Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1973, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 3. apríl 1973. 3 Annar möguleiki, sem mér lizt sjálfum hreint ekki illa á, er gerð gufuaflsvirkjunar i Kröflu. Einnig væri smámöguleiki á þvi að auka við gufuaflsvirkjunina, sem er i Bjarnarflagi. Þetta mætti jafnvel gera án þess að nauðsynlegt væri að bora nyja holu. TAUGASTRIÐ I MJOL- VIÐSKIPTUM Kaupendur bíða eftir að Perúveiðar hefjist aftur. Geta vart beðið mikið lengur. íslandsmótinu i tvimennings- keppni i bridge lauk um helgina mcð öruggum sigri Ásmundar Pálssonar og Hjalta Eliassonar, sem verið höfðu i forystu allan seinni hluta mótsins. Juku þeir allan timann jafnt og þétt forskot sitt, svo að þeir höfðu nær 70 stig fram yfir næstu keppinauta sina, Islands- meistarana frá þvi i fyrra — Jón Asbjörnsson og Pál Bergsson. Þessir urðu efstir: 1. Asmundur Pálsson — Hjalti Eliasson, 1942 stig 2. Jón Ásbjörnsson — Páll Bergsson, 1874 stig 3. Benedikt Jóhannsson — Jóhann Jónsson, 1834 stig 4. Guðmundur Pétursson — Óli M. Guðmundsson, 1831 stig 5. Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson, 1828 stig GP. Reynsla ókkar af rekstri gufuaflsstöðvarinnar er ágæt. Auðvitað urðum við að glima við byrjunarerfiðleika, sem nú eru leystir. Virkjunarmöguleikar á Norðurlandi eru annars ekki eins margir og menn vildu kannski halda. Dettifoss hefur verið nefndur. Til þess að það borgaði sig að virkja hann yrði þó að tryggja miklu stærri markað en nú er sjáanlegur á Laxár- virkjunarsvæðinu. Þá hefur virkjun i Skjálfandafljóti við tshólsvatn litillega verið könnuð, og gerð hefur verið áætlun um virkjun i Austari Jökulsá i Skaga- firði, sem yrði rétt innan við 20 megavött. Hvaða leið, sem valin yrði, er að okkar mati útilokað, að hægt yrði að fá nokkuð út úr nýrri virkjun fyrr en i fyrsta lagi 1976. Eina sýnilega leiðin er að koma upp varaaflstöð, sem gæti brúað bilið, þar til ný virkjun kæmi i gagrtið. Við þurfum hvort sem er að auka afköst varaaflstöðvar- innar. Ef orkusvæðin verða sam- tengd, þarf einnig að auka vara- aflið hér”. Að lokum má geta þess, að svæði Laxárvirkjunar nær alla leið frá Þórshöfn i austri til Dalvikur i vestri. Verið er að reisa háspennulinu frá Aureyri til Sauðárkróks. Eins og Visir skýrði frá á sinum tima lét Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra hefja lagningu þeirrar linu, mest upp á eigið einsdæmi. Hann mun hafa gleymt að afla heimildar til að leggja linuna. Eins og horfurnar eru núna er ósennilegt, að mikið rafmagn verði flutt um þá linu á næstu árum. —VJ Loðnuvertlðinni er enn ekki lokið. Á sunnudag fengu 10 skip 1720 lestir við Reykjanesið. Þetta verður að teljast ailsæmilegur afli, þegar haft er i huga, að nú eru ekki eftir nema 20-30 bátar á 'loðnuveiðum. Mikil loðna virðist vera með öllu Suðurlandinu og i Faxaflóanum norður fyrir Snæfellsnes, þó að ekki sé hún veiðanlega nema á fáum stöðum. Loðnan, sem nú er að fást, er búin að hrygna, en einnig er i bland i henni ókynþroska loðna. Hún nýtist verr til bræðslu en var, þar sem hún gerist magrari en hún var, þegar hún byrjaði fyrst að ganga. Sérstaklega verður nýtingin verri i lýsi. Alls hafa verið seld um 55 þús. tonn af loðnumjöli, eða mikill meirihluti þess, sem nú hefur verið framleitt. Ekki er hægt að gera ráð fyrir þvi, að mikið meira verði framleitt en rétt rúm 60 þús. tonn, en nýting loðnunnar I mjöl er 15-16%. Það er þvi ekki eftir að selja meira en 5-10 þús. tonn, en gera má ráð fyrir þvi, að sumar verksmiðjurnar séu búnar að selja meira fyrirfram en þær geta framleitt, meðan aðrar verk- smiðjur eigi talsvert magn óselt. Enginmjölsala hefur farið fram héðan siðustu vikur, eftir að veiðar hófust i Perú. Kaupendur hafa haldið að sér höndum. Eftir að veiðibann var sett á i Perú 23. marz hafa þó komiðeinhverjar fyrirspurnir. Greinilegt er þó, að kaupendur vilja reyna að þreyja þorrann i þeirri von, að Perú hefji veiðar aftur með þeim afleiðingum, að verðið lækki. Aldrei hefur fengizt neitt nálægt þvl eins hátt verð fyrir loðnumjöl og i vetur. Verðið fór hæst upp i Nú geta allir vélritað villulaust GÓÐ TÍÐINDI FYRIR FALLEGA