Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 1
KOM í VEG FYRIR STÓRBRUNA - BAKSÍÐA 64. árg. — Mánudagur 11. febrúar 1974. — 35. tbl. / . Dropinn gerist sífellt dýrari Olia til kyndingar húsa ger- ist sifeilt dýrari. Um mitt siðasta ár var veröið krónur 5,30 á litrann. Nú þykjast glöggir menn sjá fram á þrefalt þetta verð alveg á næstunni. Ekki að undra þótt’ húseigendur gerist áfjáðir i að hitaveituframkvæmdum sé hraðað. Þar er á ferðinni stórkostlegt sparnaðarmál fyrir alla. Sjá bls. 2 og 3. • Verkföll hjá Bret- unt og Þjóðverjum Sjá bls. 5 Glistrup hreinsar til Sjá bls. 5 • Lýsa eftir œðstráðanda ESSO fyrir mútur Sjá bls. 4 Fáum við aftur að sjá konur klœðast kjólum? — INN-síðan er um nýju tízkuna - bls. 9 Nýtt tilboð ASÍ i dag: Mfitfti almenn hœkkun gegn mikilli breytingu á töxtum? „Neikvœður tekjuskattur" til umrœðu Samninganefnd Alþýðusambandsins leggur væntanlega fram nýtt tilboð á samninga- fundi, sem á að hefjast kiukkan þrjú i dag. Þótt forystumenn vildu ekkert upp gefa um efni tilboðsins, hefur heyrzt, að verulegur þáttur þess sé, að ASI bjóðist til að lækka kröfur um almennar hækkanir i prósentum gegn þvi, að miklar grundvallarbreytingar verði gerðar á töxtum. Ýmsir taxtar verði felldir niður, og með þvi fengin fram meiri kauphækkun fyrir þá, sem nú eru á lægstu töxt- unum. Nefnd ASI kemur saman til fundar klukkustund áður en samningafundurinn byrjar til að ganga endanlega frá tilboðinu. Fjögurra manna „skatta- nefnd” ASl og rikisstjórnarinnar mun hafa fjallað um möguleika á að draga úr þeim vandkvæðum, sem tillögur rikisstjórnarinnar um skattabreytingar mundu valda hinum lægst launuðu. ASI-mönnum hafði reiknazt svo til, að með fyrirhuguðum skatta- breytingum stjórnarinnar mundi söluskattur hækka mun meira en tekjuskattur lækkaði. Þetta mundi koma hart við þá, sem nú greiða litinn sem engan tekjuskatt. Þeir yrðu að greiða söluskattshækkunina i vöruverð- inu engu að siður, ef ekki yrði að gert. Hafa hugmyndir um stuðn- ing við þetta fólk verið ræddar, til dæmis einhvers konar „neikvæður tekjuskattur.” 1 honum fælist, að menn fengju greiðslur úr rikissjóði til uppbót- ar, ef tekjur þeirra væru mjög litlar. Þetta er á umræðustigi. Ólafur Hannibalsson hjá ASl sagði i morgun, að eftir áramótin hefði verið farið betur en áður ofan i skattahugmyndir stjórnar- innar. ASl liti á frumvarp stjórn- arinnar um skattamál sem drög, sem enn mætti fá fram lagfæringar á. — HH Eins og nú horfir i loðnumálum má þessi aldraði Vestmannaey- ingur búast við þvi, að eitthvað dragi úr verkefnum fyrir hann. Það getur farið svo, að þörfin fyrir loðnunætur verði ekki alveg eins mikil á næstu vikum og hún hefur verið að undanförnu. (Ljósm.: G. Sig- fússon) GULLÆÐINU AÐ LINNA? „Loðnulöndunarstöðvar á Austfjörðum eru fuliar með þvl sem er komið I höfn og er á leið- inni og mjög mikið komið á Vopnafjörð. Annað er ekki hægt að fara með loðnuna og eru sumir togararnir jafnvel farnir aö biða eftir fimmtu- dagsplássi,” sagði Andrés Finn- bogason hjá Loðnulöndunar- nefnd I viötali við VIsi I morgun. „Astandið er því orðið Iskyggilegt,” hélt Andrés áfram. „Og ástandiö er aðal- lega orðið alvarlegt vegna þess, að veörið er óhagstætt. Togar- arnir komast þvi aldrei norður fyrir Langanes. Þeir þurfa að fara alla leið héðan frá Reykja- nesi, bátar, sem fara héðan að sunnan þar sem er bullandi loðna. Þeir hafa komizt lengst til Vopnafjarðar og fyrst núna eiginlega i gær.” „Loðnuveiðin er I raun og veru að stöðvast,” sagði Andrés næst. „Það eru skip núna farin að biða á fjórða sólarhring við Vestmannaeyjar, sem stafar af þvi, að það tafðist verksmiðjan. Þannig stöðvast skipin hvert af öðru. Þaö verður ekki fyrr en i nótt, sem það veröur farið að verða hægt að taka á móti úr skipunum, sem áttu að fá pláss á sunnudagsmorgun.” Svo er það lika annað, sem ■ setur stórt strik i reikninginn: Loðnumöttökustöðvarnar sunnanlands eru hættar að taka — Allar loðnulöndunar* stöðvar að fyllast fyrir austan. — Yfirvofandi verkfall heldur aftur af þeim hér fyrir sunnan á móti loðnu vegna yfirvofandi verkfalls. Þrátt fyrir mokveiði viða eru þvi loðnubátarnir að fara að hafa hægt um sig úr þessu. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.