Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 4
4
Visir Föstudagur 22. september 1972
Frá vöggu til grafar
Fallegar skrey tingar
Blómvendir i míklu
úrvali.
v Daglega ný blóm
Mikið úrval af
nýium vörum. —
Gjorið svo vel að lita
inn.
Sendum um allan bæ
mösiN
GLÆSIBÆ, simi
23523.
Sérkennari —
Heyrnaruppeldisfræðingur
Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur óskar eftir að ráða heyrnar-
uppeldisfræðing eða kennara með góða
undirstöðu i specialpedagoik. Möguleikar
eru á, að veitt verði fjárhagsaðstoð til
frekara sérnáms siðar. Upplýsingar gefur
forstöðumaður heyrnardeildar i sima
22400.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
Menntamálaráðuneytið gengst fyrir
námskeiði í Gagnfræða
skóla Austurbæjar fyrir
væntanlega iðnaðarmenn,
sem ekki hafa lokið miðskólaprófi, og eru
orðnir 18 ára.
Innritun á námskeiðið fer fram i skólan-
um föstudaginn 22. september kl. 17-18.
Mikilvægt er, að allir sem óska að sækja
námskeiðið, mæti til innritunar, eða stað-
festi fyrri umsókn með simskeyti.
Menntamálaráðuneytið.
í jáijiIí
Berjatiminn liðinn
Nú er berjatiminn liðinn að þvi
er okkur er fortalið, en nætur-
frostin munu hafa gert útaf við
blessuð berin. bessi huggulega
mynd úr berjamó er þvi til að
minna okkur á liðna sæludaga nú
i haust úti i guðsgrænni náttúr-
unni, sem er nú ekki lengur iða-
græn, en þó ekkert verri fyrir
það.
Nýja safnaðarheimilið
tekið i notkun.
„Gullið”
heldur áfram.
Næsta sumar mun Gullfoss
örugglega halda áfram sigling-
um, segir i frétt frá Eimskip.
Greinilega hefur félagið sett skip-
ið á sölulista til að þreifa sig
áfram og kanna hvaða verðmæti
hér er um að ræða. „Eimskipa-
félagið telur litlar horfur á, að svo
hagstætt kauptilboð komi i skip
ið, að af sölu þess verði”, segir i
fréttatilkynningunni, ,,og þvi hef-
ur félagið ákveðið að reka það
næsta sumar, eins og áður hefur
verið sagt frá i fréttum”.
Grensássókn mun eignast nýtt
safnaðarheimili á sunnudaginn
kemur. Þá mun biskup Islands
vigja heimilið með guðsþjónustu
kl. 11, en um kvöldið heldur
kirkjukór Grensássóknar kirkju-
tónleika undir stjórn Arna
Arinbjarnarsonar. Heimilið verð-
ur til sýnis milli 14 og 18 á sunnu-
daginn og eru allir velunnarar
sóknarinnar velkomnir. Heildar-
kostnaður við bygginguna er orð-
inn um 11 milljónir króna, en
nokkuð vantar upp á að heimilið
sé fullbúið. Vonast er til að það
verði áður en langt um liður.
Sóknarprestur i Grensáspresta-
kalli er sr. Jónas Gislason, en for-
maður sóknarnefndar Guðmund-
ur Magnússon, skólastjóri.
„Landgrunnið allt”.
Um leið og fulltrúaráð Heim-
dallar hvetur landsmenn til að
standa saman og tryggja
fullnaðarsigur i landhelgismálinu
i ályktun fundar fulltrúaráðsins
14. september, telur ráðið að
harma beri að þeirri stefnu skyldi
ekki fylgt að friða landgrunnið
allt. Fullnaðarsigur vinnist ekki
fyrr en það verði gert.
Óvenjuleg
fyrirhyggja.
Það var minnst á jólin i Vísi á
dögunum. Mörgum þótti slikt
ótimabært. En þeir hjá innkaupa-
deild SIS eru á öðru máli. Tveir
fulltrúar deildarinnar eru nefni-
lega nýkomnir frá Þýzkalandi
þar sem þeir voru að kaupa inn
vöru, — fyrir næsta sumar! Það
sem þeir keyptu voru ýmsar
sportvörur og garðáhöld og vél-
knúnar sláttuvélar.
Stjórnunarfræðslan
Kynningarnámskeið um stjórnun fyrirtækja
Á vetri komanda mun Stjórnunarfræðslan halda tvö námskeið i
Reykjavík á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið hefst 2.
október og lýkur 10. febrúar 1973. Siðara námskeiðið hefst 15. janúar
og lýkur 26. mai 1973. Námskeiðið fer fram i húsakynnum Tækniskóla
íslands, Skipholti 37, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum,
kl. 15:30 til 19:00.
Námskeiðshlutar verða eftirfarandi:
Fyrra námskeið Siðara námskeið
Undirstöðuatriði almennrar
stjórnunar 2. okt. — 6.okt. 15. ian. —19. ian.
Frumatriði rekstrarhagfræði 9. okt. —20. okt. 22. ian.— 2- febr.
Framleiðsla 30. okt. —10. nóv. 12. febr. —23. febr.
Sala 13. nóv. —24. nóv. 26.febr.— 9.marz
Fjármál 27. nóv. —15. des. 19.marz— 6. april,
Skipulagning og hagræðing skrifstofustarfa 17. jan. —22. jan. 30.april— 4.mai
Stjórnun og starfsmannamál 22. jan. — 9. febr. 4. mai— 23. mai
Stjórnunarleikur 9. febr. —10. febr. 25. mai—26. mai
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Stjórnunarfélags Islands, Skipholti 37, Reykjavik. Simi 82930.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 28. september 1972.