Vísir - 17.12.1972, Síða 7

Vísir - 17.12.1972, Síða 7
Visir. Mánudagur 18. desember 1972 7 cyyienningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Handan hugsunar og skilnings Kristmann Gubmundsson: BROSIÐ Skáldsaga Prentsmiðja Jóns Helgasonar 1972. 2«:! bls. Þetta er sannkölluð sólskinssaga — saga um sigur hins góða, dyggðanna yfir löstunum, ástarinnar á mannvonzkunni. Þetta er saga tilveru sem ber bros guðlegrar gæzku. Hún gengur út á það hvernig ,,hún mamma og hann Jesús" sjá fyrir sínum góðu börnum. Systkinin i Hallveigarbæ, sex til seytján ára gömul, hafa misst foreldra sina, sem bæði dóu á bezta aldri eftir flekklaust lif i heiðvirðilegri fátækt. Ekki standa börnin sjö þó með öllu allslaus eftir. Foreldrar þeirra létu kotið skuldlaust eftir sig, skemmu, hjall og geitur i kofa og dálitið færeyzkt tveggjamannafar. Og þau eru ekki vinalaus heldur. Ekki bara læknishjónin i þorpinu, frú Lisabet og Hermann, heldur BROSIÐ SkiHdHttf/# rfiir KIUSTMAW CilDMIXDSSOA einnig Sigursteinn kaupmaður og kona hans, hún Jónasina, standa með börnunum gegnum þunnt og þykkt og gefa þeim gjafir, bæði fatnað og bezta mat. Kaupmaður veitir Valintinusi stórabróður vinnu i búðinni hjá sér og ver hann mynduglega fyrir fulltrúum mannvonzkunnar i Strandaþorpi. Þvi að vitaskuld á hið illa sina agenta i plássinu undir forustu hreppsnefndaroddvitans. t krafti þeirrar stöðu hyggst hann svæla kotið þeirra undir bróður sinn, ræfilinn Jóakim spira, en setjast sjálfur að vinnukrafti þeirra. Það er nú ekki að þvi að spyrja hvernig þessi viðskipti fara, svo ójafn sem leikurinn er — og tekst þó að spinna furðu langan lopa úr litlu efni. Börnin i kotinu eru bráðger og myndarleg og fjarska fróm. Þeim veitist lika auðvelt að sjá skilsmun góðra manna og illra i þorpinu. Svona er góðri konu lýst: ,,Frúin.. var há og grönn, með koldökkt hár og brúnir, langleit nokkuð og frið sýnum, augun stór, gráblá og dapurleg, nefið fingert, kinnarnar ávalar, hakan litil en sterkleg, munnurinn stór með amorsbogamynduðum vörum. Einhver skuggi i svipnum benti til að hún byggi yfir dullinni hryggð.” Og svona vondum manni: „Bárður oddviti var langur maður og mjór, fremur slyttis- legur. Höfuð hans var einnig ilangt og minnti dálitið á hross- haus, nefið stórt og frambogið, svo að það slútti niður á efri vörina, munnurinn viður og vara- þunnur, augun stálgrá, litil og stingandi, hárið tjásulegt og eyrun útstæð. Hann var tötralega klæddur og fötin hengu á honum, ekki ósvipað og á fluglahræðu. En röddin var mild og ismeygileg.” Yfir öllu vakir mynd móður þeirra sálugu á veggnum — sem enski málarinn málaði af henni daginn eftir að hún dó. Um varir hennar leikur undursamlegt bros. Þetta bros eiga systkinin bágt með að skilja eins og aðrir i sögunni, allir nema tvibura- systurnar, svo fjarska veiklaðar og eiga bráðum að deyja. En þær standa i yfirskilvitlegu firðsam- bandi, ekki aðeins sin i mílli, heldur einnig við mömmu og hann Jesús handan um dauðann. ■ Svo er það