Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 7
Vísir Föstudagur 22. september 1972 7 Vilja þar vera með eða ekki, — þar stendur hnifurinn i kúnni. I öllu þvi fjargviðri sem orðið hefur um þetta t.d. i Noregi, hefur mest verið fjasað um það, hve miklu óhagstæðari aðild sé en það frjálsa viðskiptalif sem rikt hef- ur. Litið þýðir að fjása um það sem ekki verður breytt, i stað þess aö koma að kjarna málsins, hvort sé hagstæðara að standa innan eða utan þess veruleika sem Efnahagsbandalagið nú er. Þar með fylgir ákvörðun um það, hvort menn séu reiðubúnir að taka á sig lffskjaraskerðingu með öllum þeim margvislegu erfið- leikum sem þvi fylgja. Hvort eru t.d. andstæöingar aðildar reiðu- búniraðsamþykkja 10% almenna kauplækkun eða mikla gengis- lækkun, sem hlyti að leiða af þvi að standa utan við bandalagið, til þess að forðast stöðnun og at- vinnuleysi. En þann vanda forð- ast andstæðingarnir viða að hug- leiða eða færa i tal. Hin harða mótspyrna i Noregi sprettur mjög upp úr þeirri ósk að fá að halda áfram gömlu þróun- inni óbreyttri, en hún á lika rætur að rekja til þeirrar óhagstæðu áhrifa sem aðild kann að hafa á fiskveiðar og landbúnað. Það er enginn vafi á þvi að norskir fiski- menn og bændur kjósa einir út af fyrir sig og telja hagstæðara að standa fyrir utan. En á móti koma hagsmunir iðnaðar og sigl- inga. Þær stéttir sem að þeim greinum starfa geta orðið fyrir geysilegum skakkaföllum við það að standa fyrir utan, sem gætu leitt af sér tekjurýrnun og at- vinnuleysi. Margvislegar aðrar ófyrirsjáanlegar afleiðingar geta valdið margra ára stöðnun. Þar 'eru hagsmunir sem eru svo miklu stærri en hagsmunir fiskimanna og bænda i Noregi, að Trygve Bratteli forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir, að hann muni segja af sér, ef aðild fái ekki meiri- hluta. Og þá strax munu svo miklir erfiðleikar bæra á sér i efnahagslifi Noregs, að það verð- ur ekki séð að nein ný stjórn yrði mynduð, þar myndi taka við næstum þvi stjórnleysi. Og frá Danmörku berast fregn- ir um það, að stjórnarflokkurinn, lika Jafnaðarmenn, liti mjög dökkum augum á það, ef aðild að Efnahagsbandalaginu nær ekki samþykki. Þar með myndi stór- felldur tollur leggjast á allan landbúnaðarútflutning Dana, bæði til Þýzkalands og Bretlands, og þegar i stað yrði að fram- kvæma með einhverjum hætti kjararýrnun. Er helzt taliö, aö gripa yrði til þess ráðs að hækka söluskatt þegar i stað úr 12% i 25%. Ofan á þessar áhyggjur bætist svo ótti þessara þjóða við það, að hinir gömlu Þjóðverjar verði alls ráðandi i Efnahagsbandalaginu. Þjóðverjarnir sem á sinum tima réðust með hernaði gegn þeim og kúguöu þá löng og dimm styrjaldarár. Og það eru á sveimi hugmyndir um alræði hins þýzka stórfjármagns. Til að svara þeim ótta hafa fylgismenn aðildar bæði i Noregi og Danmörku leitað til sjálfs Willy Brandts kanslara Þýzka lands og hann hefur haldiö. sjón- varpsræðu á góðri norsku og átt sjónvarpssamtöl, þar sem hann hefur einmitt lagt áherzlu á það, hve mikilvægt það væri fyrir holla þjóðfélagsþróun i Evrópu, að Norðurlöndin gerðust aöilar að bandalaginu og gætu þannig stuðlað að réttri þróun mála i álf- unni. Hann orðaði það svo, að þátttaka Norðurlanda yrði eins og vitamin-inntaka fyrir Evrópu. Ennfremur lagði hann áherzlu á það, hve mikil áhrif smárikin heföu einmitt i Efnahagsbanda- laginu, þau hefðu hvert um sig einn fulltrúa i öllum ráðum, með- an stærstu rikin fengju ekki nema tvo. Þau fengju þvi vissulega sterka aðstöðu til að koma sinum sjónarmiðum fram. Og ennfrem- ur lagði hann áherzlu á það, hve nauðsynlegt það væri einmitt nú, til að kom fram hinni friðsamlegu stefnu gagnvart Rússum, að Evrópa væri sterk og sameinuö, Það væri stór framtiðarvon um bættan heim, og til þess að stuðla að þvi þarf Evrópa að leggja saman kraftana i voldugri og friðsamlegri framfarasókn. Af þvi mun hlutur allra batna, þegar til lyktanna