Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 7
Yisir. Mánudagur 11. desember 1!)72
cTVÍenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Óunninn sigur
Þráinn Bertelsson:
KÖPAMAROS
Skáldsaga um óunninn sigur
Helgafell 11)72. 2117 bls.
Fyrir rúmt tveimur
árum var mikið talað
um tima um sprengi-
efnaþjófnað i Kópavogi.
Nokkrir unglingar höfðu
tekið sig saman, ein-
hvers konar bolsévikar,
sumir þeirra félagar i
Fylkingunni, og brotizt
inn i skúr i Kópavogi þar
sem geymt var dýnamit.
Ætlun þeirra var vist að
sprengja eitthvað i loft
upp til að setja skrekk i
borgaraskapinn i bæn-
um.
Að sögn blaðanna hafði lika
verið talað um það i þennan hóp
að ræna manni eða mönnum,
kannski Jóhanni Hafstein,
kannski Rolf Johansen, og krefj-
ast lausnargjalds að hætti Tupa-
maros-skæruliða. Það komst
bara svo timanlega upp um þau
að aldrei reyndi á það hver hugur
fylgdi þessu máli eða öðrum... En
þetta mál rifjaði upp svonefnt
Hvalfjarðarmál, nokkru eldra, þá
var tilraun gerð til að kveikja i
skúr eða bragga sem Kanar höfðu
skilið þar eftir sig, einnig meö
stolnum útbúnaði að mig minnir.
Þar var minnsta kosti um að ræða
einhvers konar tilraun eða æfingu
i hermdarverkum — þótt einnig i
þetta sinn yrði allt uppvist i tima.
Vera má að þetta hvorttveggja
hafi verið tómur barnaskapur. En
barnaskapur sem orðið gat að
háska ef harðvitugra fólk hefði
átt hlut að máli.
i gær og fyrragær
En þvi eru þessar fréttir frá þvi
i gær og fyrragær rifjaðar upp að
Þráinn Bertelsson gerir fyrr-
nefnda málið að tilefni eða átyllu
sinnar nýju skáldsögu, Kópa-
maros. Átyllu, segi ég, af þvi að
frómt frá sagt virðist mér sjálft
kópamaros-málið næsta lauslega
limt eða tengt við aðalefni sög-
unnar að öðru leyti.
En það sem gefur sögu hans
gildi, svo langt sem það nær, það
er hins vegar lýsing Snorra sögu-
hetju Sturlusonar, litils drengs i
uppvexti i Reykjavik i fyrri hluta
sögunnar.
Kópamaros-málið kemur sjálft
ekki til sögunnar fyrr en seint og
siðarmeir. Fyrri hluti sögunnar
segir þess i stað frá Snorra i
bernsku, svo sem fjögra til sjö
ára gömlum, i skjóli ömmu,
1 \ . ’ ~ i
v..
félagsskap eldri systur sinnar,
hálf-mislukkuðum hjúskap
foreldra hans i baksýn hinna
hversdagslegu atburða, skilnaði
þeirra og sáttum. Eins og fyrri
dag á Þráinn Bertelsson létt um
að skrifa trúverðugan texta, lif-
andi samtöl og frásagnir úr smá-
borgaralegu hversdagslifi. Og
þessi æskulýsing er anzi vel og
næmlega gerð, hið bezta sem ég
hef séð eftir Þráinn að svo komnu
— burtséð kannski frá spakvizku-
legu tali á fyrstu siðu sögunnar
um timann og minningarnar og
örfáum hálf-hjárænulegum at-
hugasemdum öðrum Það má
annars taka eftir þvi að þessi vel
gerða frásögn verður þeim mun
betri þvi nánari sem hún er hug-
arheim drengsins sjálfs i sögunni,
strax ógleggri og lausari i sér þar
sem vikur frá honum, og t.a.m. að
hug og högum móður hans i 4ða
kafla sögunnar. Er það þó engan
veginn neitt tiltakanlega slakur
kapituli út af fyrir sig.
t seinni hluta eru foreldrar
Snorra komnir i kyrrstöðu, ef svo
má segja, og greinir ekki nánara
Þráinn Bertelsson
— teikning eftir Alfreð
Flóka á kápu bókar hans.
