Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 6
Visir. Mánudagur 11. desember 1972 6 vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Hvað nú, Einar? Einari ÁgústSsyni er mikill vandi á höndum i varnarmálunum. í þeim viðræðum, sem eiga að hefjast upp úr áramótum, mun mest mæða á utanrikisráðherra. Komið hefur fram, að sinum augum litur hver á hlutverk ráðherrans i þessum viðræðum. Skoðanir eru mjög skiptar i stjórnarflokkunum um það, hvort hér skuli vera her eða vera ekki. Þetta er greinilegast i Framsóknarflokknum og má ætla, að meirihluti manna þar i sveit vilji ekki, að varnarliðið fari. Þetta fólk væntir þess vafalaust, að utanrikisráðherra fari með gát i málinu og niðurstöður hans verði ekki samkvæmt forskrift kommúnista. Alþýðubandalagið væntir þess hins vegar af ut- anrikisráðherra, að hann sjái sér til þess i við- ræðunum, að varnarliðið fari, áður en kjörtima- bilinu lýkur. Magnús Kjartansson gerist æ skorinorðari i yfirlýsingum sinum um, að brottför varnarliðsins á kjörtimabilinu sé eitt mikilvægasta verkefni rikisstjórnarinnar og stjórnarsamstarfinu verði slitið, um leið og Magnús finni svik við þá stefnu i fari einhvers samstarfsmannanna. Magnús styðst að sjálfsögðu við málefna- samninginn, sem varð ungur gamall um svo margt annað en hefur að geyma yfirlýsingu um brottför varnarliðsins á kjörtimabilinu. Mörgum hefur virzt, að túlkun utanrikisráðherra á hljóðan þeirra orða sé töluvert á annan veg en túlkun Magnúsar. Þótt stjórnin hafi smátt og smátt fleygt á haug miklum hluta gullkorna málefnasamningsins, og margt af þvi átakalitið, gegnir öðru um varnar- málið. Þar er ágreiningurinn hvass undir niðri. Nú liður að samningaviðræðunum við Banda- rikin, og verður þar með lyft lokinu af þeim mál- um. Þá verður ekki unnt að segja, að sama skapi og verið hefur, að varnarmálið sé i salti, þar sem landhelgismálið hafi forgang. Þessi formúla er auðvitað rökrétt, og húri hefur dugað stjórninni vel. En með byrjun viðræðnanna breytist staðan. Varnarmálin verða þá mjög i brennidepli, eitt þeirra mála, sem mest verða rædd á opinberum vettvangi og almennt. Auk þess verður stjórninni ekki stætt á loðnum svörum, eftir þvi sem liður á kjörtimabilið. Rikisstjórnin mun þvi samkvæmt eðli málsins neyðast til að taka afstöðu til varnarmálanna. Það er óhætt að tala um nauðung i þvi efni, að þvi er varðar ráðherra Framsóknarflokksins. Magnús Kjartansson hefur sett úrslitakosti, sem ætla má, að hann stand við. Einar Ágústsson nýtur mikilla vinsælda með þjóðinni, eins og skoðanakönnun Visis fyrir skömmu gaf til kynna. Hann byggir þær vinsældir á geðþekkum persónuleika og þvi, að fáum finnst þeir eiga sök- ótt við hann persónulega. Óneitanlega hefur hann verið litillækkaður i samskiptum við Lúðvik Jósefsson si og æ, og nú er ástæða til að spyrja: Gerist það enn i varnar- málum, að Einar lúti? Það mun brátt koma i ljós. ' i Piccadilly og Bernhöftstorfan — báðum háski búinn af niðurrifinu Nokkrir Englendingar stigu á land i Ameriku á þriöjudaginn var — ekki til að finna nýja heiminn upp á nýtt, heldur —til að safna liði til varnar Bernhöfts- torfu Lundúnabúa! t>aö nefnilega á viðar við en bara hér i Reykjavik, að mönnum þyki eftirsjá i gömlum húsum, sem eiga að vikja fyrir lýbyggingum og nýju skipulagi. Svomikil eflirsjá, aö þeir láta sér ekki nægja að efna til mótmæla- funda heima við, heldur leita út fyrir landsteinana til liðssöfn- unar. Enda er ærið mikið i húfi fyrir Lundúnabúa. Nefnilega Piccadilly Circus, þessar kross- götur brezka heimsveldisins. Sögu þeirra og aðdráttarhæfni er nú stefnt i voöa af þróunarstefnu- mönnum, sem vilja breyta þessu fræga torgi og umhverfi þess i hin venjulegu gler- og stálhýsi stór- borganna. L>að er að minnsta kosti boð- skapurinn, sem Ed Berman og Peter Boizol, formaður og vara- formaður ,,Þyrmið Piccadilly” — samtaka kaupsýslumanna á Piccadilly, fluttu vestur um haf. En Piccadilly býðst staður í Vesturheimi llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Berman er annars Amerikani, sem 1962 fór til Englands tií kennslu og settist svo þar að. Hann og Boizet sögðust komnir til Bandaríkjanna að afla stuðnings við málefnið. Þeir ætluðu sér að læra af reynslu Bandarikja- manna, hvernig bjarga má sögu- minjum frá skipuiagssinnum. Þeir Berman og Boizet mæltu sér mót við skipulagsaðila i Boston, New York og Philadelfiu i siðustu viku, en auk þess hafa Þessum samtökum hefur nú þegar orðið nokkuð ágengt i baráttu sinni til verndar Picca- dilly og tekizt að slæva ögn sár- asta hungur innlendra og er- lendra „hrægamma" —. upp- byggjendur, eins og enskir kalla slika nýskipulagssinna. ..Hvort Piccadilly verður áfram Piccadilly eða tapar gjörsamlega einkennum sinum, verður endan- lega ákveðið að næsta sumri liðnu", segir Berman, og hann leitar nú liðsinnis bandariskra borgar-hönnuða ýmissa verndar samtaka og svo einstakra áhuga- manna i tilraunum til að tryggja áíramhaldandi tilveru Piccadilly. þeir á prjónunum ráðagerðir um að l'ara þarna vesturaftur i april i sumar, til enn frekari skrafs og ráðagerða. ,,Þyrmið Piccadilly”-samtökin voru stofnuð i júni i surriar, og hafa þau þegar fengið þvi áorkað, að um það bil fimmti hluti af Piccadilly hefur nú verið friðaður fyrir umbótasinnum, byggingar nýrra húsa takmarkaðar við sömu hæð og þau hús, sem fyrir eru, og sett hefur verið reglugerð, sem heimilar aðeins 10% aukn- ingu umferðar á svæðinu. FJn þrátt i'yrir þennan ávinning geta skipulagsaðilar eyðilagt l'jóra fimmtu hluta bygginganna. og um leið gerspillt einkennum Piccadilly. ,,í bakgrunninum ”, sagði Berman, ,,biða bandariskir aðilar reiðubúnir til að kaupa framhliðar húsanna, sem rifa skal og unnt væri að endurreisa á svipaðan hátt og Lundúnarbrú á sinum tima var endurbyggð á Havasu-vatni i Arizona-riki. — Hávær mótmæli almennings hafa þó knúið þessa Amerikana til þess að hafa sig minna i frammi”. „Piccadilly stendur nú and spænis sinum stærsta háska á komandi ári”, segir Berman, „þegar Westminsterráðið (bæjarráð þessa hluta Lundúna) gerir kunna áttundu skipulags- áæltun sina”. feorgaryfirvöld hafa þó lofað þvi að efna til opinberra um- ræðufunda, áður en loka- ákvarðanir verða teknar um endanlegt skipulag þessa borgar- hluta, og það hvilir á Berman og samtökum hans það verkefni að sannfæra ráðið og almenning um þýðingu þessa að halda núver- andi útliti og mynd Piccadilly. „Piccadilly er eitt aðalaðlöðu- narefni Lundúna á ferðamanna- strauminn”, segir Berman. ,,Ef það verður ekkert annað heldur en opinberar stofnanir og bygg ingar þeirra, hvaða ferðamaður myndi þá eyða tima til þess að heimsækja staði'nn? Leikhúslifið mundi leggjast i auðn, og hverfið hreinlega gefa upp öndina, þegar kvöidaði. Umferðarvandamálin, sem af hlytust, yrðu gifurleg, en þýðingarmestaf öllu er þó það, að sá andi, sem þarna rikir, mundi gufa upp og liða undir lok. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er sag- an ekki mörkuð i húsageröarlist- inni einni saman". Óvissan um framtið Piccadilly fælir húseigendur frá þvi að gera betrumbætur á húseignum sinum til þess að auka gildi þeirra i augum leigjenda, sem þá mundu ef til vill siður vilja segja lausum leigusamningum. Og hinir stuttu leigusamningar gera það að verkum, aö kaupsýslu- mönnum eru ekki ginkeyptir fyrir aö betrumbæta innréttingar verzlana sinna-, kránria eða mat- sölustaðanna. „Þyrmið Piccadilly” hafa tekið upp slagorðið: „Hreinsið upp — brjótið ekki niður”. Og með það sjónarmið i huga taka þeir sina afstöðu til endurskipulagningar, og leggja til — auk annars — að lokuð verði ákveðin stræti fyrir bilaumferð, til þess að veita gangangi umferö meiri rétt. Þeir hafa gert tillögur um endurbætur innanhúss i mörgum byggingum, og um viðhald nýstofnaðra fyrir- tækja og um hvetjandi aðgerðir til frekari fyrirtækjamyndunar (einkanlega til að fylla upp i tómarúm og eyður, sem myndazt hafa i hverfinu). En veröi nú öll þeirra barátta til einskis, þá gætu Berman og félagar hans kannski fundið ein- hverja huggun i þvi, að ýmsum minjum frá Piccadilly mundi verða haldið til haga af þeim, sem Berman og þeir kalla „götu- sópara". „Daily Mirror" (Lundúnablaðið) hafði eftir einum þeirra: „Við höfum áhuga á þvi að endurbyggja Piccadilly Circus i New Jersey-riki (i Banda- rikjunum). Það yrði miðbær nýrrar borgar þar. fullkominn með framhliðum verzlana frá Lundúnum. Við búumst fastlega við þvi. að næðum við Piccadilly, þá mundi það laða að ferðamenn irá Englandi". Það kann nú einhverjum að þykja ámóta fátækleg huggun Lundúnabdum. eins og ýmsum hér þykir það ámátleg iausn við verndun Bernhöftstorfunnar.sú tillaga, sem komið hefur fram, að flytja húsin þaðan upp i Árbæjar- safnið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.