Vísir - 17.12.1972, Page 5

Vísir - 17.12.1972, Page 5
5 Visir. Mánudagur 18. desember 1972 -------------:-T----- ■ - AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson VÍET CONG GERIR HLÉ Á BARDÖGUM YFIR JÓLIN — en vopnahlésviðrœður komnar í strand Noröur-Vietnamar sögðu i morgun, aö Viet Cong mundi gera hlé á bardög- um um jólahátíðina að venju undanfarinna ára, en vísað var á bug tillögu Nguyen Van Thieus um vopnahlé og skipti á föng- um fyrir jól. 1 löngum leiðara málgagns verkalýðs Norður-Vietnam var sagt, að bandariskir striðsfangar yrðu þvi aðeins látnir lausir, að fyrst hefði verið undirritað sam- komulag USA og Hanoi, sem Le Duc Tho og Kissinger hefðu gert á sinum tima. Leiðari blaðsins sagði, að Viet Cong mundi gera hlé á bardögun- um um jóladagana og á nýársdag og aðra hefðbundna hátiðisdaga, en það yrði ekkert vopnahlé i likingu við það, sem Saigon- stjórnin hefur lagt til. Le Duc Tho, sem fór til Moskvu, þegar viðræðum hans og Kissingers lauk i Paris, fór þaðan til Peking á sunnudag. Þykir lik- legt, að hann muni kanna þar undirtektir hjá kinverskum ráða- mönnum við þvi að auka efnahags- og hernaðaraðstoð við Norður-Vietnam, ef ekkert skyldi verða af vopnahléinu. Á það er bent, að Noröur-Vietnam undir- ritaði nýlega samkomulag um aðstoð frá Rússum og Kinverjum, og þykir ekki óliklegt, að þar hafi verið gengið út, frá þvi, að friður yrði saminn i Vietnam á þessu eða ntæsta ári. Heni y Kissinger hélt hins vegar beinustu leið frá viðræðunum til Washington, þar sem hann gaf Nixon forseta skýrslu um, hvernig komið var málum. Kissinger sakaði Hanoistjórnina á laugardag um að eiga alla sök á þvi, að við- ræðurnar væru komnar i strand. Hann upplýsti ekki, um hvaða atriði ágreiningur væri mestur, en lét á sér skilja, að ósamkomu- lag væri enn um ýmis grund- vallaratriði Haniostjórnin hefur visað ásökunum Kissingersá bug, lýsir allri sök á hendur Bandarikja- mönnum, sem hafi svikið sam- komulag um að undirrita vopna- hléssamninga fyrir 30. október. Báðir aðilar hafa hert hernaðaraðgerðir sfnar i Vietnam. Þessi mynd var lckin i Saigon, þegar kommúnistar höfðu sprengt i ioft upp sprcngjubirgðastöð um 8 km frá borginni. Hús nötruðu og rúður brotn- uðu viða i Saigon, og svartur mökkurinn yfir birgðarstöðinni sást langt að. Saka ísraelsmenn um pynd- ingar ó Palestínuföngum — ísraelsmenn vísa ásökunum á bug og vísa á fréttamenn, sem hafa aðgang að hernámssvœðunum „israel hefur pyntað fjölda Palestínu-fanga i ógnarherferð gegn íbúum á arabíska hluta Palestínu, sem hernuminn var 1967," segir i skýrslu, sem samtök frjálslyndra stúdenta i Bretlandi hafa látið frá sér fara. Stúdentasamtök þessi fullyrða, að lsraelsmenn hafi dæmt 4000 Palestinuaraba i fangelsi og 10.000 til viðbótar hafi verið haldið föngnum án undan- genginna réttarhalda. 800 hafi verið fluttir með valdi af jörðum sinum og 11.000 flæmdir með ofsóknum burt af heimilum sin- um. Auk þess hafi svo 16.000 heimili þessa fólks verið jöfnuð við jörðu. 1 skýrslu þessari er þvi haldið fram, að lsraelsmenn hafi pyntað fanga með raflostum og sigarettuglóðum og látið þá liggja i bleytu um kaldar nætur. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis lsraels visaði þessum full- yrðingum á bug sem algerlega tilhæfulausum og naumast svara- verðum. ,,Þessi svæði hafa verið opin til umferðar öllum erlendum fréttamönnum, sem áreiðanlega hefðu ekki þagað yfir þvi, ef þeir hefðu orðið einhvers þessa áskynja,” sagði hann. Stúdentarnir sögðust hafa heimildir fyrir þessum full- yrðingum frá alþjóðlega Rauða krossinum, Sameinuðu þjóðunum og lsraelsdeild mannréttinda- hreyfingarinnar. En Naftali Lavie frá varnar- málaráðuneyti lsraels sagði, að þessir aðilar stæðu hvergi að þessari skýrslu eða ásökununum, og væri þetta ,,of fjarstæðukennt til að svara þvi.” Annar israelskur talsmaður sagði, að vist hefði fólk lent i fangelsi og sum heimili og hús verið rýmd, meðan