Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 5
V í S I R . Miðvikudagur 19. janúar 1972. 5 Það er ýmislegt að ske á þessari mynd, sem tekin var í leik Coventry og West Ham fyrr í vetur. Hinn litli knái, skozki lands- liðsmaður hjá Coventry Willie Carr, sem sést á miðri myndinni, hefur sent knöttinn í netið, án þess annar skozkur landsliðs- maður, Bobby Ferguson, markvörður hjá West Ham komi viö nokkrum vörnum. Spjallað og spáð um getraunir: meiri en á sama tíma a;-***>n 7»riiT|f>ft jfýo?1 tptwri hb rnrit, r,-s;,r >. i .. . í fyrra, en leikir erfiðir! Veltan hjá íslenzkum get raunum hefur veriö mun meiri fyrstu tvær vikurnar núna í janúar, en var á sama tíma í fyrra og það sýnir, að getratinirnar verða stöðugt Vinsælli. Leikimir hafa verið anzi erfiðir og því hefur engum tekizt að ná meira en tíu réttum, það sem af er þessu ári. Og varla verður næsti seðill léttari, en það eru leikir nk. laugardag 22. janúar og nú er það deilda keppnin. Þetta eru snúningsleikir frá því 16. og 17. ágúst og áður en lengra er haldið skulum við rifja upp úr- slitin í leikjunum þá: • Huddersfield—-Arsenal 0—1 Ipswich—Coventry 3—1 Liverpool—Wolves 3—2 Sheff Utd.—Leeds 3—0 Southampton—Stoke . 3—1 Chelsea—Manch Utd, 2—3 Derby—West Ham 2—0 Leicester—Nottm. For. 2—1 Manch City—C Palace 4—0 Tottenham—Newcastle 0—0 W.B.A.—Everton 2—0 Þetta var önnur umferð keppn- innar og mjög kom á óvart stór- sigur Sheff Utd. gegn Leeds, og sigur Manch. Utd. gegn Chelsea, nú. þrátt fyrir hinn erfiöa leik gegn því George Best var rekinn út af í þeim leik og leikmenn United voru 10. Og þá skulum við fita nánar á einstaka leiki: Arsenal—Huddersfield 1 Bæði liðin komust í 4. umferð bikarkeppninnar strax sl. laugardag og hafa því ekk; þurft að leika nú í vikunni. Arsenal er orðið traust lið á ný og ættj að vinna Hudders- field eins og á síðasta keppnistíma bili á Highbury. Heimasigur. Coventry—Ipswich 1 Coventry vann Ipswich örugg- lega heima á síðasta keppnistima- bili og allar fikur eru á að sömu úrslit verði nú — þrátt fyrir jafn- teflj Ipswich í Leeds fyrir hálfum mánuði tæpum Coventry hefur að eins tapað einum leik heima á þessu keppnistímabili, en það er kannski rétt að hafa bakvið eyrað, að liöið hefur gert jafnteflj í helm- ing leikjanna eða sex. En við reiknum samt með heimasigri. C. Palacé—Manch. City X Bæði liðin hafa verið slegin út í bikarkennninni og geta þvi einbeitt sér að deildinni — City í keppni um efsta sætið en Palace að veriast fall Auðvitað voru vonbrigð; leik- manna þessara liða mikil í gær- kvöldi —- en þeir verða búnir að iafna sig á laugardag og Hklegast há. að beir skiptj með sér stigum. Jafntefli. Everton—W.B.A. 1 Jafntefli var hjá liðunum á Goodison Park í Liverpool 3—3 en ég hef meirj trú á sigri Everton Palace í gærkvöld. Everton hefur unnið 7. leiki á heimavelli, gert 3 jafntefli og tapaö 3, en WBA hefur unnið 3 leikj á útivelli, gert 4 jafn- tefli og tapað sjö. Heimasigur. Leeds—Sheff Utd. X Þetta er erfiður leikur nágranna- liða í Yorkshire. Þau mættust ekki á síðasta keppnistímabili því Shéff. Utd var þá í 2. deild. Og í leiknum í ágúst vann Sheffield stórsigur. Leeds hefur unnið 9 leiki heima nú, gert 4 jafntefli, en eng- um tapað og sl. laugardag vantaði þrjá af lykilmönnum í liðinu, svo ég hallast helzt að jafntefli en reyndar getur allt skeð í leiknum. Jafntefli Manch. Utd.