Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 13
Visir Köstudagur 22. september 1972 13 Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Indœla barnfóstran átti þátt í að senda smábörn í gasklefana ibúar þess virta hverfis „Queens" i New York urðu skelfdir er þeir fyrir skömmu uppgötvuðu það, að nágranni þeirra, hin við- kunnalega Hermie Ryan, sem alltaf hafði verið svo blið og góð, hafði áður fyrrum verið ófyrirleitinn böðull og barnamorðingi. ibúar þess virta hverfis „Queens” i New York uröu skelfdir er þeir fyrir skömmu uppgötvuöu þaö, að nágranni þeirra, hin viökunnalega Hermie Ryan, scm alltaf hafði verið svo bliö og góö, hafði áöur fyrrum verið ófyrirleitinn bööuil og barnamoröingi. Þegar i staö var þvi komiö i gcgn, aö hún yröi svipt rikis- borgararctti sinum á þeim for- sendum, aö hún væri „grimm, haldin kvalalosta, hrottafengin og að hún hafi að ástæðulausu bariö og myrt varnarlausa fanga”. Þessi hjálpsama kona sem átti það svo oft til að gefa börnunum I hvcrfinu is, og sem alltaf var til- búin til aö lita eftir yngstu börn- unum. þegar pabbi og mamma skruppu i bæinn, var fyrir 2(i árum þátttakandi i þvi aö senda börn i gasklefana i Ravensbrúck. Þá þegar haföi hún komizt aö raun um, hvernig hclzt bæri að bera sig til við aö komast i vin- fcngi viö börn.llún lokkaði þau burt frá foreldrunum með þvi að telja þeim trú um. að hún vildi fara meö þau þangaö sem þau mundu fá mjólk aö drekka tvisvar á dag. Þá fcngust þau til að ganga meö ánægju upp i hóp- feröabilana. Ákæran á hendur . Herminu Ryan, fæddri Braunsleiner, hefur verið til rannsóknar um nokkurt skeiö. Hún hefur vcrið dregin fyrir rétt i Wien, fyrir til- stilli Simons Wiesenthal. sem. unnið hefur að þvi að grafast fyrir um striðsglæpi nasista á striösárunum. Hægt en sigandi safnar hann vitnisburöi gegn llerminu. F'yrir rúmlega viku iýsti 71 árs gömul kona, Aaron Kaufman þvi fyrir réttinum, þcgar hún varð vitni aö þvi að Hermina mis- þyrmdi fimm konum og barni til dauöa i útrýmingarbúöunum i Maidanek i Póllandi. Hún er sökuö um að hafa átt stóran þátt i að úrtrýma 1,3 milljónum manneskjum. Frú Ryan hefur lýst þvi yfir, aö hana taki þaö sárast aö liafa verið svipt atneriskum rikisborgara- rétti sinum. Hún viöurkennir aö vera Hermina Braunsteiner, en þverneitar að hafa átt þátt i fjöldamorðunum á pólsku gyö ingunum —scgir þau hafa átt sér stað þá átta mánuöi, sem hún hafi legiö á sjúkrahúsi. Mikill ferðamannastraumur liggur nú i Quccns, hverfiö sem llermina bjó i eftir að hún haföi flutt i Ameriku. Kinkum eru það gyðingar, sem leggja leið sina i hverfið til aö fá séö hús bööulsins. EB cða ekki EB? Það er hin brennandi spurning þcssa dagana. i Noregi vcrður þjóðaratkvæöagreiösla um málið nk. sunnudag og skömmu siðar i Danmörku. Af þvi tilefni cr það, sem við birtum þcssa mynd af danskri stúlku, sem ekki fcr dult með sitt atkvæöi. Og hún mót- mælir á harla „þjóölegan” liátt! Góðar fréttir og slœmar.... VINSÆLDALISTAR AMERÍKA Matthias og Jakob lágu saman á tveggja manna sjúkrastofu og reyndu að hafa ofan af hvor fyrir öðrum. Einn morguninn kemur yfirlæknirinn inn á stofu til þeirra og tilkynnir Matthiasi, að hann hafi tvær fréttir að færa — aðra góða hina slæma. — Hvora frétt- ina viltu að ég segi þér fyrst, Matthias? spurði yfirlæknirinn. Matthias hugsaði sig um stutta stund og valdi svo slæmu fréttina. — Allt i lagi. Á morgun neyð- umst við læknarnir til að taka af þér báða fæturna, sagði þá lækn- irinn. Matthiasi brá illa, en eftir augnablik bað hann um að fá að heyra góðu fréttina. — Ég geri ráð fyrir, að það gleðji þig. Matthias, byrjaði læknirinn. — hann Jakob hérna er til i að kaupa af þér buxurnar fyr- ir 98 krónur! (2) 1 LONG COOL WOMAN, IN A BLACK DRESS (4) 2 BACK STABBERS (3) 3 ALONE AGAIN(NATURALLY) (8) 4 ROCK AND ROLLPART2 (1) 5 I’M STILL IN LOVE WITH YOU (9) (i BABY DON’T GET HOOKED ON ME (10) 7 BLACK AND WHITE (7)8 YOU DON’T MESS AROUND WITH JIM (12)9 SATURDAY IN THE PARK (11) 10 THE GUITAR MAN Hollies O’Jays