Vísir - 17.12.1972, Síða 17
Dubbaðir upp á vet-
uma í handboltann!
— og leika með góðum órangri
Fótboltamenn Keflavíkur unnu Þrótt 19-16 í 2. deild í gœrkvöldi
•■r iiú þetta? — Jú, þetta er
. sem Bjarnleifur túk úr leik ÍBK
úttar — og þaft er einn Þrúttar-
iem grlpur hressilega utan um
ann Keflvikinga.
Þeir eru haröir Keflvíking-
arnir, sem Ragnar Jónsson
úr FH hefur tekiö að sér aö
þjálfa. Þarna hefur hann
dubbað knattspyrnuliðiö
þeirra upp i að verða eitt
helzta lið 2. deildar. Jú, vist
er handknattleikurinn
nokkuö einföld iþrótt. En
samt þarf nokkuð til að
vera meðal forystuliða i 2.
deildinni á Islandi og þvi
koma KefIvikingarnir á
óvart.
í gærkvöldi unnu þeir Þróltara
meft 19:16 i leik suftur i Hafnar-
. 1 hálíieik var staftan 9:8
'yrir Keflavik. I seinni hálfleik
léldu þeir áfram aft krafla sig
ram úr Þrótturum og komust
nesl i 4 marka mun i 17:13, en
hróttarar voru nærri aft jafna þar
)ilift og komusl i 17:16. En þaft
/antafti þróttinn siftuslu minút-
tna, þar sem Keflavik virtist hins
/egar halda sinu striki. Og tvö
iiftustu mörkin skoruftu þeir
■ileinar Jóhannsson og Ástráöur
lunnarsson, sigurinn varft þvi
19:16.
Ég hef bæfti lesift i blöftum og
íeyrt aft 2. deildin jaftri vift aft
/era i sama l'lokki og 1. deildar-
iftin mörg. Ekki gat ég séð þaft á
jessum leik. Kel'lavikurliftift er
'risklegt, en er mjög vankunn-
mdiá mörgum sviftum. Hins veg-
ir hel'ur þaft verift skynsamleg
•áftstöfun aft fá mann eins og
lagnar Jónsson til lifts vift liftift,
Dg eflaust á hann eftir að leiftrétta
rnarga vankanta á liftinu.
Þróttarliftift getur eflaust
meira en þaft sýndi i
leik. Markvarzlan aft
sinni var mjög i molum og
n sömuleiftis. Reyndar vakti
ífteins einn leikmanna liftanna
lérstaka athygli, en þaft var
l’rausti Þorgrimsson, frábær
inumaftur i lifti Þróllar. —JBP
T.d þegar viö steikjum hátídamatinn
Notfærum okkur eiginleika smjörsins til að
auka á bragðgæði safaríks og Ijúffengs kjöts.
Smyrjum kjúklingana með smjöri, steikjum
þá í ofni eða á glóð og hið fína
bragð þeirra kemur einstaklega vel fram.
Nautalundir steiktar í smjöri með aspargus
og bernaissósu er einhver sá bezti
veizlumatur, sem völ er á. Allt nautakjöt
bragðast bezt steikt í smjöri.
Útbeinum dilkalæri, smyrjum það að innan
með smjöri, stráum 2 tsk. af salti, V2 af pipar
og V2 af hvítlaukssalti yfir, vefjum lærið
og steikjum það í ofni eða á teini í
glóðarofni. Steikin verður sérlega Ijúffeng.
Smjör í hátíðamatinn.......mmmmm............
Staðan í mótinu
— og markahœstu leikmenn
Einn leiknr var háður
i 1. deild islandsmótsins
i handknatlleik i gær.
EIl lieldur sinu striki og
sigraði Hauka með 18-15
og hefur þar með unnið
alla fimm lyrstu leiki
sina i mótinu. EH er þar
með fjórum stigum á
undan næstu liðum nú,
þegar Idé verður gert á
mótinu fram yfir ára-
mótin.
Staftan i mótinu er nú þannig:
FH 5 5 0 0 91-82 10
Valur 4 2 0 1 90-66 6
1R 4 3 0 1 79-67 6 ,
Vikingur 5 3 0 2 113-102 6
Fram 5 3 0 2 98-91 6
Haukar 5 1 0 4 90-95 2
Ármann 5 1 0 4 81-109 2
KR 5 0 0 5 84-114 0
Eftir leikinn i gærkvöldi er Geir
Hallsteinsson, FH, aftur orftinn
markahæsti leikmaftur mótsins,
en taflan yfir markhæstu leik-
mennina litur nú þannig út.
