Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 3
Visir Föstudagur 22. september 1972 3 Þá er það nýja kjötið! Loksins getum viö aftur fariö aö gæöa okkur á ljúffengu heitu og ilmandi slátri. Húsmæöurnar eru sjáifsagt farnar aö hlakka til þeirra daga þegar þær geta sjálf- ar búiö til blóömör, lifrapylsu og fleira slikt, og þaö er heldur ekki litiö tilhlökkunarefni aö fá nýtt slátriö sjóöheitt á diskana. Enda er slátursala nú aö hefjast, eða i næstu viku hjá Sláturfélagi Suðurlands og stuttu eftir aðra helgi hjá Afurðasölu SIS. í Reykjavik er engu slátrað, en það er þó nóg að gera hjá þeim sem vinna i sláturfélögum. Þegar Visismenn litu við i Sláturfélaginu á Lindargötu i gærdag var nóg að gera hjá þeim sem starfa við það að sviða hausa. Svartir upp fyrir höfuð eins og sótarar stóðu þeir og settu kindahausana i eldinn, og þeir sögðust sviða 16—1800 hausa á dag. Hvernig skyldi þeim verða við útlendingunum ef þeir kæmu inn á slikan stað? Og skrokkar berast i óða önn frá sláturhúsunum úti á lándi. Slátrun hófst á flestum stöðum rétt eftir helgi, og eftir það koma um 500 skrokkar á dag til Reykja- vikur, beint i sölu eða frystihús. Nokkuð fleira er slátrað i haust en i fyrrahaust, og i minni sláturhús- um er búizt við að slátrað verði frá 600—1000 fjár á dag, en i þeim stærri 2.500 á dag. Ekki er þó vitað ennþá hversu miklu hefur verið slátrað allt i allt. Eftir þeim upplýsingum sem við fengum hjá Afurðasölunni virðist þó ekki liggja mikið fyrir af kjöti ennþá. í gærdag þegar Gullfoss hélt utan með 70 tonn af kjöti varð að fá það magn á fjórum stöðum, og þar að auki að sækja nokkuð af þvi norður I land. Slátursala Sláturfélags Suður- lands hefst eins og áður segir nú eftir helgi, og verður hún til húsa i skemmu á Seltjarnarnesi rétt við frystihúsið Isbjörninn, en slátur- sala Afurðasölunnar veröur á Kirkjusandi. —EA KENNA FORELDRUM MENGI OG KRÖKKUNUM SKÁK Námsflokkarnir I Kópavogi eru nú að byrja annað starfsár sitt. Námið er bæði fyrir börn og fulk orðna og bryddað er upp á ýmsu nýju á komandi vetri. Tekin verð- ur upp kennsla i skák og myndlist sem ekki hefur veriö áöur, og fengnir til þess hæfir kennarar. Mikill áhugi er á þessum tveim greinum, sérstaklega þó skák eft- irhið mikla æði,sem geisaði hér i sumar vegna heimsmeistaraein- vigisins. Ein athyglisverðasta nýjung námsflokkanna að þessu sinni er stærðfræðikennsla, nánar tiltekið mengi, og er hún eingöngu ætluð foreldrum svo þeir skilji betur viðfangsefni barna sinna, en mengjafræðin er einmitt sú stærðfræði, sem nú er kennd i barnaskólum landsins. Þá taka námsflokkarnir i vetur fyrir föndurkennslu barna 5-6 ára, ef næg þátttaka fæst. Kennslan i Námsflokkum Kópavogs fer fram i Vighólaskóla frá kl. 8-10 á kvöldin. Forstöðu- maður er Guðbjartur Gunnarsson kennari og fer innritun fram þessa dagana i sima 42404. GF 500 skrokkar berast á degi hverjum til Sláturfélagsins siðan slátrun hófst á mánudag. EINHLIÐA ÚTFÆRSLA r Tónabœr í Hafnarbúðir? TÓNABÚÐIR! — Skyldi þaö nafn