Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 9
VlSlK ■ ITII0T1— iVnoviRuaagur x9. janúar 1972. Aukning áfengis- neyzlu ógnvekjandi 2.70 l'itrar hreins vinanda á hvern landsmann á siðasfa ári Stöðugt herðum við ís- lendingar víndrykkjuna. Frá því á árinu 1963 hef ur neyzla hreins vínanda aukizt úr sem svarar 1,93 lítrum á hvern lands mann í 2,70 litra á hvern landsmann. Ótrúlegt en satt. Verðhækkanir þær sem orðið hafa á áfengi hvað eftir annað hafa sem sé ekk; megnað að draga úr áfengisneyzlunni. — Kannski honum haf; verið nokk ur alvara manngarminum sem eftir eina hækkunina hafðj orð á því ' að áfengið væri orðið svo dýrt, að hann ætt; varla lengur peninga aflögu til mjólkurkaupa. Þess ber að gæta, að síðan á árinu 1963 hafa tvær áfengisút- sðlur verið opnaðar utan Reykja víkur, önnur í KeflavTk. en hin í Vestmannaeyjum En eigum við aö vera aö kenna fbúunum þar um alla aukninguna? Litum nú á hvemig aukningin hefur átt sér stað ár frá ári: 1963: 1964: 1965: 1966: 1967: 1968: 1969: 1970: 1971: 1,93 1. 1,97 1. 2,07 1. 2,32 1. 2,38 1 2,11 1 2,17 1. 2,50 I. 2,70 1. Ógnvekjandi listi, ekkj satt? Sérstaka athygli vekur sú mikla sveifla, sem átti sér stað upp og niður á tímabilinu frá 1967 til ’69. Hvað það var sem henni oli; er jafnerfitt að gera sér grein fyrir og því, hver á- stæðan er fyrir svo mörgu öðru, sem lýtur að áfengisneyzlunni. Svo einkennileg tilviljun, sem það nú var, vildi svo til að ein- mitt þá er dregið hafði úr á- fengisneyzlunni fóru af stað samtök sem tóku sér heitið Áfengismálaféiag • fslands "''•ðg sögðu áfengisbölinu str’íð á hend ur. Ekkj beinlínis áfenginu sem slíku, heldur alkóhólismanum, ofdrykkjunni Áfengismálafélagið hafði ver- ið þrjú ár i undirbúningi og er félagið var formlega stofnað í ársbyrjun 1969 voru félagar þess 800 talsins Á fundi, sem undirbúnings- nefnd félagsins hélt með blaða mönnum skömmu fyrir stofnun ina kom m.a. fram, að um 80 þúsund íslendingar neyttu á- fengis meira eöa minna. Vakti nefndin athygli á þvi, að með likindareikningi maétti ætla, að einn & hverjuiu,-,43T, sem áfengis neyttu missti stjórn á neyzluvenjum sínum og gæti þannig orðið alkóhólisman- um að bráð. En allt kom fyrir ekki. Lands- menn virtust aðeins forherðast við að vera gerðar þessar stað- reyndir ljósar. Og það sama var að segja um undirtektirnar, sem tryggingafélögin fengu er þau vörpuðu fram þeirri ógnvekjandi staöreynd að þrek alkóhólist- anna bilaði fyrr en ella mundi Dregur úr tóbaksnotkun — Vindlareykingar einar aukasf — og aukast stórum Tóbaksauglýsingabannið marg umrædda keniur til sögunnar ein mitt nú er heldur hefur dregið úr tóbaksneyzlu okkar íslend inga. (Sagan um Áfengismála- félagið endurtekur sig). Vindlareykingamenn einir juku tóbaksbrúk sitt á siðasta ári frá því sem var árið áður, aðrir tóbaksbrúkendur drógu meira og minna í land. Á meðan vindlareykingamenn svældu í sig nær tveim milljón um fleiri vindla á árinu 1971 en áriö áður, tróðu neftóbaks neytendur tveim og hálfu tonni mittna af neftóbaki í nasir sér. Neyzla þeirra varð á síðasta ári 25,4 tonn neftóbaks, en vindlam ir, sem reyktir voru uröu sam- tals 13 milljónir 345 þúsund tals Þeir spöruðu saman kvart milljón í tóbaksbi ndindinu Tjeir voru sjö að tölu, vélsmið irnir í vélsmiðju Ólafs Ol- sens í ytri-NjarÖvík, sem stofn uðu með sér sarntök f nóvem ber 1970 og hétu því, að hætta að reykja „Sígarettu- peningana“ lögðu þeir svo inn á =ameiginlega bók og var hún gerð upp ári síöar og hafði eng inn þeirra sprungið enn á limm inu. Bankainnistæðan reyndist vera rúm kvart milljón króna og átti þá sá er mest