Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 8
V 1 S I R . MiSvikudagur 19. janúar 1972. Utgetancu Reykjaprent hf. /ramkvæmdastjóri • Sveinn R. Eyjólfsson R^tstjóri Jónas Kristjánsson Fréti ast jóri: Jón Birgir''Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar ■ Hverfisgbtu 32. Slmar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn Síðumúla 14. Símá 11660 (5 h'nur) Áskriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15,00 eintakið. Prentsmiðja Visis — Edda hf. Lögmál íbúðaskortsins JJyggingariðnaðurinn er eina stóra iðngreinin, sem ekki hefur átt sína iðnbyltingu. Hann er enn að mestu handverk í gömlum stfl, þótt ýmis tæki og vélar hafi verið tckin til aðstoðar. Það er sama sagan um allan heim, að ekki hefur tekizt að ná fram hagkvæmni nú- tíma iðnaðar í smíði húsa. Tilraunir í þá átt hafa mis- tekizt eða valdið vonbrigðum. Tækniþróunin hefur gert vörur ódýrar, sem áður voru dýrar. Velmegun fólks stafar ekki aðeins af aukn um fjárráðum, heldur einnig af ódýrari vörum. Laun starfsmanna í bflaiðnaði hafa hækkað jafnt og þétt, ekki í minna mæli en laun kaupenda bílanna. Það, sem hefur samt gert bílinn að ódýrri almenningseign, er fyrst og fremst nútíma tækni í framleiðslu hans. Færri hendur vinna meira starf. Þannig hefur þróunin orðið í öllum stórum iðngrein- um nema byggingariðnaði. Þar hækka launin eins og annars staðar í þjóðfélaginu, en án tilsvarandi aukn- ingar á hagræðingu og vinnusparandi tækni. Og þetta er ekki iðnaðinum sjálfum að kenna, því áð hér virð- ist vera um alþjóðlegt lögmál að ræða. Af þessu stafa hin feikilegu húsnæðisvandræði í þróuðum löndum. Launakostnaðurinn í handverkinu við húsbyggingar er einfaldlega of hár til þess, að byggðar séu nógu margar íbúðir. í flestum nálægum löndum er ástandið mun verra en hér, enda er þar mest um leiguíbúðir, en hér búa menn yfirleitt í eigin íbúðum, sem margir hverjir hafa unnið sjálfir við að meira eða minna leyti. Minni húsnæðisvandræði hér á landi stafa beinlínis af því, að fólk hefur með öllum tiltækum ráðum verið hvatt til að byggja eða kaupa yfir sig. \’c.Cbólgan hefur gert það að hagkvæmri fjárfestingu. Skatta- reglur 1 :af ~ ' ’ >ð að íbÁrSpkaupum. Lóð;r hafa fenv- izt ódýrt. Einstak- -'vn hefur vcriC gcrt auðvcll uá vinna sjálfir að framkvæmúum. Og sett hafa verið upp viðamikil lánakerfi til húsbygginga, sem allir geta notfært sér, þótt úrlausn hvers og eins sé ekki eins mikil og víða erlendis. Óskynsamlegt er að rýra þau atriði, sem hvetja fólk til húsbygginga eða húsakaupa. Óskynsamlegt er að hækka verulega fasteignaskatta á sjálfseignaríbúð- um. Óskynsamlegt er að breyta skattareglum í óhag því fólki, sem býr í eigin íbúðum. Og ennfremur er óskynsamlegt að tala um að leigustefna geti komið í stað sjálfseignarstefnu á íbúðum, — að fólk leggi of hart að sér við að koma þaki yfir höfuðið. Breyttar skattareglur og ný leigustefna munu fyrr eða síðar hefna sín á þjóðfélaginu. Húsbyggingar verða áfram óhjákvæmilega svo geipidýrar, að áfram verður nauðsynlegt að hvetja til þeirra með öllum til- tækum ráðum til að hindra samdrátt í framkvæmdum og aukinn húsnæðisskort. TedJCennedy á hjólaskautum og segir: „Skeytið ekki um mig. Ég er ekki með í kapphlaup Madurinn, sem keppir við Nixon Millistéttin kýs Muskie En honum gengur illa oð fá fylgi verkalýbs- foringja, æskufólks og svertingja Það er handagangur í öskjunni í bandaríska demókrataflokknum um þessar mundir. Prófkosn ingar fara að hefjast í ýmsum fylkjum, og greinilega mun slíkur fjöldi manna gefa kost á sér til framboðs í forseta ,1'Vij h • ■ > filjll (J/ibv kosningum, að varla verður tölu á komið. — Frambjóðendur eru af öllum gerðum, allt frá hinni vinstri sinnuðu svertingjakonu Shirley Chisholm til hins aftur- haldssama George Wal- Iace, sem reyndar var í framboði fyrir sinn sér- staka „fIokk“ í seinustu forsetakosningum. Öldungadeildarþingmaðurinn Edmund Muskie hefur hvergi nærri tryggt sér framboðið þótt niðurstöður skoðanakönnunar, sem voru birlT-r f rr!