Vísir - 24.03.1973, Page 4

Vísir - 24.03.1973, Page 4
4 Vísir. Laugardagur 24. marz 1973. UNNUSTI FAITHFULL VILL HJÁLPA Söngkonan Marianne Faithfull hefur hvatt unnusta sinn, Rossmore lávarö, 41 árs gamlan, til aö leggja liö baráttunni gegn fíknilyfjum. Lávaröurinn 'hyrjaöi á aö opna umsvifamikla upplýs- inga- og ráðleggingamiöstöö fyrir þá fiknilyfjaneytendur, scm snúa vilja til betri vegar. Er miðstöðin rekin i gamalli, en iburðarmikilli villu lávarðarins i Dublin. Rossmore lávarður fer ekki dult með það, að það hafi verið ástarsamband hans við hina 25 ára gömlu Marianne, sem fékk hann til að takast á við vandann. En sjálf á Marianne i miklu basli með að losna úr neti heróín- löngunarinnar. Hefur hún þurft að liggja langtimum á sjúkra- húsum i þeirri viðureign. Lávarðurinn vinnur sjálfur við upplýsingamiðstöð sina, en hann hafði legið i fræðibókum um þessi efni myrkranna á milii og aflað sér allrar þeirrar þekkingar, sem honum var framast unnt. 1 þeim tilgangi fór hann á milli allra þeirra stofnana, sem hafa fikni- lyfjaneytendur til meðferðar. Vorið er hondan við... „Hún er falleg.spræk og langleggja,” segir fréttastofan NTB, sem sendi okkur þessa mynd. Meira hafa þeir eiginlcga ekki að segja um stúlkuna, en okkur finnst þó full ástæöa til að sýna ykkur hana. Þetta er svo anzi hreint falleg stúlka, spræk og lang- leggja, þar sem hún — kiædd samkvæmt vortízkunni — hoppar himinglöö frammi fyrir húsi sinu I Frakklandi. Stúlkan er annars vestur-þýzk og heitir Marlene Charbell og starfar meö þekktum sýningarflokki, sem þegar er byrjaður að kynna vortizkuna. Þessi ágæta stúlka minnir okkur einmitt á, að vorið er að heita má HANDAN VID IIORNID........... Jackie leiddist — fór út og verzlaði fyrir 2,5 milljónir! Ameríski slúðurdálka- höfundurinn Fred Sparks hefur um nokkurt skeið stundað þá iðju að elta á röndum heimsfrægar kven- persónur í verzlunarleið- öngrum. Hefur hann komiztað þeirri niðurstöðu, að það kaupi engin eins hratt inn og Jackie Onassis. Fred Sparks segir: — Þegar Jackie er leið i skapi kann hún aðeins eitt ráð til bóta, nefnilega það að kaupa, kaupa, kaupa og kaupa. A hrútleiðinlegum rigningardegi i Paris núna fyrir skömmu tók það hana ekki nema tæpa tvo klukkutima að kaupa sumarkjóla fyrir samtals 2,5 milljónir isl. króna hjá tizku- frömuðinum Emanuel Ungaro. Og Sparks getur lýst fleirum at- hyglisverðum kaupleiðöngrum frægra kvenna. Þar t.d ekki gleyma þvi þegar hin vellauðuga Barbara Hutton rakst einn daginn inn i tizkuhús Lanvins i Paris. Þar var þá einmitt verið að stilla fram nýjustu tizkunni. Umsvifalaust snaraði Barbara fram þvi sem þurfti til að geta haft með sér heim 158 kjóla, kápur og annan fatnað, sem henni leizt vel á. Voru það ekki nema sem svarar liðlega 22 milljónir islenzkra króna, sem hún þurfti að borga fyrir öll ósköpin. Þá verður þess sennilega minnzt í veraldarsögunni, þegar Sirikit drottning verzlaði ein- hverju sinni við Balmain fyrir 64 milljónir króna. Fékk hún allan lager verzlunarinnar sendan til sin til Thailands til að geta valið úr það sem henni leizt á. Þar hafði hún til reiðu heilan hóp tizkusýningarkvenna, sem slógu upp tizkusýningu fyrir hana svo hún þyrfti ekki sjálf að máta alla kjólana. Að lokum gat hún valið sér 200 kjóla til eignar, þar á meðal einn kvöldkjól sem siðar var finaður til með demöntum fyrir 130 milljónir isl. króna úr hinum konunglega fjársjóði. Loks er þess minnzt þegar Sophia Loren skrapp til Givenchy til að kaupa sér kvöldkjól. Henni veittist valið erfitt, svo hún keypti fjóra til að þurfa ekki að gera upp á milli þeirra. Verðið var eitthvað nálægt ein og hálf milljón króna Umsjón: Þárarinn Jón Mognússon Og svo má ekki gleyma þvi, þegar Richard Burton stundi ein- hverntima eftir búðarráp með Liz sinni Taylor: — An þess svo mikið sem depla auga verzlaði hún fyrir allt að 100 þúsund krónur á minútu. Jackie Onassis kann aðeins eitt ráð við leiðindum, nefnilega kaupa, kaupa, kuupa og kaupa, segir Fred Sparks.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.