kemur. Þorsteinn Thorarensen Ásgeirsson fyrrv. forseti Islands f. 13. maí 1894— d. 15. september 1972 Með herra Ásgeiri Asgeirssyni er horf- inn maður, sem um marga áratugi setti óvenjulega sterkan og heillarikan svip á islenzkt þjóðlif. Hans mun lengi verða minnst sem eins af merkustu og mikilhæf- ustu sonum Islands á þessari öld, og siðari kynslóðir, sem kynna sér lifsferil hans, munu lita á hann með aðdáun og viröingu. Herra Asgeir Ásgeirsson fæddist á Kóranesi á Mýrum, sonur hjónanna Asgeirs Eyþórssonar, kaupmanns þar og •siðar bókhaldara i Reykjavik, og Jensinu Bjargar Matthiasdóttur, en þau fluttu hingað til bæjarins þegar hann var sjö ára að aldri. Eigi að siður var hann hvert sumar i sveit til 21 árs aldurs, þegar hann hafði lokið guðfræðiprófi, lengst af hjá hinum merku hjónum Asgeiri og Ragn- heiði i Knarrarnesi, foreldrum Bjarna heitins Asgeirssonar sendiherra, og einnig á Alftanesi. A þessum árum mótaðist hann mjög af sveitalifinu og lærði til allra verka, bæði á sjó og á landi. Þetta var honum að sjálfs hans sögn ómetanlegur undirbúningur fyrir siöari lifsstörf. Hann hefur sagt skemmtilega og af mikilli glöggskyggni frá Mýrunum. og æskuárum sinum i bókinni „Móðir min”, sem margir hafa lesið. Einnig dvaldi hann tvö sumur hjá Gunnari Olafs- syni, síðar alþingismanni og þrjú sumur hjá Stefáni i Möðrudal á Fjöllum. Svo sem að framan greinir taldi hann sjálfur að þetta allt hefði verið sér mikils- verð fræðsla og aukið mjög skilning sinn á lifsháttum og lifskjörum þjóðarinnar og þvi komið sér að miklu gagni þegar hann lagði út á stjórnmálabrautina. Hann var kjörinn á þing fyrir Vestur-lsafjaröar- sýslu áriö 1923 og siðar fræðslumáiastjóri 1927. Áður hafði hann verið biskupsritari um skeið og kennari við kennaraskóla Islands, er Magnús Helgason var skóla- stjóri. Tókst með þeim mikil vinátta, og sagt er að séra Magnús hafi metið hann flestum eða öllum samstarfsmönnum sin- um meir, og var það mikil viðurkenning fyrir ungan mann, frá slikum öðlingi og vitmanni sem séra Magnús var. Þingmennskunni gegndi Asgeir óslitið i 29 ár, eða þar til hann var kjörinn forseti landsins 1952. Munu þess fá dæmi, að þingmaður sé jafnmikils metinn og ást- sæll i kjördæmi sinu svo langan tima, bæði af fylgismönnum og andstæðingum. Voru þær vinsældir langt umfram það sem atkvæðatalan sagði oft til, af ástæðu'm, sem óþarft er að rekja, enda var hann alltaf boðinn og búinn til að greiða götu sýslubúa, þótt hann vissi að þeir fylgdu honum ekki að málum við kjörborðið og úrslitin i kjördæmi hans i forsetakosningunum sýndu það bezt, hve miklum vinsældum hann átti þar að fagna. Árið 1930 var Ásgeir Ásgeirsson kjörinn forseti sameinaðs Alþingis fyrir þúsund ára hátið þess. Má fullyrða að það var einróma álit islenzku þjóðarinnar og hinna. erlendu gesta, að hann hefði leyst það vandasama starf af hendi með þeim virðuleik og glæsibrag, sem varð Islend- ingum til hinnar mestu sæmdar, enda þess minnst og hann æ siðan einn af þjóðarinnar mest metnu sonum. Ræða sú, sem hann hélt við það tækifæri, mun ávallt verða talin meðal þess bezta sinnar tegundar, sem islenzkur maður hefur samið. I embætti forsætisráðherra, sem hann tók við nokkru siðar, sýndi hann, hve vel hann var til virðingar og ábyrgðarstarfa fallinn. I fjölmörgum nefndarstörfum, sem honum voru falin, t.d. i utanrikis- málanefnd, gengisnefnd og milliþinga- nefnd i bankamálum, svo nokkuð sé nefnt, reyndist hann hinn trausti og gætni vit- maður, og sem sendimaður þjóðar sinnar á erlendum vettvangi vakti hann alls- staðar athygli fyrir skarpa vitsmuni, háttvisi og prúðmannlega framkomu. Hann var talinn einstaklega laginn samn- ingamaður, og það mun a.m.k. hafa verið viðurkennt þegar öldur stjórnmálanna gegn honum hafði lægt og hann var kom- inn i friðarhöfn, að honum hafi æði oft tekizt að bera klæði á vopnin er ólik sjónarmið og ofurkapp vegna flokkslegra hagsmuna