Geir Hallsteinss. FH, 38
Ingólfur Oskarss. Fram, 33
Einar Magnússon, V'ik., 31
Vilberg Sigtryggss. Á, 27
Bergur Guðnason, Val, 25
Brynjóllur Markúss. ÍR, 25
Haukur Ottesen, KR, 25
Ölafur (Mafss. Haukum, 25
Guftjón Magnússon, Vik., 19
Vilhj. Sigurgeirss. ÍR, 19
Hörftur Kristinsson, Á, 17
Stefán Halldórsson, Vik., 15
Björgvin Björgvinss. Fr. 14
Páll Björgvinsson, Vik., 14
Þórftur Sigurftss. Haukum, 14
Björn Blöndal, KR, 13
Björn Pétursson, KR, 13
Gunnar Einarsson, FH, 13
ÁgústSvavarsson, ÍR, 12
Ágúst ögmundsson, Val, 11
Björn Jóhannesson, Á, 11
Gunnst. Skúlason, Val, 11
Sigurb. Sigsteinss. Fram, 11
Ölafur Friftríkss. Vik., 10
Viftar Simonarson, F'H, 10
Næstu leikir eiga aft fara fram
samkvæmt leikjaskrá 7. janúar,
en hætt er vift aft einhver breyting
verði þar gerft á. Stúdentaliftift,
sem keppir milli jóla og nýjárs i
heimsmeistarakeppni stúdenta,
verftur þá varla komift heim.
Sennilega verftur leikjunum
frestaft um nokkra daga, en þetta
leikkvöld áttu aft leika ÍR-Valur
og Ármann-Haukar. Miftvikudag-
inn 10. janúar voru fyrirhugaftir
leikir milli KR-Fram og Vals-FH.
— hsim.
I.æknaneminn ungi I FH-liftinu, Júnas Magnússon (sonur háskúlarektors), kastar sér inn i teiginn og skorar fyrir FH. Geir Haiisteinsson, bak vift hann, og
Iiaukarnir Svavar Geirsson og Stefán Júnsson fylgjast með. " Ljúsmynd Bjarnleifur.
Daufar Haukastjörnur og
FH hlaut auðveldan sigur
— en Hafnarfjarðarhöllin líktist ekki heimavelli fyrir FH liðið
Það var ótrúlegt en satt,
EH var á heiniavelli i gær-
kvöldi, þegar þeir mættu
llaukum. Púiö, sem mætti
EH-ingum, þegar þeir komu
inn i salinn var þó svo sterkt
að ætla mætti að þar væru
utanbæjarlið á ferð. Hins
vegar var Haukum fagnað
mjög og allan timann var
greinilegt að áhorfendur
voru mjög á þeirra bandi.
En þaft er ekki nóg aft hafa áhorfend-
ur meft sér FH var sterkari aftilinnn og
allan leikinn var greinilegt aft sigur
FH var óhjákvæmilegur. Þrjú fyrstu
mörkin, eftir trega byrjun, komu lika
frá FH. Þaft tók nær 6 minútur fyrir
Geir að skora fyrsta mark leiksins.
Um miftjan hálfleik var staftan 4:3
fyrir FH og harkan i algleymingi á
báða bóga. Geir og Birgir voru um
þetta leyti bókaftir og siðan hver af
öðrum. *
Haukaliðið fannst mér strax heldur
slaklegt, leikmenn gripu hver öftrum
verr, hvort heldur var um aft kenna
lélegu klistri efta mikilli taugaspennu.
Liklegt aö um hvort tveggja hafi verift
aft ræfta.
Staftan var 5:4 nokkru siftar, en þá
tókst FH loks aö rifa sig fram úr. Geir
skoraöi og siftan Ólafur Einarsson meft
hár niftur á axlir, þrátt fyrir bann
handknattleiksdeildar vift siftara en
flibbasiftu hári. Ólafur skoraði tvö
ágæt mörk. þrátt fyrir (efta kannski
vegna) hárprýöi sina. Og loks klórar
Jónas Magnússon sig i gegn og skorar
9:4 og 5 minútur eftir til hálfleiks.
