Vísir - 07.10.1973, Side 9
Visir. Laugardagur 6. október 1973.
Umsjón : Stefán Guójohnsen
I S*a*5 !♦ ♦
♦
+*+ + +it ♦ ♦ ?♦'♦? ♦ ♦ *♦ ♦
Fyrri hálfleikur okkar við
Norðmenn á Evrópumótinu i
Ostende var okkur hagstæður
um 30 punkta og hjálpuðu gróf
mistök þeirra norsku mikið.
Þetta var spil nr. 6, a-v á
hættu og austur gaf.
A D-8-6
V D-10-3-2
♦ D-G-3
4» D-10-9
4V
4y
A
V
A K-10-9-5-3-2
V A-G-6
A-6
K-2
*
7-4
ekkert
K-10-7-4
A-G-8-7-6-5-4
1 opna salnum gengu sagnir
þannig:
Austur Suður Vestur Norður
Páll Breck Jón Lien
1 A 2 4*
3 * D
! V 4 «»
Báðir norðurspilararnir spil-
uðu út laufatiu og fyrstu fjórir
slagirnir voru eins. Kóngur úr
blindum, ás og laufafjarka spil-
að til baka. Sagnhafi trompaði,
tók hjartakóng, svinaði hjarta-
gosa og spilaði spaða.
Hér skildu leiðir, Jón drap
eðlilega á ásinn, spilaði meiri
spaða á kónginn, trompaði
spaða og fékk auðveldlega 11
slagi.
Norski sagnhafinn fékk hins
vegar þá hugdettu að svina
spaðagosa og þegar norður drap
með drottningu og spilaði tígli,
þá var pottþéttur samningur
gjörtapaður. Sagnhafi fékk að
lokum 8 slagi og Island græddi
850 eða 13 IMP.
Það er athyglisvert að
hvorugur norðurspilarinn býður
Gróf mistök norskra
hjólpuðu mikið
Og i þeim lokaða þannig:
Austur Suður Vestur Norður
Finnvold Karl Andreass. Stefán
1A 2
3 ¥
upp á fórnina með þvi að taka
undir laufið, en fórnin er mjög
góð. Eftir að makker hefur sagt
tvö lauf, þá er ekki ósennilegt
að fjögur hjörtu tapist, enda
varð sú raunin i lokaða salnum
til allrar hamingju.
Tveimur spilum seinna kom
þetta:
Allir utan hættu, vestur gefur.
A K-G-10-7-3-2
¥ G
\ 2
* A-9-6-5-4
A A-8-S
A D-8-6-3
* A-D-7
* D-7-2
A 5-4
¥ A-K-10-5-4-2
0 G-5-4
A G-3
A D-9
y 9-7
4 K-10-9-8-6-3
A K-10-8
1 opna salnum voru sagnir
stuttar en ótrúlegar:
Vestur Norður Austur Suður
1 G 4A! D -
Austur spilaði út hjartaás og
Siðan laufagosa. Sagnhafi drap
með kóng, spilaði spaðadrottn-
ingu, sem var gefin og siðan
spaðaniu. Vestur drap og siðar
fengu a-v tvo slagi i viðbót, 100
til íslands.
1 lokaðasainum gengu sagnir
hins vegar þannig:
Vestur Norður Austur
i ¥ 2 * 3 ¥
2 A
Suður
3 A
Laufagosinn hafði jafnmikið
aðdráttarafl i lokaða salnum og
að vörmu spori lá hann á spila-
borðinu. Norður drap með kóng,
spilaði spaðadrottningu, sem
vestur gaf. Þá kom laufatia og
svinað, siðan spaðania. Vestur
drap á ásinn og a-v fengu siðan
á rauðu ásana, slétt unnið og 420
til tslands, 11 IMP.
Bæði þessi mistök kostuðu
Norðmennina 24 IMP en þeir
töpuðu leiknum með 8 IMP eða
12-8.
Meistaratvimenningskeppni
Bridgefélags Reykjavikur hófst
s.l. miðvikudagskvöld i Domus
Medica. Fjörtiu og átta pör taka
þátt i keppninni og eru þessir
efstir:
1. Hannes Jónsson og Oliver
Kristófersson 259.
