Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 11. desember 1972
Visir. Mánudagur 11. desember 1972
13
Umsjón: Hallur Símonarson
Jóbannes (iunnarsson, linumaburinn snjalli hjá ili, sendir kniittinn í mark llauka. l.jósmynd Bjarnleifur.
Flautukonsert í höllinni
Kæruleysislegur leikur
Hauka upphafsminútur
siöari hálfleiks rændi þá
öllum möguleikum á aö ná
stigi gegn iR i Laugardals-
höllinni i gærkvöldi. Bryn-
jólfur Markússon var þá af-
ar virkur i liði í R — renndi
sér inn i sendingar Hauka
og skoraöi fjögur mörk i
röö. IR-ingar komust sjö
mörkum yfir 14-7 og eftir
þaö var sáralítil spenna í
leiknum þó svo Haukum
tækist aö minnka mjög
•oooooooooooooooooooooooo•
SKIÐA
SKIÐA-
jakkar
SKÍÐA-
buxur
hanzkar
SKIÐA-
gleraugu
SKIÐA-
SKIÐA-
skór
stafir
Aldrei
meira
úrval
Póstsendum
Sportval
l......
Hlemmtorgi — Simi 14390
OOOOOOOOOOO0OOOOOOOOOOO®'
muninn og töpuðu aðeins
meö tveggja marka mun
20-22.
Annars einkenndist þessi leikur
af miklum flautukonsert og bein-
linis töfum annars dómara leiks-
ins, Hannesar Sigurðssonar,
þannig, að hann stórskemmdi
leikinn. Hinn ágæti orðstir
Hannesar sem dómara fer vissu-
lega að komast i hættu ef þeim
ósköpum heldur áfram, sem hann
helur tamið sér i siðustu leikjum.
Hinn ágæti dómari Karl Jóha-nns-
son beinlinis gafst upp á þvi að
taka þátt i flautukonsertinum —
nákvæmlega eins og Jón Frið-
steinsson á dögunum — snerti
varla flautu sina, en áfram gall
flauta Hannesar, stöðugt og nær
ærandi fyrir leikmenn og áhorf-
endur. Hann dæmdi leikinn að
mestu einn — tók leikmenn hvað
eftir annað i kennslustund og þær
tafir, sem við það sköpuðust, urðu
margar minútur, auk þess sem
leikmenn stóðu oft hreyfingar-
lausir 10-15 sekúndur i einu, með-
an dómarinn var að skrifa ein-
hverjar athugasemdir niður i bók
sina. Það er talað og skrifað um
leiktafir liða — en er það ekki
skylda hvers dómara að láta leik-
inn ganga sem snuðrulausast fyr-
ir sig — koma i veg fyrir tafir
leikmanna og sjálfs sin? Og er
það ekki leikmanns eða leik-
manna að leika aðalhlutverk
leiksins — en ekki dómara?. —
Haukar byrjuðu betur — skor-
uðu tvö fyrstu mörkin i leiknum.
En siðan komust ÍR-ingar i gagn-
ið — fjögur næstu mörk leiksins
voru þeirra, og eftir það hafði tR
oftast örugga forustu til loka.
Munurinn var þrjú til fjögur
mörk siðari hluta fyrri hálfleiks-
ins og staðan i feikhíéi 10-7. Þegar
svo Brynjólfur skoraði fjögur
fyrstu mörkin i siðari hálfleik og
IR-ingar komust i 14-7 gátu úrslit-
in varla orðið nema á einn veg —
sigur 1R. En eftir hina góðu byrj-
un i siðari hálfleiknum fóru 1R-
ingar að gefa eftir — Brynjólfur
var tekinn útaf um tima — og
Haukar skoruðu nokkur mörk.
Staðan varð 14-11, en þá kom
Brynjólfur inn á aftur og eftir 12
min. var staðan orðin 17-11 fyrir
1R. Og fjögurra til fimm marka
munur hélzt lengi vel — en svo
skoruðu Haukar þrjú mörk i röð
og á 26 min. var staðan orðin 20-18
fyrir ÍR. Smá von vaknaði hjá
Haukum um stig, þó vonin væri
ekki mikil i þessum tafanna leik.
Og það reyndist ekki — timinn
rann i burtu og bæði liðin skoruðu
tvö mörk. Lokasekúndurnar voru
tveir IR-ingar út af vegna brott-
reksturs, Vilhjálmur og Ólafur,
og allt tók þaö sinn tima. Lokatöl-
ur urðu þvi 22-20 fyrir ÍR — vissu-
lega minni sigur en útlit var fyrir
um tima.
Þrátt fyrir 20 mörkin átti Geir
Thorsteinsson enn einn stórleik-
inn i marki 1R — en varnarleikur
liðsins var ekki alltaf sem skyldi.