Gilbert O’Sullivan Gary Glitter A1 Green Mac Davis 3 Dog Night Jim Croce Chicago Bread ENGLAND (2) 1 MAMA WEER ALL CRAZEE NOW (1)2 YOU WEAR IT VVELL (3) 3 STANDING IN THE ROAD (9) 4SUGAR ME (14) 5 VIRGINIA PLAIN (7) 6LAYLA (5) 7 IT’S FOUR IN THE MORNING (15) 8AIN’TNO SUNSHINE (4) 9 ALL THE YOUNG DUDES (10) 10 I GET THE SWEETEST FEELING Slade Rod Stewart Blackfott Sue Lynsey De Poul Roxy Music Derek &The Dominoes Faron Young Michael Jackson Mott the Hoople Jackie Wilson Mai Zetterling sænsk kvikmyndastiarna og leikstjóri mun i samvinnu við niu aðra heimsfræga kvikmynda leikstjóra vera að vinna að kvikmynd um OL i Múnchen. Kenneth More sá þekkti brezki kvikmyndaleikari hefur lýst sig fúsan til að taka aö sér hlutverk i sjónvarps- mynd, sem gerir þær kröfur til hans. að hann striplist eitthvað i einu atriöa myndarinnar. Alec Guinness aölaður brezkur kvikmyndaleikari hefur hlotið verulega frægð sem málari. Oliumálverk hans fara á sem svarar 240 þúsund fsl. kr. i London. Julie Andrews olli aðdáendum sinum miklum vonbrigðum er hún kvaðst vera hætt kvikmyndaleik og vilja snúa sér óskiptri að þvi aö semja barnabækur. En nú er hún svo sannarlega komin fram á sjón arsviðið á nýjan leik. Hún hefur nefnilega tekiö að sér stjórn sjónvarpsþáttar i Bandarikjunum viö miklar vinsældir. Ann Margret sem við sögðum frá um daginn, að skaddast hefði á andliti og fótbrotnaö við 12 metra hátt fall ofan af danspalli, kemur vart til með aö dansa á ný, að þvi er læknar hennar hafa upplýst. James Bond er svosem enginn dýrlingur, segir Roger Moore, en kveðst samt spenntur að taka til við hlutverk hans. ,,Ég þori að veðja heilum vindlakassa upp á það, að ég verð sá bezti 007, sem fram hefur komið fyrr eöa siðar,” segir Moore digurbarka- lega. Sophia Loren kveðst reiöubúin til að hætta öllum leikaraskap i framtiðinni til að geta sjálf annazt uppeldi barna sinna. Já, barna sinna. leikkonan ber nú eitt til viðbótarundirbelti.Carlo —eina barn hennar^- talar orðið bæði itölsku og ensku.Enskuna talar hann með talsverðum cokney-hreim, sem að sögn móöurinnar, kemur til af þvi, hversu mikið hann hefur setið yfir sjónvarpinu. Uean Martin ameriski glaumgosinn og leikarinn, hefur aug lýst hina stórkostlegu villu sina i Hollywood til sölu. Hann kærir sig ekki um minna en 60 milljónir króna fyrir eignina. Gina Lollobrigúfa hefur upplýst hvað Varöveitt hefur fegurð hennar allt til þessa dSgs, en leikkonan er nú fer tug orðin. „Sofið ávallt aö minnsta kosti sjö tima á sólarhring,” segir hún. Og bætir við ööru veigamiklu atriði: ,,0g notið lika alltaf brjósta- haldara. Fyrir utan hvað það er dónalegt að gera þaö ekki, er það mjög óhollt að ganga um án þeirra.” Heinz Ríihmann þýzki kvikmyndaleikarinn vinsæli, hefur verið heiðraður með hinum stóra heiðurskrossi með stjörnu. Ruhmann stendur á sjötugu. Steve McQueen stórstjarna, hefur tekið að sér hlutverk enn einn- ar kappaksturshetjunnar i kvikmynd sem á að fara að gera. En nú var hann ekki til viðræðu um hlutverkiö fyrr en það hafði verið tryggt, að hann færi sjálfur með hættulegustu atriði mynd- arinnar. Sér þætti harla litið spennandi að þurfa alltaf aö sitja hjá og horfa á statista fara með þau atriði myndarinnar, sem mest fúttiö væri i. Myndinni hefur verið valið nafnið „Junior Bonn- er”. Raquel Welch hefur um langt skeið verið kölluð „spóaleggur” af vinum sinum, sökum þess hversu mjóa ieggi hún hefur. En hún kærir sig kollótta og svarar: — Hverjum kemur þaö viö? Það er bara ég ein, sem þarf þeirra viö.... Zsa Zsa Gabor býr sig nú undir endurkomu sina i kvikmynda- verin. Hún hefur tekið sér hlutverk þeirrar sögu- frægu njósnakonu „Mata Hari” i nýrri enskri kvikmynd „Up the Front” ásamt Frankie Ho- ward. Andy Williams ameriski söngvarinn, fékk nýlega gullplötu senda frá „Phonogram”-fyrirtækinu i Sviþjóð. Hann er annar, sem hlotið hefur þá viðurkenn- ingu. Hin persónan, sem hana hefur hlotið er Astrid Lindgren, „móðir” Linu langsokks.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.