Vísir - 05.01.1974, Síða 5

Vísir - 05.01.1974, Síða 5
Vlsir. I.augardagur 5. janúar 1974 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson Ströng gœzla ó flugvelli Rómaborgar HANN SÁ HANA LANG FYRSTUR Meö stæröar vegg- mynd af halastjörnunni Kohoutek i bak- grunninum sést Tékkinn Lubos Kohoutek, stjarn- fræðingurinn, sem fyrstur kom auga á 'stjörnuna, flytja fyrir- lestur á vegum bandarisku geimferða- stofnunarinnar i Washington á dögun- um. Þangað var honum boðið á vegum hennar. llér á inyndununi til hliðar má sjá italska lögreglu- og öryggisvcrði á Ciampinoflug- vellinum við Kóm, þar sem strangur viðbúnaður hefur verið viðhafður eftir blóðbaðið á dögunum, þegar 5 arablskir skæruliðar myrtu 32 manneskjur. Á neðri myndinni hafa þeir brynvagn sér til fulltingis, þvi að allur er varinn góður. Myndin að ofan er tekin á I.eonardo da Vinci-flugvellin- um, Ifka við Kóm, við það tæki- færi, þegar Boeing 727 þota I.ufthansa kom með itölsku gislana, sem skæruliðarnir höfðu með sér alla leið til Kuwait. SPILAÐI SPÓLU NIXONS í PARTÍI William A. Dobrovir heitir maðurinn á myndinni hér, en hann er einn úr lieilum flokki lögfræðinga, sem starfað hafa fyrir neytendapostulann bandariska, Kalph Nader. Hann játaði núna ekki alls fyrir löngu fyrir dómara, að hann hefði „gert heimsku- lega skyssu”, þegar hann spilaði eina af segulspólum Nixons forseta i kokkteilpartii. Myndin er tekin, þegar hann ræddi við fréttamenn eftir yfirheyrslurnar hjá dómaranum. — Segul- spólan, sem Dobrovir leyfði partigestunum að heyra, var hljóðritun af fundi, sem Nixon forseti átti með mjólkurbústjór- um 23. marz 1971.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.