ípr> sýn; ag ,'r'— 'iriuniklð fylgi og iC:.oa forsetf með þjóðinni. Þessj niðurstaða mun þó í sjálf.u sér styrkja stöðu Múskies. Demókratar leita logandi ljósi að „leiðtoga" sem þeir gætu sameinazt um. Fylgi Muskies er mest i röð- um millistéttarfólks Honum hefur gengið illa að fá stuðning hinna voldugu verkalýðssrm+. Þau munu fremur styðja Hub- ert Humphrey, Svertingjar oe æskufólk hefur meiri áhuga á mönnum eins og Ted Kennedy eða John Lindsay, borgarstjóra í New York. Muskie hefur verið farsæli stjórnmálamaður, en hann vekur ekki eldmóð í brjóst um kjósenda Hefur verið á spretti árum saman. Muskie greidd; f fyrri viku um þrjár milljónir króna fyrir tíu mínútur í sjónvarpi, þar sem hann fýstj í fyrsta sinn yfir op- inberlega, að hann gasfi kost á sér. Reyndar hefur maðurinn verið á spretti f nokkur ár að undirbúa framboðið. í framhaldi af yfirlýsingu Muskies lýsti Hubert Humphrey yfir sama á- huga. Humphrey var í sárum eftir ósigurinn gegn Nixon árið 1968. og töldu þá fáir. að hann gerði aðra tilraun. En flestir gleymdu því, þegar þetta var á döfinni, að Hurophrey tapaði fyrir Nixon með aðeins örlitlum mun, og var Humphrey þó með aliar syndir Jphnsons forseta í Víet- nam á bakinu Humphrey „Ctur vissulega miklu .betur út“ nú, þegar hann getur komið fram eins og hann vill án þess að þurfa að taka tillit tii stjómar- stefnu sem ástæða er til að ætla. að hann haf j verið andvíg- ur í aðaiatriðum. eins og var í forsetatíð Johnsons. —;----------------c— Umsjön: Haukor Helgason Verkalýðsforingjar hafa stutt Humphrey Auk þess hefur Humphrey stuðning verkalýðsforingja, en það er mikill akkur, til dæmis í sambandj við smölun og fjár- stuðning. Hann stendur einnig traustum grunni meðal ýmissa foringja demókrata á smærri stöðum. Þess ber að gæta, að prófkosningar eru ekki í öilum fylkjum, og Humphrey á traust lið meðal félagsformanna á víð og dreif Spumingarmerkið er enn sem fyrr Edward Kennedy. Hann er yfirlýstur „ekki-frambjóðandi“. en það kemur ekki fram í at- höfrium hans. Kennedy lætur ekk-rt tækifæri ónotað tij að mæta á fundum og láta ljós sitt skína. Hann gengur alltaf feti lengra en aðrir demókrata- foringjar f gagnrýnj á stefnu Nixons, seinast í gær En margt veldur því, að ætla má, að sú ákvörðun vær; rétt, ef hann ætlar i lengstu lög að komast hjá því að bjóða sig fram. Ætkði að myrða Ted Kennedy. Það er i fyrsta lagi, að Ted Kennedy er með Chappaquidd- ick-slysið á herðunum. Hið sviplega slys. þegar stúlkan Mary Jo Kopecfane beið bana og glapræði Kennedys virðist hafa verið um að kenna, verður rifjað upp hvarvetna, ef Kennedy yrði l framboði. Auk þess er hættan á. að hann yrði myrtur ekkj eins fjarrj og ætla mætti. Fyrir skömmu var roaður gripinn með byssu á fundi, þar sem Kennedy talaði. Það freistar áreiðanlega margra sjúkra huga, að myrða „seinasta Kennedyinn" Kennedy mundi vafalítið hagn ast á að bíða og láta ýmislegt falla f gleymsku f tímans rás. Hann er ungur að árum. Senni- legra er, að Nixon verðj endur kjörinn. Það stafar af tregðu bandarfskra kjósenda til að skipta um forseta. Þeir virðast í lengstu lög halda í þann gamla og segja, að þeir viti, hverju þeir sieppa en ekki. hvað þdr hreppa. Wallace er aðeins að kanna fylgið. Margs konar vandræðí Nht- oms á alþjóðavettvangi breyta litlu um afstöðu kjósenda, nema Víetnam Nixon hef- ur dregið úr herliði þar og mun væntanlega halda þvi á- fram samkvæmt yfirlýsingum hans seinustu daga. Efnahags- mál munu væntanlega heldur hressast næsta árið. George Wallace er vís til að fá töluvert fylgi f prófkosning- um demókrata í Suðurrikjun- um Hann gætj jafnvel unnið sumar þeirra. En frambjóðandi demókrata verður hann ekki, enda á hann ekki heima I flokkn um eins og hann er gerður. Wallace ætlar aðeins að sýna styrk sinn f prófkosningum til að bæta hag sinn, þegar hann fer fram fyrir sinn eigin flokk. Af aragrúa annarra frarobjóð- enda í prófkosningum demð krata má nefna John Lindsay borgarstjóra, sem hefur roun minna fylgi en áður nefndir, samkvæmt skoðanakönnimum. George McGovem og McCarthy eru á vinstrj arminum f alþjóða- málum. Shirley Chisholm svert- ingjakona sem situr á þingi fyrir kjördæmj f New York, get- ur fengið eitthvert fylgi svert- ingja og „rauðsokka". Um allar trissur eru borgarstjórar og smærrj laxar í framboði f próf- kosningum, eins og mý á mykjuskán. Prófkosningar munu taka sinn tíma og verða spennandi fréttaefni. Þar getur margt Kom- ið á óvart.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.