Gunnlaugur Hjálmarsson var
góðu gamni fjær — veðurtepptur
á Akureyri með liðinu, sem hann
þjálfar, Þrótti.
Mörk ÍR skoruðu Brynjólfur 9
(1 viti), Vilhjálmur 7 (4 viti),
Ágúst 3, Ólafur. Jóhanns og
Þórarinn Tyrfingsson eitt hver.
Fyrir Hauka skoruðu Ólafur 6 (5
viti), Sigurgeir 3, Frosti 2, Sturla
2, Stefán Jónsson 2, sem þó er
merkilega slakur núna, Þórður 2,
Guðmundur. Svavar og Sigurður
Jóakimsson eitt hver. —hsim.
Markvarzlan réð
úrslitum í leik
meistaraliðanna
þegar íslandsmeistarar Fram sigruðuReykjavíkurmeistara Víkings 21:18
Enn einu sinni varð mark-
varzlan Vikingum að falli i hin-
um þýðingarmikla leik við is-
landsmeistara Fram í Laugar-
dalshöllinni i gærkvöldi —
Framliöiö vann sigur á miklu
betri markvörzlu Guöjóns Er-
lendssonar, sem beinlínis lok-
aði marki sínu alveg langan
tima i síðari hálfleik, þó svo
leikur liösins væri lakari en
Vikings og miklu mun fá-
breyttari úti á vellinum. Loka-
tölur uröu 21-18 Fram i vil — en
einni minútu fyrir leikslok
haföi Fram aöeins eitt mark
yfir og allt virtist geta skeð.
Fram var með boltann og þá gerði
sóknarmaðurinn ungi hjá Fram,
Guðmundur Sveinsson, mikla vitleysu,
sem heppnaðist. Hann átti laflaust
skot i mitt mark Vikings, sem lak inn,
þegar Vikingsmarkvörður.inn Jón
Hákonarson, sem lék i stað Rósmund-
ar Jónssonar, sem var veikur, féll aft-
ur fyrir sig og knötturinn sigldi yfir
hann og innsiglaði sigur Fram. Skot,
sem markvörðurinn átti að gripa, og
Vikingur hefði þá haft minútu til að
jafna. En nú var munurinn tvö mörk
og vonin engin. Fram skoraði svo aftur
á siðustu sekúndunum eftir að Guðjóni
Magnússyni hafði verið visað af leik-
velli.
Þetta var lengstum jafn leikur og
allgóður, þó svo leikur Fram virkaði
á köffum þunglamalegur. Axei Axels-
son lék nú með að nýju eftir langt hlé
og var það vissulega styrkur fyrir
Fram. En sigur vann Fram þó fyrst og
fremst á þvi hve markvarzla hjá Vik-
ing var gloppótt og þau voru mörg
ódýr mörkin, sem Fram fékk i leikn-
um. Hins vegar varði Jón stundum
fallega linuskot Björgvins Björgvins-
sonar — vissulega óvænt.
Björgvin gekk ekkert i haginn allan
fyrri hálfleikinn og gerði sig svo sekan
i lok hálfleiksins um atvik, sem maður
hefði illa trúað á hann. Sigfús Guð-
mundsson — áberandi bezti maður á
vellinum i þessum leik — gætti Björg-
vins mjög vel allan hálfleikinn og i þau
fáu skipti, sem Björgvin kom skoti á
markið varði Jón. Sigfús fór að visu
engum silkihönzkum um Björgvin, en
þó kom eins og þruma, þegar Björgvin
sló Sigfús svo hann steinféll i völlinn.
Það varð að styðja hann af leikvelli
og Björgvin fékk ekki einu sinni tiltal
frá dómurum leiksins. En vissulega
hafði atvikið áhrif. Sigfús yfirgaf völl-
inn fljótt i siðari hálfleik og á meðan
skoraði Björgvin tvö mörk.
Eftir að Einar Magnússon lét
Guðjón Erlendsson verja frá sér vita-
kast á fyrstu minútu leiksins tókst
Stefáni Halldórssyni að skora tvö
fyrstu mörkin fyrir Viking. Ingólfur
Öskarsson jafnaði úr tveimur vita-
köstum fyrir Fram, en á S.min.komst
Vikingur afturyfir með marki Einars.
En Ingólfur var aftur á ferðinni og
skoraði tvö mörk fyrir Fram með laus-
um lágskotum. Vikingur jafnaði með
marki Páls á 9.min. Pétur Jóhannsson
náði aftur forystu fyrir Fram, en það
stóð ekki lengi. Einar jafnaði úr viti og
Sigfús skoraði sjötta mark Vikings
fallega af linu — hið fyrsta af fimm
góðum mörkum hans af linu, flest
skoruð eftir sendingar Einars.
