Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir Föstudagur 22. september 1972 risntsm: Hvað finnst þér skemmti- legast og leiðinlegast að læra í skólanum? liclgi Bollason 11 ára, Álftamýr- arskóla: Mér finnst bara voða- lega gaman i skólanum. En skemmtilegast finnst mér þó i smiði. Ætli mengið sé ekki leiöin- legast. Ilalldóra Kmilsdóttir, 8 ára, i Alftamýrarskóla: Það er gaman i I skriftog reikningi. Égheldað mér | finnist ekkert leiðinlegt nema kannski teikning. Ólafur Kinarsson, 12 ára Alftamýrarskóla: Ég segi nú ekki að það sé neitt ofsa gaman i skól- anum. Þó finnst mér skemmtileg- ast að vera i handavinnu. Það er margt leiðinlegt, aðallega reikningurinn, ekki af þvi að hann sé neitt erfiður, mér bara leiðist hann. Jóhann Adolfsson, 9 ára, Alfta- mýrarskóla: Það er lang skemmtilegast að reikna finnst mér. Skriftin er leiðinlegasta fag- ið. örn Kiðsson, 9 ára, Álftamýrar- skóla: Það er allt skemmtilegt i skólanum og ekkert leiðinlegt. Reikningi og skrift finnst mér mest gaman að. Katrin Kiðsdóttir, 9 ára. Álftamýrarskóla: Ætli skriftin sé ekki skást. Annars er svo sem ágætt að vera i skólanum, það er betra en að gera ekki neitt. „Eruð þið að mála fyrir Arnarnesið? „Þeir hafa spurt okkur sumir gcstirnir hvort við værum að mála fyrir Arnarncsið af þvi að myndirnar okkar eru svo stórar,” sagði Magnús Kjartansson, annar ungu iistamannanna sem sýna nú i Norræna húsinu. Ilinn cr Sigurður örlygsson, en báðir lialda þcir nú til náms við Aka- demiuna i Kaupmannahöfn. Þegar maður gengur inn i kjall- ara Norræna hússins blasa við risastór málverk, einföld i snið- um i svokölluðum geómetriskum stil, eða flatarmyndir eins og þeir félagarnir kalla það. Það hlýtur oft að vakna sú spurning hjá ólærðum manni þegar hann litur yfir slik málverk sem byggja á stórum og einlitum flötum „hvort að ég geti ekki gert svona sjálfur?” — Málið þið svona af þvi að þið eruð latir cða hvað? Magnús: „Latir? Nei, nei. Ég get ekki sagt að ég sé latur. Ég mála bara svona. Var þrjú ár að mála þessar myndir. Sigurður: Þú mátt kalla það hvað sem þú vilt. Það liggur mikil vinna á bak við þessa sýningu. Sumar myndirnar er maður kannski 2-3 tima að mála, aðrar fleiri daga, vikur eða mánuði. — Kn kcmur ekki fólk til ykkar á sýninguna og biður ykkur að út- skýra þessar myndir og þykist þá geta málað svona likt? Magnús: „Jú, jú. Við erum alveg hættir að ansa svoleiðis. l>að er ekki hægt að skýra út lit, þetta er tilfinningalegs eðlis. Þessi málverk eru bundin við okkur sjálfa. Það sem vantar til þess að fólk geti skilið myndlist er almenn fræðsla. — Kn úr þvi að almenningur skilur ekki list ykkar, fyrir hvcrja málið þið þá? Sigurður: „Auðvitað okkur sjálfa. Við getum ekki málað fyr- ir neina aðra.” — Kn af hverju cru málvcrkin ykkar svona stór, hafa þau ekki eins mikil áhrif ef þau eru minni? Magnús: „i þessum stil verða myndirnar að vera stórar. Þær njóta sin betur. — Þurfa þær þá ekki stórt um- hverfi. Þýðir nokkuð fyrir mig að kaup málverk af ykkur og setja það upp í herbergiskompunni minni? Sigurður: „Varla. Sumar myndirnar heimta mikið plass. Kannski heilar villur i Arnarnes- inu eins og einn gestanna var að tala um. Þetta málverk t.d. kæm- ist ekki fyrir nema i einhverju stórfyrirtæki,” og Siguröur bendir á eitt