Vísir - 17.12.1972, Side 15

Vísir - 17.12.1972, Side 15
KR breytti varnarleik og snéri tapi í sigur Leikið í Reykjavikurmótinu í körfubolta á föstudag og laugardag og úrslitaleikurinn verður i kvöld Á föstudag og laugar- dag i siðustu viku hélt Iieykjavikurmótið i körfuknattleik áfram. Voru þá leiknir þrir leikir i meistaraflokki karla. Á föstudagskvöld léku ÍR og ÍS i Breið- holtsskólanum, og sigraði ÍR með 87 stigum gegn 66. Ekki erl hægt að segja nánar frá j leiknum hér, þvi hann fór fram, eins og svo margir aðrir leikir i þessu dæmalausa móti, án þess að nokkur sála vissi, nema leikmenn og þeirra heimilisfólk. Hins vegar höfðum við spurnir af þvi um hádegisbilið á laugar- dag, að siðdegis þann dag mundi verða keppt i Laugardalshöllinni, og við brugðum okkur á staðinn. Vonandi er ekki verið að opinbera neitt leyndarmál Körfuknatt- leiksráðs Reykjavikur, þótt sagt verði nokkuð frá leikjum þessum hér. KR - Valur 78-76 Áhorfendur, ef einhverjir hefðu verið, að leik KR og Vals, hefðu skemmt sér vel, þvi leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur á að horfa. KR vann hér enn nauman sigur i Reykjavlkurmótinu, og veitti Valur þeim svo harða keppni, að KRingar mega þakka fyrir að sleppa frá þeirri viður- eign með sigur, og úrslitaleik um titilinn framundan við 1R. Sá leikur fer fram i Laugardalshöll- inni i kvöldi Þessi frammistaða Valsmanna kemur kannski á óvart eftir slappa frammistöðu þeirra gegn KR i íslandsmótinu fyrir aðeins fáeinum dögum, þegar KR vann auðveldan sigur. En leikurinn á laugardaginn gefur sannari mynd af Valsliðinu eins og það er núna, þvi liðið siglir hraðbyri upp á toppinn i islenzkum körfuknatt- leik. KRingum hefur hins vegar tekizt furðu vel að aðlaga lið sitt breyttum aðstæðum, og er leikur liðsins mjög góður. Auk þess er hittnin til fyrirmyndar, en helzta skytta liðsins virðist vera hinn endurheimti Guttormur Olafsson, sem hefur I þeim leikjum, sem hann hefur tekið þátt i með KR, sýnt afburðagóða hittni. Hrað- upphlaup eru nú meira á dagskrá en áður, og skila þau mjög góðum árangri. Þeim stjórna hinir gömlu samherjar Kolbeinn Páls- son og Gunnar Gunnarsson, en sá siðarnefndi hefur, eins og Gutt- ormur fallið mjög vel inn i liðið, og gjörbreytir leik þess til hins betra. Nú kveður meira að Kristni Stefánssyni i miðherja- stöðunni og hæð hans og stökk- kraftur gera mótherjunum mjög erfitt fyrir við körfuskot, svo oft kemur hans langi hrammur fljúgandi, og sendir boltann ofan á kollinn á þeim sem skaut. KR lék lengst af svæðisvörn, en setti sem fyrr mann til höfuðs Þóri Magnússyni. Þetta virtist i fyrstunni ætla að hrifa. Valsmenn voru i vandræðum með körfuskot sin, og eftir fimm min. leik hafði KR náð 7 stiga forystu, 11-4. Vals- menn léku einnig svæðisvörn, og vakti athygli hversu góð hún var. Hreyfanleiki og vel útfærðar skiftingar innbyrðis i vörninni gerðu mótherjunum erfitt fyrir, og eftir skamma stund hafði Valur unnið upp forskot KR, og náð þriggja stiga forystu, 16-13. Mest náði Valur 6 stiga forskoti, 29-23, en KR vann það upp að mestu, og i hléi var staðan 37-35 fyrir Val. Mikið kapp liljóp i Valsmenn i byrjun siðari hálfleiks, og þeir unnu vel, bæði i vörn og sókn. Höfðu þeir greinilega fullt vald á stöðunni, og á 7. minútu höfðu þeir náð 10 stiga forystu, 56-46. Varnarleikurinn hafði ekki verið neitt sérstaklega slakur hjá KR, þrátt fyrir þetta, en þegar hér var komið sögu geröu KRingar hlé á leik sinum og hugsuðu sitt ráð. Þeir