Vísir - 07.10.1973, Síða 7
Visir. Laugardagur 6. október 1973.
cTyienningarmál
Ólafur Jónsson
skrifar
um bókmenntir:
.lóu Dan:
ATBURÐIRNIR A STAPA
Aó mestu skráð eftir frásögn Sig-
urðar Karelssonar
Skáldsaga
Almenna bókafélagið 1973. 240
bls.
Ekki vantar andagift-
ina piltar, enda er þetta
mikil gróskutið, segir
Stapajón siðast orða i
hinni skringilegu skáld-
sögu Jóns Dans.
Kannski er Stapajón
öðrum þræði einhvers-
konar völsa- eða freys-
gervingur i sögunni. En
fulltrúi gróskunnar er
umfram allt kýrin
Dumba.
Kýr eru svosem heilög dýr
víðar en á Indlandi: Lóló min
Lappa, sára ber þú tappa... Einn-
ig i islenzkum þjóðsögum og
skáldskap er þessi blessuð skepna
einatt merkisberi friðsemdar,
frjósemi og farsældar. Skáldsaga
Jóns Dans um atburðina á Stapa
sýnist mér að sé í fyrsta lagi eins-
konar tilraun til aö semja
frjálslega og tilfyndna fantasiu
upp úr alls konar efnivið þjóð-
sagna, þjóðtrúar og hindurvitna,
þjóðlegra manngervinga i kotinu
við sjóinn. En sé þetta réttur
skilningur á sögunni finnur
maður það jafnharðan að henni
að imyndun sögunnar sé ekki all-
ténd nógu frjó og frjáls skopefnin
einatt þanin og teygð til hins ýtr-
asta, allt að þvi leiðigjarna i
fábreytni sinni, að hún rúmaði i
rauninni miklu meira og fjöl-
breyttara efni af sama tagi, sem
hér er notfært. Sagan er vissulega
samin af augljósri nosturssemi,
mjög liprum og læsilegum stils-
hætti- , maður kimir einatt við
lesturinn. En hlær nokkur
upphátt? Ef reynsla lesanda
Kýr varð kona
verður nokkuð svo blendin af sög-
unni stafar það kannski af þvi að
ósjálfrátt ætlist hann til meira
fjörs og fjölbreytilegri fyndni af
hinni kostulegu atburðarás en
sagan lætur nokkurn tima sjálf i
té.
Suður meö sjó.
Jón Dan hefur helgað sér sögu-
svæði suður með sjó, kotabyggð
sem lifir i senn á landsins gæðum
og sjávarins. Úr skáldsögu hans,
Sjávarföllum, verður minnis-
stæðari lýsing landshátta, byggð-
arinnar sjálfrar, en þess mannlifs
sem þar er lifað með miklum um-
brotum, rómantiskum öfgum
mannlýsinga og atburða. I nýju
sögunni er svipuðum landshátt-
um, sjávarbyggð i sveit og þorpi
einkar skilmerkilega lýst, og fólki
i byggðinni, bændum og kaup-
staðarbúum, sem við söguna
koma. Sagan er vendilega tima-
sett sumarið 1925. Og hún er
saman sett eftir þeirri gömlu
góðu formúlu að frá ólikinda-
legum atburðum skuli greina með
sem trúverðuglegustu móti og
allra helzt láta sem dagsönn saga
sé sögð.
Samkvæmt þessu eru sögumenn
tveir i Atburðunum á Stapa.
Annar þeirra, igildi höfundar
sjálfs i sögunni, hefur fyrir þrjá-
tiu og fimm árum orðið vitni að
undarlegum atburðum og heyrt
enn undarlegra samtal, sem liður
honum ekki úr minni siðan, enda
skrifaði hann jafnharðan hjá sér
frásögn af þessu atviki. Þegar
sagan hefst kemst hann á ný i
kynni við einn þátttakenda i sam-
tali þessu, mann sem sliku stál-
minni er gæddur á fólk, orð þess
og æði og alla atburði, að aldrei
skeikar neinu. Það er hann, sem
söguna segir af hinum undarlegu
atvikum á Stapa, sumpart eftir
minni en sumpart annarra sögn,
og sumpart hefur einnig hann ein-
hverjar ritaðar heimildir fyrir
sér.
