Vísir - 22.09.1972, Page 12

Vísir - 22.09.1972, Page 12
12 Y’ísir Köstudagur 22. september 1972 ermanns agnars Kennsla hefst 2. október, innritun daglega i sima 82122 — 33222. Barnadans* Tánmgadans- Samkvœmisdans. Nýtt! Nýtt! Jass dans fyrir börn, unglinga og dömur. Kennari: Iben Sonne Bjarnason KKNNSLUSTAÐIIt IVIiöbær. Iláaieitisbraut 58- (»0. Félagsheimilið Sel- tjarnarnesi. Skúlagata 32. Kópavogur, Félagsheimilið. Upplýsingarit liggur frammi i bókabúðum. AUGlflVég hvili Æm IJh V/ med gleraugum fm lyHr Austurstrœti 20 — Simi 14566 VÍSIR SÍMI 8 6611 LANDSBANKI ÍSLANDS, KEFLAVIK Opnum i dag 22. september, kl. 9.30, nýtt útibú i Flugstöðvarbyggingunni, Kef la vikurí lugvelli. Afgreiðslutimi mánudaga til föstudaga kl. 9.30, til 15.30. Simi 92-2170. Útibúið annast öll innlend og erlend bankaviðskipti, þ.á.m. kaup og sölu gjaldeyris. LANDSBANKI ISLANDS HANDAÞVOTTURINN ÓÞARFUR Smágrein i Visi 29. ágúst sem fylgir myndum af Reykjahlið- arkirkju, kemur okkur til þess að skýra ]>etta kirkjuskiftamál hér dálitið. Blaðamaðurinn hefur talað við þjóðminjavörð, sem hefur virð- uleika embættisins meira i huga en að gera grein fyrir þessu málefni eins og það lá raunveru- lega fyrir. Þetta sannar það sem haft er beint eftir þjóðminja- verði: ,,Og ég vil leggja áherzlu á það, áu hefði þjóðminjasafnið vitað að til stóð að byggja nýja kirkju á sinum tima, hefðum við vafalaust reynt að afstýra þvi, en um hina nýju Reykjahliðarkirkju vissi enginn fyrr en hún var risin.” Þarna er tilefnið til þess að þvo sér um hendur og koma imynduð- um sökum um þetta yfirá heima- menn til þess að virðuleiki emb- ættisins haldist heill. Þá er það ofurlitið óvirðulegt af blaðamanninum að segja ,,þótti hún merkileg fyrir þær sakir að sagnir herma að i jarðeldum hafi hraunið klofnað þegar það var komið aö kirkjunni sem þar stóð og runnið sitt hvorum megin við hana”. Það á ekki við að tala um sagnir þegar það sem um er að ræða er til skjalfest frá þeim tima og auk þess sýnilegt enn i dag eft- ir 243 ár. Um 1950 var svo komið að gamla kirkjan er orðin allt of litil vegna þess hvað samgöngur eru orðnar greiðar hingar. Hingað koma stundum heilar fjölskyldur frá Reykjavik til þess að vera við fermingu skyldmenna. Árið 1950 visiteraði hr. Sigur- geir Sigurðsson biskup hér og tal- aði i erindi sinu mjög virðulega um kirkjuna og vildi aö gert yrði við hana og hún notuð áfram, en þegar við bentum á örðugleika á þvi sagðist hann senda húsa- meistara og kirkjubygg.ráðunaut hingað til þess að ákveða hvern- ig gert_ yrði við hana. Skömmu siðar kom svo hingað sem ráðu- nautur biskups Björn Ró’gnvalds- son. Hann skoðaði kirkjuna vand- lega og fullyrti að ekki væri hægt að endurbæta hana. Húsið væri ó- nýtt, svo hann samþykkti að hér yrði byggð ný kirkja og lofaði að- stoð til þess. Þegar farið var að undirbúa b\ gginguna kom þjóð minjavörður Kristján Eldjárn, núverandi forseti tslands.og hafði allan hug á þvi að safnið tæki hana i sina vörzlu. En hann sá þegar hún var athuguð að húsið var ónýtt og sagðist þvi ekkert hafa við það aö athuga þó hún væri rifin. Þrátt fyrir þetta segir þjóðminjavörður að enginn hafi vitað fyrr en nýja kirkjan stóð byggð. Þetta kalla ég að setja virðujeika embættisins ofar þvi raunverulega. Og nú þykir okkur gott að hr. Þór Magnússon skyldi ekki verða þjóðminjavörður fyrr en raun varð á. Það er satt að kirkjan var dálit- ið merkileg eða öllu heldur stað- urinn, sem hún stendur á en hann er enn til sýnis og verður áfram. Eitt sinn kom hingað nefnd manna, sem var að hugsa um það að fá kirkjuna hjá okkur og flytja hana til Akureyrar og byggja hana þar upp. Tókum við þvi vel og lofuðum að geyma hana i þrjú ár. En þeir treystust ekki til þess þegar til kom. Nu beið kirkjan þess að verða rifin, en það var helzt. timi til þess að hausti. En tvö siðustu haustin hafa ekki gefið gott tóm til. Voru sumir uggandi um það að hún myndi hrynja áður en hægt væri að rifa hana. Loks kom tækifærið 12. júni i vor og var hún þá rifi'n nema neðsti hlutinn sem var ennþá þykkari en veggurinn ofar. Við teljum handaþvott þjóð- minjavarðar óþarfan þar sem þetta var allt um garð gengið áð- ur en hann kom að starfi. Þessa greinargerð viljum við biðja Visi að birta. Jón B. Sigurðsson Jóhannes Sigfinnsson Sóknarnefndarmenn Pétur Jónsson Safnaðarfulltrúi. Bílar til sölu Höfum til sölu i dag og næstu daga Toyota Mark II ’71 og 72. Toyota Corona ’67 ’68 ’69 ’70 Toyota Carina ’72 og Toyota ’66 ’68. Volksvvagen 1300 ’70 ’71 ’72 Citroen, Citroen Ali 8 ’71, Ford Cortina 1970-71. Pontiac Firebird ’68 Merkury Courkar ’67 ’68 ’69 Opel Record ’67 ’68 ’69 ’70 ’71. Opel Ilecord station ’67 og 69. Land-Rover 64- 68, benzin jeppar og Bronco 66 ’67 ’68 og 70 Hreyfishúsinu — #Simar 83320 og 83321

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.