Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 1
vísm
(12. árg. —Mánudagur ll.desember 1972 — 284. tbl.
ENGAN „TAXA" AÐ FÁ
Það liggur ekki ljóst fyrir, hvort vinnutimastytting leigubifreiðastjóra hafi komið til framkvæmda
klukkan fimm á föstudaginn eins og ráögert hafði verið. Þá voru nefnilega fæstir þeirra i akstri, heldur
á áriðandi fundi um mál sin. Annar fundur dró þá lika burt af götunum á iaugardaginn. Þá sátu þeir I
fjóra klukkutima i Laugarásbiói með stjórn Frama og voru leigubilastöðvar aljar lokaðar á meðan.
Kinmitt þá er mest traffik var i bænum vegna þess að verzlanir voru opnar fram til kiukkan sex. Þeir
sem lentu i þrengingum i gærmorgun, gátu ekki heldur fengið leigubifreið með þvi einu að smella fingri.
ófærðin á götum borgarinnar var jafn erfið leigubifreiðum sem öðrum bifreiðum.
Sjá fréttir af kjarabaráttunni á baksiðu.
Skoðanakönnun Vísis:
Stjórnin 44%
andstœðir
56%
Það er spennandi að vita,
hvað mönnum finnst um
rikisstjórnina, og þetta hefur
Visir kannað. Staðan er þessi
samkvæmt könnuninni:
Stjórnin 44%, andstæðir
stjórninni 56%.
Stjórnin er i minnihluta,
reyndar eru rikisstjórnir oft i
minnihluta á miðju kjör-
timabili. Sjá bls. 2
*
Kínverskir sauða-
þjófar felldu
rússneska hermenn
Soðið hefur upp úr deilum
Kinverja og Rússa um
landamæri rikjanna, og
flokkur Kinverja laumaðist
innyfir landamærin tii Rúss-
lands, þar sem kom til blóð-
ugra átaka.
Fimm rússneskir hermenn
féllu, og nokkrir sauðahirðar
voru drepnir. — Kinverjar
hafa svaraö mótmælum
Rússa með þvi, að þarna
væru á ferðinni sauðaþjófar,
sem þeir bæru enga ábyrgð
á. Sjá bls. 5
¥
Flautukonsert
í Laugardalshöll!
Tveir leikir i 1. deild ts-
landsmótsins i handknattleik
voru háðir i Laugardalshöll-
inni i gærkvöldi. ÍR sigraði
Hauka i leik,, sem einkennd-
ist af miklum flautukonsert
annars dómara lciksins, með
22-20. Þá sigruðu íslands-
meistarar Fram Reykja-
vikurmeistara Vikings með
21-18.
Sjá iþróttir bls. 11, 12, 13 og
14.
*
,Myndin af
Bormann'
fölsuð?
„Ljósmynd, sem átti að
vera af Martin Bormann i
Argentinu, var áreiðanlega af
menntaskólakennara i Buenos
Aires — manni af nafni Rod-
olfo Nicolas Siri,” hefur
fréttastofan Associated Press
eftir eiginkonu kennarans.
„011 þessi saga Faragos um
Bormann i Argentinu er
þvættingur,” segir eiginkon-
an, og fullyrðing hennar er
studd af unga leyniþjónustu-
manninum, sem var á þessari
ljósmynd enska blaðsins Daily
Express.
Jose Juan Velasco, ungi
maðurinn, sem sást á mynd-
inni á tali við „Bormann”,
eins og blaðið fullyrti, segist
ekkert kannast við það að hafa
rakið uppi slóð Bormanns og
fullyrðir, að þau skjöl, sem
rithöfundurinn Farago hefur
vitnað til, séu fölsk.