Það er vissulega hönduglega
farið með þessa umgerð efnisins i
sögunni eins og flest önnur frá-
sagnarefni. Hitt er frekar spurs-
mál hvaða gildi, ef nokkurt, hún
hafi fyrir efnivið sögunnar sjálfr-
ar, frjálsan leik að efnum þjóð-
trúar og þjóðlifs. Hvorugur þeirra
sögumanna verður skýr persóna i
sögunni, ekki einu sinni Sigurður
Karlsson, Siggi saga, svo skil-
merkilega sem mynd hans er þó
dregin i fyrstunni. En af sama
toga og hin grandgæfilega um-
gerð frásagnarinnar er árátta
hennar að skýra alla atburði
skynsamlegri skýringu jafnframt
hinum þjóðsögulega skilningi,
sem sögufólkið leggur i þá.
i álögum
Sagan hermir frá kostakúnni
Dumbu, bjargvætt og lifgjafa
fólksins á Stapa, Stapajón hefur
af kynnum þeirra orðið sannur
sérfræðingur um sálarlif, siði og
tungu kúaþjóðar. Kýrin hverfur
og i staðinn hennar kemur stúlka,
Kýrunn, og riður nú á að leysa
Dumbu úr álögum þessum. Um
tilraunir Stapajóns i þá átt, eftir
forskrift ævintýra, við vaxandi
áhyggju og armóð eiginkonu
hans, snýst sagan æ meir sem á
hana liður. En raunar heitir Kýr-
unn Karen upp á sænsku, eftir-
Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist:
Selló og skógarpúki
Sinfóniuhljómsveit islands:
1. TÓNLEIKAR — 4. okt. 1973
Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat
Einleikari: Erling Blöndal
Bengtson
Það var engum smá-
trompum spilað út á
fyrstu reglulegu tón-
leikum sinfóníuhl jóm-
sveitarinnar í vetur. Ein-
leikarinn hefur lengi verið
aufúsugestur hér á landi.
Og hl jómsveitarstjórinn
stjórnaði einhverjum
beztu tónleikum hljóm-
sveitarinnar í fyrra —
Jean-Pierre Jacquillat
með slíkum árangri, að
strax var reynt að fá hann
hingað til starfa aftur.
Fyrsta verk á efnis-skrá
hljómsveitarinnar á fimmtu-
dagskvöld var Siðdegi Fánsins
eða skógarpúkans, eftir Claude
Debussy, eitt af þekktustu
verkum tónskáldsins, samið
1894. Draumlynd stemmning
verksins komst ágætlega til
skila, þótt svo til fljótandi
hrynjandi þess hnökraðist litil-
lega i meðförunum. Að öðru
leyti var verkið ánægjulega
flutt, flautuleikur Jóns. H.
Sigurbjörnssonar hvort tveggja
i senn, fingerður og áhrifa-
mikill.
Sellókonsert i e-moll op. 85
eftir Edward Elgar (1857-1934)
er ekki neitt sérstaklega áhuga-
verð tónsmið við fyrstu kynni.
Þetta gæti svo sem breytzt við
aukin og nánari kynni af verk-
inu — að minnsta kosti ef menn
hafa áhuga sér i lagi á tónlist af
þessu tagi. En fyrsti þáttur
verksins hefur svo litið til að
bera, litlum áhrifum að miðla,
að strax dregur úr áhuga manns
á verkinu — þótt siðasti hluti
þess og lokaþátturinn sé liklega
skástur.
Tónleikagestir hefðu áreiðan-
lega þegið það þakksamlegar
að fá að heyra Erling Blöndal
Bengtson leika meiri háttar og
þekktara verk en þetta. En ein-
Íeikur hans i konsert Elgars
var vissulega frábærlega vel af
hendi leystur eins og við mátti
Krling Blöndal Bengtson
búast. Leikur. hljómsveitar-
innar var hins vegar ekki alveg
samstiga, þótt allvel tækist á
köflum.
