Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 3
1 S I R . Miðvikudagur 19. januar 1972. í MORGUN UTLONDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Haukur Helgason: Tilboð NATO í Möltu komið í 2.5 milljarða Gerviarmur við fœribandið Hann er kallaður Jónatan, þessi gervihandleggur, sem starfslið Hans von Mauldau í Rossdorf V-Þýzkalandi hefur smíðað og á að vera hluti af heilum „gervimanni“. Um 1990 væntir höfundur þessarar nýjungar, að Jónatan muni vera kominn til starfa við færiböndin og leysa mann ' -0 undan því. Fyrirmyndin var mannshandleggur. Málmhlutar koma í stað beina, litlar vélar í stað vöðva og stálvírar í stað fingra. Fyrirskipanirnar á Jónatan að fá frá tölvu, sem er prógrammeruð eftir viðfangsefninu. Fimm liða málmhönd Jónatans mun geta unnið hin flóknustu verk meö fíngerðri snertingu, og hefur hinn 39 ára Mauldau bætt með þessu tækni sem hefur verið notuð I kjamorkurannsókna- stöðvum. Ráð NATO varð í gær sam- mála um nýtt tilboð til Möltu. | Mun verða boðið um 2500 millj ónir ísl. króna. Framkvæmda stjóri Atlantshafsbandalagsins ’ Joseph Luns og brezki hermála ráðherann Carrington hitta Dom j Mintoff forsætisráðherra Möltu j enn í dag í Róm til að reyna að semja um kröfur Möltu um hærri leigu fyrir herstöðvar. Mintoff hafði áður hafnað til- boði upp á um 2000 milljónir króna í ársleigu. Upphaf.'egar kröfur hans voru nærri 4000 milljónir króna. Mintoff afturkallaði úrslita- sem hann hafði sett um að ar yrðu á brott með her sinn frá Möltu fyrir 15. þessa mánaðar. Voru þá taldir batna möguleikar á samkomulagi um deilumar. Brezka stjórnin segir, að ekki komi til greina nein hækkun á þeim hlut, sem Bretar beri af leigukostnaði. Bretar hafa hins vegar ekkert á móti því, að önn ur ríki leggi meira að mörkum til að hajda herstöðvum á Möltu. Væntanlega munu Bandaríkin og Ítalíu bera mestan hluta við bótarbyrðanna. Vestur-Þjóðverj ar munu einnig tilbúnir að taka á sig eitthvað af reikningi Mintoffs. NATO-sérfræðingar kalla eyj una Möltu „gagnlega en ekki lífsnauösynlega“ í vamarkerfi sínu. NATO vill hindra, að Sovét nenn eða önnur Varsjárbanda- lagsríki , hreppi stöðvar á eyj- unni, sem liggur miJli Sikileyjar og Afríkustrandar, á mikilvægri siglingaleið. NYTT MÆ lí M0RDMAL Blaðamaðurinn, sem afhjúpaði fjöldamorðin i Mæ Le, segir, að jbar hafi 350 verið myrtir og milli 60 og 165 i öðru horpi Meðan ein bandarísk her deild framdi fjöldamorð á almennum borgurum í þorpinu Mæ Le í Suður- Víetnam, framdi önnur sams konar stríðsglæpi í öðru þorpi, Mæ Ke, í þriggja kílómetra f jarlægð. Bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hersh fullyrðir þetta í grein í tímaritinu The New Yorker í dag. Hersh segir, að aljs hafi um 350 almennir borgarar verið myrtir í Mæ Le, sem er tvöföld sú tala, sem hefur veriö gefin upp. í Mæ Ke hafi fjöldi hinna myrtu verið einhvers staðar milli 60 og 165. Hersh fékk árið 1970 hin virtu Pulitzerverðlaun í Banda- ríkjunum fyrir frábæra blaða- mennsku, en þá hafði hann flett ofan af upprunalega Mæ Le málinu. Fjöldamorðin í Mæ Le ollu mótmæjaöldu gegn stríðinu í Víetnam, bæði innan Banda ríkjanna og utan. William Calley liðsforingi er hinn eini, sem hefur hlotið dóm fyrir fjöldamorðin. Aðrir, sem ákærðir voru, hafa verið sýkn aðir hver af öðrum. Talsmenn bandaríska her- málaráðuneytisins vildu ekkert segja um fullyrðingar Hersh í morgun. Blaðamaðurinn segir að hapn byggi grein sína á fuljkomnu af riti af skýrslum, sem svokölluð Peers-nefnd hefur samiö. Nefnd in var skipuð til að athuga upp runalegar sakargiftir í Mæ Le málinu. Hún drégur nafn af William Peers yfirliðsforingja, sem stjórnaði rannsókninni. Hersh segir enn fremur, að hann hafi fengið sams konar upplýsingar hjá öðrum aðilum. Auk þess hafi hann átt viðtöl við fjölda hermanna og embætt ismanna, sem hafi þekkt máJa- vöxtu. Sænska ríkið græðir 1.8 milljarða á myntinni Brezkur sjóliði ber brúði sína um borð í herskipið Euryalus til brúðkaupsveizlu. Keith Welch og Möltustúlkan Henrietta Mallia tóku skyndiákvörðun um giftingu, áður en Mintoff ræki piltinn úr landi. Nýir fimm krónu peningar — hætt við eins og tveggjaeyringa Sænska ríkið mun græða meira en 100 milljónir sænskra króna (1,8 millj- arð íslenzkra) á breytingu á peningakerfi, sem hófst um áramótin, samkvæmt útreikningum, sem voru birtir í Stokkhólmi í gær. Eins, tveggja og fimm aura peningarnir hafa til þessa verið alger fyrirtæki, þar sem það kostaði tvöfalt að framleiða aur ana miðað við verðgildi þeirra. Nú hverfa tvær lægstu myntirn ar alveg, og framleiðslukostnað ur fimmeyringa er minni en verö gildi þeirra. Mestan hagnað hefur mynt- sláttan þó af nýju fimm krónu peningunum, sem aðeins kostar 50 sænska aura að framleiða. Reiknað er með, að í ár verði 25 milJjón fimm krónu peningar settir á markaðinn, og mun nettóhagnaður ríkisins verða af því um 1,8 milljarðar ísl. Eins og tveggja aura pening- arnir verða Jeknir úr umferð smám ’samari, þegar þeifc berast bönkunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.