2. Asmundur Pálsson og Stefán
Guðjohnsen 257.
3. Hörður Blöndal og Simon
Sfmonarson 253.
4. Gunnar Guðmundsson og Orn
Guðmundsson 241.
5. Sigtryggur Sigurðsson og
Anton Valgarðsson 241.
6. Benedikt Jóhannsson og
Vilhjálmur Sigurðsson 238.
7. Hilmar Guðmundsson og
Jakob Bjarnason 237.
8. Gyifi Baldursson og Sveinn
Helgason 233.
9. Bragi Erlendsson og Rikharð-
ur Steinbergsson 233.
10. Magnús Ingimarsson og
Stefán Jónsson 233.
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld i Domus
Medica og eru spilarar beðnir
að mæta timanlega, eða kl.
19.55.
Bridgefélagið Asarnir i Kópa-
vogi hóf vetrarstaríið 1. okt.
með 1 kvölds tvimenningi.
Sigurvegarar urðu:
Páll Þórðarson og Bergvin
Oddsson með 155 stig.
1 öðru sæti:
Gestur Sigurgeirsson og
Vilhjálmur Þórsson með 132
stig.
1 þriðja og fjórða sæti:
Hermann Lárusson og Lárus
Hermannsson og Jón Her-
mannsson og Hallvarður Guð-
laugsson með 126 stig.
Mánudaginn 8. okt hefst 3
kvölda tvimenningur og verður
spilað i Félagsheimili Kópavogs
efri sal. Keppni hefst kl. 8 stund-
vislega. Þátttaka tilkynnist til
Sveins A. Sæmundssonar i sima
40342 eða 41260.
Vísnaþættir hafa notið
mikilla vinsælda hér í
blaðinu. Hefur því verið
ákveðið að endurvekja þá
nú. Verður þátturinn á
laugardögum og þurfa
botnar að hafa borizt
blaðinu fyrir laugardag.
Leyfilegt er einnig að
senda þættinum vísur og
geta þá gjarnan tilefnis.
Utanáskrift þáttarins er
,,Dagblaðið Vísisr,
Síðumúla 14, Vísnaþáttur.
Svo er hér fyrsti fyrri-
parturinn:
Húmar að og haustið svalt
hneppir ailt i dróma.
Þótt margir hafi haldið þvi
fram að nýja ljóðformið hafi
gengið af þvi gamla dauðu virðist
lausavisan enn lifa góðu lifi hér-
lendis. Kemur þar trúlega margt,
til, en það, sem gert hefur þaö að
verkum, að erfitt hefur reynzt að
gera út af við hana er það, hve
margir geta ort sæmilegar
stökur. Þó virðist manni þessi
iðja fara heldur minnkandi, og
þar sem skáld af yngri kynslóð-
inni gera litið, ef nokkuð, að þvi
að birta stökur i bókum sinum,
verður fólk ekki eins mikið vart
við þær og áður.
Fólk er aldrei á einu máli um
skáldskap, en trúlega eru
einhverjir sammála Kankvis er
hann segir:
Við áttum skáld, sem
ortu snilldar Ijóð
og unnu bæði landi sinu
og þjóö.
En launin voru
löngum fremur smá.
— Vér ljóðin eiskuðum
— en sveltum þá.
En atómljóð, sem einskis
eru verð,
er okkar tima
helzta Ijóðagerð.
En til eru menn, sem
skáldskap skilja og dá.
— En skáldin eru nú
að svelta þá-.
En það var ekki ætlun min að
fara að tala illa um atómskáldin
eða það ljóðform, sem nú er
rikjandi hér á landi: það lifir,
hvaðsem hver segir. Hitt eraftur
annað mál, að það er ef til vill
óþarfi að varpa gamla
ljóðforminu fyrir róða eingöngu
fyrir elli sakir.
Leirkveðskapur hefur alla tið
lifað góðu lifi hér. Þegar
Kisilgúrverksmiöjan var sett á
stofn við Mývatn orti Kankvis.
Áður var dýrasta
útflutningsvara
hin islenzka stórbrotna
Ijóöagerð.
Og kannski tekst nú
vorum kaupsýsluskara
að koma mývetnskum
leir I verð.