Siðasta viðfangsefni sinfóniu-
hljómsveitarinnar á þessum
tónleikum var sinfónia nr. 4 i B-
dúr eftir Beethoven.
liér tókst hljómsveitarstjór-
anum að kalla fram það bezta,
sem hljómsveitin á til i leik og
náöi mjög lofsverðum árangri i
siðustu þáttum sinfóniunnar.
Þaö er auðvelt að imynda sér
þær framfarir, sem orðið gætu i
hljómsveitinni, ef tækist aö fá
slikan stjórnanda sem Jean-
Pierre Jacquillat til að dveljast
um tima með henni.
legukind af útlendu flutningaskipi
að þvi er virðist, og kýrin Dumba
drukknaði bara i gjótu. Þvi er nú
vorr og miður liggur mér við að
segja: likast til hefði sagan farið
betur hefði sögumaður látið sig
hafa það að trúa sinum eigin til-
búningi.
Og þennan tviveðrung frásagn-
arinnar tekst lýsingu Stapajóns
og hyskis hans ekki að yfirvinna,
svo kostuleg sem hún þó er, háö-
færsla þjóðlegs bóndamanns með
meiri áhuga á alls konar fræðum
en búskaparamstri sinu, mikinn
hug á holdsins lystisemdum þrátt
fyrir siðferðislegt yfirskin. Ef
menn vilja lesa söguna með
„táknlegu” móti, eins og atburðir
hennar bjóða upp á öðrum þræði
má svo sem segja að hún snúist
um það hversu hinn gamli Adam
sé bandaður og komið undir aga
þar á Stapa. Skemmtilegast i
sögunni er fólkið i henni,
ofur-einfaldar og skýrar mann-
lýsingar það sem þær ná, og við-
skipti þess sin i milli, að
ógleymdri landsháttalýsingu
sögunnar suður með sjó.
En þvi er nú verr og miður að
Jóii l)an
þrátt fyrir nosturslegan stil og
einatt læsilega frásögn tekst
sögunni aldrei til neinnar hlitar
að vekja áhuga lesanda. hvað þá
festa trú á þeim kynjaheim sem
hún lýsir. kannski af þvi að bresti
atfylgi óheftrar skáldlegrar
imyndunar sem dygði til að
kveikja honum lif, kannski af þvi
að hér sé efni i litla sögu, glettna
smámuni, ætlað i stóra og að ein-
hverju leyti alvörugefna. Allténd
lætur hún lesandann eftir á
báðum áttum um það eins og
fleira.
ÞAKKLÆDNING
Bjóðiim upp á liið hcimskunna þctticfni fyrir sprungur,
steinþök, asfalt, málmþök, slétl sem báruð. Eitt be/.ta við-
loðunar- og þclticfni, scm völ cr á fyrir nýtt scm gamalt.
Þcttum húsgrunna o.l'l. 7 ára ábyrgð á efni og vinnu i
vcrksamniiigaformi.
Fljót og góð þjón-
usla. Uppl. i sima
2(1938 kl. 9-22 alla
daga.
alcoatinjás
þjOnuslan
Verzlunarhúsnœði
til sölu i góðu standi i miðborginni.
(læti cnnfremur vcrið scm skrifstofu-, heildsölu- eða lag-
crpláss. Uppl. i dag og næstu daga i sima I3B64.
Fiat. Spindilkúlur
nýkomnar i Fiat 1500-124-5 og 125 pólska.
G.S. varahlutir,
Suðurlandsbraut 12. — Siini 36510.
Nouðungoruppboð
sem auglýst var i 42., 45. og 47 tbl. Lögbirtingablaðs 1973 á
Logalandi 15, þingl. cign Þorvaldar Ingibergssonar, fcr
fram cftir krölu (ijaidhcimtunnar i Reykjavik. á eigninni
sjálfri þriðjudag 9. október 1973 kí. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungoruppboð
sem auglýst var i 33., 36. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1973 á
m/b Baugur ÍS-362, þingl. eign Þorsteins Sveinssonar, fer
frain cftir kröfu Fiskveiðasióðs tslands við eða i skipinu i
Bátastöðinni við Hvaleyrarbraut, Hafnarfirði á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 10. október 1973 kl. 4.30 e.h.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði