Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 11. desember 1972
AP/NTB UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Landamœraskœrur Rússa og Kínverja:
Kínverskir „sauðaþiófar"
felldu rússneska hermenn
— en Rússar tortryggnir á að það hafi verið sauðirnir, sem sótzt var eftir
Það sauð upp úr í landa-
mæradeilu Rússa og Kín-
verja í siðasta mánuði, og
voru 5 rússneskir hermenn
drepnir og nokkrir
óbreyttir borgarar, þegar
kinverskir næturriddarar
laumuðust inn fyrir
landamæri Kazkhastan í
Ráðstjórnarrikjunum.
Þessar upplýsingar eru hafð-
ar eftir vestrænum sendiráðs-
mönnum i Moskvu, sem fullyrða
að þetta komi fram i skýrslum
sovézku leyniþjónustunnar.
Þessi viðburður, sem senni-
lega verður ekki staðfestur
opinberlega af hvorugum
aðilanum, er sá fyrsti þar sem
komið hefur til blóðsúthellinga á
landamærunum siðan 1969. Þá
skiptust hins vegar rússneskir
og kinverskir herflokkar á fall-
byssuskotum, og beitt var skrið-
drekum.
Sendiráðsmenn i Moskvu
segja, að fréttir af þessum sið-
ustu átökum hafi verið i
trúnaðarskýrslu, sem fáeinir
útvaldir rússneskir blaðamenn
fengu að sjá. Samkvæmt þeim
hafi átökin átt sér stað 27.
nóvember s.l. .
Þeir halda þvi fram, að sam-
kvæmt þessari leyniskýrslu hafi
landamæraverðir barizt við
vopnaða innrásarmenn, sem
komið hefðu frá Sinkiang-hér-
aðinu i Kina og ráðizt á rúss-
neska sauðahirði, og siðan reynt
að hörfa aftur til Kina.
Innrásarflokkurinn felldi
fimmmennlúr Rauða hernum og
nokkra sauðahirða, áður en
hann flúði aftur yfir landamær-
in með stóran sauðahóp. —
Skýrslan skýrði frá þvi, að einn
Kinverjinn hefði verið handtek-
inn, en ekki var skýrt frá þvi
hve margir Kinverjar hefðu
verið felldir, en þó nokkrir féllu.
Af einhverjum ástæðum kom
ekki fram hve margir sauða-
hirðar höfðu látið lifið.
Mótmælum yfirvalda i Kreml
var strax svarað með þvi, að
þarna hefðu verið á ferðinni
stigamenn, sem kinverskum
yfirvöldum væri óviðkomandi.
Rússar og Kinverjar hafa
sakað hvorn annan um að hella
oliu á eldinn i deilunni um
landamæri rikjanna, og fæstir i
Moskvu leggja mikinn trúnað á
að þessir óboðnu gestir hafi ver-
ið sauðaþjófar.
Það hefur rifjast upp fyrir
mönnum núna, að 29. nóvember
— tveim dögum eftir að þessir
atburðir eiga að hafa átt sér
stað — vék formaður rússneska
kommúnistaflokksins, Leonid
Brésnev, allt i einu frá umræðu-
efninu, þar sem hann ávarpaði
verkamenn við ungverskt iðn-
fyrirtæki, og sakaði Kina um
,,opinberan fjandskap við Ráð-
stjórnarrikin”.
I tiu ár eða lengur hafa þessi
tvö riki deilt um 1,5 milljón fer-
kilómetra landssvæði i Siberiu
og eystri hluta Ráðstjórnarrikj-
anna. Samningaviðræður hófust
upp úr átökunum 1969, en þar
hefur ekkert orðið ágengt.
Og á meðan rússneskir full-
trúar sátu að samningum við
Kinverja um lausn þessarar
deilu, voru 49 fylki hermanna
flutt að hinum 7.500 kilómetra
löngu landamærum rikjanna.
Þessi stærsta sveit landa-
mæravarða, sem sögur fara af,
(og hún er búin kjarnorkueld-
flaugum) er nær þvi þriðjungur
alls herliðs Ráðstjórnarrikj-
anna. — Siðan hafa af og til bor-
izt óstaðfestar fréttir um að
landamærasveitirnar hafi
stöðvað Kinverja á landa-
mærunum, þegar þeir hafa ætl-
að að ráðast innfyrir.
En áhyggjum yfirvalda i
Kreml af þessu ástandi er bezt
lýst i þvi, að i fyrra var birt i
blöðum i Tadzhikstan, sem er i
næsta nágrenni við Kazahkstan,
nákvæm áætlun um, hvernig
ibúarnir eiga að bera sig til við
að yfirgefa heimili sin og svæð-
ið, ef i nauðirnar rekur.
TRUMAN Á BATAVEGI
Harry Truman er nú ekki
lengur talinn i lifshættu þar sem
hann liggur vegna lungnabólgu og
bronkitis i sjúkrahúsi i Kansas
City.
Læknar sögðu i gær, að liðan
hins 88 ára gamla fyrrverandi
forseta sé mikið betri og hjarta
hans styrkara. 1 siðustu viku lá
hann rænulaus, en á laugardag
komst hann til meðvitundar, og i
gær gat hann brosað til nær-
staddra og svarað játandi eða
neitandi spurningum, sem fyrir
hann voru lagðar.
Sjálfur sagði Truman, að sér
liði betur, þegar dóttir hans
heimsótti hann enn á ný i gær-
dag, en hún og móðir hennar hafa
skipzt á að vaka yfir honum.
Jarðarför Sibyllu
Sibvllu prinsessu var fylgt til grafar á fimmtudaginn, og viðstödd
jarðarförina voru konungsf jölskyldur Danmerkur og Noregs. A
fremsta bekk á myndinni situr sænska konungsfjölskyldan, og á öðrum
bekk má sjá Ólaf Noregskonung við hlið Ingiriðar, ekkjudrottningar
Dana.
Þessi mynd er tekin um leið og Evans og Schmitt stigu um borð i geim-
farið, rétt fyrir skotið á Kennedyhöfða.
CERNAN MED ÞEMBU
EN SAMT GALVASKUR
Apollo 17 á braut umhverfis tunglið
,,Þiö getið andað ró-
lega. „Amerika” er
komin i rétta stöðu, við-
búinn verkefninu, sem
framundan biður,”
sagði Cernan, eftir að
geimfariö var komið á
brautu umhverfis tungl-
ið, og hafði i 33 minútur
verið sambandslaust við
stjórnstöðina niðri á
Kennedyhöfða.
Niðri á jörðinni biðu menn i of-
væni, meðan geimfarið var á bak
við mánann, þvi að á meðan mán-
inn skyggir á miili, rofnar allt
samband við það neðan frá jörðu.
Á meðan settu geimfararnir
aflvél geimfarsins i gang og létu
hana ganga i6 1/2 minútu til þess
að draga úr hraða geimfarins,
svo að aðdráttarafl tunglsins næði
tökum á þvi. Fyrir tilstilli að-
dráttaraflsins helzt geimfarið á
hringbraut um mánann i 60 til 195
milna hæð frá yfirborði hans.
En allur kviði reyndist ástæðu-
laus, og tókst þetta ágætlega.
Geimfararnir vöknuðu á til-
skildum tima i gær að liðnum
hvildartima sinum, öfugt við á
laugardaginn, þegar þeir sváfu
klukkustund yfir sig. Að liðnum
laugardeginum höfðu þeir unnið
upp þann tima, sem farið hafði til
spillis vegna tafanna við geim-
skotið. Gert hafði verið ráð fyrir
stefnuleiðréttingu i gær, en Apollo
17. var á háréttri stefnu og henn
ar þvi ekki þörf.
Cernan kvartaði undan þembu,
sem hefur angrað hann siðustu
tvo daga, en vindeyðandi töflur,
sem hann hafði meðferðis, verk-
uðu litið. — ,,Ef mönnum kemur
eitthvað betra ráð i hug en þessar
pillur, þá vildi ég gjarnan heyra
það,” sagði hann i talstöðinni' Að
öðru leyti kvað hann alla um borð
galvaska.
1 dag eiga þeir Cernan og
Schmitt að fara um borð i tungl-
ferjuna og undirbúa hana undir
það að losna frá geimfarinu til
lendingar á tunglinu.
Fannst á
lífi í
óbyggðum
Kanada
eftir að
leit var
hœtt
— Ráðherra fyrir-
skipaði nýja leit,
sem bar árangur
Kluginaðurinn Martin Ilartwel!
var sagður á góðum batavegi i
gær, eftir að hafa þraukað af 22
daga i óbyggðum Kanada frá þvi
flugvél lians hrapaði i sjúkra-
llugi.
I.eil að honum og farþegum
lians þrem hafði verið hætt. en
prófessor við Acadia-háskólann i
Wolfville i Nova Scotia liafði sent
Toronto-dagblaði bréf, sem var
birt og leiddi til þess, að varnar-
málaráðherra Kanada hlutaðist
lil þess að leit var hafin á nýjan
leik.
Leitarl lugvélar flughersins
fundu flugvélarflakið á laugardag
og Hartwell einan eftirlifandi.
H júkrunarkonan, sem með
honum var, hafði farizt þegar
vélin hrapaði. Eskimóakona . i
barnsnauð lézt nokkrum dögum
siðar, en 14 ára eskimóadrengur
með botnlangabólgu þraukaði i 23
daga.
Daginn áður en Hartwell
lannst, hafði maður nokkur i
Edmonto, sem neitaði að segja til
nafns, og taldi sig skyggnan, lýst
öllum aðstæðum á þeim stað þar
sem flugvélarflakið og Hartwell
lundust. Leitarstjórnin skýrði svo
frá, að henni hefðu alls borizt 30
slikar tilvisanir á hina týndu, en
þessi hefði verið sú eina, sem
„reyndist nákvæmlega rétt.”
Skýrði leitarstjórnin jafnframt
frá þvi, að hefðu leitarflug-
vélarnar ekki heyrt hljóðmerkið
úr neyðarsendi flugvélarinnar og
lundið staðinn á laugardag, hefði
veriö farið að ráðum „skyggna
mannsins” og leitað þar sem
hann benti á.
Þetta mál hefur vakið mikla
athygli i Kanada, einkum vegna
þess, að leitinni hafði verið aflýst
og henni hætt. Hafa dagblöð þar
rifjað upp ýmis slys, þar sem
menn hafa þraukað i óbyggðum i
nær 2 mánuði, áður en þeim barst
hjálp frá mannabyggðum. Og
margir halda þvi fram, að
yfirleitt sé of snemma hætt að
leita að týndu fólki á þessum
slóðum, og telja sig vita ýmis
dæmi þess, að fölk, sem hafi
orðið úti, hafi verið á lifi nokkra
daga eftir að það var talið af, og
leit hafði verið hætt.
Herinn
í sorpi
Borgaryfirvöld Parisar sögðu i
gær, að þau neyddust til þess að
kveða til franksa herinn til að
hreinsa upp fjögurra daga rusl af
götunum.
Verkfall sorphreinsunarmanna
hefur leitt til þess, að safnast hafa
haugar af sorpi fyrir utan ibúðar-
blokkir, verzlanir og matsölu-
staði, hvippinn og hvappinn um
Paris.