Vísir - 19.01.1972, Side 16

Vísir - 19.01.1972, Side 16
ISIR Mlðvikudagur 19. fanúar 1972. --------—?----------- Sumarbústaða landið var persónuleg eign Sá misskilningur slæddist inn I frétt blaðsins, að Norðurbakkj h.f. hefði/kéypt land undir sumarbú- staði af Félagj framreiðslumanna. í>að er ekki rétt. Hins vegar keypti Nórðurbakkj landið í tvennu lagi af éinum framámanni félagsins, en landspildumar voru persónuleg eigri hans. Annars vegar keypti Norðurbakki 28.160 fermetra undir 12 sumarbústaði og hins vegar 16,012 fermétra undir 8 bústaði af þéssum framámanni Félags framreiðslumanna. FJOIDINORDMANNA SiS FUÚCANDI FURDUHL UTI — „Þotuflugsveit", segir flugmadur sem sá lýsandi hluti — „Sinnuleysi", segir i skeyti NTB um hátt stjórnvalda i málinu Norðmenn urðu á ný- ársdagsmorgni varir við stærri hóp „fljúgandi furðuhluta“ en um getur í sögunni, síðan menn fóru að hrista höfuðið yfir fljúgandi diskum upp úr 1947. Um 90 manns hringdu og 8— 10 manns sendu skrifaðar skýrslur til norskra stjórnvalda. Þetta fólk var fullvisst um að hafa séð ókennilega hluti í lofti. Fólkj ber furðu vel saman I frásögnum af þessu. Margir lýsa hlutunum þannig, að þeir hafi verið sex til átta talsins og „flogið'* á jafnri braut. Stjómvöld vilja gera lítið úr þessu, og segja, að þarna hljóti að hafa verið óvenjulegir loft- steinar f hrap; eða gervirnettir. En engin skýring hefur fengizt. Flugmaðurinn Gunnar Skauge, sem sá 6—8 lýsandi hluti á flugj yfir stórum hlutum Suður-Nor egs, Danmerkur og Suður- Svíþjóð segir, „Þetta var þotu- flugsveit, sem fiaug í stefnunni frá norðvestrj til suðausturs. Þaö er bull, aö þetta hafi verið gervihnöttur eða loftsteinar." Norsk stjórnvöld litu í fyrstu & málið sem hernaðarlegt vanda mál, en nú er úr því skorið, segja þau að engar erlendar flugvélar brutu lofthelgi Noregs nýársdagsmorgun. Stjórnvöld vilja ekkert frekar gera, en afstaða þeirra hefur valdið mótmælum margra. Ame Böroke gagnrýnir stjórn völd fyrir sinnuleysi í frétta- skeyti, sem NTB sendi í gær f löngu máli. Hann segir, að stjórnvöld stingi höfðinu í sand- inn og láti svo, sem ekkert merkilegt hafj gerzt Vandamál alheims verði ekki leyst með þeirri afstöðu að yppta öxlum. — HH Ný tegund gervitanna — kynnt hér af Lichten- steinsmönnum Tannlæknar og tannsmiðir hafa setzt á skólabekk og kenn ararnir koma frá smáríkinu Lichtenstein, sem er ennþá minna bæði að flatarmáli og íbúafjölda en okkar land. 1 Lichtenstein teljast 21 þúsund íbúar. Sérfræðingarnir, sem kenna íslenzkum tannlæknum og tann smiðum eru starfandi hjá einu stærsta fyrirtæki sinnar tegund ar í heiminum — fyrirtækjasam steypunni Vivadent og Ivoclar, sem verzlar með ajlskyns tann- smíðaefni og hefur útibú víða um lönd. Munu þeir kynna og kenna nýja aðferð til að gera gervitennur. — SB Veðurfeppta sáttatillagan: „Áfangi, en ekki fullur sigur" Samningamenn Verzlunar- mannafélags Skagafjarðar kom- ust heilu og höldnu heim í gær eftir að hafa verið veðurtepptir í Reykjavik með sáttatillögu frá sáttasemjara. I gærkvöldi var svo haldinn fjölmennur fundur verzlunarfólks á Sauðárkróki og samþykkti það miðlunartillög- una, og hóf störf í morgun. „Þetta er áfangj en ekki fullur sigur", sagði Ingimar Bogason, sem á sæti í stjóm Verzlunarmannafé- lagsins, í viðtali við Vísi í morgun. „Tillagan var samþykkt en hún er á þá leið, að frá 1. janúar til 30, júní er verzlunum lokaö alla laug- ardaga en frá 1. júlí til áramóta er leyfð afgreiðsla á laugardögum í skiptum fyrir tvo heila frídaga í mánuði. Einnig er það tekið fram í samningnum, að með samningi við verzlunarstjóra eða verkstjóra getur afgreiðslufólk fengið að draga þennan tíma saman og feng ið tólf frídaga, sem bættust t d. við sumarfrT. Það má segja að með þessum samningum mætust vtð á miðri leiö“. . SB TYGJA SIG í L0DNUNA 91 Loðnan er komin í seilingu. Útgerðarmenn og skipstjórar eru að tygja sig á loðnuna, og bíða nú aðeins eftir að gefi, því vitlaust veður hefur verið á miðunum undanfarið. „Halkion er að koma úr söluferð frá Þýzkalandi og Árni í Görðum kom í gær“, sagði Guðlaugur Stef- ánsson í Vestmannaeyjum er Visir spjallaði við hann í morgun, „við erum að verða tilbúnir á loðnuna og förum út í næstu vifcu, ef veðr ið skánar". Loðnan er um mánuði fyrr á ferð inni en oft undanfarið og vildi Guð laugur engu spá um magn, „það hafa reyndar komið loðnuleysisár sem við í Eyjum köllum svo", sagði Guðlaugur, „en þau eru ekkj mörg — hún hefur þá ekki komið hingað suður eftir en haldið t-ig fyrir aust an. Og ef hún kemur ekki hingað Enn lafir nesið — Spákonan Dixon sögð hafa spáð eyðingu á Reykjanesi vegna jarðskjálfta, sem ekki kom ■ Reykjanesið lafir enn við landið, en svo sem kunnugt er a. m. k. þar suður frá, þá spáði sú fræga bandarfska spákona, Jean Dixon því eftir áramótin, að nesið myndi fjúka veg allrar veraldar í jarðskjálfta. Sá mikli jarðskjálfti átti að dynja yfir í gær — og virðist sem Dixon hafi eitthvað hrakað i faginu, þvi nesið blívur, að þvl er virðist. „Hún spáði víst að stórt nes myndi fjúka af eyju í Norður- Atlantshafi og á því nesi væru nokkur þúsund bandarískir her- menn Það var vitanlega hér“, sögðu lögreglumenn á Keflavíkur- flugvellj, sem Vísir spjallaði við I morgun. „Nej — maður varð ekkj var viö hræðslu hjá fólkj vegna spádóms- ins“, sagði Keflavíkurlögreglan, „það var helzt að krakkar hér og Kanar á vellinum hefðu svolitlar áhyggjur" Og sýnist mönnum að nú verði Dixon að athuga stjörnu- ganginn betur, ef hún hrapar ekki stórum í áliti. — GG i núna, þá sækjum við hana vitan- lega, þetta eru svo stórir bátar". „Við erum búnir að setja loðnu nótina um borð í Gísla Árna, bíðum bara eftir veðrinu", sagði Bggert Gíslason, skipstjóri, „við vorum að koma úr Norðursjónum og veðrið hefur veriö alveg snarvitlaust". — Verður ekki komin blíða í næstu viku — spurðum viö Guðlaug Stefánsson 1 Eyjum. „Blíða? — Hlustaðirðu á spána í morgun kall minn?" - Nei. „Hann spáir vestan stormi og hávaða — jú, auðvitað verður kom in blíða f næstu viku". . Árnj Friöriksson sem nú leitar uppi loðnuna hefur orðið var við talsverða loðnu sem vel er veiðan- leg. Er loðnan mikið á feröinnj og sennilega hinkra menn aðeins við, blða eftir aö hún komi lengra vest ur með landi — og að Iægi í sjó, því þótt öll loðna í hqiminum væri samankomin við Suður- eða Aust urland þá er hún ekki veiðanleg i núna sökum fárviöris. — GG „Hugrakkir" bílstjórar á \ smábílum i vandræðum „Þégar maður segir fólkj að það dugi ekkj að fara á nagladekkjum eða snjódékkjum, það þurfi keðjur til er eins og það trúi manni ekki — og það heldur af stað" segir Adolf Petersen hjá Vegamálaskrif- stofunni I gær stöðvuðust nokkrir þéssara hugrökku bilstjóra á sumar dókkjunum í Hvalfirðinum og Vega gerðin sendi tvo hefla til að greiða fyrir umferðartöfinn; í Hvalfirðin- um. • Um miðjan daginn skreiö vöru- bíll ti] á veginum hjá Múla, skammt frá Brynjudalsá, og var ekki að sökum að spyrja, að nokkrir smábflar, sem komu í kjölfar hans stöðvuðust. „Svo komu litlu bll- arnir á sumardekkjunum og ætluðu sér mikið", segir Adolf. í þetta sinn tókst býsna vel að greiða fyrir umferðarflækjunni í Hvalfirðinum og vegfarendur virð- ast einnig hafa farið eftir viðvörun Végamálaskrifstofunnar í sjónvarp inu f gærkvöldi, þar sem fólk var varað við þvf að leggja út fyrir bæinn fyrir nóttina. — SB Það er fjarri því að knattspymuíþróttin liggi í dái að vetrarlagi. Þessi systkini, Ara og'EIísu, liittum við í Hljómskálagarðinum. Þau vom á heimleið úr skóla, Elísa með fótboltann undir handleggnum. Snjórinn laðar og lokkar, og líklega hafa þau komið í seinna lagi heim, það var margt að skoða í snjónum, og öðm hverju þurfti aö „kitla“ boltann svolítið með tánni. Ljósm. BB.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.