veröa valiö á Tónabæ yröi starfsemi hans færð I Hafnarbúö- ir? Þaö er ekki vitað. En áhugi menntamálaráös er mikill i þá átt, aö fá starfsemi unglinga- staðarins flutta úr húsnæöinu i Skaftahlið, til aö þar megi koma sem fyrst upp mötuneyti fyrir þá skóla, sem eru i grenndinni, eins Margir vilja brúa jökulámcr okkar Hvorki meira né minna en 17 aðilar sendu tilboð i brýrnar yfir Súlu, Gigju og Skeiðará, 1628 metra að lengd samtals. Fjögur tilboðanna voru fslenzk, lægst frá Dráttarbraut Keflavikur, liðlega 89 milljónir, en af erlendum til- boðum var Redpath Dorman Long Ltd i Englandi lægst 582.763 dollararog70sent! Umreiknað er tilboðið að upphæð rúml. 51 milljón. I erlendu tilboðunum eru tollar og. söluskattur ekki með i dæminu. Unnið er að samanburði tilboðanna. Ilmandi karl- mannanœrfðt ó markaðinn: llmandi karlmannanærföt eru eitt af þvi allra nýjasta á markaðnum. Reyndar fást þau enn ekki í verzlunum hér á landi, en ein af herrafata- verzlunum borgarinnar hef- ur þegar gert pöntun og mun brátt bjóöa upp á slik nærföt. Þótt furðulegt megi viröast hafa þeir sem framleiða kvennærföt ekki tekiö upp á þessari nýbreytni ennþá, en sennilega mun ekki liða á löngu áður en svo verður. Karlmannanærföt þessi eru með ilmefni, sem þola 10 þvotta og eru framleidd i Danmörku, þar sem þau hafa verið á markaðnum um nokkurt skeið, og eftir þeim uppK'singum, sem blaðið heíur fengiö, selzt mjög vel. Rósir og rendur prýða nærfötin ásamt ilminum, og þau fást i öllum litum. Siðan er aðeins að vita hvernig móttökur fatnaðurinn fær hjá islenzkum karlmönnum. —EA og t.d. Menntaskólann I Hamra- hlið, Kennaraháskólann og Sjó- mannaskólann. „Bréfaskriftir um máliö hafa staðið á milli menntamálaráðs, Tónabæjar og borgarráðs allt siðan i nóvembermánuði siðasta árs” upplýsti Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri æskulýðsráðs, i viðtali viö Visi i morgun. „Og næst á menntamálaráðuneytið leik á borði.” „Æskulýösráð hefur lýst þvi i bréfum til þessara aðila, að harla litill áhugi sé i þá átt, að flytja starfsemi Tónabæjar i Hafnar- búðir, þó sé það ekki endilega úti- lokað,” sagði Hinrik ennfremur. „Og aftur er þvi að svara, varð- andi þá spurningu, hvort Tóna- bær sé þvi viðbúinn að byrja aö elda máltiðir ofan i hrausta skólakrakka, að til þess skortir allan útbúnað. Þegar Lidó flutti héðan úr húsinu fóru sömuleiðis öll eldhústækin þar eð ekki var gertráð fyrir að unglingastaður á borð við Tónabæ þyrfti þeirra með. Nú hefur eldhúsið gamla verið gert að æfingastað fyrir hljómsveitir og ekkert er þar lengur, sem minnir á elda- mennsku.” Það eina, sem matarkyns væri Að flytja skemmtistað í húsnœði mötuneytis, til að koma upp mötuneyti í húsnœði skemmtistaðarins á boðstólunum I Tónabæ núna og þar værihægt að framreiða, væru franskar kartöflur og hamborg- arar og annaö af þvi taginu. „En það er varla fæöa, sem talizt get- ur holl og staðgóð undirstööu- fæða, en við óbreyttar aðstæður og óbreytt starf Tónabæjar höfum við ekki annað að bjóða