Bílbrunmn við
Gljúfrastein
Lögreglan veit ekki
orsakir sprengingarinnar
Ökumaðurinn látinn — Hetjudáð Jóns Gunnars nœgði ekki til að bjarga honum
Nú um helgina varð sprenging i
fólksbil i Mosfellssveit skammt
frá Gljúfrasteini, húsi Halldórs
Laxness. Við sprenginguna kom
upp eldur i bilnum og varð hann
samstundis alelda. Einn maður
var i bilnum og byrjuðu föt hans
strax að loga. Maðurinn brennd-
ist injög mikiö, og lézt hann á
Landsspitalanum i gærkvöldi af
völdum brunasára.
Ungur maður var staddur þar
nærri sem slysið átti sér stað og
kom hann manninum til hjálpar
og slökkti eldinn i fötum manns-
ins. Strax var sent eftir sjúkrabil
og var maðurinn fluttur á sjúkra-
hús.
Lögreglan getur enn enga skýr-
ingu á þvi gefið, hvað hafi orsak-
að sprenginguna i bilnum. Billinn
gjöreyðilagðist af eldinum og
erfitt er að finna orsök brunans.
Helzt er hallazt að þvi að benzin-
gufa hafi verið i bilnum og neisti
orsakað sprenginguna.
„Ég var staddur svo sem
tuttugu metra frá bilnum, þegar
hann stóð allt i einu i ljósum log-
um. Þegar þetta gerðist var bill-
inn nokkra metra fyrir ofan af-
leggjarann heim að Gljúfrasteini,
en hann rann siðan áfram og
stöðvaðist á girðingu.” Þetta
sagði Jón Gunnar Ottósson ungi
maðurinn sem náði manninum út
úr brennandi bilnum og slökkti i
fötum hans, sem voru þegar orðin
alelda.
„Ég geri mér ekki alveg ljóst i
hvaða röð þetta gerðist allt sam-
an, þetta bar allt svo brátt að,
sagöi Jón ennfremur og kvaðst
ekki geta fullyrt hvort eldurinn
hafi brotizt út með sprengingu
eða hvort hún hafi komið á eftir.
„Ég vil ekki að það sé verið að
gera neina hetju úr mér fyrir
þetta, hver og einn hefði gert það
sama i minum sporum. Satt að
segja hefur mér liðið bölvanlega
siðan þetta átti sér stað og óþægi-
legar hugsanir leita á mann eftir
þessa lifsreynslu, sagði Jón
Gunnar að lokum.
Kíllinn stóð i Vökuporti i inorgun, en ekki sást til rannsóknarmanna.
ÞM/LÓ
Fœrð að lagast
á vegum
Þó ófœrt á einstaka stað
Færð hefur teppzt á nokkrum
vegum vegna snjóþyngsla og má
sem dæmi nefna veginn yfir
Mýrdalssand, sem nú er mjög
þungfær og talinn að mestu ófær
bifreiöum nema þá einhverjum
þvi stærri og sterkari. Að þvi er
Hjörleifur ólafsson hjá Vegagerð
rikisins tjáði blaðinu i morgun
verður sá vegur athugaður á
morgun.
Suðurlandsvegur hefur orðið
fyrir barðinu á snjóþyngslum að
einhverju leyti, en vegurinn
verður hreinsaður i dag. Agæt
færð er yfir Hellisheiði, og
Þrengsli eru opin. í gær reyndust
ökuskilyrði slæm, og þá einkum
vegna þess hve veður var þungt
og dimmt. Ekki kvaðst Hjörleifur
vita til þess að nokkrir hefðu lent
i hrakningum á vegum, en ein-
hverjir festust þó.
Smávegis ófærð var á Hellis-
heiði i gær, og einnig reyndist
slæmur vegurinn i Hvalfirði.
Greiðfært er þó þar i dag.
Engar áreiðanlegar fréttir hafa
borizt af norðanverðu landinu, en
eftir þeim fregnum, sem þó hafa
borizt, virðist ófært til
Haganesvíkurog
Siglufjarðar. -EA.
DAGAR
TIL JÓLA