EINKARITARANN Nú þurfa forstjórarnir ekki að vera feimnir við það lengur að ráða fallegasta umsækjandann i einkaritarastöðuna, þó að ein og ein villa hendi hann I vélritun. IBM sér fyrir þvi. Skrifstofuvélar h.f. eru nú að kynna hér á landi nýja gerð rafmagnsritvéla, sem er útbúin sérstökum leið- réttingarlykli. Þessi útbúnaður er þannig gerður, að hann lyftir hreinlega blekinu aftur af pappirnum, ef þess er óskað. Réttur stafur er siðan sleginn fyrir þann, sem hvarf. Elinborg Gestsdóttir er hér að reyna þessa nýju ritvél hjá Skrifstofuvélum — Þeir, sem al- varlega eru hugsandi — mæla til- veruna i framleiðni og vinnuaf- köstum, geta reiknað það út sjálf- ir hvilikur flýtir er að þvi að hafa svona vél. Aldrei að rifa hálfritað blað úr vélinni, aldrei að nota strokleður eöa lakk. —VJ HJALTI OG ÁSMUNDUR ÍSLANDSMEISTARAR 13 Kannað, hvort kenna eigi fjölmiðlun í Háskólanum Tillaga Benedikts Gröndal (A) um kennslu i fjölmilun við Há- skólann hefur verið samþykkt á Alþingi. Alþingi samþykkti i einu hljóði ,,að fela rikisstjórninni að láta kanna, hvort eigi séu tök á, að Háskóli tslands hef ji og haldi uppi kennslu i fjölmiðlun, og ef svo reynist, þá með hverjum hætti hún skuli vera,” eins og sam- þykktin var orðuð.. Blaðamannafélagiö, Háskóli Islands og útvarpsstjóri tóku til- lögunni vel. —HH 3.12 sterlingspund fyrir prótein- eininguna, sem er 250% meira en nokkurn tima hafði fengizt fyrir mjöl áður. Framleiðendum tókst að selja nokkur þúsund tonn á þessu verði. Vonir standa til þess, að unnt verði að selja restina af mjölinu fyrir verð, sem er nálægt 3 sterlingspundum á prótein- eininguna. Vitað er, að margir kaupendur eru orðnir mjög að- þrengdir og verða brátt að tryggja sér meira mjöl. Ef veiðarnar hjá Perúmönnum hefjast aftur á næstu dögum og afli þeirra verður mjög góður, gæti þessi draumur þó orðið að engu. — VJ Þeir hafa keppzt við að bræða i Eyjum þrátt fyrir gosið og cru meðal hæstu löndunarstaðanna þctta ár- ið. Hér eru þeir að vinna við að stafla upp loðnumjöli, strákarnir I Eyjum. (Ljosmynd Guömundur Sig- fússon). ÁRRISULIR SALTARAR — Við reynum alltaf að sjá um, að allar leiðir strætis- vagnanna séu vel greiðfærar strax á morgnana og eru vinnuflokkar frá borginni komnir af stað mjög snemma, ef þörf er talin á. Strætisvagn- arnir eru illa búnir undir akst- ur i hálku, þvi þeir eru ekki búnir nagladekkjum. — Þetta sagði Ingi ú. Magnússon, gatnamálastjóri okkur i morgun. Hjá Kópavogslögreglunni fengum við þær upplýsingar, að þeir fylgdust ávallt vel með, hvort nauðsynlegt væri að saltbera Reykjanesbraut, þar sem hún liggur um þeirra umdæmi. Augljóslega er þvi vel hugs- að um að saltbera göturnar eftir þörfum, og eru það auð- vitað ánægjulegar fréttir fyrir þá, sem á annað borð eru fylgjandi að salt sé borið á. — ÓG. STOLIN GREIN WIIJARÐ- FRÆÐI „Það er alveg áreiðanlegt að þessi grein er ekki eftir neinn Pálmar Árnason. Hún er eftir dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing”, sagði maður einn, sem hringdi hingað á blaðiö. Átti hann við grein.sem birtist I Lesbók Morgunblaðsins þann 18. marz og heitir „Lakagigar og Skaftáreld- ar”. Greinin er þar sögð eftir Pálmar Arnason. Visir hafði samband við dr. Sigurð og spurði hvort það væri rétt, að greinin væri eftir hann. — Já, það er rétt, að visu ekki alveg orðrétt. Myndirnar eru þær sömu og ég notaði. En ég held, að ekkert sé i þessu að gera. Þeir vita orðiö af þessu, ég talaði við Gisla Sigurðsson ritstjóra Lesbókarinnar. Hann var ekki heima þegar þetta gerðist, og ein- hver annar hafði verið ritstjóri. Ég held, að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Annars veit ég hvorki haus né sporð á málinu. Ég veit ekkert, hver þessi maður er,þessi Pálmar. Það hafa fleiri hringt og spurt að þessu, hvort að greinin sé virkilega eftir hann. — Telst þetta ekki ritstuldur? — Ég býst nú við þvi, ef út I það væri farið. En persónulega vil ég ekki gera neitt i þvi. — Þú vilt ekki fara i mál eða hvað? — Nei, anzakornið, ég læt það bara lalla. Það væri annars gam- an að fá einhvern tima að vita, hver þessi maður er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.