Vísir - 20.10.1973, Page 7
Visir. Laugardagur 20. október 1973.
cTMenningarmál
Sverrir Haraldsson — hjá nokkrum nýlegum myndum á svningunni i Myndlistarhúsinu á Miklatúni.
INNIHALD OG UMGJÖRÐ
Elísabet
Gunnarsdóttir
skrifar um
myndlist:
Langt er siðan nokkur
myndlistarsýning hefur
vakið jafnalmenna at-
hygli og verið kynnt
jafnrækilega og sýning
Sverris Haraldssonar.
Sýning þessi er lika
eftirtektarv.erð fyrir
margra hluta sakir, þó
ekki væri nema vegna
þess að þetta er yfirlits-
sýning á verkum manns
sem enn er á miðjum
starfsaldri.
Venjulega eru slikar sýningar
ekki haldnar fyrr en menn eru
komnir á efri ár eða jafnvel
dau&ir. Sýningar sem spanna
nokkurt timabil eru vel fallnar til
að veita innsýn i þróun mynd-
listar, hvort sem þar eru sýnd
verk eins manns eða ákveðins
hóps sem sett hefur svip á sam-
timamenn sina. 1 landi þar sem
myndlistarfræðsla er ekki til, eru
slikar sýningar gott tækifæri til
að fá betri heildarmynd af þvi
sem gerist á hverjum tima og
tengja samtimalist við það sem á
undan er gengið. Það væri þvi
lærdómsrfkt, ef fleiri myndlistar-
menn og stefnur yrðu kynntar á
þennan hátt.
Einbeiting og umskipti
Sverrir Haraldsson getur varla
talist dæmigerður fyrir jafnaldra
sina i myndlist, þó hann hafi orðið
fyrir áhrifum af þeim stefnum
sem hér bar hæst fyrir tuttugu
árum. i seinni tið hefur hann
farið mjög sinar eigin leiðir.
Sýningu Sverris er þannig fyrir
komið að auðvelt er að rekja þar
feril hans, sjá hvernig hann
sökkvir sér niður i ákveðinn stil
eða viðfangsefni, þar til það full-
nægir ekki lengur kröfum hans,
en stendur i vegi fyrir áfram-
haldandi þróun. Einkenni hans —
og mér liggur við að segja aðals-
merki — hefur einmitt verið þessi
einbeiting og umskipti. Hann
hefur aldrei fest i neinni aðferð
eða stil, heldur haft hæfileika til
endurnýjunar, þegar hann hefur
talið sig kominn til botns i við-
fangsefninu.
Þótt Sverrir sé ekki nema
fertugur maður, hefur hann tekið
algerum stakkaskiptum hvað
eftir annað og komið viða við i
myndlist. Þegar athugaður er sá
þrjátiu ára ferill sem sýningin
spannar, vekur það fyrst athygli
hversu bráðger Sverrir hefur
verið. Myndir hans frá unglings-
árunum eru engar venjulegar
skólateikningar og mér finnst
enginn vafi leika á þvi að hann er
efnilegasti málarinn er hér kom
fram um miðja öldina. Abstrakt
myndir hans í gráum tónum, sem
heil seria er af á þessari sýningu,
eru eitthvað það albesta sem
fram hefur komið á þessu sviði
hér á landi. Og þó Sverrir
skammist sin nú orðið fyrir
geometrisku myndirnar sinar, þá
er ekki þvi að neita að þær eru vel
af hendi leystar. Aftur á móti veit
ég ekki hvað menn kunna að hafa
sagt, eða segja, um þá skoðun
Sverris að geometria sé i þvi
fólgin ,,að raða saman ferningum
á kúnstugan hátf'og þvi meir sem
menn fáist við þetta þvi meira
dofni tilfinningarnar. Þessi iist-
stefna eins og aðrar spratt fram
af nauðsyn, en ekki persónu-
legum duttlungum, þótt ekki
henti öllum að vinna í anda
hennar.
Hvað sem þvi liður, þá er hitt
meira áberandi á þessari
sýningu að þær stefnur sem hér
gripu um sig um miðja öldina eru
nú orðnar mjög fjarlægar okkar
samtima. Þótt gömlu myndirnar
hans Sverris veki enn hrifningu,
þá eru þær i raun og veru allt
aðrar myndir nú en þegar þær
voru fyrst sýndar. Á undan-
förnum áratugum hefur myndlist
og heimurinn allur breyst það
mikið að nú sjáum viö þessi verk 1
allt öðru ljósi en fyrrum. Timinn
hefur greinilega dregið úr slag-
krafti þeirra eins og við sjáum
best, ef við förum enn lengra
aftur i timann til upphafs
abstraktsins. Fyrst verkaði það
eins og raflost á fólk. Það var
menningarsjokk fyrir öll Vestur-
lönd, en nú heyra þessi verk
óafturkallanlega fortiðinni til, og
þau hughrif sem þau vekja eru
allt annars eðlis en fyrrum.
Ný gildi
Sprautumyndir Sverris eru
ekki orðnar gamlar að árum, en
mér finnst sem þetta séu ekki
sömu myndirnar og ég sá i Lista-
mannaskálanum 1963. Þá sá ég i
fyrsta skipti verk eftir Sverri og
hreifst mjög af sýningunni, eins
og reyndar margir aðrir. Mér
voru myndirnar enn i fersku
minni, en þegar ég sá þær aftur
um daginn voru þær breyttar, þó
ekki finnist mér þær hafa fölnað
eöa smækkað, heldur vera ein-
hver albestu verk Sverris. Gildi
þeirra hefur ekki minnkað,
heldur breyst.
Eftir sprautuna tekur Sverrir
aftur til við oliuliti. í fyrstu
virðist um litla breytingu að
ræða, nema á efni, en smám
saman skiptir hann yfir i lands-
lag. Frá þessum umskiptum
hefur hann sýnt tvisvar og þau
verk og hin nýjustu eru mjög
fyrirferðarmikil á sýningunni nú.
Þær fyrstu þessara mynda,
náttúrustemmningar úr Blesu-
grófinni og þar i kring, búa yfir
miklum og sérkennilegum
töfrum. Þar nýtur sin lika vel hin
afburða tæknikunnátta Sverris. A
yfirborðinu er mikil bliða og
kyrrð, en undir er likt og sár kvöl
og jafnvel angist. Rofabörðin
verða að einhvers konar einkis
manns landi, þar sem hið ógn-
vænlega biður færis. Sú andlega
spenna sem einkennir þessar
myndir finnst mér horfin úr þeim
nýrri. Þar er óhugnaðurinn ekki
eins dulinn, og viðfangsefnið er
likt og of auðvelt viðfangs þannig
að jafnvel bregður fyrir að hand-
verkið sitji i fyrirrúmi. Ef til vill
er Sverrir enn kominn að um-
skiptatima, en um það getur
enginn sagt að svo komnu máli
nema hann sjálfur.
Myndlist I fréttum
Eins og ég sagði i upphafi, þá
hefur þessi sýning vakið geysi-
mikla athygli. Fjölmiðlar hafa
verið ósparir á fréttir og aðsókn
verið óvenjugóð. Það væri gleði-
ieg stefnubreyting, ef listvið-
burðir eru farnir að teljast gott
fréttaefni, en einhvern veginn
finnst mér þó þessi kynningar-
starfsemi bera vott um eitthvað
annað en menningaráhuga.
Það skyldi sist standa á mér að
fagna þvi ef fjölmiðlar sneru sér i
alvöru að þvi að sinna myndlist
og þá jafnframt öðrum list-
greinum, en þessi áhugi nú finnst
mér nokkuö skyndilegur og æsi-
fréttakenndur. Tryggingarupp-
hæð sýningar getur verið fróð-
leikur út af fyrir sig og það eru
nýjar fréttir á íslandi að um-
ferðaröngþveiti skapist við opnun
myndiistarsýningar, en þessi
fróðleikur er varla til þess fallinn
að auka raunverulegan áhuga á
listum, þó hann geti valdið
augnabliksæsingi. Margtervinn-
andi til að stækka þann hóp sem
sækir myndlistarsýningar, en
mér finnstsem þvi moldviðri er
þeytt hefur verið upp umhverfis
þessa sýningu sé ekki ætlaö að
auka áhuga almennings á listum.
Sjáið hana samt!
Sýningin sjálf er altur á móti vel
til þess fallin, þvi að hún er
þannig upp byggð að hún er mjög
aðgengileg og verkin þess virði
að sem ílestir l'ái að njóta þeirra.
Hitt finnst mér vafamál hvort al-
menningi og jafnágætum lista-
manni og Sverri sé nokkur greiði
gerður með þvi að stilla honum
upp sem einhverjum konungi
listmálaranna. Ef efla á sannan
áhuga fólks á lislum og gera list
að áhrifameiri þætti i lífi okk-
ar er það ekki leiðin að
belgja fjölmiðla út á æsifréttum
og litmyndum i eina viku á ári og
halda að það sé harla gott, en
taka sér siðan rækilega hvild frá
listinni. Slikar aðferðir eru
áhrifarikar til að auka sölu á
heimilistækjum og bilum, en ekki
lil að upplýsa almenning eða að
gera hann listelskari.
