Vísir - 08.11.1973, Side 13

Vísir - 08.11.1973, Side 13
Vlsir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. 13 ekki kúrekaföt Rauðskinnaklœði Tizkukóngarnir i Paris og London hafa kynnt næstu vor- og sumar- tizku með miklum lúörablæstri, og nú eru þeir I Ameriku sömuleiöis byrjaðir aö móta tizku næstu sumarmánaöa. Vestanhafs eiga þaö að verða indiánabúningar af ýmsu tagi, sem hæst ber. Undir slag- oröinu „frisklcgt og fallegt” kynna tizkuteiknararnir tizkufatnaö, sem gerður er aö fyrirmynd búninga rauöskinna. Og þennan skrúöa vilja þeir láta koma i staö kúrekafatanna, sem tröllriöu tízkuheim- inum núna siðast. Og hér á meöfylgjandi myndum getum við séö, hvernig hvítar stúlkur taka sig út skreyttar fjöörum, perlum og leöurpjötlum aö hætti rauöskinna... Brúðguminn á eftir að dúsa í steininum fram til ársins 1984 „Þið eiturpöddur,” æpti leik- konan Sue Lyon aö Ijós- myndurunum, sem biöu hennar i rikisfangelsinu i Colorado siöastliöinn sunnudag, þegar hún kom þangað til aö láta pússa sig i hjónaband meö ein- um fanganna þar. Hiö kalda viömót hennar gagnvart frétta- Ijósmyndurunum á staönum geröi þaö aðeins að verkum, aö þeir uröu enn sólgnari i aö ná af lienni nærmyndum. Einsög við skýrðum frá hér á NÚ-siðunni fyrir skemmstu, er brúðguminn 33ja ára gamall morðingi, sem hefur setið á bak við lás og slá siðan á árinu 1964. Hann heitir Cotton Adamson og situr inni fyrir morð og of- beldisárásir. Sömuleiðis var honum á sinum tima fundið það til foráttu að hafa rænt banka og verzlað með eiturlyf. Dómurinn var þungur, og þarf Adamson tæpast að gera sér vonir um að komast út aftur fyrr en árið 1984. Hin 27 ára gamla Sue Lyon öðlaðist heimsfrægð aðeins 14 ára gömul. Hún fór þá með titil- hlutverkið i myndinni „Lolita”. Mótleikari hennar i þeirri mynd var James Mason, en hann hreifst svo af stúlkunni, að hann varði nokkrum mánuðum i klaustri eftir kvikmyndatökuna til að gleyma henni. Vinskapur þeirra Sue Lyon og Cotton Adamson upphófst fyrir nokkrum árum, og þá fyrir tilstilli kunningja leikkon- unnar, sem hafði fengið að dúsa i fangelsinu með morðingjan- um. Sue og Adamson byrjuðu að skrifast á, en siðan fór hún að heimsækja hann öðru hvoru, og loks voru þau sannfærð um, að Sue Lyon ræöst aö einuin Ijósmyndaranna, sem vildi Ijósmynda leikkonuna, er hún mætti til þriöju hjónavigslu sinnar.... hjónabandið væri óumflýjan- legt. — Við þekkjum hvort annað betur en nokkurt annað par, sagði Sue fyrir vigsluna Sambandokkar byggist ekki á kynferðislöngun, heldur ein- la'gri vináttu. Hiðin verður okkur léttbær, af þvi að við elsk- um hvort annað. Kappaksturshetjan ók skólabörnunum heim Kappaksturshetjan Jackie Stewart viö akstur skólavagns! — Þessir nemendur viö einn barnaskólanna I Saint Cergue nærri Genf i Sviss ætluöu varla að trúa sinum eigin augum. Þetta hófst allt með þvf, að Jackie skýröi fjölskyldu sinni frá þvi, að hann væri hættur kappakstri eftir að hafa tekið þátt i 99. Grand Prix-keppninni. Sonur hans, sjö ára gamall, Paul heitir hann, kom þá um- svifalaust með hugmynd: „Ef þú þarft að vinna þér inn pening með ööru ep kappakstri, pabbi, þá getur þú nú alltaf keyrt skólarútuna.” Og Jackie Stewart ákvað að koma syni sinum á óvart með þvi að gera einmitt þaö. Þegar svo sonur hans og skólafélagar hans komu hlaupandi út úr skóla sinum einn daginn og stigu upp i skólavagninn, sáu þeir kappaksturshetjuna undir stýri. Jackie ók börnunum heim við óstöövandi húrrahróp, og alla leiðina kepptust börnin við að tjá honum aðdáun sina. En þetta var aðeins „stutt gaman, skemmtilegt”. Þrátt fyrir að börnin gæfu Jackie sin allra beztu meðmæli, gat hann ekki fallizt á aö gera akstur skólavagnsins að atvinnu sinni. Hann er fastráðinn til næstu ára hjá Ford-verksmiðjunum, en þar er hanneinhverhæstlaunaði ráðunautur hönnuðanna.... —ÞJM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.