Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1972, Blaðsíða 3
ZlSIR . Þriðjudagur 11. janúar 1972. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Haukur Helgason: Vestur-Pakistanir myrtu meira // en þrjár milljónir — segir Mujibur Rahman — hálf milljón fagnaði honum i Dacca — vill alþjóðlega rannsóknarnefnd Nærri hálf milljón fagn- aði leiðtoga Bangla Dess, Mujibur Rahman, þegar hann kom heim til Dacca í gær. Hann hvatti ti! þess, að alþjóðleg rannsóknar- nefnd rannsakaði ódæðis- verk, sem hermenn Vestur- Pakistans frömdu í land- inu. Rahman sagði, að þeir hefðu myrt meira en þrjár milljónir Bengala á tíu mán uðunr. Hinn 51 s árs gamli Rahman sagði, að bönd Vestur og Austur Pakistans væru rofin fyrir fulit og allt. „Vestur-Pakistan ber ábyrgð á morðum á miIJjónum landa minna,“ sagði hann. „Mæð ur og systur okkar hafa verið svívirtar. Óteljandi hús hafa ver ið brennd til ösku, og tíu milljón ir manna hraktar á landflótta Engu síður finn ég ekki til neins haturs til Vestur-Pakistana. Vestur-Pakistan er sjálfstætt, látum okkur vera þaö einnig". Mujibur Rahman var níu og hálfan mánuð í fangelsi í Vestur Pakistan. Hann sagöi, að Ali Bhutto, núverandi forseti í V- Pakistan, hefði beðið sig að varð veita einhver tengsj milli Pak- istans og fyrrverandi Austur Pakistans. „Bangla Dess hefur fengið sitt frelsi, og það mun um alla framtíð verða sjálfstætt ríki. Við Vestur-Pakistani get ég aðeins sagt þetta: Þið hafið frið, látið okkur í friði,“ sagði Mujibur Rahman, og hálf milljón manna fagnaði ákaft. Rahman skírskotaði til ann- arra þjóða og baö um aðstoð við landa sína, sem skorti mat og húsaskjól. Hann hvatti allar þjóð ir til að viðurkenna ríkiö Bangja Dess. Yaraf orsetinn hefur mestan kynþokkann Varaforseti Bandaríkjanna, | Spiro Agnew, hefur unnið ó- væntan sigur. Kvenfólk í landi hans hefur kveðið upp þann úr skurð, að hann hafi meiri kyn þokka „sex appeal" en aðrir karlmenn. Þetta er niðurstaða tveggja daga könnunar sem gerð var meðal áhorfenda fjölskylduþátt ar, er kona, dr. Joyce Brothers, hefur í sjónvarpi og nýtur mik illa vinsælda. Áhorfendur voru beðnir að nefna þann mann, sem bæri af um kynþokka. 9.215 svöruðu, og varaforsetinn vann'sigur á frægustu kvikmyndahetjum. Agnew fékk 15 prósent at- kvæðanna. Næstur var kvik- myndakappinn Paul Newman með 14 prósent. John Lindsay borgarstjóri í New York fékk 9% Burt Reynoldis 6%, Tom Jones og Dean Martin höfðu um 5%, .og Tom heldur meira en Dean. James Buckley öldungadeildar þingmaður fháldstfllokksins í New Yonk var roeð um 3%. og svipað höföu Ralph Nader og séra Jessie L Jackson, forvígis maður svertingja. Móse Dæjan hermálaráðherra ísraels var í tíunda sæti, jafn tónskálinu Bacharach. Á eftir þeim komu William Buckley, Dick Cavett, Ted Kennedy, Steve McQueen, Omar Sharif, Harry Reasoner og Frank Si natra. Doktor Joyce Brothers segir um ákvörðun kynsystra hennar: „Þetta sýnir, að árið 1972 verð ur karlmaðurinn að skara fram úr í því, sem hann tekur sér- fyrir hendur, fremur en að hafa fullkominn Iíkamsvöxt „herra Ameríku" ... Flestar konurnar telja gáfur, hæfnj og sjálfsöryggi vera hluta af kyn- þokkanum,‘‘ segir hún. Ef til vill má segja, að þessi skoðanakönnun sé ekki „vís- indalega" framkvæmd, þar sem aðeins áhugasömustu áhorfendur hafi svarað. Engu síður hlýtur hún áð hafa pólitískt gildi, og ef til vill stendur Agnew betur eftir. en margir höföu áður spáð því, að Nixon mundi ýta honum út af listanum í næstu kosning • um. iw Ekki af baki dottinn Hubert Humphrey, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hef ur líklega lært þá lexíu af Nixon að gefast ekki upp, þótt illa gangi um hríð. Humphrey ætlar að vera í framboði í prófkosn- ingum demókrataflokksins. Hann keppti við Nixon um forseta tign í seinustu kosningum, en eins og Nixon hafði verið vara- forseti Eisenhowers og síðan fallið fyrir Kennedy, ætlar Hump hrey nú að reyna að breyta tapi í sigur. Franski forsætisráðherrann Jacques Chaban Delmas og Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs hittust um helgina, og Bratteli var mjög bjartsýnn á samningana við EBE. — Nú er snurða hlaupin á þráðinn. Snurða hljóp á þráðinn Samningaviðræður Norðmanna I Norska sendinefndin hafnað; til- ir tímabilið eftir 31. desember óg 'Efnahagsbandalagsins gengu I lögum EBE í nótt, ráðherranefnd 1982, en fyrir þann tíma gilda und ekki jáfn aúðveldlega og fréttamenn j EBE félck fundarhlé tii að fjalla um anþágur fyrir veiðar innan tólf NTB 'héldu. Viðræðurnar voru f |stöðuna og væntanlega undirbúa mílna. morgún 'enn í siálfheldu í alla 'nýjar tillögur. riótt háru samningamenn fram til- | Norðmenn voru ekki sáttir við lögur og 'gagntillögur. Iþær tryggingar, sem EBE bauð fyr- Mannfall i Louisiana: • • TVEIR LOGR OG TV Hermenn frá bandaríska þjóð varðliðinu voru á verði á götum bæjarins Baton Rouge í Louisi annafylki í morgun, en þar féllu í gærkvöldi tveir lögreolubjónar og tveir almennir borgarar í götubardaga. Fylkisstjóri Louisianafylkis lýsti yfir neyðarástandi og skipaði 800 þjóðvaröliðum á vettvang. Borgar- stjóri Baton Rouge setti útgöngn- ! bann í nótt. i 'Óeiröir hófust, þegar u.n þús- i und svertingjar fóru köfugöngu í ; miðbænum. Mikiö lögregludð dreif að og skipaði kröfugcrgu- mönnum að verða á brott. Var þá grjóti og tómum flöskum kastað í lögregluþjóna, og þeir svöruðu með því að grípa til kylfa sinna. | Skyndilega glumdi við skot- ! hvellur, og skömmu síðar hófst mikil" skothríð. Kröfugöngumerm skutu af skammbyssum og hag'.a- byssum, og lögreglumenn af vél- byssum. Löreglan segir að skotið haíi verið 20 — 30 sinnum. Tveir hvítir áðstoöar-Iögreni- stjórar og tveir svartir kröfugöngu menn fél'lu, og að minnsta xosti 34 i særðust tveir þeirra alvarlega. 23 I kröfugöngumanna voru látnir iaus- j ir gegn tryggingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.