risamálverk sitt sem er reyndar i fernu lagi og kostar 80 þúsund. — Kr cinhver pólitik á sýning- unni ykkar? Sigurður: Nei, það held ég ekki. Auövitað höfum við okkar póli- tisku skoðanir þó við séum ekki að flika þeim i listinni. Það getur samt vel verið að þú finnir ein- hverja pólitik hérna, leitaðu bara! Annars var það stimpluð pólitik hérna fyrir þrjátiu árum, þegar Scheving og Þorvaldur voru að mála myndir af sjónum báta og sjómenn og svoleiðis! Það er viss pólitik i öllum hlutum. — Kr erfitt að vera málari nú á dögum? Magnús: „Já. Ég held að það sé erfitt að vera sjálfstæður málari núna. Miklu erfiðara en áður. Þá voru allir málarar natúralistar og enginn lélegur. — Ilafið þið séð sýninguna hans Stefáns i Möðrudal? Magnús: „Já, já. Það er gaman að henni. Hann er naivisti kallinn. Sú stefna, naivisminn byrjaði með franska tollaranum Rouseau um aldamótin, eftir það gátu allir farið að mála, hvort sem þeir höfðu lært eða ekki. — Ætlið þið nokkuð að fara að ■nála landslagsmyndir eins og Stefán og flciri? ' Sigurður: „Nei. Við erum i ,öðru. Það er ástæðulaust að vera að binda sig við gamla hluti. Við erum ungir.” ()g eftir að háfa rölt með strák- unum um kjallarann góða stund og þeir skýrt út fyrir sljóum blm. óskiljanlegar kúnstir málaralist- arinnar kom margt i ljós sem áður var á huldu. Þeir eru búnir Litið inn á sýningu Magnúsar Kjartanssonar og Sigurðar Örlygssonar í Norrœna húsinu Hérna liggja þeir fyrir framan tvær myndir Magnúsar, listamennim ir Sigurður örlygsson (t.v.) og Magnús Kjartansson (t.h.) Þeir sýna um þessar mundir i Norræna húsinu, Sigurður 22 myndir og Magnús 39. Myndirnar hafa þeir félagar málað i oliu og acril. Sýningin stendur yfir daglega fram til 24. september frá 2-10, en að þvi loknu sigla báðir lista- mennirnir til Hafnar og setjast þar i Listaakademinua, þar sem Sigurður stundaði reyndar nám i fyrra. að selja nokkrar myndir, en verð- ið er frá 6-80.000.- Sýningin er opin til sunnudags og eftir það sigla ungu listamennirnir út til Hafnar og ætla að læra silfurprent (grafik) i Akademiunni þar. Það er óhætt að óska þeim góðrar ferðar og vona að þeir komi aftur heim fullar af list. til þess að gleðja landann. GF LESENDUR HAFA ORÐIÐ Úrskurður dómstólsins í Haag „Ég vil benda á, að Haagdóm- stóllinn hlýtur að eiga við alla veiði við ísland, þegar hann legg- ur til ákveðinn afla handa Bretum og Þjóðverjum. Þar er ekki ein- göngu um veiði innan landhelgis- linu að ræða, eftir þvi sem ég fæ séð. Meira en helmingur af afla Þjóðverja. sennilega 50-60% hefur aflazt utan núverandi land- helgi á undanförnum árum. En af brezka aflanum hafa liklega 25- 40% aflazt fyrir utan núverandi mörk. Mér finnst þetta ekki hafa kom- ið nógu vel fram.” A. Viltu með mér vaka í nótt.... Iloltabúi skrifar eftirfarandi: „Hverjir ráða? Ég læt lesendur um að dæma. Þessi spurning kemur upp i huga minn. begar ég, hugsa um sögu veitingahússins Röðuls. Við sem búum i nágrenninu höfum staðiö i stöðugu sambandi við borgaryfirvöld, bæði munn- lega og skriflega siðan i janúar 1958. vegna veitingahúsareksturs þessa. Það skal tekið fram að byggingarleyfi fyrir Skipholt 19, þar sem nú er Rööull, hljóðar uppá iðnaðar- og verzlunarhús- na'ði. Þann 10. marz 1969 sendum við ibúðareigendur i nágrenni Rööuls langt og itarlegt bréf þar sem ástandinu var lýst og fórum fram á að ef ekkert yrði gert til úrbóta, greiddu borgaryfirvöld okkur ibúðirnar og lóðastand- setningu eftir mati og útvegi okk- ur húsnæði annars staðar. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs og fengum við svar ráðsins dagsett 9. júli. Þar segir m.a. að samþykkt hafi verið að tilkynna vinveitingastöðum i borginni sem staðsettir eru i eða við ibúðahverfi og valdið hafa ná- grönnum ónæði, að borgarráð muni ekki mæla með endurnýjun vinveitingaleyfa til þeirra, nema breyting veröi á til bóta að mati borgaryfirvalda og lögreglu. Tek- ið er fram að vinveitingaleyfi Röðuls komi til endurnýjunar ár- ið 1970. Þar sem ástandið versnaði stöðugt sendum við bréf til borg- aryfirvalda 1. marz 1970 með undirskriftum um 95 ibúðaeig- enda i nágrenni Röðuls, sem una ástandinu illa. Þann 6. april sendi stjórn Byggingafélags verka- manna bréf til borgarráðs og tók i fyllsta máta undir kröfur ibúða- eigenda. Þessu bréfi er svarað á þá leið að borgaryfirvöld telji rétt að knýja fram bætta umgengni með hótun um ab endurnýja ekki leyfið. þegar það rynni út þann 25. nóvember það ár. Rétt er að taka það fram. að samkvæmt lög- um er óheimilt að veita vinveit- ingaleyfi ef hlutaðeigandi bæjar- stjórn eða sýslunefnd er þvi mót- fallin og gildir sama um endur- nýjun leyfa. Á fundi borgarráðs sem haldinn var 25. april 1972 var samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu að mæla ekki á móti þvi að vinveit- ingaleyfi Röðuls verði endurnýj- að með skilyrðum. Þau voru á þá leið að útgangi hússins verði breytt þannig að hann snúi út að Nóatúni og leyfið verði aðeins veitt til eins árs áð svo stöddu. Þá var ennfremur beint þeim tilmæl- um til lögreglustjóra og umferða- nefndar að gera sem fyrst ráð- stafanir til að draga úr umferð bifreiða að kvöldlagi við Röbul, t.d. með þvi að banna stöðu leigu- bila i Skipholti og Nóatúni við • gatnamót Skipholts og að öðru leyti með aukinni umferðastjórn og löggæzlu á þeim tima sem hætta er á ónæði fyrir nágranna. Hvað hefur gerzt i þessu máli siðan? Ekkert.En nú vaknar sú spurning hvort ekki hafi verið veitt vin á Röðli frá 25. nóv. 1970 til 25. april 1972? Um það geta eftirlitsmenn veitingahúsa dæmt. Hæstvirtu borgarráðsfull- trúar og lögreglustjóri, vilduð þið ekki kanna ástandið af eigin raun og vaka með okkur eina helgar- nótt? Það er slæmt til þess að vita, að meirihluti borgaryfir- valda skuli snúa við okkur bakinu endalaust.” Enn um Bahóí Baldur B. Bragason skrifar: „Guðfinna Helgadóttir skrifar i íesendadálkinn þann 19. septem ber um Baháitrú og er nú hálfu ruglaðri en áður. Ég býst við að ruglingur hennar hefði minnkað hefði fyrri svargrein min verið birt óstytt. Ekki sé ég ástæðu til að fjölyrða ummerkingarmun orðanna Baháullah og Bahái. Það er sami munur og er milli orð- anna Múhameð og Múhameðstrú- armaður eða Kristur og kristinn maður. Muninn á Allah, Budda og Múhameð þekkja allir sem hafa kynnt sér trúarbrögð i fyllra mæli en hægt er með þvi að lesa ein- göngu trúfræðslubækur þær, sem lögboðnar eru i skólakerfi lands vors.” Athugasemd þáttarins: Hér með látum við iokið þessum skrifum þeirra Guðfinnu og Baldurs um Bahái að sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.