Enn fékk Fram tvö viti i röð og
Ingólfur renndi rólega i markið —
alltaf á sama hátt. Sigfús skoraði tvö
næstu mörk og Páll kom Viking i 9-7 á
20.min. En lokakafla hálfleiksins varði
Guðjón vel og Fram jafnaði með
mörkum Axels og Ingólfs (viti). 9-9 i
leikhléi.
Páll skoraði 10. mark Vikings á 4.
min. en Björgvin jafnaði nokkru siðar.
Aftur komst Vikingur yfir á 8.min., en
svo kom stórkostlegur leikur Guðjóns i
markinu i veg fyrir Vikingsmörk iang-
an tima — eða i 11 minútur. Á sama
tima skoraði Fram sex mörk,
Björgvin, Sigurbergur, Axel, Sveinn
Sveinsson tvö og Ingólfur viti, og
Fram komst i 16-11. En svo fór Viking-
ur aftur að skora og smá saxa á for-
skotið þar til staðan var 19-18 og rúm
minúta til leiksloka. Og hætt er við, að
Framarar hefðu ekki orðið hrifnir af
framtaki Guðmundar að skjóta á
mark, i stað þess að reyna að halda
boltanum lokaminútuna. En skotið
slaka lenti i markinu og sigur Fram
var i höfn.
Mörk Fram i leiknum skoruðu
Ingólfur 8 (6 viti), Björgvin 3, Sigur-
bergur 3, Axel 2, Sveinn 2, Guðmundur
2 og Pétur 1. Fyrir Viking skoruðu
Sigfús 5, Páll 4, Einar 4 (3 viti), Stefán
3, Óiafur Friðriksson 1 og Viggó
Sigurðsson 1.
Dómgæzla Vals Benediktssonar var
góð i þessum leik, en hins vegar er Ey-
steinn Guðmundsson greinilega ekki i
neinni æfingu til að dæma leiki i 1.
deild. Það kom vel i ljós i leik FH og
KR á dögunum og endurtók sig nú,
þvi miður. Og þaðfurðuleta er að þrátt
fyrir endurtekin mistök leyfir hann sér
sem „útidómari" að breyta dómum
meðdómara sins, sem margsýnt hefur
að undanförnu að hann er i betri æf-
ingu sem dómari en jafnvel nokkru
sinni fyrr, enda mikiö dæmt bæði
heima og erlendis.
STAÐAN
Tveir leikir voru háðir i 1. deild ís-
landsmótsins i handknattleik i gær-
kvöldi i l.augardalshöllinni og urðu
úrslit þessi:
ÍK-llaukar 22-20
Fram- Vikingur 21-18
Staðan i mótinu er nú þannig:
FH 1 4 0 0 73-6 7 8
Valur 4 3 0 1 90-66 6
ilt 4 3 0 1 79-67 6
Fram 4 3 0 I 78-68 6
Vik. 4 2 0 2 81-79 4
Ilaukar 4 1 0 3 75-77 2
KK 4 0 0 4 61-82 0
Armann 4 0 0 4 58-89 0
Björgvin Björgvinsson fær „óblíðar" móttökur á linunni hjá þeim Guðjóni
Magnússvni og Ólafi Friðrikssyni. Ljósmynd Bjarnleifur.
Markahæstu leikmenn eru nú:
Geir Hallsteinsson, FH 30
Bergur Guönason, V'al 25
Brynjólfur Markússon, ÍK 25
Ingólfur óskarsson, Fram, 25
llaukur Ottesen. KK 22
ólafur ólafsson, HaukUm, 21
Kinar Magnússon, Vik. 20
Vilberg Sigtryggsson, A 20
Vilhj. Sigurgeirss., ÍK 19
ólafur II. Jónsson, Val 15
Guðjón Magnússon, Vik. 14
Bjiirgvin Björgvins. Fram, 13
Þórður Sigurðsson, tlaukum 13
Agúst Svavarsson, ÍK 12
Agúst Oginundsson, Val II
Gunnar Einarsson FH, ll
Gunnst. Skúlason, Val, 11
Páll Björgvinsson, Vik. 11
Stefán Halldórsson, Vik. 11
Björn Blöndal. KK. 10
llörður Kristinsson, Á io
N’æstu leikir eru á miðvikudags-
kvöld, 13. desember' Þá leika Armann
og Fram, Vikingur og KK.
Sigfús Guðmundsson átti mikinn „stjörnuleik" með Vikingsliðinu
af fimm mörkum sinum af linu i leiknum. I.jósmynd Bjarnleifur.
gærkvöldi og hér skorar hann eitt
Gefrnl
skgpar*
fótin fyrir
manniníi
■ /:
ÍllÍtlÍPjPll-f'
tesm&te
;
AUSTURSTRÆTI