Afteins lagfærftu Haukar þetta meft
mörkum Sturlu og Sigurgeirs, þannig
að staðan var 9:6 i hálfleik.
Sturla skorafti svo fyrsta markift i
seinni hálfleik og staftan 9:7, útlit fyrir
spennandi átök þessara tveggja
Hafnarfjarftarlifta. En nú tóku þeir
Sigurgeir Marteinsson er aft verða
hættulegasta ..langskytta” Haukalifts-
ins. Hér sendir liann knöttinn i mark
Fli —kominn vel framhjá varnarleik-
mönnunum. Ljúsmynd Bjarnleifur.
Geir og Gunnar Einarsson leikinn i
sinar hendur um stund, Geir skorafti
fyrst, siðan Gunnar og enn Geir. Stað-
an aftur orftin hagstæð fyrir FH, 12:7.
Þessi 5 marka múr var erfiftur fyrir
Hauka að yfirstiga og meft marki Vift-
ars 16:10 jókst munurinn enn.
Þaft var ekki fyrr en undir lokin aft
skyttur Hauka fóru afteins að ranka
vift sér. Þórftur, Sigurftur Jóakimsson
(linumaður) og Stefán Jónsson skor-
uðu sitt hvort markið. Ólafur ólafsson
skoraði i þessum leik afteins úr vita-
köstum.en ,,minni spámenn” skoruftu
mörkin. Staftan var 17:11 og nokkrar
minútur eftir. Þá fóru Haukar aft sýna
klærnar á ný, öllum til mikillar furftu.
Skoruðu þeir 4 mörk gegn einu undir
lokin og lagfærftu markatöluna, enda
þótt litil von væri til að jafna, hvaft þá
aft gera meira. Lokaúrslitin urftu þvi
18:15 fyrir FHog var þaft sanngjarn
sigur og raunar hinn fyrsti i mótinu,
þar sem FH vinnur ekki i hnifjöfnum
leik.
FH-liftift finnst mér ekki ná öllu þvi
fram, sem það ætti að gera. Liðið er
tvimælalaust þaft sterkasta, þegar litið
er á mannskapinn. Hitt er annaft mál
hvort þeim tekst aft laða beztu kosti
hvers og eins fram i leikjum þannig,
aft það komi að gagni fyrir liðift.
Gunnar Einarsson finnst mér á
hraftri leift meft að verða einn okkar
beztu handknattleiksmanna og Ólafur
bróftir hans ætti að geta nýtzt mun bet-
ur meft sina miklu likamsyfirburði.
Geir Hallsteinsson sýndi i þessum leik
aft hann á ekki jafningja i þessum leik
hér á landi. Gerði hann margt af-
bragfts vel og skotfimi hans er aftur
komin i samt lag eftir lægðina i sumar
og haust. Hins vegar fannst mér Viftar
i daufara lagi og Jónas Magnússon of
litift notaftur.
Haukaliöið átti ekki góftan leik og
beztu menn liðsins sáust naumast.
Ólafur Ólafsson og Þórftur Sigurftsson
voru langt frá sinu bezta, en Sigurgeir
átti betri leik en oftast áftur. Meft eftli-
legum Haukaleik heffti þessi barátta
orðift mun tvisýnni.
Mörkin i leiknum : Fyrir FH skoruðu
þeir Geir Hallsteinsson 8 (2 úr vita-
köstum), Þórarinn Ragnarsson 2
(annaft úr viti), Ólafur Einarsson 2,
Gunnar Einarsson 2, Viftar Simonar-
son 2, Auöunn Óskarsson 1, Jónas
Magnússon 1.
Fyrir Hauka skoruftu þeir Ólafur
Ólafsson 4 (öll úr vitaköstum), Sigur-
geir Sigurftsson 3, Sturla Haraldsson 2,
Guftmundur Haraldsson 2, Svavar
Geirsson 1, Þórftur Sigurftsson 1,
Sigurftur Jóakimsson 1 og Stefán Jóns-
son 1. —
Dómarar voru þeir Hannes Þ. Sig-
urftsson og Karl Jóhannsson og dæmdu
nokkuft vel. Grunur leikur hins vegar
á aft hálftiminn i Hafnarfirði sé ivift
styttri en i Reykjavik, a.m.k. var þaft
hald margra aft seinni hálfleikur i gær-
kvöldi hafi verið 27-28 minútur i stað
30.
— JBP —