Þar sem nýju togararnir okkar
hafa verið i hálfgerðum lama-
sessi siðan þeir komu til landsins
gæti manni dottið i hug að þeir
hafi verið smiðaðir af svipuðum
mönnum og næsta visa lýsir.
Vizkudrjúgur vinur minn
af verklagni stýrir atinu.
Þegar hann byggði bátinn sinn,
hann byrjaði á neglugatinu.
Og nóg frá Kankvis að sinni.
Þar sem ég er byrjaður á að
birta hér gamanvisur, en eins og
mörgum er kunnugt orti Kankvis
daglega i eitt dagblaðanna það
lengi, að það gæti trúlega kallast
heimsmet i yrkingum, þvi ekki úr
vegi að minnast örlitið á annað
gamanskáld, sem orti sinar visur
og ljóð i annarri heimsálfu og það
er K.N.
Ekki veit ég hvort K.N. hefur
verið trúaður öðrum mönnum
fremur, en þó finnst mér eftirfar-
andi visa benda til þess. Tilefni
visunnar var það að trúboði kom
til hans þar sem K.N. yar að
moka flór. Þegar trúboðinn hafði
lokið ræðu sinni sagði K.N.
Kýrrassa tók ég trú,
traust hefur reynst mér sú.
t flórnum þvi fæ ég aö standa
fyrir náð heilags anda.
Svona finnst mér að trúaður
maður ætti að bregðast viö mönn-
um, sem eru að boða viðkomandi
trú. En K.N. sækir mörg yrkisefni
i Bibliuna, og á einum stað segir
hann:
Ef að kraftur orðsins þver
á andans huldu brautum.
Gefa á kjaftinn verðum vér
vorum skuldunautum.
Honum dettur einnig skemmti-
lega i hug eftirfarandi visa, þegar
manni var „gefiö á hann.”
Lesið hef ég lærdómsstef,
þótt ljót sé skriftin,
og sist ég efa sannleiks-
kraftinn
að sælla er að gefa en þiggja
— á kjaftinn.
1 næstu visu er einnig vitnað i
Bibliuna.
Ef ég man það ekki skakkt, —
engan vil ég styggja, —
Kristur hefur sjálfur sagt:
„Sælla er að gefa en þiggja.”
island mæta þjóðin þér
þakkir bæri að votta,
ef þú gætir gefiö mér
gálga og snærisspotta.
Ekki varð islenzka þjóðin við
þessari bón, og ber að votta henni
þakklæti fyrir það.
Svo ég snúi mér að alvarlegri
efnum, var örn Arnarson snill-
ingur i visnagerð og þjóðskáld
eins og allir vita. Nú er vetur að
ganga i garð, kanski i tvennum
skilningi hjá sumum, en um það
yrkir örn:
Herðir frost og byljablök.
Ber mig vetur ráðum.
Ævi min er vörn i vök.
Vökina leggur bráðum.
Adeilan var að minu áliti mikill
þáttur i skáldskap Arnar.
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst i tómu bylur.
Oft er viss i sinni sök
sá, er ekkert skilur.
Nú er farið að hausta og vetur
að ganga i garð og trúlega er vart
hægt að lýsa þessu betur en i
eftirfarandi visu Arnar:
Norðanhitran bleikir völí,
blöðin titra á greinum,
hljóönar sytra, hvitna fjöll,
hrimkorn glitra á steinum.
Með þessum orðum og næstu
visu kveður þátturinn.
Sendiö okkur visna val,
sem valda i lofti bliku.
Vor þáttur kveður hrund og hal.
Hittumst í næstu viku.
Ben. Ax.
A
'l
Pf
IÐNSK ÓLINN
í REYKJAVÍK
Ráðgert er að Meistaraskólinn 1973-74 taki
til starfa hinn 19. október n.k.
Fer innritun frarn dagana 8.-9. og 10. októ-
ber, i skrifstofu skólans. — Teknir verða
mest 50 nemendur og ganga þeir fyrir,
sem lokið hafa sveinsprófi i múrun og
húsasmiði árið 1971 eða fyrr—Skólagjald
er kr. 5.000.
Skólastjóri
____^roSrriurbrauðstofan
4 jr -----------—-
BJaRINIIIMN
Niálsgata 49 Sími '5105