ástin: án hennar væri engin saga. Valintinus er anzi hreint gervi- legur piltur, friður og langleitur, með koldökkan hárlubba og dimmblá augu. I búðinni kemst hann brátt i tæri við Boggu kaup- mannsdóttur, sem er andlitsfrið en búlduleit og budduleg, með blóðrauðar varir og þrýstinn barm. Hún er til i tusk, bæði úti i skemmu og uppi i hlöðu. En kossar hennar láta eftir sig ein- hvern kaldrana og tómleika i sinni piltsins. Á Bakka handan við fjörðinn býr á hinn bóginn önnur ung stúlka, Berglind, sem tekur hug hans fanginn: ,,Það voru geislar i silfurbleiku hárinu, er féll i tveimur digrum fléttum niður að mitti hennar, og stór dýragrasblá augun lýstu með kyrrum ljóma, vökul og dreymin i senn. Andlitið var bjart, sem heiðrikja yfir þvi, alvara og mild gleði..Og enn sá hann glögglega að eitthvað i svip hennar minnti á bros móður hans — eitthvað sem snerti hug hans og hjarta með ljúfsárri dul.” Þetta fer nú allt eins vel og á verður kosið. Það er liklega mátulegt á Boggu búlduleitu að lenda i flangsi við Jónka spila- gosa —sem kaupmaðurinn, faðir hennar verður löks að vikja brott úr riki sinu. En systkinin i Hall- veigarbæ komast til manns, öll nema tviburarnir, þær deyja og verða alfarið að englum. Læknis- hjónin góðu taka að sér litlu syst- kinin, Lisu og Narfa sem þau ætlá að setja til mennta. ,,Hann hafði staðið sig mjög vel á vorprófinu i barnaskólanum og orðið einn af þremur hæstu nemendunum.” Heiðrún stórasystir nær sér i bráðefnilegan kærasta og fer að búa, en Björn tekur kaupmaður i brauð sitt i búðinni, Valintinus hyggst hann gera að bókhaldara hjá sér. Kaupmaður býr yfir afli þeirra hlula sem gera skaí i sögu: hann verður beinlinis að stjaka bókhaldara sinum af stað til að sækja Berglindi handan yfir Kristmann Guðmundsson. fjörðinn heim i kotið til sin. En þá er lika allt komið i kring. Og i þessum svifum verður Valintin- usi loks ljóst brosið á mynd móður sinnar: ,,Nú skynjaði hann, á hverfulli svipstund, að dauði og lif voru óaðskiljanlega samofin og hvort tveggja jafn eðlilegt, eins og svefn og vaka. Hvorugt varð um- flúið og þvi ráðstöfun Skaparans og nauðsyn i tilverunni. Þess vegna var bros dauða og lifs hið sama — bros dauðans einnig bros lifsins ... Það var bros lifsins, bros móðurinnar dánu, nú skynj- aði hann boðskap þess, handan hugsunar og skilnings. Það var leyndardómurinn mikli sem allir þrá i djúpum verundar sinnar, sjálfur grunntónninn i tilverunni, nafnlaus, upphafslaus og án endis, hið óræða tákn eilifðar- innar — og aðeins flekklaust hjarta fær höndlað það.” Þótt einkennilegt megi virðast tel ég að Brosið sé bezta skáld- saga Kristmanns Guðmundsson- ar um langt, langt skeið. Má vera að hún minni einhverja lesendur á sumar hinar fyrri sögur hans, sögur eins og Góugróður eða Ströndin blá... 1 þessari sögu eins og öðrum seinni verkum höfund- arins er að visu þrotin hin sál- fræðilega spenna sem bar uppi öll hans fyrri verk, og þau firrast þau ransæissnið, ytra og innra, sem fyrri sögurnar