hittu einmitt á ráðið sem dugði. Varnarleiknum var breytt i maður á mann vörn, sem setti Valsmenn gersamlega út af lag- inu. Eftir rúmar 3 minútur hafði KR unnið upp forskot Vals, og stigi betur, og staðan varð 57-56 fyrir KR. Ekki tókst þó KR að hrista Val af sér, þótt frumkvæðið i leiknum hefði skift um eiganda. Jafnt var 66-66, 70-70 og 74-74, en þá var rúm ein minúta eftir. Kristinn Stefánsson skoraði fyrir KR, en sókn Vals rann út i sandinn rétt á eftir. Þá bætti Bjarni Jóhannesson körfu við fyrir KR, 78-74, og Val vannst ekki timi til að skora nema eina körfu til viðbótar, svo að úrslitin urðu 78-76 fyrir KR. ÍR - Ármann 89-76 Að loknum leik KR og Vals hófst leikur 1R og Armanns. Var þar um allt annars konar baráttu að ræða, og ekki skemmtilega á að horfa. Til þess voru yfirburðir 1R allt of miklir. Ármannsliðið hefur greinilega ekki ennþá náð sér á strik fyrir baráttu vetrarins, og er slæmt til þess að vita að jafn skemmtilegt lið og Ármanns- liðið getur og hefur verið, skuli detta i slikan öldudal. Ármenningarnir héldu i við 1R fyrstu 10 minútur leiksins, en þá var staðan 20-16 fyrir ÍR. Eftir það jókst munurinn jafnt og þétt fram til hlés, þegar 1R hafði náð 22ja stiga forystu 54-32. Aðeins var siðari hálfleikurinn skárri hjá Ármenningum en sá fyrri. Þeir minnkuðu muninn niður i 13 atig fimm mlnútum fyrir leikslok, en neðar komst hann ekki, og 1R sigraði með þeim sama mun, 89 stigum gegn 76. gþ Italinn ungi, hinn 18 ára Piero Gros sigraði aftur i gær i svigkeppninni um heimsbikarinn. Hann sést hér i miðjö eftir fyrsta sigur sinn. Aftur vann Italinn ungi italinn ungi, hinn 18 ára Piero Gros, sem er með bein á röngum stað í hægri handleggnum eftir mis- heppnaða aðgerð, þegar hann handleggsbrotnaði 10 ára gamall, og hefur kostað mörg brot siðan, er nú aðal- umræðuefni skiðamanna heims eftir tvo stórsigra í keppninni um heimsbikar- inn. Skiðamaðurinn, sem læknar sögðu fyrir þremur árum að mundi aldrei kom- ast i fremstu röð, hefur nú skákaðöllum fremstu svig- mönnum heims tvo sunnu- daga í röð. 1 gær var keppt i heimsbikarn- um i Madonna di Campiglio á ltaliu og hinn 18 ára Gros gerði sér litið fyrir og sigraði þó hann hefði afar óhagstætt rásnúmer eða fjörutiu — og sérfræðingar telja reyndar, að þeir, sem hafa hæstu rásnúmerin, hafi raun- verulega enga möguleika til að verða meðal fimm beztu. Piero Gros afsannaði kenningu þeirra i gær — eins og hann hefur afsann- að fullyrðingar læknanna i sam- bandi við beinið, sem ekki komst á rétta staðinn i handleggnum aftur. Keppnin var geysilega hörð i gær i fjöllum ltaliu og Gros fékk næstum sekúndu lakari tima, en hinn tvöfaldi heimsmeistari, Gustavo Thoeni, i fyrri umferð- inni. En hann skákaði öllum i sið ari umferðinni — einmitt, þegar brautir voru orðnar mjög grafn- ar, og hann hafði hvað versta að- stöðu. Þá vann hann upp sekúnd- una á hinn fræga landa sinn og varð sjö hundruðustu úr sekúndu betri en Thoeni samanlagt eftir umferðirnar tvær. 1 keppninni um heimsbikarinn — það er heimsmeistaratitilinn — hefur Piero Gros nú 12 stig um- fram næsta mann, David Zwill- ing, Austurriki. Gros hefur 50 stig, Zwilling 38. Þá kemur Roland Collombin, Sviss, i þriðja sæti með 36 stig. Karl Cordin, Austurriki, hefur 28 stig, Rein- hald Tritscher, Austurriki, 28 stig, Gustavo Thoeni, ltaliu, 24, Erik Haaker, Noregi, sem var dæmdur úr leik i svigkeppninni i gær, er með 20 stig, og i áttunda sæti er Marcello Varallo, dtaliu með 16 stig. 1 gær