eitt og eitt hús hefði verið sprengt upp, eins og Ferð Apollo 17. hefur gengið prýðisvel, og er geimfariö væntanlegt til lcndingariKyrrahafinu siðdegis á morgun. Þetta er ein af myndunum, sem barst, meðan Cernan (t.v.) og Schmitt voru á tunglinu, og sést, livar Scbmitt er að vekja athygli Cernans á einhverjum klettinum. hendir á ófriðarsvæðum,” en pyntingarsögurnar eiga sér enga tölurnar, sem nefndar eru, og svo stoð i raunveruleikanum.” UGANDA YFIRTEKUR ÚTLEND FYRIRTÆKI — Amin forseti býður Bretum sömu kjör og Asíumönnum — Vera um kyrrt eða fara fyrir mónaða mót með 10 þús. kr. í vasanum Idi Amin, forseti Uganda, hefur ákveðið að taka yfir öll TE- fyrirtæki, sem eru i eigu útlendinga i Uganda, — og átta stærstu verzlunarfyrir- tæki landsins, sjö þeirra brezk og eitt bandariskt. Amin lýsti þessu yfir i morgun og um leið sagði hann, að brezkir starfsmenn þessara fyrirtækja gætu fengið áfram vinnu við þau, en þá á sömu kjörum og innfæddir. Ef þeir á hinn bóginn kjósa að fara, þá verða þeir að vera farnir i lok mánaðarins og þá með sömu skilyrðum og Asiu- menn, sem aðeins fengu að hafa með 10.000 króna verðmæti af eigum sinum. — En venjulega er útflytjendum leyft að hafa með úr landinu um 650.000 króna verðmæti. Jafnframt lýsti Amin forseti þvi yfir, að rekstursleyfi ýmissa fyrirtækja i eigu útlendinga yrðu ekki endurnýjuð á næsta ári, en hann tiltók ekki, hvaða fyrirtæki það væru. 1 Uganda eru 12 TE-fyrirtæki i brezkri eigu, og um 50 Bretar hafa lifsviðurværi sitt af þeim. Ennfremur eru mörg TE-fyrir- tæki i eigu Grikkja. Amin forseti sagði, að þeir Bretar, sem kysu að verða um kyrrt, yrðu þó fyrst að ganga fyrir sérstaka nefnd til athugunar, þar sem stjórnin kærði sig ekki um nærveru manna, sem mundu stunda njósnir eða reka áróður gegn Uganda. Er talið, að hann eigi þar einkum við kennara og lækna og aðstandendur þeirra, en það er um helmingur þeirra 3000 Breta, sem eru i Uganda. 1 70 mínútna langri útvarps- ræðu réðst Amin harkalega að fyrri rikisstjórnum Breta fyrir nýlendustefnu þeirra i Uganda. Hann sagðist mundu láta útmá öll heiti á opinberum bygging- um, er bæru merki nýlendu- eða heimsveldisstefnu, og skýra þær upp á nýtt. A hinn bóginn kvaðst hann ekki vilja rjúfa tengslin við Bretland, þvi að þvert á móti vildi hann helzt efla þau. Atvinnu- flugmenn í verkfall gegn flug- rœningjum Formaður félags ameriskra atvinnuflug- manna lýsti því yfir i gær, aö flugmenn um heim allan kynnu að fara i verk- fall, ef rikisstjórnir og al- þjóðasamtök genjgu ekki röggsamlega til verks gegn flugránum. Hin 24 tima vinnustöðvun ameriskra flugmanna i júni heppnaðist aðeins að vissu marki. Vinnan var þá stöðvuð til þess að mótmæla aðgerðarleysi yfirvalda i þessum málum. John J. O’Donnel, formaður ALPA (félag atvinnuflugmanna i Ameriku), vék að flugránunum i ræðu, sem hann flutti i Kitty Hawk i Norður Carolina-riki i til- efni hátiðahalda, sem þar voru haldin vegna 69 ára afmælis flugs þeirra Wrihgt-bræðra. Hann sagði, að á sama hátt og flugmenn fyrr á timum höfðu sigrazt á hættum, sem spornuöu gegn öryggi i lofti, þá væru flug- menn i dag sameinaðir gegn hættunni, sem fluginu stafar af flugránum. „Jafnvel þótt við verðum að heyja þá baráttu einir”, sagði O’ Donnel. ,,A einstökum fundi, sem al- þjóðasamtök flugmanna éfndu til i Mexico City á þriðjudag og mið- vikudag i siðustu viku, var sam- þykkt að hætta flugi til landa, sem hvetja til flugrána, skjóta skjóls- húsi yfir flugræningja eða neita að refsa flugræningjum”, sagði O’Donnel ennfremur. Hann sagði einnig, að atvinnu- flugmenn mundu efna til verk- falla, sem tæki til allra landa heims, ef dómstóll alþjóðasam- taka flugfélaga léti hjá liða að ákveða i næsta mánuði viðunandi aðgerðir gegn flugránum. „Þegar rikisstjórnir neita að starfa i þágu fólksins, verða ábyrgir hópar eða einstaklingar að gera það”, sagði O’Donnel.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.