri hugdettu, sem ég hef fengið. Áfengið er selt í stómm um búðum — þriggja pela flöskum — en það var ráð, sem menn gripu til, svo að neyzlan yrði minni. Hvers vegna þá ekki al- veg eins að selja tóbakið I kart- onum eða einhverjum sllkum stórum einingum? Og meðal annarra orða — hvers vegna er Iúxusvara eins og tóbak seki álagningarlítið í verzlunum, meðan miklu meira er lagt á nauðsynjavaming? Ég held að álagningin I smásölu sé eitthvað um 4%, en annan varn ing treysta kaupmenn sér 6- mögulega til að selja nema með 20% álagningu minnst** Hlálegt fréttamat Gamall sjómaður skrifar: „Fjársvikamálið, sem þið á Vísi hafið verið að skrifa um undanfarið hefur vakið verulega athygli og þá ekki sízt mína, þar sem ég fyrir tilviljun þekki nokkuð inn á það. Veit ég að þar er slzt ofmælt Það hefur hins vegar vakið ennþá meir; athygli mína. að aðrir fjölmiðlar hafa ekki nefnt þetta mál. Þannig hefur sjónvarpið ekk; frekar en aðrir minnzt á þetta mál. Hins vegar er sjónvarpið tvisyar bú- ið að skýra ftariega frá „stór- smygli** í Selfossi. Þar hefur komið fram, að 10 skipverjar Selfoss hafa viðurkennt að hafa smyglað hvorkj meira né minna en 200 flöskum, þ.e. 20 flöskum á mann! — Ég er auðvitað ekki að mæla því bót, að menn smygli en þetta er þó algjört skiteri miðað við það mál, sem sjónvarpið eins og aðrir hafa þagað sem fastast yfir. — Er ekkj mál að breyta fréttamat- inu?“ Bíóin líka fyrir börn íbú,- í Yrsufelli skrifar: „Hvemig er það með kvik- myndahúsin? Eru þau ekki líka ætluð börnum? Ég leit yfir bíó- auglýsingar dagblaðanna um jólin, og sjá: Voru ekki sömu gömlu myndirnar sýndar á þrjú-sýningum. sem sýndar hafa verið á næstum hverjum sunnudegi í mörg ár. og flestir eru orðnir hundleiðir á? Ég trúi ilia öðru en að hægt' sé að fá nýjar kvikmyndir við hæfi barna, og því vildi ég skora á bíóstjórana að fá inn í landið góðar teikni- og ævin- týramyndir til að sýna á sunnu- dögum fyrir börnin P.s.: 1 leiðinni vij ég þakk* SVR fyrir hina ágætu nýju hraðferð, leið nr. 13, upp f Breiö holtshverfið, sem er spor í rétta átt til bættrar þjónustu við fbúa í hverfinu.1* HRINGIÐ í SlMA 1-16-60 KL13-15 %_____

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.