Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1972, Blaðsíða 7
V t ð i n . iViioVlKUUagui 19, jaiiuai 13111. cTMenningarmál Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir: Stórmynd fyrir spottprís Drott.inn minn hvaö mér finnst skrítið að dagb.'öðin skuji geta fengið fólk til að fara endalaust í bíó og skrifa svo einhverja þvælu um þess ar bíómyndir sem hér eru sýndar! Ert það þú sem skrifar um bíómyndir í Vísi? Heldurðu sönsum maður — hvernig nennirðu þessu. Færðu þetta svona vel borgaö? Það er satt. Stundum hef ég það á tilfinningunni að ég sé eini maðurinn í Reykjavík, auk annarra kvikmyndaskríb- enta, sem fer að staðaldri í bíó. Samt er aösókn í reyk- vísk kvikmyndahús fjári góö, miöað við sögur, sem berast erlendis frá. Og satt að segja, þá sýnist mér aðsókn að kvikmynda. húsum heldur vera að aukast upp á síðkastið, frá því sem var fyrst eftir að sjónvarpið hábölvað tók tii starfa. — Kannski er það vegna þess hve sjónvarp hér þykir al- mennt slappt. Samt held ég nú samt, að ekki sé hægt að kenna eða þakka sjónvarpi góða aðsókn að bíóhúsum. TJTér á Jandi skýtur nefnilega skökku við það, sem ger ist í nágrannalöndum okkar, lvér vestan megin á jarðkringl unni. Biöhúsin virðast vera helzti uppalandi unglinga. Erlendis fiykkjast unglingarnir á skemmtistaði, hlusta á tónlist og dansa við undirleik diskó- teks — eða hvað þetta nú heitir. Hér hafa fæstir aðgang að slíku, en hins vegar ganga bíósýningar frá því um nón og til miðnættis í einum tíu kvikmyndahúsum á Reykja- vikursvæðinu upp á hvern einasta dag. Gaman væri að gera smá- könnun á því, hve margir Ts. lendingar fara í bíó vikulega. I Bretlandi segja þeir, að ?.0 mijljónir Breta hafi steðjað i kvikmyndahús í hverri viku á árunum kringum 1940. Það er vitanlega skiljanlegt — hitt finnst Bretum meira um vert, að nú fara aðeins 3,8 milljónir þeirra í bíó vikulega. Og þótt bíóin hér á landi gegni núna merkilegra upp- eldishlutverki en kvikmynda- hús í Bretlandi — svo dæmi sé tekið til samanburðar — þá þarf víst ekki mikið ímynd unarafl til aö láta sér detta f hug aö á sömu leið muni fara hér og hjá Bretum, þegar sjónvarpi vex fiskur um hrygg. Þá munu Isjendingar, eins og aðrar menningarþjóðir liggja afturábak í hægindum heima hjá -sér og-.-horfa á vestrana sína inni í stofu. Og spyrjið þá félaga ykkar, sem þið hittið úti á götu hvort hann hafi séö bíómynd ný. lega. Hverju hann svarar? „Æjú — ég hef séð bíómynd Fólk eins og þau Gína og Rock verða í framtíðinni ekki á stóra breiða tjaldinu nema í heimsborgunum, — annars stað ar kaupir fólk myndina á kasettu, segja spámennirnir. — var það ekki fyrir tveimur árum eða þrem. Jú! Nú man ég. Það var „Dr Zívagó . . nei! Love Story — nema það hafi verið Sánd of mjúsík!“ Og það var nefnilega Sánd of mjúsík, vegna þess að aldrei sér nokkur maóur kvikmynd í sjónvarpi! Sjónvarpsmynd- irnar líða nefnilega fram hjá manni, án þess maður muni eitt eða annaö úr þeim eftir á — hver hefur heyrt ná. granna sinn hafa orð á sjón- varpskvikmynd að fyrra bragði? Jæja — það getur reyndar verið. Ég sá „Animal Farm“ á mánudagskvöldiö! Hitt er staðreynd, að áhuga menn um kvikmyndasýning ar í almennum kvikmyndahús um eru allt annað fólk en það sem lúrir við imbakassa öll kvöld. J^egar aðeins 3,8 milljónir Breta nenna í bíó í hverri viku, þá liggur við að varla sé hægt að kalla kvikmyndir sem sýndar eru í bíóhúsum, fjölmiðla. 25 milljónir i því góða landi horfa á sjónvarp á hverju kvöldi og þaö þykir víst ekki nema í meðallagi út- breitt dagbJað sem kemur 'lt í 2ja milljóna eintaka upplagi. Það gefur að skilja, að við slíka aðsókn að kvikmynda- húsum, fara menn bráðum að hætta aö nenna að búa tij kvikmyndir, a. m. k. myndir sem kosta eitthvað. HolJywood tapaði hálfum milljarði dollara á sinni fram leiðslu þegar síöast var vitað — og þýöir víst ekkert leng- ur að gera kvikmyndir, nema aðsókn sé fyrirfram viss, svo sem eins og var með Sánd of mjúsík og Zívagó lækni. Og þegar þeir eru hættir að gera þessar vondu Holly- woodmyndir, þá verður nú gaman að skrifa um kvik- myndir, þá mun starfiö ekki felast í öðru en að labba sig inn í hljómplötuverzlanir og kaypa kasettu með gamalli kúrekamynd, skella kasett.- unni í nýja imbakassann og horfa um stund. Fara síðan á blaðiö og skrifa stutta klausu um, að nú geti fólk farið í hljómplötubúðina í Vestúr- veri og fengiö „Paint your wagon“ fyrir spottprís og horft á hann mörgum sinnum heima hjá sér. Hollywoodmenn spá því núna, að kvikmyndir framtíð- arinnar verði ekki sýndar í kvikmyndahúsum nema þá í helztu stórborgum veraldar, og þar ekki nema í um hálft ár. Síðan verði gefin út ka- settu-útgáfa til almennings- nota, rétt eins og tíðkast í bókaútgáfu. Og þá kann að vera að hægt veröi að troða almennilegum kvikmyndum upp á fólk í formi jólagjafa. Verzlunarfólk — Verzlunarfólk Að gefnu tilefni vill Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vekja athygli af- greiðslufólks á því að ef frí vegna vinnu á laugardögum er minna en einn heill dagur skal það frí vera samfast helgarfríi, þ. e. eigi skemmra en til kl. 13.00 á mánudögum. Sérstaklega skal bent á að samkvæmt 7. grein kjarasamnings VR skal dagvinnutíminn hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr. SÚ EINA UNDANTEKNING SEM HEIMILAR AÐ VINNA HEFJIST EFTIR KL. 9 AÐ MORGNI ER BUNDIN VIÐ KL. 13.00 Á MÁNUDÖG UM. ÓHEIMILT ER AÐ LÁTA VINNU HEFJAST SEINNA EN KL. 9 AÐ MORGNI AÐRA DAGA VIKUNNAR. Sérstök athygli er vakin á því að dagvinnu lýkur eigi síðar en kl. 18.00 á föstudögum. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Auglýsingadeikf VÍSIS ER TIL HIISA AÐ HVERFISGÖTU 32 Opið allo virko dogo kl. 9-18 nemo lougardogo kl. 9-12 SÍMAR 11660 og 15610

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.