skóla- nemum,” segir Hinrik. Hann lýsir hins vegar yfir ánægju sinni með að mennta- málaráð skuli vilja gangast i þvi af svo miklu kappi, sem raun ber vitni, að koma á fót mötuneyti fyrir skólanema. „Enn sem kom- ið er hefur ráðuneytið ekki gert okkur i æskulýðsráði ljóst á hvern hátt það hyggist haga slikri þjón- ustu við nemendurna. Eftir hald- góðri lýsingu á þvi biðum við nú”, sagði Hinrik að lokum. -jm MÆTIR I SUNDHOLL KL. 5 AÐ MORGNI Hávaði og hlátrarsköll tóku aö berast út úr sundhöllinni i Hafn- arfiröi skömmu eftir kl. FIMM i morgun. Nágrannarnir geröu lög- reglunni viövart, til þess að ganga úr skugga um, hvað þar væri á seyði um þetta leyti sólar- hrings. Fimm ungmenni höfðu skriöiö inn um glugga á sundlaugarbygg- ingunni og var einn byrjaður aö synda i lauginni Hann hafði ekki gefið sér tima til þess að afklæð- ast áður. Unglingarnir voru allir undir áhrifum áfengis og tók lögreglan þá undir sina handleiðslu. -GP Uppskurður með fjarstýringu Skurölæknar gætu skoriö fólk upp með fjarstýringu, stýrt vél- hendi, sem héldi á skurðáhöldum, og fylgzt meö uppskuröinum i gegnumlýsingartæki á meöan. Þetta er álit visinda mannsins Ned Rasors. Rasor, sem er verkfræöingur og lifeðlisfræðingur, segir að eina hindrunin sé skortur á fé og áhuga rannsóknarmanna. Með þessum aðferðum gætu „beztu skurðlæknar heims” stjórnað uppskurði á sjúklingum, sem væru viðs fjarri, „á sjó, i flugvélum, jafnvel i geim- förum”. Einnig gætu skurðlæknar stýrt hárfinustu aðgerðum i iðrum manna, með þvi að stýra vél- hendinni, eftir að einungis smá- skurður hafi verið gerður til að smeygja henni inn fyrir, i stað þess að skera mikinn skurð til þess. Til dæmis mætti gera hjartauppskurði þannig. Þetta gæti ráðið úrslitum um lif sjúkl- inga, einkum gamals fólks, sem illa þolir stóra skurði. —HH. | BANDARIKJANNA? Bandarisk fyrirtæki, scm hafa lagt mikiö lé til rannsókna land- grunns og tækni til námuvinnslu á hafsbotni, þrýsta fast á banda- risku stjórnina að gera einhliða ráöstafanir til að tryggja eignar- rétt á landgrunni. Brezka blaðið The Financial Times segir að „eins og hafi verið um einhliða útfærslu tslendinga” hafi frumvarp sem liggi fyrir á Bandarikjaþingi þann tilgang að hafa áhrif á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um réttindi á hafinu. Bandarisk fyrirtæki óttist, að ekki yrði samkomulag á ráðstefn- unni um þetta atriði, ef ekki yrðu gerðar einhliða ráðstafánir. t frumvarpinu er lagt til, að bandarisku stjórninni verði heim- ilt að taka eignarrétt á þeim svæðum landgrunns, sem likur séu til, að gefi góðan arð, og veita fyrirtækjum leyfi til námuvinnslu þar. Leyfi skulu veitt fyrir svæðum, sem hvert um sig sé 40 þúsund ferkilómetrar, og skuli fara allt niöur i 10 metra dýpi á hafsbotninum. —HH TÖKUM UPP DAGLEGA MIKIÐ AF FALLEGUM VÖRUM Litaður kristall, mikið úrval. Antik-kristall, rúbín-rauður. Handskorinn og vélskorinn kristall Kjörorð okkar er: vðrur fyrir alla - verð fyrir alla TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.