Það er þvi sorglegt að Sverrir
Haraldsson og list hans séu höfð
að ieiksoppi i svona sýndar-
mennsku en þó verð ég að taka
undir með kórnum og segja að
þessi sýning er svo sannarlega
þess virði að sjá hana, og vona að
sem flestir geri það.
Sigurður EgiU Garðarsson skrifar um tónlist:
Sinfóniuhljómsveit
isiands:
2. TÓNLEIKAR
18. október 1973
Stjórnandi:
Karsten Andersen
Einleikari:
Kjell Bækkelund
msmmmttmMma
Karsten Andersen
FLUGTAK OG LENDING
Kjell Bækkelund
Fátt er eins áberandi á
tónleikum og byrjun og
endir hvers verks sem
flutt er. Upphaf og loka-
tónar hvers og eins tón-
verks verða þvi oft við-
kvæmustu staðirnir i
flutningi — frá listrænu
sjónarmiði mætti jafnvel
likja þeim við flugtak og
lendingu. Þau andartök
koma aldrei aftur. En þau
ráða kannski úrslitum um
heildaráhrif hverju sinni.
Fyrsta verkið á sinfóniutónleik-
um á fimmtudagskvöld var Passa-
caglia i f-moll eftir dr. Pál Isólfs-
son. Fyrstu drög að þessu verki
voru samin á námsárum Páls i
Leipzig, þá með orgel i huga, og I
þeirri gerð var verkið siðan fullbú-
iö og tileinkað danska orgelleikar-
anum Sören Sörensen. Sfðar endur-
samdi Páll verkið fyrir hljómsveit,
og I þeim búningi var passacaglian
frumflutt i Kaupmannahöfn árið
1938. En þá tóku Islendingar i
fyrsta sinn þátt i norrænu tónlistar-
móti sem þar var haldið. — Flutn-
ingur verksins fór vel úr hendi og
virtist á köflum vandaður eftir
máttleysislega byrjun sem minnti
um of á blaðlestur.
1 sinfóniu i G-dúr nr. 88 eftir
Joseph Haydn náði hljómsveitin
markvissum, glæsilegum flutningi.
Yndisþokki verksins varð hvergi of
þunglamalegur. Þótt pizzikato
strengja i lok 2. þáttar missti
marks, var leikur þeirra að öðru
leyti með þvi bezta sem þeir láta til
sin heyra, hrifandi i siðasta þætti
verksins.
Seinni hluti tónleikanna hófst með
Pianókonserti i F-dúr eftir banda-
riska tónskáldið George Gershwin.
Hér er reynt að sameina tungumál
jassins og rómantik Liszts i klass-
Iskum klæðum pianókonsertsins.
Norski pianóleikarinn Kjell
Bækkelund fór með einleikshlut-
verkiö.Hann byrjaði feril sinn sem
undrabarn og lék i fyrsta sinn á
opinberum tónleikum aðeins átta
ára gamall meö Filharmóniusveit
Oslóborgar, en siðan skipaði hann
sér I flokk beztu pianóleikara á
Norðurlöndum. Leikur Bækkelunds
i Pianókonsert Gershwins var
afbragðs góður, og leysti pianóleik-
arinn listavel úr öllum tæknilegum
erfiðleikum. Hins vegar var sem
hljómsveitin ætti við einhverja
örðugleika að striða i byrjun verks-
ins. En þessu brá til batnaöar
þegar liða tók á verkið. Undirtektir
áheyrendanægðu til að Bækkelund
lék aukalag — auðvitað eftir Grieg.
Siðast á efnisskrá var svita nr. 2
úr ballettinum Daphnis et Chloé
eftir franska tónskáldið Maurice
Ravel. Draumlynd stemmning
verksins á sér fáar hliðstæður i lit-
brigðum raddsetningarinnar, og er
ævintýri næst: Það er ekki út i hött
að skipa Ravel i hóp með „im-
pressionistum” tónlistarinnar. En
verkið er erfitt og kröfuhart i flutn-
ingi. 1 meðförum sinfóniuhljómt-
sveitarinnar var byrjunin aðeins
hnökruð, en þvi betur tókst sem
iengra leið á verkið. Til saman-
burðar má geta þess að á skólatón-
leikum daginn eftir — i gær — var
flutningur verksins i heild frábær.
Norski hl jómsveitarstjórinn
Karsten Andersen verður aðal-
stjórnandi sinfóniuhljómsveitar-
innar i vetur. Eftir þessa byrjun
má búast við mörgum ágætum tón-
leikum.