mm
frá þeim, systir hans gift og farin
að búa. En hér. segir nokkru frek-
ar frá föðursystur hans, kven-
hetju og félagsfrömuði, og manni
hennar Ingimar sem er ögn
dularfullur: yfir-fjármála-for-
stjóri, taóisti og tónlistarunnandi,
og sætir dálitið skrýtilegri aðdáun
i sögunni. En þetta er reyndar
aðalefni sögunnar: lýsing piltsins
Snorra og hins borgaralega fjöl-
skyldulifs, hversdagslegu meðal-
hegðunar i samfélaginu sem mót-
an uppvöxt hans.
Klikan og pólitikin
t seinni hluta sögunnar er
Snorri sjálfur uppkominn piltur i
efsta bekk menntaskólans, og at-
burðir gerast nú einkum i kliku
hans i skólanum og á kaffihúsum.
Þetta er ungt fólk i uppreisn, eins
og sagt er, óánægt með sjálft sig,
skólann og lifið, og veitir óánægju
sinni útrás i miklu tali, hvellum
vigorðum um umbyltingu þjóð-
félagsins og upprætingu
..sýstemsins” sjálfs. Það er nú
sem Kópavogs-ævintýrið hefst, og
skilst mér að höfundur reki það i
öllum meginatriðum eftir hinum
raunverulegu atburðum. Og það
er að sjá af blaðafréttum um mál-
ið að lýsingin á hugarheimi klik-
unnar i sögunni komi einnig að
verulegu leyti heim við fyrir-
mynd veruleikans.
En eitt er að notfæra sér raun-
verulegar fyrirmyndir, veruleg
efnisatriði i frásögn, allt annað
mál hvernig tekst að búa til úr
efninu nýjan, sjálfstæðan veru-
leika i sögu. Krakkarnir i sögu
Þráins Bertelssonar eru alltof
lauslega teiknaðir til að unnt sé
að festa hugann við eða taka með
mikilli alvöru óþreyju og upp-
reisnarhug þeirra sem sögunni
nægiraðkoma að nokkurn veginn
venjulegum slagorðum. Og lýsing
Snorra annarsstaðar i sögunni
kemur illa eða ekki heim við
íoringjahlutverk sem honum allt i
einu er ætlað i hópnum. Þetta eru
skrýtin mistök af þvi að reyndar
hefur höfundur foringjaefni á
hendinni þar sem er Jóhann —
sem jafnharðan veitti honum færi
á að skýra pólitiska glamrið i
KOPAMAROS
KOPAMAROf
SOHVKVdf1
K é
krökkunum sálfræðilegri skýr-
ingu og visa þvi á bug ef hann
vildi, ellegar þá að leiða miklu
gleggri félagsleg og sálfræðileg
rök að uppreistarhug þeirra i sög-
unni.
IVIamina kjaftaði frá
Kópamaros-málið dettur við-
lika sneypulega niður i sögunni og
Kópavogs-málið sjálft um árið:
allt verður uppvist áður en nokk-
uð hefur gerzt. Það var mamma
hansEinars sem kjaltaði frá! Við
þessar málalyktir er torvelt að
festa trú á sigurvissu Snorra að
sögulokum, gleði hans yfir
,,óunnum sigri” sinum. Þarna er
búið að skipa honum i hlutverk
sem engin efnisleg rök eru íyrir i
sögunni sjálfri.
Þetta er bágt. Þvi einnig seinni
hluti sögunnar er lipurlega skrif
aður að sinum hætti, þrátt fyrir
allt eru þar drög að raunhæfri
unglingalýsingu. En hann er
fjarska ílausturslega saminn.
Höfundi er svo mikið i mun að
koma sögu sinni heim við ,,krass-
andi” fréttir frá þvi i hittilyrra,
að sinum raunverulega efnivið,
æskulýsingunni i sögunni, týnir
hann niður i flaustrinu, eða lætur
það lönd og leið.
)
Nýtt hverf i - ný verzlun
KRON VERZLUN
Með þessari nýju verzlun við Norðurfell
í Breiðholti, stækkar enn verzlunarsvæði
KRON - og þjónustan nær til enn fleirri.
KRO
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS