Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 1
jFengu bjarg inn á kaffiborðið 40-50 \ fengu bíleigendur skell í gær Milli fjörutíu og fimmtíu bíl- eigendur í Reykjavik Ientu í árekstrum í gær, og horfa fram á 7500 króna skaðann. Bílum fjölgaði á götunum í gær, þegar snjórinn fór að troðast, þótt sums staðar í úthverfum eins og t. d. 1 Árbæ, sé enn svo mikill Varnarliðs- viðræðunum frestað Utanríkisráðh. Einar Ágútsson hefur nú upplýst, að ákveðið hafi verið, að fresta viðræðum við banda rísk stjómvöld um vamarliðssamn inginn um óákveðinn tíma. Haft er eftir utanríkisráðherra, að eining hafi orðið innan ríkis- stjórnarinnar að fresta viöræðum, þar sem stjómvöid hafi nóg á sinni könnu með útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 50 mflur. — Bkki ligg ur fyrir, hvort viðræðum um endur skoðun varnarsamningsins verður frestað fram yfir 1. september n.k. þegar færa á út fiskveiðilögsöguna í 50 milur samkvæmt málefnasamn mgi stjórnarflokkanna. —VJ snjór á húslóðum, að eigendur ná ekki bílum slnum út. — En 21 á- rekstur varð í umferðinni í gær. Flestir þessara árekstra vom smávægilegir og slys urðu engin teljandi á fólki. Hins vegar varla svo smár árekstur, að af hans völdum á bifreiðunum slagi ekki hátt upp í kr. 7.500, sem er sá skaði, er bíleigendur bera sjálfir (frá því 12. jan.). Bara ein dæid í bretti, sem siðan þarf aö rétta og sprauta lakfci yfir aftur, gleypir þann kostnað. Sprautunin ein fer vart undir kr. 4000. Menn hafa velt mjög fyrir sér, hvernig þessi nýbreytni í trygging unum verði 1 framikvæmd og inn- heimtu, og er það í deiglunni um þessar mundir hjá tryggingafólög- unum. Eitt af því, sem menn hafa veit vöngum yfir er vegna skiptinga á tjónum milli ökuníanna, þar sem annar reynist vera ábyrgur að hluta til á árekstrinum. Samanlögð sjálfs ábyrgð beggja nemur kr. 15.000. — Ef tjón í einum árekstri nemur t. d. nákvæmlega þeirri upphæð, og annar ökumaðurinn á að bera 80% ábyrgö á tjóninu en hinn 20%, skiptist tjónið í þeim hlutföllum á rnilli þeirra. Sá fyrri mundi þá greiða kr. 11.250 (þar af kr. 7500 úr eigin vasa, en tryggingafélag hans afganginn) en hinn kr. 3750. — GP 62. árg. — Miðvikudagur 19. janúar 1972. — 15. tbl. Þeim varð heldur en ekki bylt við í seinna kaffinu í gær, smið unum fimm og verkamanninum, sem eru að reisa nýja dælustöð fyrir hitaveituna uppi við Vest- unoerg. Þeir voru í mestu mak indum að drekka kaffisopann sinn og maula á brauðinu sínu er grjóthnullungur á stærð við fótbolta kom fljúgandi inn um einn gluggann til þeirra, braut niður kaffiborðið og hafnaði með mik-ium dynk á gólfinu, þar sem fjalir gáfu eftir. Skaðabótakröfur 918 milli. — Erlendur Einarsson kvaddur til að gefa utan- réttarskýrslu vegna kröfu Mrs. Paul's Kitchen $ Skaðabótakröfurnar sem Mrs. Paul’s Kitchen, einn stærsti kaupandi blokkfisks á Bandaríkja- markaði, hefur gert á hendur Sambands ísl. samvinnufélaga og Ice- land Products í Harris- burg, Pensylvaniu, hafa nú aukizt í um 918 millj- ónir ísl. króna. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá krefst Mrs Paul’s Kitchen skaðabóta vegna j>ess, að fyrir tækið telur, að SÍS og Iceland Products hafi ekfci staðið viö samningana og telur fyrirtækið hafa orðið fyrir sfcaða, þegar það fékk ekki afgreiðslu á um 10 milijón pundum af blokkfiski. Mál þetta hefur verið stefnt fyrir tveimur dómstólum. — 1 fyrsta lagi fyrir héraðsdómstóli 1 Cumberland County, rétt utan við Harrisburg, þar sem verk- smiðjan er staðsett. Þar er að eins um venjulegt skaða'bótamál að ræða og nemur bótakrafan þar 1.856.000 Bandarifcjadala. — Hins vegar hefur verið höfðað mál fyrir alríkisdómstóli í Fíla delfíu, þar sem SÍS og Iceland Products er stefnt fyrir brot á hringamyndunarlögunum banda rísku, sem eru mjög ströng. — Skaðabótakröfurnar fyrir alrík-, isdómstólnum nema 2.860.000 en allar skaðabótakröfurnar, er snerta brot á hringamyndunar- löggjöfinni eru af sjálfu sér margfaldaðar með þremur, þann ig að heildarupphæðin fyrir báð um dómstólunum nemur um 918 milljónum króna. í raun 'er hér um fjórföldun á sama skaðabótamálinu að ræða. Frá því að Mrs Paul’s Kitchen lagði málið fyrir héraðs dómstólinn og þar til málið var lagt fyrir alrí'kisdómstólinn hafði þó fyrirtækið hætakað skaðabóta kröfu sina um rúma milljón dollara. Erlendur Einarsson, forstjóri SI’S og stjórnarformaður Ipeland Products mætti á fundi í Harr- isburg 10. desember að viðstödd um lögmönnum beggja aðila til að gefa þar svokallaða utanrétt arsfcýrslu, sem verður lögð fyrir báða dómstólana. — Þessi skýrsla er liður í nokkurs kon ar frumrannsókn málsins. Nú liggur fyrir að kanna, hvort dóm stólarnir hafi lögsögu yifir SlS, sem er erlent fyrirtæki í þessu máli. — Aufc Erlendar gáfu þeir Guðjón B. Ólaífsson, framkvstj. sjávarafurðardeildar SÍS og Othar Hansson, framkvstj. Ice- land Products skýrslu í málinu. Þeir höfðu dagana S. og 9. des- ember setið stjórnarfund Iceland Products. Eins og lesendum Vísis er kunnugt eru upphæðir í skaða bótamálum í Bandaríkjunum oft æöi glannalegar. Þó verður ekki unnt að líta svo á, að hér sé um neitt gamanmál að ræða, jafn- vel þó að SIS og Iceland Pro- ducts verði aðeins gert að greiða brot af allri kröfugerðinni. — VJ . • ; - 1 , . I * :: ’ : :V:ýC; \ ; 1 v.y „Þeir voru að sprengja héma um 150 metrum ofan við Vesturbergið, ræsagerðarmennirnir frá borginni," útskýrði Ingólfur Konráðsson, verkamaöurinn í hópnum er Vísir skoðaði verksummerki „Þeir hafa verið að sprengja hérna í Vestur- berginu síðan í haust og alltaf var að okkuf við,“ hélt hann áfram. „Núna fannst þeim þeir bara vera komnir nógu langt í burtu til að allt væri í stakasta lagi.“ „Maður hefði líka haldið, að svo hefði verið,“ sagði Ingólfur. „Þegar þeir voru að sprengja hérna rétt við gaflinn á skúrnum þyrlaðist vart upp svo mikið sem rykkorn. Þá höfðum við þrammað langar vega- lengdir í skjól. Núna, þegar svo verið er að sprengja þetta 150 til 200 metra í burtu frá okkur kemur þessi svakalega skæðadrífa yfir skúrinn.“ Ingólfur sýndi okkur hvar borð- ið úr kaffiskúmum lá útj í snjó skafli „Við fleygðum því bara út. Það er brotið heilmikið úr borðplöt unnj og borðið þrælfótbrotið," varð honum að orði, og hann hristi höfuðið. „En maður getur bara þakk að sínum sæla fyrir að það uröu þó ekki neinir aðrir fyrir hnjaski en þessi borðræfilI,“ bætti hann svo — ÞJM Hér er einn mannanna, Ingólfur Konráðsson, með steininn, og bað hann Ijósmyndarann að vera fljótur að taka myndina, því steinninn seig í, hann er 15 til 20 kíló. Ljósm. B.G. Enn herinm við drykkjunu Sú ógnvekjandi staðreynd blasir nú við, að á aðeins níu árum höfum við íslendingar hert drykkjuna um sem næst 40 prósent. Árið 1963 svolgr- uðum við í okkur 1,93 lítra hreins a'kóhóls á mann, en á síðasta ári voru það 2,70 lítr- ar á hvert mannsbarn í land- inu. Þessar tölur, ásamt öðr- um varðandi áfengis- og tóbaksnotkun okkar er að finna á bls. 9 í dag. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.