Vísir - 17.12.1972, Side 4

Vísir - 17.12.1972, Side 4
4 Visir. Mánudagur 1S. desember 1972 Nýlega kom PFAFF á fót sniðaþjónustu fyrir þær konur.sem ekki treysta sér að sníða sjálfar (eða ekki sótt PFAFF sníðanámskeið). Sniðaþjónusta PFAFF er opin tvisvar i viku, á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 2-5. Forstöðukona er Stein- unn Friðriksdóttir, kjólameistari. Við teljum lika eitt af meginatriðum þjónustunnar, aö viðskiptavinir okkar liafi grciðan aðgang að öllum upplýsingum varðandi snið og meðferð saumavélanna. Þessvegna höfum við látið þýða og litprenta leiðarvisi með fullkomnustu sauma- vélinni, og þrivegis hefur PFAFF sniðakerfið komið út á is- len/.ku, aukið og endurbætt hverju sinni. ^Sumir kynnu að halda, að PFAFF saumavélarnar séu ekki sjálfsmurðar, en við viljum benda á, að PFAFF verksmiðjurnar voru FYRSTAR til að koma með vél, sem ekki þarf að smyrja. Það köllum VIÐ aukaatriði. Sex aöalatriöi (og það sem við köllum aukaatriði)* sama fyrirtækinu. Smám saman hefur þjon- ustan aukizt og nú getum við með lýsandi dæmum bent á 6 aðalatriði í sölu og þjónustu kringum PFAFF saumavélina. Sá sem vdl skapa ser traustan sess 1 viðskipta- lifinu verður að hyggja vel að þjónustunni við viðskiptavininn. í yfir 40 ár hefur PFAFF saumavélin verið i islenzkum markaði hjá Að staðaldri eru til f verzluninni 4 tegundir af töskuvélum og 5 gerðir af skápvélum. Töskuvélarnar kosta frá kr. 11.900 til 23.:t00 og skápvélarnar frá kr. 16.900 til 31.400, allt eftir gerð og tegund skápa. Þjálfað starfsfólk sýnir og útskýrir kosti vélanna. Kennsla er að sjálfsögðu innifalin i verði vélanna. PFAFF hefur frá byrjun lagt mikla áherzlu á að kenna viðskipt- avinunum sem bezt á vélarnar, enda litið gagn af saumavél ef ekki er talsverð kunnátta fyrir hendi. Það er frú Erna Helga- dóttir, sem sér um þessa kennslu fyrir PFAFF. PFAFF saumavélarnar eru þvi miður ekki svo fullkomnar, að þær geli ekki hilað. Við höfum sent tvo mcnn til verksmiðjanna til að læra viðgerðir á vélunum. Þeir hafa einnig vakandi auga með þvi,að varahlutir séu ávallt fyrirliggjandi. Þetta eru hræðurnir Örn og Bjarni Ingvarssynir. PFAFF sníðanámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda. Fleiri þúsund manns hafa notfært sér þessa þjónustu í gegnum árin bæði hér i höfuðstaðnum og úti á landi, og það dregur ekkert 6r aðsókninni, þótt verzlanir bjóði æ meira úrval af tilbúnum fatnaði. í MORGUN ÚTLÖND Á MÓTI BLIKK- BELJUM í ALPA- FJÖLLUM ibúar i Zermatt i Sviss greiddu á súnnudaginn atkvæði með einu stóru ,,Nei"-i gegn l'leiri blikk- beljum". Af þeim 76%, sem greiddu at- kvæði, voru 937 á móti,'405 and- vigir áætlun um að fullgera bil- veg, sem mundi tengja þetta af- dalaþorp undir rótum Mount Matterhorns við umheiminn. Bilvegurinn hefði opnað sam- band milli Zermatt og Taesh, sem er aðeins sex kilómetra neðar i dalnum. Sá mjói akvegur, sem nú er við liði, er aðeins opinn til umferðar ibúum Zermatt og aðflutningum, en aðalvöruflutningar og flutn- ingur á ferðamönnum er með járnbrautarlestum. En aðalandstæðingar „blikk- beljunnar" voru þær þúsundir evrópskra og bandariskra ferða- manna, sem árlega verja sumar- leyfum sinum til skiðaiðkana i þessu Alpaþorpi, en það er eitt af örfáum, sem eftir eru i Sviss; þar sem ekki er allt lagt undir bila ferðamanna að sumarlagi. — Hins vegar greiddu þeir ekki at- kvæði. En Zermattibúar, sem andvigir voru nýja bilveginum, sáu fyrir óheyrilegan kostnaðarauka af þvi að búa til ný bilastæði fyrir þær tugir þúsunda ferðamanna, sem bætast mundu við. Þeir hafa þegar, bilvegalausir þó, orðið að ráðast i gerð bila- stæðis fyrir 2000 bila við rætur Matterhornsfjalls og annað er i bigerð fyrir 5000 bila, en þeim verður komið fyrir inni i fjallinu. Bæði mannvirkin eru mjög dýr. Hong Kong fyrir- mynd við endur- hœfingu eitur- lyf jasjúklinga Sameinuðu þjóðirnar vilja setja á laggirnar iiknilyfjarannsóknir i Ilong Kong til að kanna, hvort endurhæfingaraðgerðir nýlendunnar á eiturlyfja- sjúklingum yrði komið við annars staðar. Yfirmaður fangelsis- mála i Hong Kong T.G. Garner, sagði, þegar hann kom heim af ráð- stefnu, sem efnt var til i Ilóm af hálfu S.þ. um eiturlyfjavandann, að fundurinn hefði fengið augastað á Ilong Kong. „Ekki vegna þess mikla eitur- lyfjavanda, sem þar er, heldur vegna áhrifarikra endur- hæfingaraðgerðasagði T.G. Garner. „Ef könnunin leiðir ekki annað i ljós, gæti farið svo, að að- ferð okkar i Hong Kong yrði sett upp sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir." Hann sagði, að S.þ. mundu leggja til við stjórnvöld i Hong Kong, að reist yrði athugunar- stöð, sem gæti tekið til starfa i lok ársins 1973. Félagsrannsóknar- stofnun S.þ. og WHO, auk svo fiknilyfjadeildar S.þ., mundu standa að bessum rannsóknum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.