Vísir - 19.01.1972, Síða 2

Vísir - 19.01.1972, Síða 2
/ Atvinnuboxari vígður til preststarfa í tuttugu og þrjá tlaga hrakt- ist 6 ára gömul tslpa alein og matariaus í niödimmum skógi þar til skógarstarfsmaður fann hana af tilviljun. Þá var hún svo að- framkomin, að hún gat vart svo mikið sem hvíslað. Elmira Idajatow er nafn telp- unnar, en heimili hennar í þorpi rétt suð-austur af Kákasus. Hún hafði'farið inn í skóginn í þeim erindum að tína fáein ber. Er hún hafði ekki skilað sér heim á tilsettum tíma og farið var að óttast um hana var hafin skipu- leg leit að henni, en án árangurs. Loks urðu menn úrkula vonar um að Elmira litla ætti nokkurn tíma eftir að finnast. Gert var ráð fyrir, að hún hefði orðið úlf- um eða skógarbjörnum að bráð. En af stakri tilviljun, sem fyrr segir, var það, að skógarhöggs- maður einn gekk fram á telpuna tuttugu og þrem dögum eftir að hún hvarf að heiman frá sér. — Telpan lá á fleti, sem hún hafði gert sér úr trjágrein- um, og slá sína hafði hún breitt upp yfir höfuð sér. ’Eftir nokk- urra daga umönnun á sjúkra- húsi hafði Elmira loks náð sér það vel eftir útileguna, að hún var fær um að segja frá ævin- týri sínu. — Ég borðaði berin, sem ég hafði tínt, og ég drakk rigningarvatn. En er liða tók á útivistina varð ég svo veikburða, að ég gat ekki gengið lengur, svo ég hreiðraði um mig þar sem ég var komin. Nokkrum sinnum kom stór hundur til mín og lagð- ist við hlið mér. Hann sleikti mig líka í framan. Á nóttinni varð ég voða hrædd og breiddi þá slána mína upp yfir höfuð. Boxíþróttin hefur um langan aldur þótt heldur viðurstyggileg íþrótt að margra áliti og þá eink- um að mati prestastéttarinnar, sem ekki getur sætt sig við að menn séu að kýla svona hver annán niður sér til gamans. Þetta sé lífshættulegur leikur, og það sé ekki fallegt að leika sér svona að lífi sínu og ann- arra. Sex ára í skógi Jimmy Robinson, 34 ára gam- all Birmingham-búi, og atvinnu- boxari lét lengi daufheyrast við orðum guðsorðamannanna, en hefur nú heldur en ekki snúið frá villu síns vegar. Það er ekki nóg með að hann hafi yfirgefið hringinn, hann hefur lagt box- hanzkana með öllu á hilluna og snarað prestshempunni þess í stað yfir axlir sér. Hér eftir ætl- ar hann að hafa það að atvinnu sinni, að útbreiða fagnaðarer- indið. Meðfylgjandi mynd sýnir Kob- inson blessa móður sina skömmu eftir að hann hafði verið vígð- ur til rómversk-kaþólskra prest- starfa í kirkju einni í nágrenni Birmingham. Nú er það ekki til að slá viðskiptavininn niður, sem Jimmy Robinson lyftir hendi sinni. O, sei, sei, nei ... telpa í 23 alein daga Fuzz Raquel Welch vill ekki fyrir nokkurn mun tína af sér spjar- irnar í kvikmyndum. Raquel, sem er kynbomba og kyntákn allra tíma, og á frægð sína og frama að þakka líkamsfegurð sinni — einvörðungu segja sum- ir —, hún hefur nú tekið þá ákvörðun, að sniðganga allt strípl eftirleiðis. Hollywood-leik- stjóranum Ed Feldman líkar það ekki alls kostar vel. Hann er blátt áfram bálvondur yfir þessum duttlungum leikkonunnar. Það var við töku kvikmyndarinnar „Fuzz“, sem hann fór fram á það við hana, að hún léti bæði brjóstahaldarann og nærbuxurn- ar falla. Það var eilítið meira en getið hafði verið um í kvik- mynd,ahandritinu og Raquel þverneitaði að láta að vilja Feld- mans. Þegar svo kvikmyndagerð- arhiéhhiriiir'ljýfjilðu að nöldra lét hún sem hún heyrði ekki til þeirra. Nú er að rísa voldugt minnis- merki um de Gaulle fyrrum Frakklandsforseta. Það volduga minnismerki — sem við sjáum líkan af hér að ofan — er verið að reisa í bænum Colombey Les Deux Eglises, þar sem de Gaulle bjó sín slðustu æviár. Merkið verður 43,5 metra hár Lothringen-kross, gerður úr ljós- rauðu graníti. Lothringen-kross- inn með sínum tveim örmum var einmitt það sameiningartákn, sem de Gaulle hélt á lofti í síð- ari heimsstyrjöldinni. Krossinn mun kosta sem svar- ar 80 milljónum Islenzkra króna og verður reistur fyrir fé, er safnaðist I landssöfnun á dögun- um. Svona minnast Frakkar de Gaulle ) ) )

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.