haföi lagt inn iiðlega 55 þúsund krónur, en vextirnir sem honum reiknuðust voru um 3000 krónur. „Ég vil ekki segja, að tilraun okkar hafj endilega runnið út í sandinn,“ sagði einn sjömenn- inganna í viðtali við Vlsi í gær, „en fjórir eða fimm okkar eru þegar famir að reykja að nýju. Að minnsta kosti tveir okkar standast þó mátið ennþá, og ég ætla ekki aö reyna að lýsa því hve miklu hressari þeir eru en reykingamennimir hér í vélsmiöj unni. Þeir hafa fundið á sér geysilegan mun eftir að þeir hættu að reykja og mæta nú manna sprækastir til vinnu á morgnana." — ÞJM ins. Árið 1970 voru þeir 11.372. 000 og árið 1969 voru þeir 9.817.000. — Hraðskreið aukn ing. Á árinu 1971 reyktum við svo B86 þús. sígarettum færra en árið 1970. Samtals voru nú reyktar einar 253.134.000 sígarettur. Það mundi þýða, að hver ein- asti Islendingur hafi reykt um 1200 sígarettur yfir árið. Ekki getum við gert ráð fyrir, að sá samdráttur, sem átt hefur sér stað í sígarettureykingum stafi af auknum vinsældum píp unnar. Söluskýrslur ÁTVR skýra nefnilega frá því, að á síðasta ári hafi selzt rúmlega 16 þús- und kílóum minna af píputóbaki en árið áður. Þá hafi selzt 82.416 kíló, en nú aðeins 66.133 kiló. Þó höfðum viö eykt liölega 10 þúsund kíióum minna af píputóbaki árið 1970 en áfið 1969. Við höfðum líka sett 858 kg minna af neftóbaki í amdlit okk ar 1970 en árið áður. Um aukna slgarettusölu var hins veg ar að ræða árið 1970, frá því sem var árið áður. Lífsvonin Samkvæmt skýrslum ameríska krabbameinsfélagsins, getur 25 ára gamall maður vænzt þess að veröa 74 ára, — ef hann reykir ekki. Geri hann það, fer lífsvon hans eins og hér segir: verða, og þeir lifðu 12 árum skemur en þeir mundu gera heilbrigðir. Áfengisneyzla lands manna tók bara aö vaxa að nýju. og á árinu 1970 hafði sveiflan niður á við verið meira en unn- in upp — Og að því er nýj- ustu fréttir herma er vínsmygl langt frá því að vera horfið úr sögunnj Og nú er vodka í hávegum haft ... Vart verður með sann, sagt, að hin aukna áfengisneyzla hafd farið fram þegjandi og hljóða- 'Iaust Af lögreglufréttum má að minnsta kosti draga þá á- lyktun að Bakkus yaldj stöðugt méiri vandræðum. ölvun við akstur er sögð vera að aukast hröðum skrefum, innbrotum og öðrum ótuktaskap drukkinna fjölgar og fangageymslurnar nýt ast æ betur. Þetta kann allt saman að eiga sér aðrar skýringar en aukna áfengisneyzlu, það má eflaust þjarka endalaust um. Engum blandast þó hugur um það, að stöðugt meira ber á ölvuðum börnum og unglingum. Hvernig venja menn sig af reyk- ingum? Þaö er erfiðleikum bundið að hætta aö reykja, ekki sízt ef reykingarnar eru orönar ára- löng venja. Erfiðast gengur þó þeim, sem reykja mikið af síga rettum og þá ekki sízt konur, er reykja niður í lungun, en ein- mitt sú nautn hefur mesta hættu í för með sér. í ágætum bæfclingi próf. Nlels ar heitins Dungals, sem var skeleggur baráttumaður gegn reykingum, er ráðlagt að reyna ekki að hætta smám sam an. Menn verða aö hætta alveg, það er hægara og áhrifaríkara, segir prófessorinn. „Öllum, sem hafa reykt mikið og síðan hætt þvf, kemur sam an um, að þeim líöi miklu betur, eftir að þeir eru hættir. Þeir verða hreinir í hálsi og lungum. Þeir losna við sífellda ertingu, sem þeir hafa I hálsi, og þeir verða þrekmeiri til vinnu“, segir prófessor Dungal. „Þeir sjá fyrst eftir að þeir eru hættir hve mik inn skaöa tóbakið hefur gert þeim, ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig heilsu þeirra og vinnuþrefci". Engar sfgarettur l -9 afgar. 4 dag 74 4r 69 £r 20-39 efgar. 4 dag 67 4r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.