nutu. Eftir standa i sögunni mann- gervingar legurðar, hreinleika og sakleysis á annan veg, spillingar og mannvonzku á hinn i dulspak- legri litadýrð. En það hygg ég að Brosið geri liísýn höfundar á efri árum, þeim listræna hædti sem honum er laginn, eins ýtarlega skil og á verður kosið. Fró Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Halldór Hansen læknir lætur af störfum frá næstkomandi áramótum# Samlags- menn sem hafa hann að heimilislækni, vinsamlegast snúi sér til afgreiðslu sam- lagsins, meðsamlagsskirteini, og velji sér lækni i hans stað. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. HHJNN HLADBÚD BÆKUR '72 HEIMUR DANÍELS Skáldsaga eftir hlnn kunna, danska rithöfund, Lelf Panduro, GATA BERNSKUNNAR Skáldsaga eftir dönsku skáldkonuna Tove Ditlevsen. SÓL Á SVÖLU VATNI Ný skáldsaga eftlr hina þekktu frönsku skáldkonu Francoise Sagan. ÞAÐ VORAR Á NÝ Mjög skemmtileg og spennandl ástarsaga eftir hlnn vln- sæla ameríska metsöluhöfund, Phyllis A. Whitney. BJARNAREY Hinn margfalda metsöluhöfund Allstair MacLean þarf ekkl að kynna. KAFBÁTAHELLIRINN Ný bók eftir brezka metsöluhöfundinn Hammond Innes. HEFNDARLEIT Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á Islenzku eftlr James Hadley Chase, víðfrægan brezkan metsöluhöfund. SJÓR ÖL OG ÁSTIR Ný bók eftir Ása í Bæ, sem löngu er þjóðkunnur fyrlr ritstörf, yrkingar, aflamennsku og ævintýri. FERÐIN FRÁ BREKKU Þriðja og slðasta bindr endurminnlnga Snorra Sigfússonar. HEIMDRAGI IV Fjórða bindl Heimdraga flytur eins og fyrrl blndin marg- háttaðan fróðleik, gamlan og nýjan, vlðsvegar af landlnu. MIÐTAFLIÐ Bók þessi um miðtaflið eftir hinn kunna skákhöfund Znosko- Borovsky er sfgilt verk I skákbókmenntum heimslns Kaupið aðeins daðar barna og 'ingabækur BÓKIN UM JESÚ Þessi fagra myndabók er gerð af frönsku listakonunni Napoli I samvinnu við foreldra og uppeldisfræðlnga. JONNI OG KISA Gullfalleg og skemmtileg myndabók gerð af sömu höfund- um og PRINSESSAN SEM ÁTTI 365 KJÓLA og LITLA NORNIN NANNA. BÓKIN UM VATNIÐ, BÓKIN UM HRAÐANN, BÓKIN UM HJÓLIÐ Þetta eru fyrstu bækurnar I nýjum bókaflokki, LITLU UGLURNAR, sem ætlaður er börnum 4—7 ára. PÉTUR OG SÓLEY Nútímaleg og heillandi barnabók eftir Kerstin Thorvall, STÚFUR OG STEINVÖR Þriðja bókin um Litla bróður og Stúf eftir hinn frábæra norska barnabókahöfund Anne Cath.-Vestly. ÁRÓRA OG LITLI BLÁI BÍLLINN Þetta er þriðja bókin um Áróru eftir Anne Cath.-Vestly. LITLU FISKARNIR Áhrifamikil og frábærlega vel skrifuð barnabók MAMMA LITLA Sígild barnabók eftir E. De Pressensé. ÞRENNINGIN OG GIMSTEINARÁNIÐ Á FJALLINU Fyrsta bókin [ nýjum bókaflokki eftir danska höfundinn Else Fischer. DULARFULLA MANNSHVARFIÐ Þetta er 12. bókin I bókaflokknum „Dularfullu bækurnar" KATA OG ÆVINTÝRIN Á SLÉTTUNNI Önnur bókln um Kötu eftir norska höfundinn Johanna Bugge Olsen. TVÖ ÁR Á EYÐIEY Spennandi og skemmtileg saga eftir hinn heimskunna höf- und Jules Verne. IÐUNN, Skeggjagötu 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.