—Chelsea X Og þá er þessi leikur ekki síður erfiður, þar sem Manch. Utd-; hefur gengið illa að undanförnu og á erf- iðan bikarleik f kvöid. Á síðasta keppnistimabiij vann Manch Utd. i Chelsea á Old Trafford en þess ber að geta að Chelsea hefur oft náð þar góðum árangri. Jafntefli Newastle—Tottenham 1 Newcastle er yfirleitt erfitt lið á heimavelli og ég hef einhvern veginn meiri trú á sigri liðsins gegn Tottenham nú, þó kannski sé ekki mikil sannfæring bak við það. En árangur Tottenham á úti- velli í vetur hefur verið slakur og þvf er spáin heimasigur. Nottm Forest—Leicester X Tvö miðlandalið og þar sem Leicester stendur í ströngu í bik- arnum gegn Úlfunum í kvöld hef ég ekkj trú á að liðiö nái meira en stigi í Nottingham á laugardag. Þau léku ekki saman á síðasta keppnistímabili . þar sem Leicester var þá í 2. deild. Jafntefii. Stoke—Southampton 1 Og þarna spilar bikarinn enn inn I Southampton leikur í Manchester u j 48 norskir j • • : til Sapporo: • • — • Norðmenn hafa nú endanlegaj #valið keppendur sína á Vetrar- • Jóiympíuleikana í Sapporo í* •Japan í næsta mánuði. AllsJ #3enda þeir 48 keppendur á leik- • Jana J • I gær völdu þeir keppendurj Jsína T stökkkeppnina og urðu« Jþeir Björn Wirkola. sem erj •kunnastj stökkmaður heims og* Jiafnframt Noregsmeistarj í* •knattspyrnu Ingoif Mörk ogj #Friðþjófur Prydz fyrir valinu.» JMörk sigraði f stökkkeppni J •skíðavikunnar í Austur-Þýzka J Jlandi fyrr í vetur, þar sem sam-» Jankomnir voru nær allir beztuj •skíðastökkmenn heims. • í kvöld og ég hef enga trú á að liðið nái stigj f Stoke á laugardag. Heimasigur. West Ham—Derby 1 Bæði komust í gegnum bikar- hindrunina á laugardag og West Ham hefur náð athyglisverðum ár- angri að undanfömu, ekkí sfzt á leikvell; sínum Upton Park í Lund- únum. Spáin er þvf heimasigur, þrátt fyrir góða stööu Derby í deildinní, en Mðið hefur verið heíd- ur slakt á útivellj Wolves—Liverpool 2 . Þetta cr erfiður leikur. Þeir Dougan og Bailey eru meiddir hjá Úlfunum, auk þess, sem liðið á erf- iðan leik gegn Leicester í kvöW. Liverpool Iiðið hefur engar áhyggj- ur við að stríða og þess vegna er spáin útisigur í þessum leik. Í Blackpool—Bristol City 1 Blaokpool er dæmigert heÆmalið í vetur, fær nær öll stig sín á heimavelli og ætti ekkj að verða , í erfiðleikum með Brlstol City, sem | er heldur slakt lið á útivelii. Liðin I léku ekki saman á síðasta keppnis- ■ tímabili Því Blakpool var þá í fyrstu deild Heimasigun — hsím. Og þarna er hann George mætti á vfyrstu æfingunni verið settur úr liðinu gegn Best merktur nr. 33, þegar hann hjá Manch. Utd. eftir að hafa Úlfunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.