ógnaði afgreiðslu þjóðnýtra mála. Hann mun þá oft hafa fundiö leiöir til sátta og samkomulags, sem urðu til þess að afstýra vandræðum og alþjóð til heilla. Hann var gætinn málafylgjumað- ur, fastur fyrir, ef þvi var aö skipta, en þó alltaf með lipurð og gætni. Þótt stundum væri i hita baráttunnar hart og ómaklega að honum vegið, svaraði hann aldrei i sömu mynt. Hann lét heldur aldrei binda sig svo sterkum flokksböndum, að hann biði tjón á dómgreind sinni og samvizku. Þessir eiginleikar öfluðu honum almenns trausts og virðingar með þjóðinni, svo sem siðar kom i ljós á ótviræðan hátt, þótt þeir væru ekki alltaf metnir og viður- kenndiraf öllum meðan stjórnmálaátökin voru -hörðust. Herra Ásgeir Asgeirsson var mikið glæsimenni að vallarsýn og framkoma hans óvenju tiginmannleg, svo að hann vakti sérstaka athygli hvar sem hann fór, en mest var þó vert um mannkosti hans. Viðmót hans var hlýtt og látlaust. Hann var viðurkenndur mikill gáfumaður, óvenjulega fjölmenntaður og viðlesinn. Hann las feikna mikið af góðum bók- menntum, og ég hygg að vandfundinn sé maður með jafn staðgóða þekkingu á eins mörgum efnum. Hann hafði lagt mikla stund á að kynna sér utanrikis- og al- þjóðamál. Hann var frábærlega vel að sér i sögu mestu menningarþjóða heims að fornu og nýju og mörgum öndvegisritum heimsbókmenntanna, islenzkum fornbók- menntum og þjóðarsögu. Það er rétt, sem sagt var um hann látinn i einu dagblað- anna, að á sögu þjóðar sinnar hafði hann djúpan skilning og sótti gjarnan þangað mælikvarða til mats á vandamálunum og máli sinu styrk og kunni með að fara af óvéfengjanlegu listfengi. Minni hans var frábært og i góðra vina hópi hafði hann á takteinum aragrúa af skemmtilegum, græskulausum sögum frá löngum og við- burðarikum lifsferli. Jafnframt þvi sem hann var alvörumaður var hann gæddur einkar viðfelldnum húmor, sem gladdi marga vini hans og samferðamenn á góðum stundum. Herra Ásgeir Ásgeirsson var mikill gæfumaður i einkalifi sinu og ekki mundi hann una þvi vel, að svo væri um hann ritað látinn, að ekki væri minnzt á eigin- konu hans, frú Dóru Þórhallsdóttur biskups Bjarnasonar. Þau gengu i' hjón- band hinn 3.oktober 1917, Frú Dóra reynd- ist eiginmanni sinum traustur og mikil- hæfur lifsförunautur, enda miklum og góöum hæfileikum búin, eins og hún átti kyn til. Þegar kaldast blés á móti og ýmsir erfiðleikar steðjuðu að, var hún honum stoð og styrkur, sem aðeins miklar mannkosta- og hæfileikakonur geta verið. Þegar frú Dóra lézt, hinn 10. september 1964, var það að sjálfsögðu ólýsanlega þungt áfall, en hann tók þvi með þeirri stillingu og andlega þreki, sem honum var gefið. Hann lét einhverntima þau orð falla, að þeir sem lifið hefði gefiö eins mikla hamingju og sér, mættuveraviðþvi búnir, ekki sizt þegar á ævina liði, að eitt- hvað af þvi dýrmætasta yrði aftur frá þeim tekið, og sér bæri að vera þakklátur fyrir hve lengi hann hefði fengið að njóta samvista við sina mikilhæfu konu. Þessi afstaða til lifsins ber vott um mikinn and- legan þroska, sem aðeins fáum er gefinn. Fjölskyldulif herra Ásgeirs Ás- geirssonar var, eins og áður segir, fagurt og hamingjurikt og barnalán þeirra hjóna mikið. Eftir fráfall frú Dóru, eins-og reyndar alla tið, naut hann mikillar ástúðar og umhyggju sonar sins og dætr- anna tveggja, tengda- og barnabarna, sem nú kveðja hann með djúpum söknuði og hugljúfum minningum Sú er einnig kveðja islenzku þjóðarinnar. Með þökk og djúpri virðingu verður nafn hans geymt i tslandssögunni um ókomna tima. Að lokum skulu honum færðar sérstak- ar þakkir frá Frimúrarareglunni á Is- landi fyrir það sem hann vann henni með glæsilegri forystu um langt skeið, félags- skapnum til ómetanlegs vegsauka og sæmdar. Skarð hans stendur nú opið og ófyllt og jafningi hans að virðuleik og vin- sældum verður þar trauðlega fundinn. Viglundur Möller.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.