hófu 72 keppendur keppni i sviginu, en 43 þeirra voru dæmd- ir úr leik, og sýnir það vel hve brautir hafa verið erfiðar. Piero Gros sigraði á 1:40.41 min. Hann fór fyrri umferðina á 49.84 sek., en þá siðari á 50.57 . Stustavo Thoeni varð annar á 1:40.48 min. Fyrri umferðina keyrði hann á 48.93 sek., sem var bezti brautartiminn, en þá siðari á 51.55 sek. Þriðji varð Christian Neureuther, Vestur-Þýzkalandi, á 1:40.68 min. Fjórði Bob Coch- ran, Bandarikjunum, á 1:41.27 min. Fimmti Claude Perror, Frakklandi, á 1:41.69 min. Sjötti Tino Poetrigiovanna, ítaliu, á 1:42.29 min. Sjöundi Olympiu- meistarinn Fransisco Fernandez Ochoa, Spáni, á 1:42.42 min. Att- undi David Zwilling, Austurriki, á 1:42.44. Niundi Walter Tresch, Sviss, 1:42.45 min. og 10. Max Rieger, Vestur-Þýzkalandi, á 1:42.46 min. —hsim. Úrslit ó sama veg og óður! — í flokkaglímunni, sem hóð var ó laugardag Urslit urðu á sama veg i flokkaglimunni og i fyrra, en hún fór fram að þessu sinni á laugardag í íþróttasal Melaskólans. Sigurður Jónsson, Víkverja, sigraði í 1. flokki, Ómar Úlfarsson, KR, i 2. flokki, og Rögnvaldur ólafsson, KR, i 3. fiokki. Talsverð spenna var i sambandi við keppnina i þyngsta flokknum. Þar voru fjórir keppendur — auk Sig- urðár, þeir Sigtryggur Sig- urðsson, KR, Matthias Guð- mundsson, KR, og Pétur Ingvason, Vikverja. Sigtryggur hefur oft orðið lslandsmeistari: en þarna kom greinilega fram, að hann hefur lagt litla stund á glimuna siðustu árin. Sig- tryggur tapaði þó engri glimu, en tókst ekki að ná nema hálfum vinningi gegn þeim Sigurði og Matthiasi. Hins vegar lagði hann Pétur. Sigurður Jónsson iagði þá báða, Matthias og Pétur, og varð sigurvegari, þegar þeir Sigtryggur og hann skildu jafnir, eftir átakamikla glimu, en ekki alltaf fallega. Úrslit urðu þvi þau i 1. flokki, að Sigurður Jónsson hlaut tvo og hálfan vinning. Sigtryggur hlaut tvo vinn- inga. Matthias einn vinning og Pétur engan vinning. 1 2. flokki voru þrir kepp- endur og var keppni þar rnjög tvisýn milli Ómars Úlfarssonar, sem sigrað hef- ur tvö siðustu árin i þessum flokki, og Gunnars Ingvars- sonar, Vikverja. Þriðji kepp- andinn var Ólafur Sigur- geirsson, Kr. Þeir Ómar og Gunnar lögðu báðir Ólaf, en i glimu þeirra skildu þeir jafnir. Þurfti þvi úrslita- glimu um fyrstu verðlaunin og þá lagði Ómar Gunnar. Hann hlaut þvi einn og hálf- an vinning + einn vinning. Gunnar hlaut einn og hálfan vinning og Ólafur engan. Þar sem Ómar Úlfarsson sigraði i þessum flokki þriðja árið i röð hlaut hann bikar þann, sem keppt var um til eignar — fallegan grip. 1 3. flokki voru einnig þrir keppendur. Þar sigraði Rögnvaldur Ólafsson KR nokkuð örugglega — lagði báða mótherja sina, þá Guð- mund Frey Halldórsson, Ármanni, og Gunnar Vigfús Guðjónsson, KR. Hann hlaut þvi tvo vinninga og hlaut einnig fagran verðlaunabik- ar, sem keppt var um, til eignar, þar sem þetta var þriðja árið i röð, sem Rögn- valdur sigrar i 3. þyngdar- flokki. Guðmundur Freyr’ varð annar. Hann sigraði Gunnar Vigfús i innbyrðisglimu þeirra. Einnig var keppt i yngri flokkum, en keppendur voru alls 17 i glimunni. 1 unglinga- flokki bar Guðmundur Einarsson, Vikverja, sigur úr býtum. 1 drengjaflokki sigraði Óskar Valdimarsson, einnig úr Vikverja, og i sveinaflokki bar Sigurður Stefánsson sigur úr býtum. Flokkagliman fór vel fram og voru áhorfendur allmarg- ir, þrátt fyrir óhentugan keppnistima, en verzlanir voru opnar á laugardaginn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.